Þjóðviljinn - 01.10.1954, Page 10

Þjóðviljinn - 01.10.1954, Page 10
mm T5 30) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. október 1954 Stigámaðurinn------------------------------------ Eftlr Gíuseppe Beito _________________________________—y 13. dagur enn alvarlegra en það sem gerðist á kránni ,ekki vegna þess að lögreglustjórinn væri í raun og veru 1 meira áliti í þorpinu okkar en Natale Aprici, heldur vegna Þess að hægt var að slá því föstu ef þess gerðist þörf. Og allir voru sammála um að spá því aö það færi áreiðanlega illa fyrir manni eins og Miehele Rende. Og ;nenn sögðu að það væri ekki úr vegi að láta honum pkiljast að það væri betra fyrir hann ef hann færi og eyddi því sem eftir væri af fríi sínu í einhverju öðru þorpi. Bráðlega var skraf þetta og bollaleggingar rofið af miðdegisklukkunum. Hópurinn dreifðist í skyndi, því að heima beið ljúffengur mátur, leifar hátíðisdagsins. Sjálf- sagt hafa þeir gleymt Michele Rende í skyndi. Ég lagði líka af stað heimleiðis, en ég gleymdi honum ekki. Ég hafði veriö í félagsskap hans og ég gat ekki dæmt hann á sama hátt og aðrir. Án þess að vita til fullnustu hvað gerzt hafði — og hann hafði ekki minnzt á neitt við mig — gat ég séð að þorpsbúar kváðu ekki upp réttlátan dóm yfir hohum. Áður en maður dæmir annan mann verður maður að þekkja hann og enginn af þorpsbúum hafði gert tilraun til að kynnast honum; þeir höfðu falið sig í skjóli mannsins sem sterkari var, eða þess manns sem þeir héldu að væri sterkari — og þannig myndu þeir halda áfram að tala máli annars manns, þangað til þeir gerðu sér ljóst hvað þeir voru að gera og færu að iðrast þess, en þá yrði þaö um sein- an. Húsið okkar var í Santo Stefano sókn, en stóð nokk-^ urn spöl frá hinum húsunum, svo að það var eins og við byggjum í sveit. Faðir minn hafði byggt það sjálfur og hann hafði viljaö að það stæöi í miöju landi hans — sem er andstætt venjunni á okkar slóðum, þar sem bændurnir búa í þorpunum og þurfa oft að ganga í einn eða tvo tíma til að komast á jarðir sínar. Hann var þeirrar skoðunar að maður væri ekki góður bóndi nema hann væri í stööugu sambandi við jörðina. Og því hafði hann byggt húsið á miðju landinu og til þess aö komast að því varð maöur að ganga eftir aðalgötunni niður að stóru eikinni skammt frá vatnsbólinu, beygja síðan til hægri inn á stíginn undir olívutrjánum sem lá beint! að húsinu. Þar sem stigurinn byrjaöi stóð Miliella og beið eftir mér. Hún þóttist vera að leita að akörnum sem fallið hefðu úr eikinni, en strax og hún sá mig kom hún hlaupandi á móti mér. „Er satt að hann hafi verið tekinn fastur?“ spurði hún. „Hver?“ sagöi ég og leit beint framaní hana. Hún leit niður fyrir sig og stóð þarna vandræðaleg með hálfopinn munn. „Michele Rende“, hvíslaði hún svo lágt að varla heyrðist. „Nei, því skyldi hann hafa verið tekinn fastur?