Þjóðviljinn - 05.09.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.09.1954, Blaðsíða 10
 ÞJOÐVIUINI Snnnudagur 5. september 1951 - INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIH A. J. CRONIN 93. Hvergi sást ljós. Hann stóð grafkyrr í anddyrinu, um- luktur þögn sem þokan úti og mannlaus íbúð'in gerðu enn dýpri. Samt var ekki eins og íbúðin væri tóm — þarna var hvorki fúkkalykt né rakaþefur. Hann tók eldspýtustokk upp úr vasa sínum og kveikti varlega á eldspýtu. Gólfið var hreint, ekkert ryk á hattagrind- inni. Við bjarmann frá eldspýtunni sá hann að dyrnar ' voru opnar inn 1 setustofuna. Hann gekk þrjú skref á- fram og fór þangað inn. Aftur kallaði hann: ' ,,Er nokkur þarna?“ Enn var ekkert svar. Ef til vill var hann einn í íbúð- inni. Hann kveikti á gasinu í hvíta ljóshjálminum. Fram til þessa hafði hann verið tiltölulega rólegur, eftirvænt- ingin hafði haldið honum uppi. En nú, þegar hann virti fyrir sér þessa stofu, þar sem harmleikurinn mikli hafði átt sér stað, var eins og kaldur óhugnaður læsti sig gegnum merg og bein. Næstum skelfilegast var hve stofan var undur venjuleg í bjarmanum frá gasljósinu. Þarna var hringmyndað eikarborö undir látúnsloft- hjálmi. Tveir armstólar með flosáklæði stóðu framan viö arininn og í honum var snyrtilegur viðarhlaði. Arin- grindin, spegillinn og skrautið ofan við arinhilluna var allt hreint og fágað og klukkan gekk og var rétt. ' Allt í einu tók Páll andann á lofti. Skyndilega, úr<g, svefnherberginu fyrir innan, heyrðist braka í gólffjöl, og þótt hljóðið væri lágt bergmálaði þaö um hljóðlaust húsið eins og válegur fyrirboði. Hann hrökk við og leit í áttina til svefnherbergisdyranna. Hann varð að taka á öllu sem hann átti til að snúast ekki á hæli.og flýja þegar hann heyrði hægt fótatak andartaki síðar. Þótt hann hefði átt von á því, þótt þaö væri einmitt ástæðan fyrir komu hans stóð hann eins og dæmdur þegar svefn- herbergisdyrnar opnuðust og Enok Oswald kom 11' ljós, svartklæddur eins og venjulega, en úfinn, bindiö skakkt, andlitiö náfölt, hárið límt við ennið, augun þrútin og svefndrukkin eins og hann hefði verið að vakna. Eins og vofa kom hann hægt í áttina til Páls og horfði rann- * sakandi í andlit honum. „Það ert þú“, sagði hann að lokum. Rödd hans var djúp og þreytuleg, og yottaði fyrir urghljóði í henni sem var í samræmi við þreklegan, luralegan líkams- vöxt hans. „Mér datt í hug að þú kæmir hingað. Ég vissi að þú hafðir lykilinn“. Hann lét fallast niður í stól ■ við borðið og benti Páli að setjast í stólinn við hliðina á. „Mér þykir leitt að geta ekki boðið þér neina hressingu. Ég flutti hingað inn í gær, að gamni mínu gæti ég næst- um sagt. Ég hef ekki enn hugsað neitt um mat“. Með- an Oswald talaði horfði h'ánn í kringum sig í herberg- inu, horfði síðan beint á Pál. „Segðu mér .... hvers vegna ertu hingað kominn?1 Páll var þurr í kverkunum. Hvernig gat hann útskýrt það sem lá honum á hjarta? Hann reyndi að tala skýrt ] og greinilega. „Mér datt í hug, að þér væruð hér. Ég er kominn . ... j til að segja yður aö fara .... koma yöur burt þegár í stað“. Það varð kynleg þögn. Þrátt fyrir sljóleikann sem | 1 virtist liggja eins og mara á Osv/ald, leit hann snöggtl á Pál. r „Þú kemur mér á óvart, ungi maður. Mjög á óvart. Mér er ekki ókunnugt um athafnir þínar undanfarna 1 mánuði. Og mér hafði dottið í hug að þér væri ekki sér- lega .... vel við mig“. „Ég hef skipt um skoðun“, svaraði Páll lágri rötídu. „Það sem ég hef oröið. að þola, það sem ég horfði á í réttarsalnum í dag, það sem ég hef lært um aðgerðir laganna .... hefur breytt hugmyndum mínum. Það eru 1 þegar komnar nægaf þjáningar og sálarstríð í sambandi >’ við þetta mál. Faðir minn þoldi fimmtán ára þjáningar f og ejmtí. Hvað væri unnið við það, að þér yrðuð að' þola þaö líka? Þér ættuð því að fara burt meðan þér eigið þess kost. Þeir gefa ekki út handtökuskipun fyrr en ann- aö kvöld í fyrsta lagi. Þér hafiö sólarhring til stefnu til aö fara af landi brott. Það ætti að gefa yður tækifæri“. „Tækifæri“, endurtók Oswald kynlegri röddu. „Tæki- færi“. Þaö var eins og hann væri í einhvers konar leiðslu, efri vör hans titraði, það var kominn roði í andlit hans, stór augu hans glóðu undir silfurhvítum brúnum. „Ungi maður“, hrópaði hann allt í einu ofsalegri röddu. „Þaö er enn von um mannkynið. Já, nú veit ég-----að lausn- ari minn lifir“. Hann réð ekki við sig, reis á fætur og fór aö æða fram og aftur um herbergið, spennti greipar svo að marraði í hnúunum, leit öðru hverju upp fyrir sig eins og 1 þakkarbæn. Loks tókst honum aö bæla niður