Þjóðviljinn - 10.07.1954, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 10.07.1954, Qupperneq 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. júlí 1954 ------ ---—------------------------— ----———-----------$ lllðOVItllNN ■Itg'efandl: Samelnlngp.rflokkur alþýðu — SósíaHstaflokkurtun. aitstjórar: Magnús Kjartansson (ób.), Sigurður Guðmundsaoa. Jkéttastjórl: Jón Bjarnason. Slaðamenn: Ásmundur Sigurjónssof., Sjarnl Benediktsson, Gu3- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Olafsson. JiUglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentomiðja: SkólavörðuatSg .9. — Sími 7600 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á ménuðl í Beykjavík og nógrenni; kr. 17 vnnars staðar á landínu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. 3rentsmiðja Þjóðviljans h.f. é-----------*--------------■---------------------'*> Njésnarar crlends vaSds Ungur háskólastúdent hefur undanfarna daga lýst hér í blaðinu spillingarhverfi því sem byggt hefur verið upp kringum atvinnuna á Keflavíkurflugvelli, þar sem fram- kvæmdar eru blygðunarlausar njósnir og atvinnuofsókn- jr af bandaríska hernámsliðiiiu ög íslenzkum umboðs- mönnum þess. Til þess að komast í vinnu hjá hernum þurfa menn fyrst að fá aðstoð einhvers áhrifamann-s i hernámsklíkunni: „Eftir skoðunina sendir hann viðkomandi með pappíra á sérstakar skrifstofur hernámsflokkanna eftir atvikum. Fer þar fram ný athugun. Er þar um þrjár leiðir að rœða: Framsóknarmenn eru sendir til Þráins Valdimarssonar, Edduhúsinu; íhaldsmenn sendir til Gunnars Helgasonar, Holstein, og hœgrikratar til Vilhelms Ingimundarsonar, Alþýðuhúsinu. — Það hafa sagt mér greinargóðir menn, að þegar komið er inn á þessar skrifstofur sé flett upp í • njósnaskrám, og ef maðurinn sleppur í gegnum þetta, þá er hcegt að tala við ráðningarstjórana á Vellinum“. Þar suðurfrá tekur síðan við lokaathugunin sem verið hefur í höndum Framsóknarmannsins Sigmundar Sírnon- arsonar annarsvegar og ínaldsmannsins Konráðs Axels- aonar hinsvegar, og hefur sá síðarnefndi verið sérstakur trúnaðarmaður hins illræmda Hamiltonfélags og einn af tengiliðunum rnilli njósnadeildar hersins og Sjálfstæðis- flokksins. Þannig gegna flokksskrifstofurnar sjálfar beinum verk- eínum fyrir erlent vald, stunda njósnir í þágu Banda- ríkjarnanna og þiggja í staðinn ríflega greiðslu sem renn- ur bæði til einstaklinganna og í flokkssjóði. Er ekki sízt iróðlegt fyrir Alþýðuflokksmenn að íhuga aðstöðu Vil- helms Ingimundarsonar, en hann er einn helzti vika- piltur Stefáns Jóhanns og berst fyrir því af alefli að hann fái aftur yfirráð yfir flokknum — og hann þarf ekki langt að sækja herkostnaðinn í þeirri baráttu. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram að þessi starf- semi er algert bi’ot á stjórnarskrá íslands, og ef til væri í landinu eitthvert óháð réttarkerfi yrðu agentar hins er- lenda valds dregnir fyrir lög og dóm og dæmdir. Að vísu heíur núverandi utanríkisráðherra lýst yfir því á Alþingi að hann myndi ekki þola neina skoðanakúgun á Kefla- víkurflugvelli — en hann hefur ekkert gert til að upp- ræta njósnakerfið; þvert á móti er nú unniö að því að gerá aðstöðu Framsóknar sem bezta innan kerfisins. Það er sama sagan og um reglurnar frægu, sem ráðherrann hefur ekki enn þoraö að birta af ótta við að styggja Bandaríkjamenn þá sem eiga að fylgja þeim! Þetta birtist einnig Ijóslega í deilum þeim sem undan- farið hafa orðið milli stjórnarflokkanna, en þar hefur margt óíagurt komið fram í dagsljósið um þjónustu- sernina við hið erlenda vald. En deilurnar hafa ekki snú- izt um þau verk, heldur hafa stjórnarflokkarnir ásakað hvorn annan fyrir slælega framgöngu í makkartíisma