“ Ég hélt rösklega áfram, svo aö hún gæti ekki spurt mig fleiri spurninga. En meðan við vorum að borða fór faöir minn að tala um dugleysi mitt. Faðir minn hafði ekki mikla trú á því að ég kæmist áfram í lífinu. Meðal annars sagði hann að það væri óþarfi fyrir mig að láta sjá mig í fylgd með mönnum sem allir álitu ofsafengna og þrætugjarna. Ég hlustaði án þess að horfa á hann. Ég horfði á Mili- ellu í staðinn, og hún sat og horfði niður í diskinn sinn, hreyfingarlaus eins og hún 'þyröi ekki að hreyfa sig af ótta við að koma upp um leyndustu hugrenningar sínar, og það var eins og ávítanir föður míns beindust gegn henni en ekki mér. Mér fannst ég hafa hreina sam- vizku. Faðir minn hafði aldrei séö Michele Rende og -r.hafði aðeins hlustað á það sem annað fólk hafði um hann að segja. Skoðanir hans voru aðeins spegilmynd af skoöunum þorpsbúa. Jæja, mig skipti það engu. Ég stæði einn uppi. Og það var hægðarleikur að standa einn, ef maður átti vin eins og Michele Rende. En það var ekki auðvelt að vera vinur hans. Það var aldrei hægt að hitta hann af tilviljun á veginum til Grupa eða á torginu í Santo Stefano. Og ég bjóst ekki við því heldur að hitta hann á þeim stööum. En húsið hans var einlægt lokað og ég hafði ekki hugrekki til að fara að berja að dyrum. Ef ekkjan Accursi hefði kom- ið til dyra, hvað hefði ég þá átt að segja við hana? Þannig iiðu fjórir dagar án þess að ég fengi að sjá hann og ég var farinn að óttast að hann hefði fariö burt. Enginn hafði séð hann síðan á annan í páskum, ekki einu sinni fólkið í næsta húsi viö hann. Ef til vill var hann farinn. Ef til vill hafði honum veriö komið í skilning um það, að það væri betra fyrir hann að fara burt, og hann hefði fariö, ekki vegna þess aö þorpsbúar vildu það, heldur vegna þess að heimurinn var handan við þorpið okkar. Ef til vill hafði hann farið burt til þess að ferðast um heiminn eins og hann hafði langaö til. En mér þótti leitt að hann skyldi fara á þennan hátt, án þess að segja nokkurt orð við mig. En hann hafði ekki farið. Að kvöldi föstudagsins eftir páska hafði Natale Aprici verið skotinn í brjóstið í dyrunum á kránni ,þar sem árásin hafði verið gerö á Michele Rende. Hann hafði dáið næstum samstundis og ekkert getað sagt. Enginn mannanna sem meö honum var nema Giuseppe Gela hljóp til að aögæta hver hefði skotið. Hinum megin við veginn, á móti kránni var grænmetisakur sem hallaði niður að skuröi. Giuseppe Gela hafði séð morðingjann flýja í myrkrinu yfir græn- metisakurinn og hverfa niður í skurðinn. Nokkrum stundum síðar var Michele Rende tekinn höndum þegar hann var á leið heim til sín um klukkan fjögur um morguninn; hann gat ekki gefið lögreglunni neina skýr- ingu á því hvers vegna hann var úti um þetta leyti sólarhringsins og kvað hann hefði verið að gera um nóttina. Það var vinnudagur næsta dag, en þó fóru fáir til vinnu. Frá því snemma um morguninn hafði hópur af fólki staöið fyrir framan lögreglustöðina, þar sem Michele Rende var geymdur. Og annar, enn stærri hópur stóð í Santo Stefano, þar sem lík Natale Aprici lá undir laki í gæzlu lögregluþjóna og beið komu hærri yfirvalda. Þau komu skömmu eftir hádegi, gerðu athug- anir sínar og mælingar og samþykktu loks aö líkið yrði flutt-burt. Þá tóku nánustu vinir hins látna líkiö, báru það heim í hús hans, settu það í herbergi þar sem blóm og kerti biðu reiðubúin. Og hópurinn fylgdi á eftir, kon- urnar grátandi og kveinandi, karlarnir hugsandi um OC CAMÞM Maður nokkur, sem aðeins hafði verið í hjónabandi í sex mánuði