Þjóðviljinn - 28.09.1954, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. september 1954
Stigamaðurinn
Efttr
Giuseppe Berto
10. dagur
þótt hann hefði sjálfur sem ungur maður ferðazt um
heiminn og skapað sér framtíð sjálfur. Ef til vill hefur
hann verið öðru vísi, þegar hann var ungur maður, en
það gat ég ekki vitað. Ég lauk við kvöldverðinn minn
í flýti. „Góða nótt,“ tautaði ég í barm mér og leit ekki
á nokkurn mann.
Mig langaði til að vera einn. Ég hafði dálítið herbergi
íyrir mig, fyrir ofan gripahúsiö. Þar var oft sterkur
þefur af geitum og stundum á næturnar vakti Martino,
asninn okkar, mig þegar hann stappaði hófunum niður
í gólfið. En ég kunni vel viö herbergið og hafði ekki viljað
skipta við neinn ,ekki einu sinni Miliellu, sem hafði
næsta herbergi við mig, stærra og betra, en ekki yfir
gripahúsinu. Mér þótti vænt uni allar skepnurnar okk-
ar, Martino og Corvellu og Asprillu og allar hinar geit-
urnar og mér þótti gott að vita af þeim nálægt mér
jafnvel meöan ég svaf. Ég fór beint í rúmið. Ég var
þreyttur og þó langaði mig ekki til að fara sofa. Fyrst
þurfti ég að átta mig á hugsunum mínum. Ég hef alltaf
haft ánægju af því að loknum degi aö íhuga áhrif dags-
ins og draga mínar ályktanir af þeim. Og þetta hafði
ekki verið neinn venjulegur dagur. Þótt ég gæti ekki
séð fyrir allt það sem af honum átti eftir að leiða, var
það engu að síður mikilvægt að hafa hitt mann eins
og Michele Rende. Það var eins og ég vissi þá þegar að
það eru aðeins menn eins og hann sem geta komið miklu
til leiðar í heiminum. Mér fannst ég geta séð fyrir mér
í myrkrinu allt hið mikla sem hann átti eftir aö fram-
kvæma og einnig það sem ég átti sjálfur eftir aö fram-
kvæma þegar ég yrði orðinn eins og hann. Það var eng-
ínn efi á þvfí aö sem maður stóð hann nær hugsjónum
mínum en nokkur annar maður sem ég hafði hitt og
ég vildi verða líkur honum. En á meðan hafði einhver
komið inn í herbergið mitt, að rúminu án þess aö ég
tæki eftir því. Það var sennilega móðir mín. Oft var
hún vön að koma inn til mín á þennan hátt, hljóðlát og
hógvær, einkum þegar hún hafði grun um að mér liði
ekki vel. „Nino,“ var hvíslað, og það var Miliella.
„Hvað vilt þú?“ '
„Varstu meö honum, Nino?“
Ég svaraði ekki strax, af því að ég var svo margt að
hugsa. „Já,“ sagði ég.
„Og hvað gerði hann?“
Aftur þagði ég andartak. „Ekki neitt“, svaraði ég.
Hún spuröi ekki fleiri spurninga, en hún var kyrr
dálitla stund enn 1 myrkrinu hjá mér. Svo sagði hún
niðurbældri röddu: „Góöa nótt“, og þegar ég lagði við
hlustirnar heyrði ég að hún læddist burt á berum fót-
unum, og svo var dyrunum lokað og dyrnar að næsta
herbergi opnuðust. Ég var aftur orðinn einn. Ég barð-
ist við syfju og þreytu, svo aö ég sofnaði ekki áður en
klukkan yrði tíu. Mig langaði að heyra turnklukk-
una í Santo Steíano slá tíu. Klukkan tíu legði Michele
Rende af stað út í nóttina, klæddur stórri, svartri
skikkju. Ég þóttist viss um að hann ætti stóra svarta
skikkju.
Annar kafli.
