Þjóðviljinn - 21.07.1954, Side 8

Þjóðviljinn - 21.07.1954, Side 8
8) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 21. júlí 1954 % fÞRÓTTIR RITSTJÚRl. FRlMANN HELGASON Knattspyrna: Iþrótt á ölduda! n Fyrir fáum árum þótti það mjög ófullnægjandi aðbúnaður fyrir reykvíska knattspyrnu- menn að hafa aðeins einn völl til æfinga fyrir I. aldursflokk allra fjögurra félaganna sem þá voru starfandi hér, auk vallar fyrir II. og IH. fl. og svo IV. fl. Á aðalvellinum fóru svo öll knattspyrnumót fram í meistara- og I. fl. og svo frjálsíþróttamót. Þessi skoðun var rétt og höfðu knattspyrnu- menn þeirra tíma nokkra af- sökun að geta ekki annað flú- ið til æfinga. Afleiðing þessara þrengsla var svo sú að félögin fóru eitt eftir annað að ráðast þau stórvirki að gera sér eigin velli og vera því óháð leikjum og mótum sem fram verða að fara á Melavellinum. Nú hafa Fram, KR og Valur eignazt velli til eigin afnota en á sama tíma hefur aðeins eitt nýtt félag tekið til starfa. Það má því fullyrða að knatt- spyrnuvellir þeir, sem nú eru hér til, fullnægja þörfinni í bili. Við, sem dreymdum um þess- ar vallarbyggingar, gerðum ráð fyrir að þær yrðu sú lyfti- stöng knattspymunnar hér í bæ sem um munaði. Það eru því ekki lítil vonbrigði að vera sannfærður um að knattspyrn- an í I. aldursflokki hefur ekki um margra ára skeið verið svo léleg sem hún er í dag. Nú er ekki um að kenna vallar- vandræðum. Orsakanna verður að leita annarstaðar. j fyrra mánuði háðu Danir og Ungverjar landskeppni í iennis. Einn skemmtilegasti leikur keppninnar var mílli Danans Torbens Ulrich og Ungverjans Stolpa Adams og <sru myndirnar frá leik peirra. Á efri myndinni sést Ung- verjinn, sem sigraði, en á peirri neðri Daninn. í riSur í líidó Kíua Framhald af 1. síðu. IKína er þyngsta áfall sem utan- rikisstefna Bandarikjanna hefur •orðið fýrir. Dulles, utanríkisráð- J-.erra Bandaríkjanna, yfirgaf ráð- Ætefnuna í Genf viku eftir að hún li.ófst 26. apríl. Reyndi hann að 4 i Breta og Frakka til að koma é iaggirnar hernaðarbandalagi í Suðaustur-Asíu til að berjast á- Jram í Indó Kína í stað þess að í mja frið. Bretar höfnuðu ’j 'ssu með öllu en vegna áhrifa Thijlesar á Bidault, fyrrverandi t enríkisráðherra Frakklands, í 'ii ekki að rofa til á ráðstefnunni í-rr en franska þingið hafði fellt stjórnina vegna stefnr Bidaultí Beðið aS sfá með eigin augam Framhald af 12. síðu. flokksstjórnin gaf út tii að rök styðja fylgi sitt við' stofnun Vestur-Evrópuhers með vestur- þýzkri þátttöku. Segir Ulbricht að flokksstjórnin hafi látið blekkjast til að taka trúanleg- ar ósannar fregnir af alþýðu- lögreglunni í Austur-Þýzka- landi. Býður hann nefnd frá Verkamannaflokknum að heim- sækja Austur-Þýzkaland til þess að kynna sér málin af eigin raun. og falið Mendés-France að mynda stjóm. Menn æfa of Iítið Margir þeirra sem horft hafa á leikina í vor hafa látið í ljósi undrun sína yfir því á- huga- og viljaleysi sem kemur fram hjá leikmönnum undan- tekningarlítið. Jafnmargir spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er knatt- spyrnan ekki eins skemmtileg og hún hefur verið? Er þetta ekki lengur hressileg viður- eign ungra og skapmikilla manna ? Þeir sem lesið hafa frásagn- ir frægra fþróttamanna tun afrek sín og sigra, komast nær alltaf að raun um að gleði þeirra og ánægja í kappraun- inni er fyrst og fremst fólgin Pfrie keppir ekki á EM Það hefur valdið hálfgerðri þjóðarsorg í Englandi að Gor- don Pirie getur ekki tekið þátt í EM í Sviss. Hann hefur verið lasinn í fæti undanfarið og hefur nú gefið upp alla von um að geta verið með þar sem hann verði ekki heill fyrir þann tíma. i þvi að þeir hafa fullkomið vald á hreyfingum sínum, þekkja sjálfa sig eftir langa og markvissa þjálfun, vita hvað þeir mega bjóða líkama sínum, vita hvað hann er fær um að afreka í þolraun og í leikni. Það er líka kunnara en frá þurfi að segja að margur maður verður leiður að vinna verk