Þjóðviljinn - 28.09.1954, Page 6

Þjóðviljinn - 28.09.1954, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. september 1954 iuðewHyiNH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaiistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SigurSur Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson. Guð- | mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. í Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. i Ritstjórn, afgreiðsia, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 1 19. — Simi 7509 (3 línur). Áskriftarverð kr. &0 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 '. annars staðar á landinu. — Lausasö'.uverð 1 kr. eintakið. 1 Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ávarp Haralds oq íhalds- þiónusta hœgri kiákunnar Hinn nýkjörni formaður Alþýðuflokksins, Haraldur Guð- mundsson, birti á laugardaginn í leiðaraplássi Alþýðublaðsins ávarp til flokksmanna. Víkur Haraldur þar að tveim þingum sem framundan eru. Alþingi því sem saman kemur 9. okt. n.k. og 24. þingi Al- þýðusambandsins sem hefjast á síðari hluta nóvember. Réttilega er á það bent, að á báðum þessum þingum verði „fjallað um málefni, sem varða líf og starf verkalýðsins, hag hans og framtíð". Um Alþýðusambandið segir Haraldur að þar verði utangarðs ,.Þeir sem arðinn hirða af erfiði verkanna" og gefur þar með í skyn að því sé vel borgið. En ,,á Alþingi verður baráttan háð við höfuðandstæðinginn, íhaldið. En ötulustu liðsmenn þess í baráttunni gegn Alþýðu- flokknum eru kommúnistar“. Svo mörg eru þau orð og verður ekki sagt að maðkarnir séu í mysunni hjá flokksformanninum! Á sama tíma og formaðurinn lætur þetta ávarp frá sér fara eru liðsmenn hans í kappsfullri vinnu við að reyna að tryggja umboðsmönnum þeirra „sem arðinn Iiirða af erfiði verkanna“ sem mest ítök á Alþýðusambandsþingi. Það er rétt, að auðmennirnír hafa ekki enn aðstöðu til að verða þar í eigin persónu. En hægri klíkan i Alþýðuflokknum, sem lyft hefur Haraldi til flokksformennsku, er í pólitískum faðmlögum við arðræningjana og vinnur öfluglega að þvi að þeir eignist sem flesta umboðsmenn á Alþýðusambandsþingi. Og samkvæmt kröfu íhaldsins og „þeirra sem liirða arðinn af erfiði verkanna" eiga svo umboðsmenn þeirra og fylgismenn hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum að annast það verkefni að halda áfram að lama Alþýðusambandið og eyðileggja það sem vopn hins vinnandi fólks. Af þessu hefur verkafólkið þegar fengið bitra og dýrkeypta reynslu og fer því nærri um áframhaldið ef samsærið gegn hagsmunum þess heppnast einu sinni enn. En hann Haraldur ætlar þó að berjast á móti íhaldinu á Alþingi, þar „verður baráttan háð við höfuðandstæðinginn" r.ð því er segir í ávarpi formannsins. En eru líkur til að sú barátta verði alvarleg eða árangurs- rík með Alþýðusambandið, heildarsamtök alls vinnandi fólks á fslandi, hlekkjuð í fjötra þeirra „sem arðinn hirða af erfiði verkanna." og bundin fyrirmælum og geðþótta íhaldsskrifstof- unnar við Austurvöll? Sannarlega bendir reynslan til alls annars og það jafnt þótt „kommúnistarnir", sem Haraldur kallar „ötulustu liðsmenn í- haldsins í baráttu þess gegn Alþýðuflokknum" (!) og Alþýðu- flokkurinn hafi staðið þar saman í flestum stórmálum. Það sem máli skiptir er að sameina alþýðuna, bæði í verka- lýðshreyfingunni og í átökum stjórnmálabaráttunnar til