Þjóðviljinn - 05.09.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Áhrif landslags á
sálina
Páll Jónsson Skálholtsbiskup
er eini Oddaverjinn, sem nær
biskupstign, valdatími hans á
Skálholtsstóli (1195—1211) er
blómaskeið Oddaverjaættarinn-
ar, þá stendur hún á hátindi
valda sinna. Þetta blómaskeið
er ekki langt, enda átti ættin
skæðan keppinaut. Til þess að
skilja vöxt hennar og viðgang,
takmarkanir og endalok, verð-
um við að vera sæmilega .að
okkur í landafræði Suðurlands-
undirlendisins og verðum einn-
ig að hafa hugboð .um, að land-
Björn Þorsteinsson:
Oddi á Rángárvöllum — Þótt aðeins vœri einn biskup
af œtt Oddaverja, hafa margir góðir menn setið hér,
allt frá Sæmundi fróða til Matthíasar Jochumssonar.
Oddaverjinn á Skálholtsstóli
Landcefræði og náttúruöfl
gæði eru lifandi þáttur í sköp-
un sögunnar.
Um langan aldur hefur
mönnum verið ljóst, að náttúr-
an, landslag og' landsgæði,
hefur áhrif á þjóðir þær, sem
löndin byggja, en þeir hafa
ekki verið jafnsammála um
það, í hverju þessi áhrif birt-
ust. Bjarni Thorarensen segir:
Fjör kenn oss eldurinn,
frostið oss herði,
fjöll sýni torsóttum gæðum
að ná, —
og Einar Benediktsson talar
ura, að fjöll og firðir íslands
ali þá skarpskyggni með ís-
lendingum, að þeir sjái leik-
ina á taflborði lífsins, Nú er
það vitað mál, að við eigum
-ekki að taka orð rómantískra
rskálda mjög bókstaflega og
getum t. d. ekki krafizt þess
að Öræfingum, að þeir séu að
sama skapi meiri afreksmenn
en Ölfysingar sem Öræfajök-
ull er hærri en Ingólfsfjall. En
• allt iim það erum við börn
landsins, landið hefur skapað
íslenzka jsjóð og islenzka þjóð-
arsál, og hún er jafnténgd
landinu, sem við byggjum, og
sál ein'Staklingsins líkama
hans. Ef við' ætlum að verða
langlíf í landinu, verðum við
að.gera rejmslu þess að okkar
reynslu, en glæða hana nýju
lífi athafna og framfára. Og
við verðum að gæta þess, að
það getur verið hættulegt að
eiga sér glæsilega fortíð; mörg-
um þjóðum og einstaldingum
hefur orðið hált á því að ætla
að leika forfeður sína án þess
að gæta þess, að allar aðstaeð-
ur voru breyttar, og þannig
hafa ágætustu rnenn og' þjóðir
Ient í vonlausu skophlutverki,
þegar þeir ætluðu að leika eitt-
hvert meistarastykki á vett-
v'angi mannlegra athafna. Við
þurfum ekki að fara langt til
þess að sjá raðir vonsvikinna,
taugabilaðra leikara velta út
úr hlutverkunum, en leikstjór-
inn mikli stendur hjá og glott-
ir.
