Þjóðviljinn - 24.09.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 24.09.1954, Síða 10
 10) íJjÓÐVÍLJlN^ — löstu'dalgúir ’M Se&tfeíftfcéP'Ið&r^ tigem Ö iriiin Eftir Giuseppe Berto 7. DAGUR „Ef þú vilt,“ svaraöi hann. Seinna vínglasið mitt stóð enn á borðinu. En eitt glas hafði nægt til þess áð gera mig öran og léttlynrlan. Ég var viss um að hann hafði látið mig drekka í þeim ákveðna tilgangi að fá vilja sínum framgengt. Og það hjálpaði mér á leiðinni. Þáö var að minnsta kosti klukku- stundar gangur til Ácquamelo og sóliri var farin að lækka. á lofti og bráðiega mundi. hún setjast bakvið , fiöllin hinum megin í dalnum. Vegurinn var brattur. Þökin í Grupa hurfu hvert af öðru, síðan olívutrjálund- irnir og loks kornakrarnir. Svo tók skógurinn við, lit- auðugur kastaníuskógur og sólin skein alls staðar í gegn fpona þess að brumin vöru tæplega sprungin út. Áhrif vínsins voru nú horfin, en ég var enn áhyggjulaus og næstum sæll. Skógur og fjall og sól og ský — allt var svo fagurt. Þegar hærra dró varð vegurinn ekki eins brattur og beykitré og eikur fóru að sjást innan um kastaníurnar oe á milli voru stór rjóður þar sem lyng og runnar uxu. Stundum sá ég fjallið allt í öllum sínum stórfengleik. Jafnvel hæst uppi, þar sem þétti skógurinn tók við, var allur snjór horfinn. En það var eins og allt væri í svefni, biði komu vorsins sem var lengi á leiðinni upp í hæðirnar. Hér og þar sást reykur úr kolagröfum. En ekkert hljóð heyrðist nema stöku kvak í ósýnilegum, fugli. Og í miðjum einmanaleiknum var Acquamelo. Acquamelo er ekki þorp; það er aðeins staðarnafn. Og að undanskildu húsi Ricadis var þarna ekkert nema sögunarmylla, löngu yfirgefin, þakið brotið, hjólið óstarf- hæft. Og nú er ekkert eftir af húsi Ricadis heldur nema svartir, brunnir veggir. En þegar þetta var, var þaö fallegt hús — hús heföarfólks, þaö leyndi sér ekki. Inngangur og gluggakistur voru úr steini, veggirnir mál- aðir og hvergi vantaoi rúður 1 gluggana. Ricadis fólkið var landeigendur, auðugt fólk og ég gat ekki skiliö hvaða samband var milli þess og sonar Francesco Rende. Landareign þeirra var umgirt gaddavír og með- fram girðingunni voru gróðursett grenitré. Þarna var mikið graslendi, talsvert af plómutrjám og eplatrjám. En það var eins og húsið væri manntómt. Aðeins einn gluggi var opinn og helzt virtist sem hann hefði verið skiiinn þannig eftir áriö áður. Visnuöu laufin umhverfis húsið höfðu ekki verið hreinsuð burt, ekki einu sinni fyrir framan dyrnar. Þegar ég gekk meðfram girðingunni tók ég eftir öðrum smærri dyrum, en þær voru líka lok- aðar. Lengra burt var laut sem í var vatnsból og ker og skammt frá hafði dálítill skiki verið stunginn upp, rétt eins og þar ætti aö setja niður kartöflur.. Maðurinn kom mér á óvart, þegar ég gekk í annaö skipti framhjá húsinu. Ég heyröi fótatak hans fyrir aft- an mig, og ég varð hræddur, þvíf að það var eins og hann hefði komið upp úr jörðinni. Hann hlaut að hafa komið út úr skóginum og fótatak hans heyrðist ekki í grasinu. Hann var í veiðibúningi, í háum stígvélum, með húfu, en hann var ekki meö byssu. Hann var dökk- ur í andliti og augnaráð hans var tortryggið. Hann spurði mig einskis; stóð aöeins og horfði á mig, rétt eins og ég væri kominn til aö stela einhverju. Ég neyddist til að hverfa á brott, og hann beið þangað til ég var horfinn, áður en hann fór inn í húsið. Ég fór til baka, faldi mig innanum runnana. Maðurinn hafði lokað á eftir sér og ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs aö taka. Það var áreiðanlegt, að sæi hann mig aftur á sveimi kringum húsið, tæki hann í lurginn á mér. Hann var einmitt af þeirri manntegund, sem mundi lumbra á ungurn strák. Andlit hans var svipljótt, yfir- skeggið langt og mjótt. Hvað sem allri barsmíð leið, von- aði ég að ég ætti aldrei,eftir að hitta hann framar. Ég tók mér stöðu hinum megin við húsið, bakvið nokkra runna. Ég ákvað að fara heim strax og sólina bæri við fjallsbrúnma. Innan skamms seig sólin til viðar, og samt beio ég. Ég gat ekki farið til mannsins aftur án þess aö hafa gert neitt. Seinna sá ég ljós á hreyfingu í herberginu, þar sem glugginn var opinn. Einhver lokaöi hlerunum en ég gat ■ ekki séö, hvort það var karl eöa kona. Húsið var nú enn : eyðilegra, allt var lokað og skuggarnir fóru að þéttast : kringum það. Það var orðið ónotalegt. Uppi í fjöllunum ■ verður kalt um leið og sólin er sezt. Það væri bezt fyrir I mig að fara heim. Ég færi beint heim til mín án þess : að tala við hann. Samt hélt ég áfram að bíða. Og loks j heyrði ég eitthvert hljóð; kona með vatnsskjólu kom út j um litlu dyrnar og gekk í áttina aö vatnsbólinu án þess j að hafa hugmynd um að horft væri á hana. Þetta var j • roskin kona, klædd eins og bóndakona. „Ida,“ kallaöi ég j stundarhátt. Hún nam staðar og hlustaði. „Ida,“ kallaði ég aftur, Hún gekk hikandi !