Þjóðviljinn - 01.07.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.07.1954, Blaðsíða 10
JO) — ÞJÖÐVILfcíLNN — Fimxntudagur 1. juli Id54 38. INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN ;£ t : ,->i'íjSÍj'iS jngu. Ég hef engar tillögur fram að færa. Samt sem áður gæti hugsazt að þér sæjuð einhverja möguleika á því að koma fyrir hann vitinu með yðar eigin aðferð- tun. Sprott reis á fætur, hallaði sér upp að arinhillunni og ávarpaði lögreglustjórann með valdsmannshreim: „Ég vona þér misskiljið mig ekki, Dale. Ég hef lagt það á mig, þrátt fyrir gífurlegar annir, að fara yfir öll Mathry málsskjölin.“ „Einmitt það,“ hugsaði Dale meö sjálfum sér og aftur fór kynlegur titringur um hann. „Við getum ekki ásakað okkur um neitt, alls ekki neitt. Við höfum hreinan skjöld. Samt sem áður getur núverandi ástand haft vissa hættu í för með sér. Kosn- íngar eru ekki langt undan og hinn allra minnsti orð- rómur, þótt hann ætti engan rétt á sér, um ólag á rétt- arfarinu gæti haft hinar alvarleguStu afleiðingar. Þér vitið að ég mun verða í framboði til þings fyrir íhalds- flokkinn og ég geri mér góðar vonir um kosningu. En ég hef ekki áhyggjur sjálfs mín vegna. Ég er ekki aö- eins að hugsa um framtíð mína og yðar .... ef orð- rómur af þessu tagi væri blásinn upp í hneyksli af ó- hlutvöndum mönnum, þá gæti það orðið til þess að^- veikja traust fólksins á sjálfum löggjafanum og ríkis- stjórninni. Þess vegna er nauðsynlegt að þetta heimsku- lega mál verði þaggað niður.“ Þegar Sprott hafði lokið máli sínu leit hann aftur hvössu og nístandi augnaráði á lögreglustjórann; síð- an rétti hann fram höndina til aö sýna að viðtalið væri á enda. Þegar Dale gekk út á breiða gangstéttina fyrir framan húsið flögráöi ekki léngur nein óljós spurning um huga hans. Á einhvern hátt hafði hugsun hans tek- ið breytingum, nú var hún orðin eins og þyrnir sem stóð fastur í meðfæddum heiðarleik hans. Svipur hans var stimaður og hann tautaði þrjózkulega fyrir munni sér: „Það getur ekki .... nei, það getur ekki verið neitt til í þessu.“ En röddin lét kuldalega í eyrum hans og þótt' eðlileg þrjózka hefði vaknað méð honum, ákvað hann að verða við fyrirmælum Sprotts. Hann ætlaði að fylgjast með Mathry, en hann ætlaði ekki að .áreita hann nema hann bryti lögin. „Ég hefði ekki átt að koma,“ sagði hún ásakandi. „Eins og þér svikuö mig voðalega um daginn. Þér hafið auðvitað veriö úti með einhverri annarri.“ „Nei, ég held nú síður,“ andmælti hann. „Ég hef á- huga á yður einni. „Þér segið það. Þið eruð allir eins þessir karlmenn.'1 Hún strauk lokkana yfir eyrunum og kinkaði kolli kump- ánlega til þjónsins. „Það sama, Jack.“ Páll hallaði sér fram. „Munurinn er sá, að mér er al- vara.“ Hann gerði sér upp aðdáunarbros. „Þér lítið stórkostlega út í kvöld.“ „Æ, verið þér ekki að þessu.“ Hún var hrifin af gull- hömrunum og dreypti á ginsjússinum sínum, Svo leit hún útundan sér. „Haldið þér ekki að ég viti, hvað þér eruð að fara. En ég er siðsöm stúlka.“ „Það er þess vegna sem ég er svo hrifinn af yður.