Þjóðviljinn - 01.07.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 suridir lögregiumanna í daínum gerasf fjósamenri Tugþúsundir naufgripa að hrynja niður eftir 3 vikna verkfall 120,000 manna Tvö þúsund lögreglumenn voru sendir út af örkinni á sunnudaginn í Ferrarafylki á Ítalíu til að mjólka kýr og gefa þeim. 120.000 landbúnaðarverkamenn i fylkinu, sem nær yfir Pódalinn, hafa lagt niður vinnu og allar tilraunir til að miðla málum hafa komið íyrir ekki. Ríkis- stjórnin athugar nú leiðir til að leysa deiluna. Kúm slátrað Um hundrað kýr hafa þegar dáið úr sulti og mörg) hundruð hafa horazt svo, að þeim verður að slátra. Auk þess hefur allt hey, sem þegar hefur verið slegið eyðilagzt, og það hefur þær af- leiðingar, að ekki verður nægi- legt fóður handa þeim skepnum, sem lifa af verkfallið, svo að þeim verður sennilega einnig að slátra flestum. Verzlunum lokað. Verzlunum og krám í bæjum og þorpum fylkisins hefur verið lokað, af því að eigendur þeirra telja sér ekki óhætt að veita meiri lán. Fjölmennt lögreglulið er á verði til að koma í veg fyrir að verkfallsmenn haldi fundi til að bera fram kröfur sínar. Orsök verkfallsins er geigvæn- legt atvinnuleysi í landbúnaðin- um í fylkinu. Síðustu tölur um atvinnuleysið eru frá 1950. Þá voru 55% allra karla og 65% allra kvenna, sem vinna að land- búnaði í fylkinu, atvinnulaus. Af þeim sem vinnu höfðu voru mjög ChyrehilS svaeðabandalög Churchill kom til Ottawa í Kanada í gær ásamt Eden. Sagði hann blaðamönnum að aldrei mætti missa sjónar á draumn- um um Bandaríki Evrópu. Hug- sjón sín væri að SÞ yrðu sam- tök svæðabandalaga. Þá gæti Vestur-Evrópa komið þar fram sem ein heild, brezka samveldið sem önnur, Norður-Ameríka fjórða, Suður-Ameríka fimmta, Asía sjötta, Afríka sjöunda, slavnesku löndin áttunda og Arabaríkin níunda. Æðstu menn hvers bandalags gætu svo komið saman, ráðið ráðum sín- um og sett niður deilur miklu auðveldlegar en nú er hægt. fáir, sem höfðu vinnu meira en 100 daga ársins og launin voru um 1000 lírur (26 ísl. kr.) á dag, þannig að venjuleg árslaun fóru ekki langt fram úr 2500 krónum. Hefur staðið í þrjár vikur ■ Fyrir nokkrum máriúðum höf-' ust sjálfkrafa verkföll á ýmsúríi stöðum í fylkinu, og' þegar sáiri- tök verkafólksins fyrir þrém vik- um fyrirskipuðu allsherjarverk- fall, var þeirri skipan hlýtt nærri því án undantekninga. Verkfallsleiðtogar handteknir í fyrradag gerði lögreglan hús- rannsókn í aðalbækistöðvum kommúnistaflokksins í Pódalnum og handtók þar 40 leiðtoga verk- fallsmanna. Jafnframt var þús- 'uhdum lögreglumanna falið að vjnna störf landbúnaðarverka- manna . til að reyna að bjarga nautgripastofni stórbænda í fylk- iriu frá algerri tortímingu. IngSnn smurlingur í fmlhýsi ðaraéslns Klstan var gerð lyrir sáí faraés Kistan í grafhýsi hins nýfundna ókláraða pýramída í Sakkara hefur verið opnuð. Hún var tóm. Vonbrigði egypzka fomfræð- ingsins, dr. Zakaria Goneim, voru mikil. Hann hafði búizt við að finna í kistunni smurling Sanakht faraó, sem uppi var fyrir 4700 árum. Sanakht var bróðir og arftaki Zoser faraós, sem lét byggja annan pýramída þar í grenndinni. Getur verið annars staðar 4/’.. Þpð er hugsanlegt, að kista faraósins, sem lét byggja þennan pýramída, finnist í öðru grafhýsi, en ekki verður hægt að halda uppgreftinum áfram fyrr en í október. Var talinn merkasti fornleifa- fundur í Egyptalandi Fyrir mánuði, þegar dr. Gon- eim gægðist í fyrsta sinni inn í grafhýsið, þar sem þá var talið að smurlingur faraósins væri, héldu menn, að þarna hefði verið gerður merkasti fomleifafundur í Egyptalandi, enn merkari en fundur grafar Tut-ank-Amons árið 1922. Úr því verður nú ekki skorið með vissu fyrr en í haust. Kistan var fyrir sálina í fyrradag skýrði dr. Goneim frá því, að tekizt hefði að ráða helgirúnir á steinkistunni og þar með væri skýring fengin á því, hvers vegna hún var tóm. Kistan var nefnilega ætluð sál faraósins. Dr. Goneim kveðst nú sann- færður um að Sanakht sé greftr- aður í þessum pýramída og smurling hans sé þar einhvers staðar að finna. Ekki hefur verið grafinn upp nema lítill hluti af göngum þeim og hvelfingum, sem eru undir pýramídanum, og doktorinn segir að sér muni ekki koma á óvart þótt það taki mannsaldur að kanna alla þá ranghala