í áttina til mín, en náði sér aftur [ þegar hún sá að ég var bara lítill drengur. „Hver ert j þú?“ spurði hún. „Get ég fengið að tala viö húsmóður þína?“ „Hver ert þú,“ endurtók hún. „Ég er með skilaboð til húsmóður þinnar,“ sagði ég. j Hún virti mig fyrir sér eins og hún væri að reyna að j lesá mig niður 1 kjölinn. „Ungfrúin er veik í rúminu,“ j sagði hún. . j Hún var áreiðanlega að segja ósatt. En hvaöa máli j skipti það? ,,Ég kem frá Michele Rende,“ sagði ég. Hún hrökk við eins og hún væri slegin þegar hún : heyrði þetta nafn. Hún missti fötuna, spennti greipar og j tautaöi: „Guð minn góður, guð minn góður, Michele j Rende.“ : „Þú veröur aö segja húsmóöur þinni,“ sagöi ég, „að j Michele Rende sé kominn aftur og klukkan ellefu í kvöld j muni hann væla eins og ugla.“ „Guð minn góður, guð minn góður,“ endurtók hún j í sífellu. „Skilurðu hvað það er sem þú átt aö segja húsmóður j þinni?“ j „Já, ég skil það, en það er ekki hægt. Þaö er ekki j hægt.“ Ég skildi við hana þar sem hún stóð með spenntar j 7TTP ■ManSkð, rn Tveir vinir sem ekki höfðu sézt í nokkur ár hittust og annar var að skýra út fyrir hinum mjög flókið mál. Hann sagði: — Jú, sjáðu til, ég giftist ekkju, sem átti upp- komna dóttir, og þar sem fað- ir minn var ekkjumaður þá giftist ha.nn þessari dóttur okkar, svo að þú sérð að fað- ir minn er einnig tengdason- ur minn. — Það skil ég, sagði vinur- inn. — Jæja, þá er stjúpdóttir mín stjúpmóðir mín og móðir henn ar amma mín. Þeirri er ég giftur, svo að þú sérð, að ég er minn eigin afi. •h A: — Eg er að dey.ja úr tann pínu, hvernig..get ég bætt úr því ? ; ' ’ • B: — Þú skalt ekki nota nein læknislyf. Eg þjáðist mjög af tannpínu í gær og fór ein- faldlega heim, svo að konan mín elskuleg gæti kysst mig, eftir það batnaði mér sam- stundis. Hvers vegna reynir þú ekki það sama? B: — Það vil ég gera, en er konan þín heima núna? ★ A: — Tréfóturinn minn fór illa með mig í gærkvöld. B: — Hvernig vildi það til? A: — Jú, kunningi minn sló> mig í höfuðið með honum. Barðlð isin í skápiim — og það er korfið Undir eldhúsborðinu er skúffa og ágætu.r skápur. Milli skúffu og skáps er komið fyrir borði sem hægt er að draga út og nota sem hjálpar- borð í eldhúsinu. Borðið fellur vel inn í eldhúsborðið og það er auðvelt að komast að skápn- um og þegar búið er að koma borðinu fyrir og loka skápdyr- unum tekur þetta sem sagt ekkert pláss og lítur vel út. Þetta er ágæt hugmynd fyr- ir litið eldhús, én það þarf að beita nákvæmni ef hún á að ná tilgangi sínum og hætt er við að hún verði dýr í fram- kvæmd. En þar fyrir er hægt að skemmta sér við að horfa á þessa snjöllu hugmynd. Lítill, sktoiKE stráhattuE Hattar sem bundnir eru við vissar árstíðir eru að hverfa úr sögunni. Þær sem hafa efni á að eiga fína skrauthatta, sem aðeins er hægt að nota í bezta veðri eru svo fáar, að þær hafa engin áhrif á heildarhattasölu. Hentugu hattarnir, er þola bæði rok og dálitla rigningu, hafa miklu meiri möguleika á að verða vinsælir, þótt þeir' eigi trúlega langt í land með að reka klútana á flótta. Þær sem dreymir um stráhatt ættu . að athuga hentuga strá- hattinn á myndinni. Hann fer vel bæði við útikjól, dragt eða kápu, og er i sínu gildi megnið af árinu. Og ekki spillir það að auðvelt er að breyta honum. Breiða bandið með slaufunni sem nær niður í hnakkann að aftan er fallegt meðan það er nýtt; ef það eyðileggst af regni eða upplitast er hægt að skipta um hattband og hatturinn breyt- ir alveg um svip. Hugsið ykkur þennan sama hatt með breiðu dökku bandi með hvitum dopp- um./ Ef maður hefur þörf fyrir dálítil aukaliólf í eldhússkúff- unni eða verkfæraskúffunni er hér ágæt hugmynd, sem þi'ö getið ef til vill notfært ykkur. Það eru venjuleg málmhand- föng sem fást í öllum járnvöru verzlunum sem fest eru inná skúffuna en ekki utaná hana. Þeim er snúið við til þess að hægt sé að geyma í þeim smá- hluti, svo sem bréfaklemmur, nagla, skrúfur og annað þess konar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.