Þjóðviljinn - 01.10.1954, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.10.1954, Qupperneq 7
Föstudagur 1. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þessi mynd er af rússneska túlknum okkar, sein við liöfðum í Moskvu meðan við liöfðum þar viðdvöl. Hún stendur fyrir fram- an svefnvagninn í Moskva—Pek- ing liraðlestinni, sem við fórum með austur. I. Góðir fundarmenn! Við áttum þess kost, 3 ung- ir íslendingar að leggja land undir fót og ferðast til Kína í sumar. Það vorum við Þór- ólfur Daníelsson form. INSl og Einar Gunnar Einarsson lögfræðingur. Leið okkar lá um óravegu hálfan hnöttinn' á enda. Við ferðuðumst með öllum tegundum nútímafarar- tækja, komum við í höfuð- borgum fimm landa, lögðum upp frá yngsta menningarríki 'Norðurálfu og heimsóttum elstu menningarþjóð veraldar- innar. I austur héldum við um 135 lengdargráður og þok- uðumst suður á við um 24 breiddargráður. Frá Reykjavík fórum við laugardaginn 24. júlí í sól- skini og 8 stiga hita, en þegar yið Þórólfur komum í lestinni inn á járnbrautarstöðina í Pe- king hinn 6. ágúst varð ský- ifall og liitinn reyndist vera xim 43 stig : eelsíus. Tilefni þessarar ferðar var fundur í ráði Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðrar æsku. sem halda átti í Peking dag- ana 9.-15. ágúst, en á þessum fundi átti að ákveða um mæsta heimsmót æskunnar og ræða sérstaklega lífskjör og Tandamál nýlenduæskunnar. Yfir 260 fulltrúar frá 70 lönd- um sóttu þennan fund, sem haldinn var í þinghúsinu í Peking, þar sem kínverska al- "þýðulýðveldið var stofnað 1. okt. 1949. n. Við Þórólfur fórum með Moskva-Peking hraðlestinni austur. Aldrei fyrr hafði ís- lendingur farið með þessari lest, og var sú ferð hin á- nægjulegasta, þótt hún tæki 9 sólarhringa. Við urðum þar samferða allflestum fulltrúun- um á ráðsfundinn, 110 manns frá 26 þjóðum, starfsfólki al- þjóðasambandsins í Búdapest. Fyrrihluti ræðu, sem flutt var 26. sept. 1954 á samkomu KÍM í Tjarnarbíó Á þessum 9 dögum kynnt- umst við persónulega æsku- lýðsleiðtogum í Austur- og Vestur-Evrópu og helztu for- ustumönnum alþjóðasam- bandsins. í lestinni var að- staða til að halda kvöldvökur með söng og gleðskap, enda ríkti mikill samhugur og vin- átta meðal samferðafólksins. Þarna var einn af nefndar- mönnum IIo Chi Minh á Genf- arráðstefnunni og sagði hann okkur sitt hvað frá þeirri merkilegu ráðstefnu. Hann sagði okkur það, sem við höfðum ekki frétt hér heima, að um 800 járnbrautarlestir fullar af fólki frá flestum borgum Frakklands hefðu komið til Genfar meðan á ráð- stefnunni stóð og gengu margar nefndir á degi hverj- um fyrir Mendés Franee með kröfu frönsku þjóðarinnar um vopnahlé. Þarna vor einnig í lestinni Gregorio Lopez Raimundo. Það var hann sem gerði verk- fallið í Barcelona gegn Fran- co um árið. Hann var fyrst dæmdur til dauða, en dauða- dóminum breytt í útlegðar- dóm vegna feykilegrar mót- mælaöldu innan Spánar og ut- an gegn fangelsun hans. — Francostjórnin fékk 248 þús- und mótmælabréf vegna hand- töku hans eða um 170 bréf á degi hverjum í fjögur ár. 1 lestinni fór fram alþjóð- leg skákkeppni. Stóð sú keppni yfir á 2500 km langri leið og tóku 20 þjóðir þátt í henni. Eftir harða viðureign við Indland og Luxemburg náðum við þriðja sætinu, urð- um næstir á eftir Rússum og ísraelsmönnum, og hefði það þótt góður árangur í Amster- dam. Þegar fullráðið var, að ég skyldi takast þessa ferð á hendur, varð ég gagntekinn af tilhlöklcun og eftirvænt- ingu, sem magnaðist með hverjum kílómetra sem aust- ar dró. Þegar við fórum yfir landamæri Sovétríkjanna og Kína, kvað Öll lestin við af kinverska þjóðsöngnum og maður fann það á sér, að nú væri ævintýrið að byrja. Þetta ævintýri stóð aðeins í 16 daga, en það verður mér ógleymanlegt. Þarna varð ég sjónarvottur að umfangs- mestu þjóðfélagsbyltingu ver- aldarsögunnar. INGÍ R. HELGASON: iii. Við reyndum að nota þenn- an stutta tíma sem við höfð- um eins vel og mögulegt var til að afla okkur upplýsinga um og þekkingar á þeirri um- sköpun á sviði stjórnmála og atvinnumála, sem nú á sér stað í Kína, og kynnast lifn- aðarháttum kínversku þjóðar- innar. Hinir frábæru gestgjaf- ar okkar hjálpuðu okkur mik- ið í þessu efni. Við höfðum alltaf bíl til umráða og túlk- ur var jafnan til taks, ef á þurfti að halda. Við fengum viðtal við aðal- ritara Sambands ungra komm- únista í Kína og spurðum hann spjörunum úr. Hafði Þessa mynd tók ég aj gagnfrœöaskólastelpimum 6 i Peking og lofaði a& senda