Þjóðviljinn - 14.10.1954, Page 2
2) _ ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 14. október 1954
,,Vegna þeirrar út-
lendu höndlunar“.
Til þess er alltíð talið, að sjóar-
bóndinn sé um koll á fyrsta ári,
þá fiskafli bregzt. En helzt eru
það þurrabúðamenn og annar
óþarfaríll, sem meiri er við sjó-
arsíðuna en til sveitanna. En sá
góði sjóarbóndi, sem hér er ráð
fyrir gert, þolir víst eitt eður
fleiri bág aflaár. Jafnan aflast
þó nokkuð.
Sveitabændur hrikta lengur í
liarðindaárum. En þó hefur
reynsla sýnt það svisvar í minni
tíð, nl. í harðindunum 1753—55
og 1783—85, að flest deyr af
sveitafólki, bæði heima og svo
það, sem ráfar að sjónum. En af
því, sem eiginlega hefur átt
heima við sjóinn, hefur mjög fátt
í vesöld dáið.
En sá er stóri munurinn, að
sjóarbóndinn er strax aftur kom-
inn í gott lag á fyrsta og öðru
góðu aflaári, þar sveitabóndinn
þarf 6—10 ár góð til þess að
komast aftur í gott lag eftir
stórfellisár.
Sá er enn nú stór munur þeirra,
að sveitabóndinn eftir almenn
harðindi eður felli fær eigi lif-
andi pening keyptan og það, sem
fæst keypt, kostar þá miklu
meira. Hann fær eigi heldur
nteiri fisk við sjóinn keyptan,
þó þar sé góður fiskafli, vegna
þeirrar útlenzku höndlunar, sem
dregur fiskinn til sín. Þar á móti
sjóarbóndinn, þó missi báta eður
veiðarfæri, fær aftur til þess
keypt í kaupstaðnum og alltíð
fyrir sama verð, og miklu auð-
veldar fær hann matvöru úr
sveitinni, þá þar er velgengni,
en sveitabóndinn frá sjónunt.
(Magnús Ketilsson: Lærdóms-
listafélagsrit VII.).
L I dag er fimmtudagurinn
14. október. — 287. dagur
ársins. Kalixtusmessa. — Tungl
í hásuðri kl. 2:54. — Árdegis-
háflæði kl. 7:18. — Síðdegis-
háflæði kl. 19:40.
Lúðrasveit verkalýðs-
ins. Æfing i kvöld kl.
8:30 á Vegamótast. 4
Kvöld- og næturvörður
er í læknavarðstofunni, Austur-
bæjarskólanum. — Sími 5030.
Frá klukkan 18-8 í fyrramálið.
Bókmenntagetraun
í gær birtum við brot úr 18.
Passíusálmi Hallgríms Péturs-
sonar. Hver kannast við þetta?
Máría ert þú móðir skærust.
Máría, lifir þú sæmd í hárri.
Máría, ert þú af miskunn
kærust.
Máría, léttu syndafári.
Máría, lít þau mein, er váru.
Máría, lít þú klökk á tárin.
Mária, græð þú meinin stóru.
Máría, ber þú smyrsl í sárin.
Millilandaflug
Gullfaxi fer til
Khafnar kl. 9:30
á laugardags-
morguninn.
Innanlandsflug I dag er ráð-
gert að fljúga til Akureyrar,
Egilsstaða, Fáskrúðsfjarðar,
Kópaskers, Neskaupstaðar og
Vestmannaeyja. Á morgun eru
áætlaðar flugferðir til Akur-
eyrar, Fagurhólsmýrar, Hólma-
víkur, Hornafjarðar, Isafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs og Vest-
mannaeyja.
Sólheimadrengurinn.
Áheit kr. 20.00 — L.J.
Vikan 12.-18. sept.
Kverkabólga 35 (20) Kvefsótt
172 (108) Iðrakvef 21 (16)
Mislingar 120 (27) Kveflungna-
bólga 10 (5) Rauðir hundar
11 (6) Munnangur 3' (0) Kik-
hósti 9 (1)
Borizt hefur 3.
hefti 24. árg. af
Náttúrufræð-
ingnum, tímariti
Hins íslenzka
náttúrufræðifélags. Efni þess
er m.a: Móbergsmyndun í Land
broti eftir Jón Jónsson, Stein-
dór Steindórsson skrifar um
Flóru Grímseyjar, Finnur Guð-
mundsson hefur þátt um ís-
lenzka fugla og fjallar að
þessu sinni um Skúminn. Ým-
islegt fleira er í heftinu svo
sem tafla um lofthita og úr-
komu á íslandi. — Ritstjóri er
Hermann Einarsson, fiskifræð-
ingur.