Hjarta Islands og
F. J. Teggart
Fyrir austan Hellisheiði lá
lengi hjarta íslands; það hef-
ur e. t. v. færzt á síðustu ára-
• tugum nokkuð til vesturs, til
borganna við Faxaflóa, en þar
á graslendinu míkla voru í ár-
daga sköpuð örlög þess íslands,
sem við erfðum. Góð lífsbjarg-
arskilyrði fjöldans eru forsenda
mikilla atburða, og þar eru
stærstar og búsældarlegastar
sveitir og því sagnhelgust
héruð. Bandarískur prófessor
F. J. Teggart að nafni, tók sér
fyrir hendur fyrir nokkrum ár-
um að grafast fyrir um það,
hvaða þjóð eða ríkjasamsteypa
hefði jafnan haft mest áhrif á
gang heimsmálanna. Hann
komst að raun um, að það
hefði verið Kínaveldi. Ýmsir
lærdómsmenn urðu til þess að
vefengja þá niðurstöðu, en
beitum við Teggartsaðferðum
við það að finna hinn mikla
aflvaka íslenzkrar þjóðarsögu,
þá liggja allar leiðir niður á
Suðurlandsundirlendið. Hér er
hinn mikli vettvangur stóru
atburðanna á þeim öldum,
þegar þjóðin er að mótast og
þau menningarafrek eru unn-
in, sem hafa verið /þjóðarstolt
okkar. Fortíðin er því heima-
rík á þeim slóðum, og eitt sýn-
ir áþreifanlega, hve seint okk-
ur gengur að gera upp reikn-
ingana við horfnar kynslóðir,
að söguöldin er jafnan ríkust
í huga, þegar við leggjum þar
leið okkar,. því að mat okkar
á mönnum og málefnum lið-
inna alda er oft ærið hjákát-
legt. Á Hjalla í Ölfusi mun
Skafti lögsögumaður Þórodds-
sona hafa búið, einhver mesti
stjórnvitringur, sem uppi hef-
ur verið á Islandi. Hann mun
hafa gert mest einstakra
manna til þess að lyfta íslend-
ingum af stigi hálfsiðunar til
siðmenningar. Samtímis honum
bió misvitur lögkrókamaður,
Njáll að nafni, austur á Berg-
þórshvoli í Rangárþingi. Þeg-
ar menn voru orðnir lang-
þreyttir á brögðum Njáls og
yfirgangi sona hans, brenndu
þeir þá inni, og nú fara menn
hvaðanæva, jafnvel frá fjar-
lægum löndum, í pílagrímsferð-
ir að brennustaðnum, en eng-
inn man Skafta Þóroddsson.
Við segjum: ,,Orðstír deyr
aldreigi, þeim sér góðan get-
ur“, en Fjalla-Eyvindur og
Brennu-Njáll eru einna fræg-
astir íslendinga. Að óbreyttu
viðhorfi fara afkomendur okk-
sem var of stórt í eina þinghá
eða sýslu. Þjórsá rennur um
mítt héraðið á mörkum milli
sýslnanna. Hún er $jWir glögg
landamerkjalína sem á verður
kosið, en með sveitunum, sem
hún skilur, er glöggt ættarmót,
enda er hér um raunverUleg-
an skyldleika að' ræða: Berg-
tegundir beggja sýslnanna eru
hina sömu, jafngamlar og eins
myndaðar, og landslagið er
mótað af sömu öfíum. Ðáðar
lyftust þær að lokum upp úr
sama flóanum. Veðurfar, gróð-
ur og dýralíf helzt í hendur
báðum megin Þjórsar, og liin-
aðarhættir manna, menning og
mállýzka taka engum stakka-
skiptum við Þjórsá. Aftur á
móti verður greinileg breyting
á öllu þessu á vesturtakmörk-
um Árnessýslu, sem um leið
eru vesturtakmörk héraðsins“.
ar í pílagrímsferðir að Sæ-
nautaseli á Jökuldalsheiði, því
að þaðan er Bjartur í Sumar-
húsum kynjaður, m. a. Sem
betur fer er fólk meiri list-
dýrkendur en raUnsæismenn,
þess vegna erum við mótaðri
af viðhorfi Njáluhöfundar en
Ara fróða. En þó er vonandi,
að nútíminn komi auga á, að
hver kynslóð hefur átt sér af-
Brim
Af Kambrabrún sést yfir
lágsveitir Suðurlandsundirlend-
isins: Ölfusið, Flóann, Land-
eyjarnar og austast sér í
Seljálandsmúla, og syðstu og
neðstu fannir Eyjafjallajökuls
gægjast undan Ingólfsfjalli,
sem byrgir uppsveitirnar. Það-
an blasa við breiðir ósar Ölf-
usár og útfall hennar við Ós-
eyrarnes, og í mjög góðu
skyggni sést glitta í Þjórsár-
ósa, en aririárs er sú jötunelf-
ur fólgin í farvegi sinum það-
an að sjá. Úti á ströndinni
handan Ölfusár hlasa við þorp-
hafa oft kvartað undan hafn-
leysi og erfiðum samgöngum,
en fátt er svo með öllu illt að
ekki boði nokkuð gott. Sökum
hafnleysis og torsóttra fjall-
vega háfa 'Súrirtlendingar verið -
sæmilega öruggir fyrir erlend-
um ribböldum um aldir. Úr því .