EN NÆSTA MORUN var þessi hrifning auðvitað um
garð gengin. Það er enginn vafi á því að nokkurra
stunda svefn nægir til aö koma og örum geðhrifum 1
eðlilegt horf. Maður vaknar — heyrir móður sína kalla
í eldhúsinu — og allt 1 einu man maður eftir sííðustu
hugsunum sínum kvöldið áður, og það liggur við að
maður hlæi að þeim; samt hleypur maður að giugg-
anum í von um eitthvert tákn úti fyrir — þótt maður
viti ekki hvaða tákn. Og úti er ekkert að sjá. LoftiÖ er
ferskt og tært rétt fyrir sólarupprás, krónur olívu-
trjánna eru hreyfingarlausar og klæddar Ijóshulu. Fyrir
hanasn er fjallið mikla að stíga út úr næturmistrinu.
Svo iangt sem augað eygir er óviðjafnanlegúr friður.
Á svona morgni er erfitt aö trúa því aö nokkuð ævin-
íýralegt og dularfullt hafi gerzt, hvort heldur er í skóg-
unum við Acquamelo eða fyrir tilliti manns eins og 5
Michele Rende. Og eins og til aö kóróna þetta allt kem- j
ur Miliella út í húsagarðinn með fullan pott af rjúk- j
andi hænsnamat, sem hún hellir í trétrog; svo fer hún j
og opnar hænsnakofann og allar hænurnar þyrpast j
gaggandi aö troginu. Og svo byrjar svíniö sem er lok- j
að inni í stíunni viö hliðina á hænsnakofanum aö hrína :
■
eins og þaö getur, því aö það vill líka fá eitthvaö að j
borða. Hvernig getur ævintýrablær lifað innan um slíka [
hluti? Það var betra aö hugsa um Martino niðri í gripa- :
húsinu, sem beiö þess að einhver færði honum vatn j
og gæfi honum korn, burstaði hann síðan þangað til j
hann var oröinn sléttur og gljáandi. Og svo eru geit- :
urnar sem þarf að fara með á beitilandiö í brekkunni j
handan við veginn, og það þarf að gæta þess að þær j
éti ekki kornið eða grænmetið eða vínviðarteinungana. [
Innan skamms þegar Miliella tekur við, þarf ég að j
flýta mér til föður míns út í kartöflugarðinn og hjálpa j
honum aö lú moldina, sem var orðin eins og hörð [
skorpa eftir rigningarnar. Það er vissulega ekki mikill :
tími til ævintýra og sá piltur getur talizt heppinn sem [
getur endrum og eins skotizt að heiman síðdegis, þótt j
það kosti rösklegar áviítur.
Hvað sem því leið þá gerðist ekkert þetta kvöld í j
Acquamelo — eða ekkert nógu markvert til aö vekja.j
athygli þorpsbúa. Ég gekk úr skugga um þaö seinna [
um daginn þegar við fórum aö sækja drykkjarvatnið. j
Konurnar við vatnsbólið voru að vísu að tala um j
Michele Rende, en þær voru aöeins aö endurtaka með S
minnkandi ákafa setningar dagsins á undan. Undir [
kvöld hafði ég tækifæri til að komast upp til Grupa. j
Húsdyrnar voru lokaðar, gluggahlerarnir í hálfa gátt. j
Og þannig leit húsið út næstu daga í þau skipti sem [
mér tókst að gera mér ferð þangaö.
En þessa dagana var sitthva'ð fleira að gerast. Þorp- j
ið okkar var að búa sig undir páskahátíðina. í hverju [
húsi stóöu yfir þrotlausar annir ,svo að hver einasti [
hlutur yrði skínandi hreinn og nóg yrði að borða á j
páskadag, jafnvel á borðum þeirra sem áttu ekki næg- [
an mat nema einu sinni eða tvisvar á ári. Og á kvöldin [
fórum við strákarnir upp í kirkju í Santo Stefano til j
þess aö gera hávaða með fjölum (sem notaðar voru [
þessa viku í staðinn fyrir klukku) um leið og slökkt [
var á síðasta kertinu. Og á fimmtudaginn, um leið og j
búið var að opna gröfina, fórum viö öll saman ,faöir |
zsóa
OC CAMÞM
Frú ein hafði lengi álasað
vinnukonu sinni fyrir hinar
ýmsu vanrækslusyndir henn-
ar. Loks kom að því að vinnu-
konan hugðist fara úr vist-
inni og óskaði þá eftir, að
frúin gæfi sér samt meðmæli.