og xeynt að halda því aö Bandaríkjamönnum að hinum væri ekki treystandi. Bæði Framsókn og íhaldið vilja hafa forustu í njósnunum og þiggja fyrir verðuga um- bun. Bandaríkjamenn hafa víða tryggt sér aðstöðu í lönd- •um Vesturevrópu á undanförnum árum. Þó mun óhætt að jullyrða að hvergi hefur þeim orðið einsvmikið ágengt og hér, hvergi annarsstaðar hafa flokksskrifstofur borgara- llokkanna lotið svo lágt að gerast opinberar njósnar- •stöðvar erlends valds gegn dollaragreiðslu; Bandaríkja- menn hafa orðið að leigja sérstaka agenta til þess. Það er vitað mál að kjósendur borgaraflokkanna íslenzku hafa fulla andstyggð á þessu athæfi — en er ekki ráð að þeir taki í taumana og tryggi þó ekki sé nema ein- hvem snefil af velsæmi. Hærri kröfur verða víst ekki gerð- ar í bili. ; Dómar bíaSa á NorSurlöndum um ínnrásina I Guafemaía Bandaríkjastjórn heíur sigrað í Guatemala. Innrásarfor- inginn Castilo Armas er orðinn forseti herforingjaklíku, sem kallar sig. stjórn landsins. . Fyrstu lotu vann hann með árásum bandarískra orustuflug- véla á varnarlausar borgir og bæi Guatemala. Árum saman hafði stjórn landsins leitazt við að fá keyptar herflugvélar og loftvarnabyssur en Bandaríkja- stjórn tókst að koma í veg fj'rir það. í annarri lotu sáu þeir Peurifoy og McDemott, sendi- herrar Bandaríkjanna í Guate- mana og E1 Salvador, um að Armas fékk tögl og hagldir í herforingjaklíkunni. Eisenhov/- er forseti og Dulles utanríkis- ráðherrá hans hafa báðir hælzt óspart um sigurinn yfir þjóð- kjörinni stjórn Guatemala. Augu þeirra hafa ekki enn opnazt fyrir þvi, að margir sigr- ar af þessu tagi munu ríða á- hrifaaðstöðu Bandarikjanna í heiminum að fullu. Sigurinn í Guatemala er sannarlegur phyrrusarsigur. Síðan Eisenhower og milljón- ararnir, sem hann valdi í stjórn sína, tóku við völdum í Washington, hefur áliti og virð- ingu Bandaríkjanna hrakað jafnt og þétt. Einkum hefur þessi þróun verið hröð í Vest- ur-Evrópu. Rikisstjórnirnar þar\, verða sífellt óleiðitamari við stjórnarherrana í Washington en þó skiptir hitt enn meira máli að traust almennings í löndum þessum á stefnu og starfsháttum Bandaríkjánna í heimsmálurium er þorrið. Þessi staðreyrid hefur aldrei komið greinilegar í ljós en í blaðaummælum um árásina á Guatemala. Blöð borgaraflokk- anna og hægrisósíaldemókrata, sem hingað til hafa varið út- þenslustefnu Bandarikjanna kappsamlega, hafa snúið við blaðinu og benda nú á, hví- líkur háski sjálfstæði smáþjóð- anna og friðnum í heiminum er búinn af yfirgangi banda- i rískra valdamanna. Áróðurinn; frá Washington finnur engan hljómgrunn lengur. ^ A f borgarablöðum Danmerkur -h*- gekk til skamms tíma ekk- ert lengra í Bandaríkjaáróðri en Information. Þeim mun at- hyglisverðari er eftirfarandi kafli úr ritstjómargrein blaðs- ins um Guatemala: „Eftir að Bandaríkjastjórn hafði svikið SÞ svo gersamlega, að hún leyfði ekki einu sinni að Örygg- isráðið hlýddi á kæru Guate- mala, varð Arbenz forseti að viðurkenna að orustan væri Ek töpuð, og eins og svo oft hefur gerzt við svipaðar aðstæður hef- ur hann tekið sína beizku á- kvörðun „til að forða landi og þjóð frá enn rneiri ógæfu“. Eft- ir það sem á undan er gengið er ekki hægt að láta hjá líða að geta sér þess til, hvaða frek- ari áhrif bandarískir dollarar gætu hafa haft á forystumenn í Guatemala. Tíægt er að slá því föstu, að þetta stríð vann United Fruit Company of America. Ef þessi verða málalokin í Guate- mala . . . er einnig hægt að slá föstum nokkrum geysi afdrifa- ríkum ósigrum. SÞ hafa beðið r ——--------s Erleud tíðiudi \ ■ ■ - y ósigur. Sáttmáli SÞ mælir ský- laust svo fyrir að lögleg ríkis- sljórn eigi rétt á því að Örygg- isráðið eða Allsherjarþingið fjalli um mál hennar og rétt til að neita að láta skjóta rnáli sínu til nokkurrar annarrar stofnunar. Sú vernd, sem SÞ áttu að tryggja smáríkjunum, er að engu orðin og þessi ósigur samtakanna er þeim mun al- r.