til fullnustu, því að öllu verður að fara með mikilii gát svo að tryggt sé að ekkért af því sem þarria er að firina, og orðið ér hárla fornfálegt éftir nærri fimmtíu alda____geymslu, fari forgörðum. “ Það eru ekki mörg ár í^^,¥#ianisiar -Uðin síðan fyrsta raf- cindareiknivélin var smíðuð, en þær þykja nú víða ómissandi, þegar reikna þarf flókin dænii á stuttum tíma. Á myndiuni hér |að ofan sést ,,heili“ einnar slíkrar vélar. Rafeindaiampana í þt'ss- 'ari vél má stilla þannig, að hún geti margfaldað 13 talna tölur með 10 talna töiu og deilt með 8 talna tölu í 18 talna, ef á því ’þaxf að halda. I_ún gotur Ieyst 360,000 dæini & klukkuctand og 1 riíar útkomurnar jafnóðum niður á gatakort: en dó nr sulti Um daginn var gamall tötrum klæddur maður fluttur inn á sjúkrahús í Jóhannesarborg. Hann virtist að dauða kominn af eymd og sulti. Þrátt fyrir beztu hjúþrun dó hann að nokkrum dögum liðnum. Er hann kom hafði hann einungis örfáa shillinga á sér. Hann hét John Celwyn McMillan. Nokkr- um dögum eftir lát hans kom í ljós að hann var forríkur. Hann hafði aldrei sézt í kvik- Framhald á 11. sjðu. Óleysanlegt dœmi á prófi Eitt af stærðfræðidæmunum á landsprófinu í Noregi í vor var óleysanlegt. Margir nem- endur eyddu miklum hluta próftímans til að ráða þetta dæmi og höfðu því nauman tíma til að ráða hin. Meðan á. prófinu stóð, uppgötvaðist skekkjan í dæminu og hrað- skeyti voru send um allt landið til að leiðrétta hana. Víða bár- ust skeytin samt of seint. Próf- dómendur tóku vægilega á þeim nemendum, sem höfðu spreytt sig á hinu óleysanlega dæmi. gróéi -Kaupsýslumaður ,einn í Jó- hannesarborg keypti í fyrra á uppboði málverlc og greiddi fyrir það 225 sterlingspund. Nú hefur belgískur listfræðingur, Leo van Puyvelde við listasafn Bruxellesborgar, komizt að því, að málverkið er eftir ván Dyck og kallað „Krossinn reistur“. Málverkið befur verið málað í uppháfi 17. aldar og það er metið á 10.000 sterlingspund (tæpl. Yz millj. kr.). [láðn ol Ménnini og rnY1**® til fjór r 'h lækEaacmaza kauskúpnr kÍRsa í blómareitum við aðaljárnbrautarstöðina í Alexandríu eru nú lögreglumenn að grafa eftir líkum manna, sem garðyrkjustjóri egypzku járnbrautanna hefur játað að hann hafi myrt. Fyrir alllöngu fékk lögreglan nafnlaust bréf, þar sem sagt var, að garðyrkjustjórinn, sextugur maður að nafni Mohamed Abdel Aziz, hefði myrt fjölda manns og grafið líkin í blómareitum við járnbrautarstöðina í Alex- andríu. Hinir myrtu voru nafn- greindir í bréíinu og kom í ljós, Jopanskur sf|órn«rfuil;tréi lýsir ótta þgóðar slnncr vtð vetnisfiiraunir Bandarikganna Fulltrúi japönsku ríkisstjórnarinnar á þingi Alþjóöa- vinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf, Ichiro Nakay- ama, hefur lýst yfir, að þjóö hans sé uggandi yfir vetnis- sprengingum Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Nakayama sagði, að það væri ekki á valdi þingsins að taka stjómmálahiið þessa máls til meðferðar. Hins vegar vildi hann vekja athygli þingsins á því, að vetnissprengingamar hefðu skapað slíkt rótleysi í Japan, þar sem mönnum væru enn í fersku minni hörmung- araar sem dundu yfir Nagasaki og Hiroshima í kjamorkuárás- um Bandaríkjamanna í lok he!msstyrjaldarinnar, að það setti svip sinn á allt þjóðlífið. Aulc þess hefðu vetnisspreng- ingamar va'dið algerum glund- roða í einum höfuðatvinnuvegi japönsku þjóðarinnar, fiskveið- um. að þeir höfðu verið týndir árum saman. Bein fundust Lögreglan handtók Aziz og hóf gröft eftir líkunum í blómareit- unum. Við uppgröftinn fundust bein i reitunum, en sérfræðingar sögðu að beinin væru úr kindum, úlföldum og nautum. Lik finnast Garðyrkjustjórinn var þá lát- inn laus, en nokkru síðar féll aftur grunur á hann og gröft- urinn hófst að nýju. Nú var grafið dýpra en áður og hafa þegar fundizt leifar af tveim konum og þrem mönnum. Aziz hefur viðurkennt, að hann hafi tekið þátt í morðum margra manna og lögreglan heldur því fram, að hann hafi selt lækna- nemum við Alexandríuháskóla hauskúpurnar. ;Morð og rán í átta ár Við nánari rannsókn hefur komið í ljós, að fimm garðyrkju- menn, sem séð hafa um blóma- reitina við aðaljárnbrautarstöð- ina, hafa í átta ár lagt stund á morð og rán í félagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.