“ „Auðvitað er ég engin pempía þótt ég sé vel upp alin. Ef mér lízt vel á mann, halla ég mér aö honum. Svo framarlega sem hann getur séð fótum sínum forráð. Hafið þér elcki góða vinnu?“ „Jú, ég held nú það. Og þú veizt að ég er vitlaus í þér.“ Hann þrýsti hnénu að kálfa hennar undir borðinu. „Nú, það er svona.“ Hún fór að flissa upp úr þurru. „Jæja, það sakar aldrei að skemmta sér svolítið. Ég veit um stað sem við gætum farið á .... einhvern tíma seinna. Það er nokkurs konar gistihús, agalega huggu- legt, og við gætum fengið stóra herbergið. En ekki alla nóttina. Ég verð að vera komin heim klukkan ellefu." „Auðvitað,“ samsinnti hann. „Meðal annarra orða, — ég vona þú hafir ekki lent i vandræðum með að kom- ast hingað?“ Hún rétti úr sér. „Af hverju spyrðu að því?“ „Þú minntist sjálf á það í bréfinu þínu .... að fara varlegá.“ GIU4S OC GAMN Siggi iitli er fjögra ára. Hann hefur edgnazt lítinn bróður fyrir fáeinum dögum, og pabbi og mamma hafa skýrt frá við- burðinum á 2. síðu Þjóðvi’jans. Frœnka Slgga Jit:a gengur einn dag framhjá honum þalrsem hann er að leika sér í sand- kassa, nemur staðar og segir við Sigga? Hvernig hefur litli bróðir það? Takk fyi-ir, ágætt, svarar snáði, en hann er raunar dá ítið mátt- farinn ennþá. —O— Stundum getur verið dá'.ítið erfitt að vita hvað átt er við með orðunum „frjálsar þjóðir". Formaður í dönsku hlutafélagi hefur nýlega, óviljandi, ski'- greint hugtakið með þessum orðum: Við lifum í frjálsu iandi, þar sem sérhver maður hefur rétt til að vera i jafnmörgum fé’ags- stjórnum og hann sjá'.fur vill eða kemst yfir .......... —O— Hann var náttúr’ega ekki rik- ur, en hann þóttist vera það og notaði hann hvert tækifæri til að monta af því hvað hann ætti mikla peninga. Eitt sinn er vinnufélagar hans stóðu af tilviljun í námunda við hann, fór hann ofan í vestisvasa 3inn, gróf þar upp 60 króna seðil, lét sem sér kæmi fundurinn mjög á óvart og ka.laði upp yf- ir sig: Nei, fimmtíu krónur í vestisvas- anum — og þó var ég eigin- lega búinn að fieygja vestinu. raí 03 Tuttugasti kafli elmilisþáttur Pakkaö niSur i ferSaföskuna Sumt fólk er gætt ]:eim hæfi- leika að geta pakkað niður í ferðatösku í ótrúlegum flýti og fyrirvaralaust, en það fólk er ekki sérlega smámunasamt og lætur sér í léttii rúmi liggja þótt það gieymi einhverjti. Öðrum finnst fríið gereyði- lagt ef þeir hafa ekki munað Miðvikudagskvöldið kom dimmt og skuggalegt, kalt og regnvott. Þegar Páll lagði af stað til Brimlock Hill geröi húgáræsingurinn hreyfingar hans óeðlilega órólegan. Hann kom í Eikina konunglegu rétt eftir klukkan sjö, og þegar hann var búinn að virða fyrir sér umhverfi veit- íngahússins gekk hann yfir götuna og gægðist inn um auðan glugga á drykkjustofunni. Allt virtist með eöli- legum hætti, og hann gekk innfyrir, að boróinu sem Burt var vön að sitja við, og settist. Hann leit í kringum sig. Salurinn var um það bil hálf- setinn — tvær þjónustustúlkur í fríi voru að tala og spjalla við vini sína, miðaldra hjón drukku bjór með stóiskri ró, tveir stútungskarlar léku domminó og nokkr- ir af sama sauðahúsi horfðu á, dökkklæddui’ maður með ferkantaö höfuð var niðursokkiö í íþróttablaö. Páll taldi sig geta verið áhyggjulausan — enginn virtist veita honum neina athygli. Svo leit hann til dyra, og Burt var að koma inn og gekk í áttina til hans. i Hann spratt á fætur og rétti fram höndina. „Lovísa,“ hrópaði hann. „Það er gaman að sjá yður aftur.