liana austur. — I.R.H. hann greið svör og fullnægj- andi. Við gengum á fund for- stjóra þeirrar stofnunar í Kína, sem hefur með menn- ingarsamskipti við aðrar þjóð- ir að gera. Honum fluttum við kveðjur frá KlM og afhent- um honum frá KlM ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum um Kínaferð sína. Áttum við að skila góðu þakklæti fyrir og ■kærum kveðjum til KÍM. Við fengum viðtal við vara- forseta kínverska alþýðusam- bandsins og töluðum við hann í 5 klukkustundir og fræddi hann okkur mikið um þróun- ina og ástandið í hinu nýja Kína. Forseti Æskulýðssambands- ins sagði við okkur: „Við er- um búnir að vera við völd í fimm ár. Það er stuttur tími, en það er hentugur heim- sóknartími fyrir ykkur. Við skulum reyna að hjálpa ykk- ur til að sjá Kína eins og það var fyrir fimm árum, þegar við tókum við því. Þá verður ykkur ljóst hvaða verkefni bíður okkar og hvaða vandamál blasa við okkur, en það auðveldar ykkur að meta það, sem við höfum gert á verja, sem ég sá á götum Pe- king og í íbúðarhverfunum. Aldrei heyrði maður Kínverja rífast. Hvergi sá maður skít- ugan Kínverja . Iðulega sá maður konur úti á götu með börn á brjósti. Hvar sem við fórum litu menn á okkur með nokkurri forvitni en mjög vingjarnlega. Við gengum mikið um götur Pekingborgar, bæði um verzlunarhverfin og íbúðarhverfin, og oftast vor- um við án túlksins. Við fórum óboðnir inn í hvern húsagarð- inn af öðrum. Fólkið og börn- in hópuðust í kringum okkur. Þegar við höfðiun gert þeim skiljanlegt, að við værum frá Islandi fór jafnan ánægju- og aðdáunarkliður um hópinn. Yfirleitt talaði fólkið, sem við hittum, ekki annað en kín- versku. V. Einu sinni sem oftar vor- um við að ganga um íbúðar- hverfin og settumst á hækjur okkar undir einn húsvegginn í skuggann til að hvíla okk- ur. Þá sáum við konu reka höfuðið út um dyragætt og virða okkur fyrir sér. Síðan VI. Annan daginn, sem við vor- um í Peking, kom fyrir okk- ur lítið. atvik: Við erum á gangi nálægt einni a.f áðal- götum þorgarinnar. Erum við þá a.llt í einu umkringdir af 6 ungum stúlkum, sem endi- lega vilja heilsa okkur með handabandi og okkur skilst að þær séu að bjóða okkur velkomna til Kína. Okkur þótti þetta mjög gaman eins og gefur að skilja. Eg bað þær að raða sér upp til myndatöku og tók af þeim mynd. Síðan kvöddumst við. — Þegar ráðsfundurinn var búinn, fórum við einn dag- inn út að verzla. Samtals vor- um við með í vasanum 2.144. 550 kínverska dollara eða jen. Vorum við að leita áð minja- gripum, og var þá túlkurinn okkar með. Allt í einu lieyr- um við mikinn hávaða: fyrir aftan okkur og fyrr en varir erum við enn á ný umkríngd- ir af 6 ungum stúlkum, þeim sömu og áður. Verða þá fagn- aðarfundir. Nú gátum við með aðstoð túlksins talað við þær. Þær sögðust vera mjög glaðar yfir því að við skyldufn hafa komið til Kína, og þær báðu okkur um að skila kveðju frá sér til íslands. Þetta voru 6 bekkjarsvstur í einum gagn- fræðaskólanna í Peking. Ég fékk nöfnin þeirra og nafnið á skólanum til að senda þeim myndina, ef hún skyldi heppn- azt. Síðan kvöddumst við og þær fóru syngjandi og hlæj* andi frá okkur. Tveim dögum áður en við fórum frá Peking ákváðum við að fara um kvötdið allir þrír saman eitthvað langt út í borgina og láta skeika að sköpuðu með tímann. V’ð lét- um aka okkur í reiðhjólakerr- um í hálfan annan klukkutíma Framhald á 11. síðu. Ingi R. Helgason flytur erindi á samkomu Kínversk- íslenzka menningarfélagsins í Tjarnarbíó. þessum fimm árum og höfum í undirbúningi að gera“. Við höfðum þessi orð hans alltaf í huga, og þau voru ágætur leiðarvísir, því að þau byggðu á þeim grundvelli, að bera Kína í dag saman við Kína 1949. IV. Það leynir sér ekki, að Kínverjar eru gömul menn- ingarþjóð. Virðingin hver fyr- ir öðrum, hispursleysið, lát- leysið og einlægnin voru helztu einkenni þeirra Kín- fer hún inn. Eftir nokkra stund kemur hún aftur og skoðar okkur enn betur, eix fer þá aftur inn. Þetta endur- tekur sig nokkrum sinnum. Að lokum kemur hún nær okkur og spyr feimnislega á ensku: Hvaðan eruð þið ? Þetta var upphaf að löngu samtali og fróðlegu. Hún var 30 ára gömul, átti þrjú börn, hafði alltaf átt heima í Pe- king. Maðurinn hennar vann í i'itvarpsstöðinni. Hún kunní mjög vel við sig. Ástandið hafði batnað mikið síðan Mao tók við völdum.... Öll börnin í nágrenninu voru komin utan um okkur, þegar við kvödd- um þessa enskumælandi kin- versku húsfrú.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.