kemur fram' á 15. öld, stefna
vikirigár oft skipum Sínum ■
hingað til íslands: Englending-
ar koma og höggva strandhögg
og reisa sér bækistöðvar við ^
margar helztu hafnir' landsiris,
m. a. Grindavík og Hafnár-
fjörð og leggja Vestmannaeyj-
ar undir sig; Þjóðverjar sigla
í kjölfar þeirra, berjast við þá
og sigra, flæma þá höfn úr
höfn, en bíða loks ósigur fyrir
sjálfum sér. Og hingað koma
Spánverjar og Algiermenn,
ræna og drepa, eins og frægt
er orðíð, en engirin hermaður
eða ræningi stígur fæti sínum
á Suðurlandsundirlendið, hjart-
að úr gróðurlendi íslands.
Þegar við Iltum hér yfir bririi-
skaflinn fyrir um 100 km
langri strandlengju, hlýtur sii
spuming að vakna, hvort við
eigum ekki að nokkru leyfí
þessu brimi að þakka þau rétt-
, indi, sem við njótum í dag,
eða er e. t. v. réttara að setja
sig á hærri hest og segja, að
heimurinn eigi þá þakkarskúld
að gjalda briminu við Land-
eyjasand, að ennþá er sjálf-
stæð, blómleg menning á fs-
landi, því að menningararfur
hverrar þjóðar er ekki einka-
Var þetta ólgandi brim landvörn Sunnlendinga á liðnum óldum?
reksmenn og lögspekinga á
borð éið Gunnar, Héðin og
Njál, eri því iriiður heldur fáa
snillinga til :< ‘þess að semja
listaverk urn örlög þeirra.
Suðurlandsundir-
lendið séð augum
jarðfræðings
Um Suðurlandsundirlendið
íarast Guðmundi Kjartanssyni
þannig orð í riti sínu uin jarð-
fræði Árnessýslu bls. 1:
„Árnessýsla nær yfir vestur-
hluta Suðurlandsundirlendisins,
en austurhlutinn er Rangár-
vallasýsla. Þó að sýslur þessar
hafi verið sitt lögsagnarum-
dæmið hvor, að heita má frá
því, er þær voru fullnumdar,
eru þær engu að síður ein
landfræðileg heild, eitt hérað,
in Stokkseyri og Eyrarbakki.
en þar er brimið svo músík-
alskt, að menn verða tónskáld
af því að hlusta á brimgnýinn,
enda eru þeir þaðan kynjaðir:
Friðrik Bjarnason, Hallgrímur
Helgason, Páll ísólfsson og Sig-
fús Einarsson. Með ströndinni
sér oft í hvítan brimgarð, því
að hér er hafnlaus megin-
landsströnd, enj nokkuð undan
landi rísa Vestmannaeyjar há-
lendar og sæbrattar úr hafi.
Þar var löngum _ helzta höfn
þessa hafnlausa héraðs, og enn
í dag er þar ein helzta útgerð-
arstöð landsins, eíns ó^ kunn-
ugt er.
Hérna við 'háfnláusa strönd
er kjarninn úr gróðurlendi ís-
lands innan fjallgarða, sem
liggja að því eins og ósigrandi
varnarmúrar. Sunnlendingar
eign hennar, heldur sameign
veraldarinnar, og glatist hann,
verður heimurinn fátækari sem
því nemur. Hefði verið góð
höfn hér við Suðurströndina,
hefði það haft margvísleg áhrif
á sögu þjóðarinnar, og hefði
sú höfn komizt í hendur út-
lendinga eins og Vestmanna-
eyjar á 15. öld, þá er vafa-
samt, að við hefðum nokkru
sinni endurheimt sjálfstæði
vort. Frjósamar sveitir undir-
lendisins lágu opnar við árás- ■'
um frá slíkri höfn, og þar var
hægt að ala her manns, en
hvergi annars staðar á Islandi.
En fyrsta innrásarliðið, ,?eru
kemst á Suðurlandsundirlend-
ið, eru hermennirnir, sem læð-i;M;.;
ast að Hjalla í Ölfusi voring,i;g-(i,,
uninn 1541 og handtaka „Ög-
Framhald á 11. síðp. .