Þjóðviljinn - 05.09.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.09.1954, Blaðsíða 1
Verkanriaður er nú 46 % Kengri tíma að winna fyrir rafmagni en 1948 77/ jbess oð vega upp kaffihœkkunina og ho&aSa rafmagnshœkkun þarf visitalan aS hœkka um 4 stig Sunnudagur 5. september 1954 — 19. árgangur — 200. tölublað Sjá grein á 6. síðu Eí hin nýja raímagnshækkun kemur til íram- kvæmda verður verkamaður 46% lengur að vinna íyrir sömu notkun aí raímagni og 1948. Það raf- rnagn sem hann fékk áður fyrir 60 mínútna vinnu, á nu að kosta 88 mínútna kaup. „Meðalnotkun af raímagni í meðalíbúð" í Reykjavík kostaði að sögn Rafveitunnar 58,3 klukkutíma vinnu 1948, en á nú að iara upp í 85,2 tíma. Rafmagnið er eitt þeirra at- riða sem hafa ailtof lítil óhrif á vísitöluna, en hún er miðuð við neyzlu nokkurra fjölskyldna 1939, þegar rafmagn var sparað mjög, rafmagnseldun var hvergi Irina Tichomirnova og Gennadi Ledjakh á sviöi Þjóðleikhússins á miðvikudagskvöldið. Næsta listskemnitunin ,sem sovézka listafólkið' efnir til, ver'ður ![' Þjó'öleikhúsinu á Þriöjudagskvöldi'ð; og veröur þaö ballettsýning þeirra Irínu Tikhomírnovu og Gennadí Iædjakhs. Dansmærin Tikhomírnova d'ansar ein Deyjandi svaninn •eftir Saint-Sacns, og Ledjak 'danssr einn Ti'hrigði úr leik- dansinum Taras Bulba eftir Sb’ovjev-Sedoj. En saxnan dansa þau eftirtalin baliett- verk: Adagio úr Svanavatninu eftir Tsjækovskí; Adagio úr Valborgarmessunótt' úr óper- unni Faust eftir Gounod; Pas- de-deux úr Don Quixote eftir Mincus; atriði úr öskubusku eftir Prokoféff; Melódíu eftir Giuck; Vals Moskovskí og Vals eftir Duiov. Píanóundirieik annast Abram Makarov, en Þörvaldur Steín- grímsson leikur undir á fiðlu. Islénzkir listamenn skemmta einnig milli dansanna. Ballettsýningin hefst kl. 9, og þarf ekki að efast um aðsókn- ina. nærri almenn og rafknúin heim- ilistæki þekktust varla. í vísi- tölugrundvellinum er nú reiknað méð því að fimm manna fjöl- skylda noti að meðaltali raf- magn fyrir kr. 468,77 á ári —- eða tæpar 40 krónur á mánuði! Er þett'a 1,7% af heildarútgjöld- unum, og getur nú hver og einn borið saman við reynslu sína. Enda hefur verið reiknað út að hækkun sú sem fyrirhuguð er á rafmagni og nemur næstum því þriðjungi samsvari aðeins 0,8 vísitölustigum. Til samanburð- ar má geta þess að rafveitan reiknar með því að „meðalnotk- un í meðalíþúð“ nemi 1244 kr. á ári miðað við nýju gjald- skrána. ★ Tvö vísitölustig. Ein einnig þó hækkun, sem vísitalan hefði fært, á að hafa af launþegum næstu þrjá mán- uði. Rafmagnshækkunin á að koma til framkvæ.mda nú í sep1- emberbyrjun — skömmu eftir að ný kaupgjaldsvísitala tók gildi. Eru þetta hliðstæð vinnu- brögð og beitt var við kaffi- hækkunina, en hún nam 1,2 visitölustigum samkvæmt þeim grundvelii sem reiknað er með. Samtals hefðu þessar tvær verð- hækkanir numið tveim vísutölu- stigum, og verkamannakaup hefði samkvæmt því átt að hækka um 18 aura á klukku- stund. Og áður en ný kaup- gjaldsvísitala kemur til fram- kvæmda 1. desember verður ugglaust búið að finna upp ný ráð til „að haida vísitölunni í skefjum“ eins og það er orðað. Fjögur vísitölustig. En einnig þá