sem hann aldrei nær tökum á og aldrei leggur sig fram um að læra og gera að list. Vinnuafköstin verða lé- leg og vinnugleðin að sama skapi. Héý erum við komin að hinum snögga bletti á reyk- vískum knattspyrnumönnum. Þeir æfa ekki nóg. Þeir ná ekki valdi yfir líkama sínum. Þeir ná ekki valdi yfir knett- inum. Þeir verða leiðir á þessu öllu, koma þó til leiks af göml- um vana og samkvæmt leikja- skránni. Þeir finna ekki til ánægju af skemmtilegri æfingu í góðu veðri, í glöðum hóp, í félagslegri samheldni. Það virð- ast allir daufir, allir þreyttir, allir gamlir. Líkami þeirra og andleg félagsleg uppbygging hefur ekki fengið þann undir- búning sem þarf til að ná árangri. Þessa menn skortir því líkamlegt þrek til að leika knattspyrnu í 2x45 mín. með þeim hraða sem kref.iast verð- ur af mönnum sem bjóða upp á leik sinn fyrir ærna peninga. Það er ekki skynsamlegt að gera ráð fyrir að svo illa vilji til í ár, að menn séu líkamlega ver undir það búnir en áður. Nei, þeir sneiða hjá öllu sem heitir undirbúnings þjálfun vegna þess að þeir nenna því ekki. Þeim þykir það erfitt og leiðinlegt, og meðan sá hugs- anagangur er ríkjandi er ekki von að árangurinn verði betri. Til eru menn sem halda því fram að það sé ekki rétt að krefjast neins af þessum mönn- um. Þetta séu áhugamenn sem hljóti að mega lifa og láta eins og þei'm sýnist. Svo eru aðrir sem halda því fram að þetta sé háskaleg skoðun og er sú skoðun fullkomlega studd hér. — Knattspyrnufélögin í Reykjavík eru rekin sem koppnisfélög með það fyrir augum m.a. að sýna íþróttir og taka peninga fyrir (í meist- arafl.) Með tilliti til þessa væri annað óhæfa en gera vissar lágmarkskröfur til þeirra manna sem gefa kost á sér að æfa með þetta fyrir augum. Það verður ekki séð að forráðamenn félaganna geri það og þessvegna eiga þeir mikla sök á því ástandi sem er. Við erum komin í samstarf við erlend lönd með landsleiki og aðrar gagnkvæmar heim- sóknir. Það þykir þjóðarheið- ur hvernig til tekst og samt má ekki gera þá kröfu til manna að þeir undirbúi sig sem bezt. Nei, hér verður ein- hverju að breyta ef við eigum að ná fram því bezta úr okk- ar óneitanlega góða stofni. (Framhald). Vinsamleglr blaðadómar am sýningar fimleikaflokks KR í Noregi KR hefur sent blaðinu eftir- farandi þýðingar á ummælum tveggja norskra blaða um sýningar fimleikaflokks félags- ins, sem þátt tók í 15. lands- móti norskra fimleikamanna í Halden. Smaalenes Amtstidende rit- ar þann 5. júlí: .... Að lokum kom svo hinn sterki 8 manna flokkur frá Reykjavík. Þeir heilsuðu áhorfendum með glæsibrag með íslenzka fánan- um og hlutu hjartanlegar mót- tökur með dynjandi lófataki. Flokkurinn sýndi frá því hann steig á völlinn og gegnum leikniæfingar og staðæfingar að íslenzkur „Turn“ og leik- fimi eru á háu þroskastigi. Sérstaklega dáðumst við að æf- ingum í hringjum og hinum mjög vel samsettu æfingum á dýnu. Sýningin var glæsilegur endir á stórfenglegum degi á „Halden Stadion". . Sportsmanden 8. júlí: Is- landsflokkurinn sýndi margar og fagrar æfingar, sérstaklega í staðæfingum og líka áhöld- um, svifrá, hringjum, tvíslá og dýnu, þó eiga þeir ýmislegt ó- lært á stökkbretti. (Það skal tekið fram að hér fer víst eitt- hvað á milli mála hjá Tönns- berg, því flokkurinn sýndi eng- ar æfingar á stökkbretti — trampolin). Eftir sýningu KR-flokksins var kallaður saman fundur í framkvæmdanefnd mótsins og stjórn norska fimleikasam- bandsins og einróma sam- þykkt að veita forseta íslenzka íþróttasambandsins Benedikt G. Waage, sérstök heiðursverð- laun vegna þess mikla þroska er íslenzki flokkurinn hefði sýnt á sýningunni. Samskonar heiðursverðlaun voru veitt full- trúa sænska sambandsins...... Heiðursverðlaunum þessum er úthlutað 2-3 sinnum á ári og aðeins við alveg sérstök tæki- færi. Þetta er því vafalaust mikil viðurkenning fyrir ís- lenzka flokkinn. 11G GUB IBTBTW

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.