CTD
— Hver þeirra var það sem
réðst á þig? — Þessi þarna!
Söfnin eru opini
Landsbókasafnið
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla
virka daga, nema laugar-
daga kl. 10-12 og 13-19.
Náttúrugripasafnið
kl. 13:30-15 á sunnudögum,
kl. 14-15 á þriðjudögum og
fimmtudögum.
Þjóðminjasafnið
kl. 13-16 á sunnudögum, kl.
13-15 á þriðjud., fimmtu-
dögum og laugardögum.
Bæjarbókasafnið.
Útlán virka daga kl. 2—10
síðdegis. Laugardaga kl. 2—
7. Sunnudaga kl. 5—7. Les-
stofan er opin virka daga
kl. 10—12 árdegis og 1—10
síðdegis. Laugardaga kl. 10-
12 og 1-7. Sunnudaga kl.
2-7.
Listasafn Einars Jónssonar
á sunnudögum kl. 13:30—
15:30.
Listasafn ríkisins
ld. 13—16 á sunnudögum, kl.
13-15 þriðjud., fimmtudög-
um og laugardögum.
Þjóðsk jalasaf nið
á virkum dögum kl. 10-12
, og 14-19.
Kl. 8:00 Morg-
i unútvarp. 10:10
' / Veðurfr. 12:10
Hádegisútvarp.
16:30 Veðurfr.
19:30 Þingfréttir. 19:25 Veður-
fregnir. 19:30 Lesin dagskrá
næstu viku. 19:40 Auglýsingar.
20:00 Fréttir. 20:30 Erindi:
Spíritismi aldanna (GrétarFells
rithöfundur). 20:55 Islenzk tón-
list: Lög eftir Skúla Halldórs-
son (pl.) 21:15 Upplestur:
Bjarni M. Gíslason les frum-
ort kvæði. 21:30 Tónleikar
(pl.): Píanósónata í A-dúr eftir
Mozart ýEdwin Fischer leikur).
21:45 Náttúrlegir hlutir (Guð-
mundur Kjartansson jarðfræð-
ingur). 22:00 Fréttir og veður-
fregnir. 22:10 „Brúðkaupslag-
ið“. 22:25 Sinfónískir tónleik-
ar (pl.): Sinfónía nr. 3 í D-dúr
op. 29 (Pólska sinfónían) eftir
Tschaikowsky (Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna leikur; Albert
Coates stjórnar).
MinningargjafarsjóBur
Landspítala lslands.
3pjöld sjóðsins fást afgreidd á
eftirgreindum stöðum: Landsíma
Islands, á öllum stöðvum hans;
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga-
dóttur, Bókum og ritföngum
Laugavegi 39, og hjá forstöðukonu
Landspítalans. Skrifstofa hennar
er opin klukkan 9-10 árdegis og
4-5 síðdegis.
Krossgáta nr. 487
iengisskráning
Næturvarzla
í Lyf jabúðinni Iðunni. — Sími j daea kl. 3—5.
7911. /
Æ. F. R.
Skrifstofan er opin alla virka
daga frá kl. 6—7 nema laugar-
45.70 kr
16,32 —
16,90 —
236,30 —
228.50 —
815.50 —
7,09 —
46,63 —
32,67 —
374.50 —
430,35 —
. 226,67 —
390,65 —
26,12 —
Mlnnlngarspjöld Krabbameins-
félags Islands
fást í öllum lyfjabúðum í Reykja-
rík og Hafnarfirði, Blóðbankan-
um við Barónsstíg og Remedíu.
Ennfremur i öllum póstaígreiðsl-
um á landinu.
1 sterlingspund ..
1 Bandaríkjadollar
1 Kanadadollar ..
100 danskar krónur
100 norskar krónur
100 sænskar krónur
100 finnsk mörk
1000 íranskir frankar
100 belgískir frankar .
100 svissnesklr frankar
100 gyllini ...........
100 tékkneskar krónur
100 vestur-þýzk mörk ,
1000 lírur .............