hækkun, sem vísitalan aðeins með þvi að rafmagnsnotkun fimm manna fjölskyldu nemi tæpum 40 krón- um á mánuði, og samkvæmt því skuli vísitalan hækka um 0,8 stig. Jafngildir það 7 aura hækk- un á Dagsbrúnarkaupi á klukku- stund.eða sem svarar 168 kr. á ári miðað við fulla vinnu. Raf- Framhald á 10. síðu. Brezku Verkamannaflokksleið- togarnir sem nú eru í Japan í boði japanskra sósíalista fóru í gær í heimsókn i verksmiðju eina í Tokío, þar sem verka- menn hafa verið í verkfalli í meira en mánuð. Verkfallsmenn fögnuðu þeim ákaft og- hylltu þá með að syngja internasjónal- inn. Christian de Castries, frans.ki hershöfðinginn, sem tekinn var höndum í Dienbienphu, var lat- inn laus í fyrrakvöld og kom.'í gær til Hanoi. Hann mun koma við í Saigon á leiðinni til Frakk- lands. Vaxandi viðskipti íslendinga við Sovétríkin eru Bandaríkjamönnum þyrnir í augum, íslenzka. þjóðin vildi að hún gaeti sem íyrst hætt þeim og tekið upp viðskipti við Bretland að nýju. íslenzkir togaraeig- endur vilia íyrir hvern mun selja Bretum ísíisk.í stao þess að láta íullverka aflann í landi og telja má víst, að íslenzki togaraflotinn muni allur stefna til Grims- .by á samri stundu og löndunarbanninu verður aflétt. Þetta eru höfuðatriðin í grein sem brezka íhaldsblaðið Daily Mail birti 27. .f.m. undir. fyrir- sögninni ,,Island er nú liluti af víglínu kakla stríðsins“. Grein- in er eftir fréttamann blaðsins T,F. Thompson, en liann dvald- ist hér á landi nokkra daga i ágústmánuði og ræddi að eigin sögn við ýmsa áhrifamenn hér. Rússneskir bílar og rússneskt sement. Greinin hefst á ógnþrunginni lýsingu á því, hvernig íslenzkt atvinnulíf er nú orðið háð ,,Rússum“: Verið er að taka umbúðir af fyrstu 28 rússnesku bílunum, sem til Islands hafa komið. Um alla Réykjavík eru að rísa hús úr rússnesku sem- enti og rússnesku timbri. Tog- araflotinn heldur á miðin, knú- inn rússneskri olíu. Og stöðugt vaxandi straumur rússneskra listamanna leggur leið sína til Islands til að fagna ,,vináttu“ íslendinga og sovétþjóðanna. „Engum kom til hugar“. Síðan segir: „Engum kom til hugar, þegar brezkum liöfnum var lokað fyrir íslenzkum fiski- skipum fyrir tveim árum, að það mundi verða til þess að Is- land, mikilvægur hlekkur í varn arkeðju vestursins, myndi horfa í austurátt. En eihs og hátt- settur stjórnarembættismaður sagði mér; ,;Hér lifum við á fiski og fyrir fisk, og án hans erum við dæmdir til glötunar. Við neyddumst því til að finna ann- an markað, þegar þeim brezka var lokað“. Greinarhöfundur segir, að „Rússarnir hafi ekki verið sein- ir á sér“ að nota tækifærið, og höfðu þá fyrst og fremst í huga Framhald á 8. síðu. Miðstjórn kaþólska flokksins franska (MRP) ákvað í gær að víkja þrem af þingmönnum flokksins úr honum vegna and- stöðu þeirra við Evrópuherinn. Einn þeirra er heilbrigðismála- ráðherra í stjórn Mendés-France, Aujouiat. Á morgun liefst í Maniia á Filippseyjum fundur stjórnar- fulltrúa Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands, Nýja Sjá- lands, Ástralíu, Pakistans, Thai- iands og Filippseyja um stófnun varnarbandalags Suðaustur- Asíu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.