kom á fund prests síns og óskaði eftir skilnaði við konu sína. Presturinn sagði: Það sem guð hefur saman bundið, má maðurinn ekki sundur skilja, eða elskar þú ekki konu þína? Hinn vonsvikni eiginmaður svaraði: Hvernig getið þér talað svo léttúðugt um jafn alvarlegt mál? Ástin er mjög undarleg, því að þegar ég kvæntist þessari stúlku vildi ég helst éta hana upp til agna, en siðustu tvo mánuð- ina hefur mig iðrað þess mest, að hafa ekki látið af því verða. ==sss== Tveir umrenningar ræddust við um hinn mikla hraða far- artækjanna. Annar sagði: — Ég var eitt sinn á ferð í bifreið, sem ekið var svo hratt, að símastaur- arnir virtust sem girðingar- staurar. — Þetta kalla ég' ekki mikið, svaraði hinn, þegar ég fór með hraðlestinni milli Chicago og New York fór hún svo hratt, að mílu steinarnir virt- ust svo nálægir hver öðrum, að við héldum okkur vera komna inn í kirkjugarð. Allf I vocSa enn einu sinni Á hverju hausti koma stór- furðulegar fregnir um nýja og undarlega tízku. Veslings kon- urnar lesa með kvíða um vænt- anlegar tízkuflíkur og margar verða dauðhræddar um að gömlu fötin þeirra verði öll úr- elt á svipstundu. En það er rétt að líta dálítið aftur í tím- ann áður en maður verður of skelkaður. Þið sjáið hvernig fór fyrir margumtöluðu stuttu pils- unum sem Dior auglýsti sem mest í fyrra. Klukkupilsin héldu innreið sína í tízkublöð- in en ekki lengra. Og poka- tízkan sem tízkufrömuðir Par- ísar hafa barizt fyrir í þrjú til fjögur ár hefur aldrei náð út- breiðslu nema í tízkublöðunum; almenningur hefur leitt hana hjá sér þegjandi og hljóðalaust. Nú auglýsir Dior nýja tízku sem á að gera okkur allar há- ar, grannar og flatbrjósta. Mest er talað um hið síðast nefnda, enda er það einmitt blaðamatur. Erlendis spyrja borgarablöðin: Eigum við að Fyrir sóltjöldin Ef maður vill þrífa sóltjöld- in sín vel á fyrirhafnarlítinn hátt er nauðsvnlegt að eiga til þess sérstakan bursta. Flestir þessir burstar eru tvöfaldir, svo að þeir hreinsa rimlana báðum megin í einu. Þeir sem eiga ryksugu ættu að sjúga lausa rykið af tjöldunum áður en þeir hreinsa þau með rök- um bursta. Ef ryksuga er ekki til er bezt að þurrka af riml- unum með afþurrkunarklút, áð- ur en burstanum er brugðið á þá. Þessir burstar eru víst nokkuð dýrir, en þeir eru næst- um ómissandi til að þrífa sól- tjöldin með. verða flatbrjósta eða heldur Marilyn Monroe vaxtarlagið velli? Já, það má með sanni segja að þetta er mikið vanda- mál!! En við tökum þetta ekki svo hátíðlega. Sannleikurinn er sá, að þessar tízkuæsifréttir frá París hafa ekki eins mikil á- hrif og súmir vilja vera láta. Tízkan hefur ekki lengur vald til að breyta klæðaburði okkar frá ári til árs. Flatbrjóstalín- an sem nú er svo mjög umtöl- uð er ekki annað en áfram- hald af tilraununum til að end- urvekja pokatízkuna frá 1920- 30. I nokkur ár hefur þessi tízka verið sýnd og nú er spor- ið stigið til fulls og lcven- líkaminn hjúpaður einhverjum formlausum dulum. Við höfum enga trú á að þessi nýja tízka nái mikilli útbreiðslu, en ef- laust er hægt að laga hana til og gera hana aðgengilega al- menningi og þá er allt öðru máli að gegna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.