Húsmóðir hennar, sem var
mjög hjartagóð kona, var fús
til að verða stúlkunni hjálpleg
við að fá nýja vinnu. Hún
skrifaði því fyrir hana með-
mæli, þar sem taldir voru upp
allir hugsanlegir kostir, en
gallarnir látnir liggja í þagn-
argildi.
Síðan las hún meðmælin fyrir
vinnustúlkuna, sem lireifst
svo af að heyra um alla þessa
kosti sína, að hún vildi fá
bréfið lesið aftur. Þegar hún
hafði fengið þá ósk uppfyllta
sneri hún sér að húsmóður
sinni og sagði:
Ef til vill vilduð þér ráða mig
á ný, þar sem ég hef alla
þessa góðu kosti til að bera
Otsaia —Útsala
Ægisbúð kallac!
Verzlunin er að flytja. Allt
á að seljast. Gerið kaupin
strax
/Eglsbúð
Vesturgötu 27.
-<S
KóngavlnviSur -
sfoíuhióm
Kóngavínviðurinn — Rhoic-
issus rhomboidea — er með
allra vinsælustu stofublómum.
Hann á líka vinsældirnar skilið,
því að hann er sterkur og ger-
ir litlar kröfur. Hann er klif-
urplanta, blöðin þrískipt og
dökkgræn.
Auðvelt er að taka af honum
græðlinga á vorin —* jafnvel
allt sumarið. Þeir eru settir
niður í pott, fleiri en einn geta
komizt fyrir í sama potti. Þeg-
ar þeir eru búnir að festa ræt-
ur og farnir að vaxa lítið eitt
er þeim umplantað í sérstaka
potta í dálítið kjarnbetri mold.
Sjaldan fara þeir að vaxa að
ráði fyrr en ár er liðið. Bezt
er að skipta um potta á göml-
um plöntum í marz eða apríl,
annað hvert ár á stórum plönt-
um, annars á hverju vori. Um
leið og umpottað er er plantan
klippt til, ailt visið fjarlægt —
það er hægt að ráða löguninni
á kóngavínviðnum að vild.
Kóngavínviðurinn þolir ekki ^
að standa í sterkri sói; hann
deyr að vísu ekki en blöðin
fá á sig leiðinlegan gulléitan
blæ þegar sólin er sterkust. 1
sólríkum íbúðum er tilvalið
að nota hann sem veggplönt-
ur og hægt er að
þekja heila veggi.
láta hann
I íbúðum
norðan í móti getur hann lifað
góðu lífi, en þarf þá helzt að
standa í glugga. Þegar heitast
er á sumrin og á veturna þegar
kappkynt er í húsunum þarf að
gefa honum vatnsbað öðru
hverju, þá heluur hann ferska
græna litnum. Ef plantan er
bundin beint á vegg er erfitt að
taka hana niður og þá þarf
í staðinn að þvo blöðin.
Á haustin hefst hvíldartími
vínviðarins og hann stend-
ur óslitið fram á vor. Hinn
rétti hiti væri þá 10-15 stig,
en yfirleitt er heitara kringum
hann og þess vegna vex hann
iítið eitt, en verður mjóslegn-
ari og rýrari. Þessir angar eru
skornir burt á vorin þegar um-
pottað er. Draga verður úr
vökvuninni á þessu tímabili,
annars ér hætt við að moldin
súrni, ræturnar rotni og plant-
an sýkist.
Ef maður kaupir kóngavín-
viðinn í búð er bezt að kaupa
litla plöntu vegna þess að
stærri plöntur þola umskiptin
ver. Bezt er að aia svona plöntu
upp sjálfur, liirða hana vel og
hún getur orðið að stórri vegg-
plöntu, grænu laufskrúði sem
á, engan sinn líka.
liggur leiðio