“ | Hún brosti tilgerðarlega til hans, þrýsti hönd hans með hefðarkonulátbragði, settist síðan við borðið með miklum tilfæringum. Hann tók eftir þyí að hún hafði haldið sér meira til en 1 hitt skiptið; um hálsinn hafði hún blátt perluband og upp í ermina hafði hún 3tungið útsaumuðum vasaklút sem lyktaði af ódýru ilmvatni. { eftir ÖIlu og byrja stundum að pakka niður löngu áður en þeir leggja af stað i sumar- ferða'.agið. Þeir sem mikið feríast fá smám saman æfingu í að paklca niður í tösku og reynsla margra er sú að hepp:!egast sé að skrifa áður lista yfir allt það sem á að fara niður í töskuna. Listann má byrja að skrifa löngu áður en farið er af stað og alltaf má bæta tnn á listann því sem manni dettur í hug. Oft er hætta á að maður glej-mi smáhlutum sem cru ó- .xnissandi og því er um að gera að skrifa allá skapaða hluti á listann. Á sérstakan lista má líka skrifa það sem maður þarf að kaupa rétt áður en farið er og ennfremur það sem mað- ur þarf að Jagfæra og láta gera við. MynshaS bómullaipils Mjnstruð pils hafa látið lítsð á sér bera að undaníörnu, en nú ryðja þau sér mjög til rúms. Mynstruð bómullarefni eru notuð í víð, rykkt pils sem oftast eru höfð með stór- um hentugum vösum. Við pils- in eru jmiist notaðar svartar eða hvítar peysur, eftir því hvað fer bezt við iitina í pils- inu, eða flegin, ermalaus blússa. Þá er piisið orðið að sólkjól, og ef maður hefur ekki efni á að fá sér mikið af sum- arfötum, getur maður komizt af með svoná pils sem nota má við mismunandi blússur eftir veðurfari og kringum- stæðum. SPÆNSK- L'R FISK- RÉTTUR: Afgangur af soðnum éða steiktum fiski hreinsaður af beinum og fiskurinn skorinn í smábita. Tveir stórir gróf- saxaðir lankar brúnaðir í 100 g smjöriíki, á pönnuna bætt 2 dl tómatpuní, salti, pipar og fskbitunum og allt látið malla dálitla stund. Þegar rétturinn er borinn fram er saxaðri stein- selju stráð jfir og í kring raðað soðnum hrisgrjónum og blaðsalati. /■/ ////■,*S/^-s/'/ýrs-s s +f+t'.Sss‘S’*'S'j'-sss /\ ////r^Jtsss'S'f jtt’s- *•/ ■trý’AS'S- f- .*■* ■/•/ ///•■ f,S; Tweed esm á tízlmtiiidmum Tweeddragtirnar eru jafnvin- sælar enn, og þær henta fjarska vel í okkar loftslagi, svo að því ber að fagna. Á myndinni er ný tweeddragt með rúmu hálsmáli og ermasauni mjög utarlega til þess að fá fram ávala axlasvipinn. Peysa með háum kraga fer vel við þessa dragt sem eru úr grófu, þykku tweed'. Takið eftir mjaðmavösunum sem eru al- veg lóðréttir. Það er snoturt og mjög grennandi. Þær sem bústnar em geta breytt dragtinni lítið eitt, dragið úr áyala harðasvipnum með því að hafa ermasauminn á venjulegum stað. Dragtina má. nota jafnt livérsdags sem spari, þótt- efnið sé grófgert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.