Lárétt: 1 varpa 4 núna 5 ekki
mörg 7 súputeningar 9 á jurt
10 skst. 11 eftirlátnar eigur 13
ryk 15 sérhlj. 16 kindurnar
Lóðrétt: 1 grip 2 hnífur 3 for-
setning 4 gabba 6 beituna 7
ýta 8 amboð 12 á í Þýzkalandi
14 sæki sjó 15 tilvísunarfor-
nafn.
Trá hóíninni*
Ríkisskip
Hekla er á Austf jörðum á aust-
urleið. Esja fer frá Rvík á
morgun vestur um land í hring
ferð. Herðubreið var væntanleg
til Rvíkur í dag að austan.
Skjaldbreið fer frá Rvík á
morgun vestur um land til Ak-
ureyrar. Þyrill er í Rvík. Skaft-
fellingur fór frá Rvík í gærkv.
til Vestmannaeyja.
E I M S K I P :
Brúarfoss fór frá Hull 11. þm.
til Rvíkur. Dettifoss fór frá
Rvík 5. þm. til N.Y. Fjallfoss
er í Rvík. Goðafoss kom til
Keflavíkur í fyrradag frá Ham-
borg. Gullfoss fór frá Leith 11.
þm. væntanlegur til Rvíkur um
hádegi í dag. Lagarfoss kom
til Leníngrad 9. þm. fer þaðan
til Hamina og Helsingfors.
Reykjafoss kom til Hamborgar
í fyrradag frá Rotterdam. Sel-
foss fór frá Leith 10. þm. til
Rvíkur. Tröllafoss kom til R-
víkur 10. þm. frá N.Y. Tungu-
foss kom til Rvíkur 11. þm. frá
Gibraltar.
Sambandsskip
Hvassafell fer væntanlega frá
Stettin í dag til Austfjarða:
Arnarfell fór frá Vestmanna-
eyjum 12. þm til ítalíu. Jökul-
fell fór frá Keflavík í gær til
Leníngrad. Dísarfell er í Faxa-
flóa. Litlafell kemur til Faxa-
flóahafna í dag. Helgafell er í
Keflavík. Baldur fór væntan-
lega frá Álaborg í gær til Ak-
ureyrar. Magnhild er í Reykja-
vík. Sine Boye lestar í Póllandi.
Dagskrá Alþingis
Efri deild kl. 1.30 í dag:
1. Hegningarlög,
2. Prentfrelsi,
3. Útvarpsrekstur ríkisins,
4. Vistheimili fyrir stúlkur.'
Lausn á nr. 486
Lárétt: 1 Kolbrún 7 of 8 aura
9 NTB 11 tap 12 aa 14 lu 15
Árni 17 al 18 aða 20 haus
ana
Lóðrétt: 1 kona 2 oft 3 BA
4 Rut 5 Úral 6 napur 10 bar
13 anas 15 ála 16 iða 17 ah
19 an
Neðri deild kl. 1.30 í dag:
1. Veitingaskattur,
2. Sömu laun karla og kvenna,
3. I-Ivíldartími togaraháseta,
4. Orlof,
5. Orlof,
6. Tekjuskattur og eigna-
skattur,
7. Félagsheimili.
461. dagur
— Gefið mér eitthvað að drekka,
aði aðmírállinn. Hann knúsmölvaði skál-
ar og diska, svo að brothljóðin glumdu
í salnum, en enginn vogaði að yrða á
hann. Síðan þrammaði hann löngum
skrefum um gólfið, sem var þakið gler-
brotum. -
Hann fyrirskipaði að munkarnir skyldu
hengjast í hlöðunni án tafar og mál-
svari þeirra skyldi leiddur fram.
— Jæja, sagði hann við Ugluspegil,
segir þú nýjar fréttir af vinum þínum
munkunum?
— Þeir hafa verið hengdir, sagði Uglu-
spegill, og eftir að hafa drepið þá, skar
böðulsfólkið í maga og síðu á einum
þeirra til þess að geta selt lyfsala ein-
um fituna. Það er ekki lengur hægt að
treysta hermannsorðum.
Lummi óð um í glerbrotunum og þrum-
aði: — Þú svívirðir mig, ferfætta skepn-
an þín, en þú skalt líka hengjast, og
það ekki í hlöðu heldur á hinn auðvirði-
legasta hátt á torginu f.yrir allra aug-
um. — Bölvunin fylgi þér, sagði Uglu-
spegill.