geðs- hræringu sína, settist aftur og greip fast um handlegg Páls. „Kæri ungi vinur. Auk þakklætis skulda ég þér skýr- ingu. Þú átt fullan rétt á því að heyra alla þessa sorg- arsögu“. Hann hélt enn járntaki um handlegg Páls, starði inn í augu hans og eftir stutta þögn tók hann til máls með annarlegu látbragði og raddhreim sem varla virtist af þessum heimi. „Ungi maður“, sagði hann. „Alla mína ævi hef ég hlotið vitranir að ofan. Frá bernsku hef ég verið floga- veikur“. Hann þagnaði, dró djúpt andann og hélt síðan áfram. „Foreldrar mínir vorú fullorðnir .... ég var einkasonur þeirra. Og því var ég alinn upp í einangrun, tekinn úr skóla og fenginn einkakennari og dekraö við loforð um r;fmagnið> en stjórn- ÖSat Framhald af 1. síðu. magnsveitan telur hinsvegar að hækkun sú sem nú er boðuð nemi 300 kr. á ári miðað við „meðalnotkun í meðalíbúð", og er sú áætlun vafalaust ekki ýkt. Til þess að vega þá hækk- un upp þyrfti Dagsbrúnarkaup að hækka um 13 aura á klst. miðað við fulla vinnu allan ársins hring. Áður hefur verið reiknað út að kaffihækkunin jafngildi 600 kr. á ári og til þess að vega hana upp þurfi Dags- brúnarkaup að hækka um 24 aura á klukkustund. Samtals nema þessár tvær hækkanir þannig 37 aurum en það sam- svarar fjórum vísitölustigum. ^ Mjög veruleg kjara- skerðing. Með verðhækkun þeirri sem fyrirhuguð er á rafmagni er enn verið að rifta samkomu- laginu við verkalýðsfélögin frá því í desember 1952. Að vísu voru ekki gefin nein ákveðin mig á allú lund. „Ég var seinþroska, en þar sem áhugi minn beindist að læknisfræði var ég sendur í háskóla nítján ára gam- all og þaðan á St. Mary sjúkrahúsið. En því miður varð heilsuleysi mitt mér fjötur um fót og batt loks endi á læknisnám mitt. Ég neyddist til að snúa heim aftur. En smátt og smátt, þegar ég var orðinn hálfþrítugur, fækk- aði köstum mínum til mikilla muna og mér varð kleift að ganga inn í hið umsvifamikla fyrirtæki föður m'íns og taka við þeim ábyrgöum sem hvíldu á mér sem erf- ingja. Þegar ég var þrítugur aö aldri trúlofaðist ég góðri stúlku af göfugri fjölskyldu, sem gaf samþykki arflokkarnir hétu því hátíðlega að sjá til þess að ríki og bær héldu verðbólgunni í skef jum, þannig að grundvöilurinn rask- aðist ekki. Nú hefur verið tek- in upp ný stefna, sem er að leiða . mjög verulega kjaraskerðingu yfir almenning, og hlýtur verk- lýðshreyfingin að líta það mjög alvarlegum augum, ekki sízt þar sem launþegar eru jafnframt sviknir um þær bætur sem þó~ felast í vísitölunni sjálfri. Oft er erfitt að ná blettum af húsgagnaáklæði. Auk þess er alltaf hætt við að maður geri illt verra með því að eiga við blettina, og það er því rétt og þegar það er farið að freyða vel er froðan óhreinu staðina og látin á andartak áður en hún er þurrkuð af með hreinum klút n borin á ; að fara mjög varlega í að fjar- lægja bletti af húsgagnaáklæði. Ef maður á afgang af áklæð- inu er hægt að ganga úr skugga um. hvort litirnir þoia sápu, vatn eða hreinsivökva. Það er hægt að hafa það fyrir reglu að nudda ekki áklæðið of fast, því mildari sem hand- tök manns eru meðan á verk- inu stendur, því meiri mögu- leikar eru fyrir því að blettur- inn náist af án þess að efnið skaðist. Gætið þess einnig að nota ekki of mikinn vökva. Bólstraður sófi þolir ekki að vera rennbleyttur. Einhver ör- uggasta aðferðin er að þeyta sulfosápulög í vel volgu vatni eba hreinum nælonsvampi. Það er mjög mikilvægt að notaðir séu hreinir klútar, því að þvældir óhreinir klútar gera aðeins illt verra. Ekki sízt þegar um áklæði er að ræða þarf að gæta þess að nota að- eins tárhreina klúta, nudda ekki of harkalega, nota þolin- mæði og rósemi við verkið. Það er hreint ekki hættu laust að vinna í eldhúsi. Trygg- ingarfélög í Ameríku halda því fram að venjuleg húsmóðir eigi eins mikið á hættu á sínum vinnustað og t. d. brunaliðs- maður. Fallegur kjéll úr blúndueki Blúnduefni, svissnesk moll og útsaumuð efni hafa mjög verið notuð i betri sumarkjóla. Þeir líta þá út eins og sam- kvæmiskjólar, en efnin eru ekki eins dýr og útlitið gæti bent til og mörg þeirra þola ítrekaðan þvott án þess að láta á sjá og það er mikill kostur þegar um hvít efni er að ræða, sem einlægt þarf að vera að þvo. Sniðin eru auk þess mjög einföld og því auð- velt að strjúka kjólana. Kjóll- inn á myndinni er úr bómullar- blúndu og hann er bæði falleg- ur og fínn. Blússan minnir á. blússur á strandkjólum og glitrandi similifesti heldur kjóln um uppi í hálsinn. Eins og við alla aðra kjóla úr gataefnum þarf að nota við hann sérstak- an undirkjól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.