þess að þeirra breytinga og þess árangurs sé að vænta sem allir verkamenn óska eftir. Og fyrsta skrefið í þá átt er að gera sendimenn atvinnurekendavaldsins áhrifalausa í sjálfri verka- lýðshreyfingunni. Þeir sem standa þar í vegi hafa áreiðanlega önnur markmið en að berjast gegn íhaldinu. Þetta er nú öllum heiðarlegum alþýðumönnum að verða ljóst. Þess vegna er nú verkalýðurinn að sameinast, þrátt fyrir and- •-töðu luegri broddanna, sem nú hafa hrifsað til sín völdin í Al- þýðuflokknum. Það er ekki hægt til lengdar að vera bæði með og móti ihald- inu. Fólkið sér á endanum í gegnum blekkingahjúpinn og yfir- gefur þá foringja sem berir gerast að ósannindum og blekking- um. / Slíkt verður hlutskipti Haralds Guðmundssonar, Stefáns Jóhanns og Guðm. í., þrenningarinnar sem íhaldið fagnar nú Gð stjórnvöl Alþýðuflokksins. FRÁ SAMKOMU KÍNVERSK-ÍSLENZKA MENNINGARFÉLAGSINS í TJARNARBÍÓ Stórfelldar framkvæmdir hafnar á öll- um sviðum atvimmvega og niemimgar Kínversk-íslenzka menningarfélagið (KÍM) minntist íimm ára afmælis AlþýðulýÖveldisins Kína meö fjöl- sóttri samkomu í Tjarnarbíó á sunnudaginn. Formaður félagsins Jakob Benediktsson magister flutti ávarpsorð og setti samkomuna. Ingi R. Helgason flutti skemmtilegt og fróölegt erindi um för þriggja ungra ís- lendinga til Kina s.l. sumar, og loks var sýnd áhrifa- mikil kínversk kvikmynd. „Hvaj-fljótiö veröur að beizla". Fánar íslands og Kína prýddu sviöiö og ræöustól og fór samkoman öll vel fram. Er þetta í fyrsta sinni sem afmælis kínverska alþýðulyðveldisins er minnzt opinber- lega hér á landi. Hér fara á eítir ávarpsorð formanns Kínversk-íslenzka menningarfélagsins Jakobs Benediktssonar: Góðir félagsmenn og gestir. Fyrir hönd Kínversk-islenzka menningarfélagsins vil ég mega bjóða ykkur öll velkomin til þessarar samkomu. Félag okkar hefur ekki vilj- að með öllu láta hjá líða að minnast þess að i þessari viku, eða 1. okt., eru fimm ár liðin siðan kínverska alþýðulýðveld- ið var formlega sett á stofn. Þessi fimm ár hafa verið ár mikilla erfiðleika, en engu síð- ur ár mikilla sigra, mikils grundvallarstarfs á öllum svið- um þjóðfélagsins kínverska. Ilin nýja stjórn tók við landi og þjóð sem enn bjó að veru- legu leyti við fullkomið mið- aldaskipulag, var trö'uriðin af innlendum og erlendum kúgur- um og fiakandi í sárum eftir meira en tveggja áratuga styrj- aldir við innlenda ofbeidis- menn og erlenda. En sú var gæfa kínverskrar alþýðu í öll- um þessum þrengingum að hún hafði eignazt harðsnúið for- ustulið, kínverska kommún- istaflokkinn, sem tókst að lok- um að sameina þjóðina gegn óvinum hennar, jafnt erlendum sem innlendum, og undir for- ustu hans vannst fullur sigur að lokum. Þetta sama forustulið hefur nú í fimm ár beitt sér fyrir því að skipuleggja þetta mann- flesta iýðveldi veraldar, og nú er svo komið að fyrir fáum dögum var gengið frá stjórn- arskrá kínverska alþýðulýðveld- isins á þjóðkjörnu þingi, hinu fyrsta í sögu Kínaveldis sem kosið hefur verið af fulltrúum allrar þjóðarinnar. En það er ekki aðeins á sviði stjórnmála innanlands að fót- unr hefur verið komið undir hið nýja' ríki, Stórfelldar fram- kvæmdir á öllum sviðum at- vinnuvega og menningarmála eru þegar hafnar, og þær eiga eftir að gjörbreyta öllum at- vinnuháttum Kínaveldis, hefja það frá frumstæðu miðalda- þjóðfélagi, þar sem meginþorri alþýðu varð að