Eítir skáldsögu Charles ðe Costers t Teikningar eltlr Hejge Kiihn-Nielsen
Fimmtudagur 14. oktober 19^4 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Ngar launþegar gera kröfur vakna
„Neytenöasamtök Reykjavíkur"
Launþegadeild Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
samþykkti 6. þ.m. að halda fast við kröfu sína um breytt-
an lokunartíma sölubúða á laugardögum yfir vetrarmán-
uðina.
Neytendasamtök Reykjavíkur hafa nú sent samnings-
aðilum, launþegum og kaupmönnum, eftirfarandi til-
lögur um afgreiðslutíma sölubúða:
„Matvöruverzlanir (kjöt- ogf
nýlenduvöruverzlanir.): Á vet.r-
um: Almennur lokunartími kl.
6 e.h., en kl. 2 e.h. á laugar-
dögum. Nokkrar verzlanir víðs-
vegar um bæinn hafi auk þess
opið á hverju kvöldi til kl. 8,
nema á laugardögum til kl. 4,
og skulu allar matvöruverzlanir
bæjarins skiptast á um það sam
kvæmt nánara samkomulagi sín
á milli. Láta mun nærri, að það
kæmi í hlut hverrar verzlunar
á mánaðarfresti að hafa opið
á þessum tíma.
Á sumrin: Sami háttur á af-
greiðslutímanum nema á laug-
ardögum, en þá loki verzlan-
irnar almennt kl. 12 á hádegi,
en nokkrar víðsvegar um bæ-
inn klukkan 2.
Aðrar verzlanir: A. m. k. eitt
kvöld í mánuði séu allar verzl-
anir nema matvöruverzlanir
opnar á kvöldin milli kl. 8 og
10, en loki annars kl. 6 nema
á laugardögum kl. 2 á vetrum
og 12 á sumrum. Vefnaðar-
vöru- og skóverzlanir skulu þó
skiptast á um að hafa opið
til kl. 2 á laugardögum á
sumrin.“
Fulitrúi Rakara-
sveinafélagsius
Rakarasveinafélag Reykja-
vikur kaus fulltrúa sinn á 24.
þing ASl á fundi í gær. Jónas
Halldórsson var kosinn aðal-
fulltrúi, en varafulltrúi Grím-
ur Kristgeirsson.
Vísir ininnir á skömm
stj órnarv aldanna
Nýr bátur
Framhald af 12. síðu.
Samkvæmt upplýsingum Jó-
Irai’mesar Zoega, forstjóra Lands-
smíðjunnar, verður smíði tveggja
nýrra vélbáta hafin strax og lok-
ið er við bát þann, sem stendur
nú á stokkunum á Kirkjusandi.
Verða þeir bátar af sömu gerð
'Og hinir fyrri.'
Vísir spyr í gær hvað Kjar-
valshúsi líði og minnir á að
um málið var mikið rætt fyrir
9 árum og þá veittar einu
sinni úr ríkissjóði 300 þús. kr.
styrkur til byggingarinnar. Síð-
an ekki söguna meir. Kjarvals-
húsið gleymdist og aðbúnaðurinn
að þessum mikla listamanni af
hálfu þjóðfélagsins hefur væg-
ast sagt verið til lítils sóma.
Vísir minnir á að 15. þ. m.
verði listamaðurinn 69 ára og
því ekki seinna vænna að eitt-
hvað sé aðhafst „ef hann á að
geta notið þess að einhverju
leyti í lifanda lífi.“
Það er góðra gjalda vert að
Vísir hefur orðið til að vekja
athygli á aðbúnaðinum að Jó-
hannesi Kjarval. En einu atriði
er gleymt sem sýnir ljóslega
viðhorf ráðamanna Reykjavíkur-
bæjar til þessa ágæta listamanns
og hefði Vísir gjarna mát láta
það fylgja. í vor var úthlutað
eftirsóttum lóðum í Laugarási
og meðal umsækjenda var sonur
Jóhannesar Kjarval, sem hafði
ekki aðeins hug á að reisa sjálf-
um sér íbúðarhús heldur jafn-
framt yfir listamanninn og skapa
honum þannig bætta aðstöðu og
athvarf í ellinni.
Lóðarumsókn þessi fann ekki
náð fyrir augliti ’ráðamanna
Reykjavíkurbæjar. Áhuginri'fyrir
því að styðja að því með úthlút-
un einnar byggingarlóðar að
viðurkenndasta listmálara þjóð-
arinnar yrði fengin bætt aðstaða
og notalegra athvarf á efri ár-
um, reyndist þannig að umsókn-
inni var hafnað en lóðunum und-
antekningarlítið úthlutað til vel-
efnaðra íhaldsgæðinga og hús-
eigenda, sem vildu „modernisera"
íbúðir sínar eða festa fé sitt í
lúxusbyggingum á þessum fagra
og eftirsótta stað.