~* r— Guillermo Toriello, fyrrverandi utanríkisráðherra Guatemala, sem kærði innrásina í landið fyrir SÞ. Ilann hefur nú ásamt um 500 öðrum stuðningsmönn- um þjóðkjörinnar stjórnar landsins leitað hælis í sendiráði Mexikó í Guatcmalaborg varlegri sem það eru Banda- ríkin sem í þetta skipti hafa þverbrotið lög SÞ. Það er á- nægjulegt að danska ríkisstjórn- in hefur komið rétt fram í Ör- yggisráðinu og sú afstaða virð- ist studd af öllum flokkum og allri þjóðinni. En það hefur í för með sér að öll danska þjóð- in hefur misst traust á Banda- ríkjunum, forystulandi A- bandalagsins. Vér vitum ekki, hve mörg stig hlutabréfin í United Fruit Company hækka í dag á kauphöllinni í New York. En vér vitum með fullri vissu að gengi útibús þessa banana- fyrirtækis, ríkisstjómar Eisen- howers, er lægra en nokkru sinni fyrr i almenningsáliti allra þjóða, þar sem virðingin fyrir stjórnarfarslegum sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðanna og helgi alþjóðlegra réttarfars- reglna er einhvers metin“. (In- formation 28. júní). essi hvössu umrnæli Infoíma- tion eru síður en svo eins dæmi í dönskum blöðum. Ýrnis af málgögnrim sósialdemokrala, stjórnarflokks Danmerkur, hafa tekið í sama streng. Til dæmis segir í forystugrein í Aften- Posten, blaði flokksins í Silke- borg: „Hlutabréfin í bandaríska félaginu United Fruit, sem á miklar eignir í Guatemaia og er grunað um að standa ásamt Bandaríkjastjórn að innrásinni í þetta smáríki í Mið-Ameríku, hækkuðu í verði þegar valda- ræningjum úr hernum tókst að steypa hinum framfarasinnaða Arbenz forseta frá völdum er landið var í sem mestri hættu. Wall Street hefur fest 93 mill- jónir doilara í Guatemala og það dró andann léttara, því að nú eru horfur á að þær gefi enn meiri arð en áður. Kluta- bréfin hækkuðu i verði á kaup- höllinni í New York, en jafn- framt hafa hlutabréf Banda- ríkjanna fallið meðal annarra þjóða, sem býður við að sjá gömlu doliaraheimsvaldastefn- una setta i öndvegi á ný í allri nekt sinni og hundingjahætti.’ Smáriki varð fyrir utanaðkom- andi árás, vegna þess að það vildi ekki beygja sig fyrir bandariskum fésýsluhagsmun- um og fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisróðinu beitti skemmdar- starfsemi til að hindra þá íhlut- un af hálfu SÞ, sem lögleg stjórn Guatemala átti kröfu á. Framkoma Bandarikjanna er til skarnmar fyrir ríki, sem þykist haida fána frelsisins hátt á lofti. Það er ekki furða þótt blaðales- endum um heim allan klígi við, þegar þeir lesa tilkynninguna um fúnd Eisenhowers og Churc- hilis, þar sem lýst eý yfir með svo fögrum orðum þeim ásetn- ingi að efla sjálfstæði og full- veldi allra þjóða. Heyr á en- demi, þcim er víst betra að móðga ekki United Fruit og önn- ur bandarísk einokunarfélög“. A nnað af blöðum danskra ■t* sósialdemokrata, Demokrat- cn í Árhus, kemst svo að orði í forystugrein: „Hinum voldugu Bandaríkjum hefur ekki einung- is tekizt að ryðja úr vegi ríkis- stjórn smáþjóðar, sem þeim geðjaðist ekki að, heldur býst bandarískt auðfélag einnig við að fá ríkulega vexti af því fé, sem það lagði í „uppreisnina“. Sannarlega hefur „frægur sig- ur“ unnizt, en reyndar af því tagi, að Bandaríkin ættu ekki að óska sér of margra slíkra, ef þeim er þá nokkuð umhugað um mannorð sitt í Evrópu“. TT'olkpartiet heitir stærsti * borgaraflokkur Svíþjóðar og helzta málgagn hans er blað- ið Stockholms-Tidningen. í for- ystugrein undir fyrirsögninni Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.