strita fyrir sult- arbrauði sínu berum höndum, upp í röð iðnvæddra þjóða, þar sem vélar létta mönnum strit- ið og skapa skilyrði mannsæm- andi lífs. Þessi breyting gerist auðvitað ekki í einu vetfangi, en fái kínverska þjóðin að lifa í friði og einbeita kröftum sín- um að þessum verkefnum, er ekki nokkur vafi á að hún muni ná settu marki. Þau stór- virki eru þegar unnin, þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika, að þau eru örugg fyrirheit um enn stórkostlegri afrek þegar fram líða stundir. Út á við heíur sama sagan gerzt, Smátt og smátt hefur hið ung'a lýðveldi unnið sér meiri og meiri virðingu annarra þjóða; fleiri og fleiri stjórn- málamenn veraldar gera sér Fimm ára afmælis Alþýðnlýðveidisins Kína minnzt opin- beriega í íyrsfa sinni hér á iandi. ljóst að jrarna austur frá er risið upp voidugt ríki sem hlýtur að hafa úrslitaáhrif á g'ang fjölmargra alþjóðamála. Þess er skemmst að minnast hver varð hlutur Kínverja á ráðstef'nunni í Genéve í sum- ar, og enginn þarf að efa að sú ráðstefna var aðeins upphafið á þátttöku þeirra í heimspóli- tíkinni, og' mun fleira á eftir fara. Ríkisstjórn okkar Islendinga hefur ekki enn dregið eðlilegar ályktanir af þessari þróun með því að viðurkenna kínverska aiþýðulýðveldið. Er það því undarlegra sem flestöll Ev- rópuríki hafa gert það fyrir löngu, m. a. öll frændríki okk- ar á Norðurlöndum. Á nýaf- stöðnum fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda samþykkti islenzka rikisstjórnin ályktun þess efnis að æskilegt væri að alþýðulýðveldið skipaði þann sess sem því ber á þingi Sam- einuðu bjóðanna. En rökrétt af- leiðing slíkrar samþykktar er vitanlega sú ein að ísl. ríkis- stjórnin veiti kínverska al- þýðulýðveldinu fulla viður- kenningu, og það hið fyrsta. En nú bregður svo kynlega við að fulltrúar Islands á þingi Sameinuðu þjóðanna skerast úr leik þegar atkvæði eru greidd um að ræða upptöku alþýðulýðveldisins. Er því helzt að sjá að hin hægri hönd ísl. ríkisstjórnarinnar viti ekki hva'ð sú vinstri hefst að. Kínverska alþýðulýðveldinu stendur það vitanlega á litlu hvort íslendingar viðurkenna það eða ekki. En okkur íslend- ingum stendur það vissulega ekka á litlu hvort forráðamenn okkar eru svo raunsæir að þeir skipi sér í fylkingu með þeim sem blása að kolum úlfúðar þjóða á milli og vaxandi stríðs- hættu, eða með hinum sem vinna að friði og samlyndi í heiminum. Það er ekki væn- legt til friðsamlegrar lausnar deilumála að neita að viður- kenna staðreyndir. Og það er staðreynd að kínverska alþýðu- lýðveldið er búið að vera til í fimm ár og hefur orðið öflugra og öruggara inn á við sem út á við með hverjum degi öll þessi fimm ór. Og bví fyrr sem stjórnmálamenn annarra landa gera sér þessa staðreynd Ijósa, því meiri líkur eru til að skyn- samleg lausn deilumála finnist og friður megi haldast í ver- öldinni. Framhald af 12. síðu. hólmi á sl. sumri, tækifærið til að kynna sér allt fyrirkomulag i sambandi við samningu og framkvæmd verðskrár í mál- araiðninni. Áttu fulltniarnir ekki aðeins fundi með forystu- mönnum málarameistara í Sví- þjóð, heidur fóru þeir einnig-til Danmerkur og Noregs sömu er- inda, en í öllum þessum' lönd- um hefur verið unnið nær ein- göngu eftir verðskrá um ára- tuga skeið. Mælingafulltrúi málara verð- ur Ólafur Pálsson. Jakob Benediktsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.