Lóð í Laugarási reyndist ekki
fáanleg undir hús fyrir Jó-
hannes Kjarval. Aðrir voru verð-
ugri að dómi íhaldsins. Bæjar-
stjórnaríhaldið á því sinn hluta
af skömminni sem Vísir minnir
réttilega á í rammagrein .sinni
í gær.
Sólríkasti septembermónuður
síðan mœlingar hófust hér
— 0g ekki snjéað jaínsnemma í meir
en áratug I
Samkvœmt upplýsingum Veðurstofunnar var síðast
liðinn septembermánuður sólríkasti sept. síðan mæl-
ingar hófust hér 1923. Sólskinsstundir hér í Reykjavík
voru 185,6 en hafa áður verið flestar 155,5 í september-
mánuði.
Hinsvegar var september kaldur í sumar og hefur jörð
ekki orðið jafn snemma alhvít og nú í s.l. 14 ár.
Þjóðviljinn hefur fengið eft-
irfarandi frá Veðurstofunni:
Mánuðurinn var kaldur og
norð- eða norðaustlæg átt mjög
tíð. I Reykjavík var meðalhiti
mánaðarins 6.1° en það er 1.7°
kaldara en í meðalárferði. Á
Akureyri varð meðalhitinn 2.1°
lægri en í meðalári eða 4.1°.
Ekki voru þó nein veruleg frost
nema síðustu vikuna en þá
komst frostið jafnvel niður í
-i-140 á Grímsst. á Fjöllum:
Annars staðar fór frostið yfir-
leitt ekki niður úr -^5.°. Sam-
kvæmt venjulegum hitamæling-
um voru 9 frostdagar í Rvík,
en lágmarkshitamælir við jörð
sýndi frost 14 nætur. Kaldast
var í Rvík aðfaranótt þ. 28.,
þá komst lofth. niður í-1-2.1. °
og mælirinn við jörð sýndi þá
-1-8.3°. Tiltölul. þurrt var um
Myndlistaskðlinn byrjar vetrarstarf
Myndlistaskólinn í Reykjavík, Laugavegi 166, hóf vetr-
:arstarfsemi sína 1. þ.m.
Kennsla er hafin í þremur
kvölddeildum fullorðinna þ. e.
teiknideild, kennari Hjörleifur
Sigurðsson, höggmyndadeild,
kennari Ásmundur Sveinsson,
myndhöggvari og málaradeild,
kennari Hörður Ágústsson. —
Hver deild starfar tvö kvöld á
viku, tvær klst. hvort kvöld.
Framangreindar deildir eru því
nær fullsetnar.
Ákveðið er að Björn Th.
Björnsson, listfr. haldi í skól-
anum sérstakt fræðslunámskeið
Nehm vill fá hvild
Framhald af 1. síðu
kjöri í formannsstöðu í flokkn-
um á flokksþinginu í næsta
mánuði. Einnig kveðst Nehru
vera að hugsa um að sleppa
forsætisráðherraembættinu um
stund að minnsta kosti. Segist
hann vera hvíldar þurfi eftir að
hafa veitt Indlandi forystu ó-
slitið síðan 1947, þegar það
fékk sjálfstæði.
um myndlist og hefst það mið-
vikud. 20. þm. klukkan 8 e. h.
Er gert ráð fyrir að flutt verði
alls 8 erindi og sýndar myndir
til skýringar.
Innritun á námskeiðið stend-
ur yfir og geta umsækjendur
hringt í síma 80901, til þess að
tryggja sér aðgang. Gjald fyr-
ir námskeiðið er kr. 100.00.
Kennsla í barnadeildunum
hefst föstudaginn 15. þm. Kenn
ari er frk. Valgerður Árna-
dóttir. Búizt er við að hátt á
annað hundrað börn sæki nám-
skeið þetta, sem stendur til
áramóta, en eftir áramót hefst
nýtt námskeið. Skipað verður
í barnadeildimar miðvikud. 13.
þm. og eiga börnin að koma í
skólann milli kl. 5-8, og hafa
með sér stundatöflu frá barna-
skóla og skólagjaldið.
Eins og undanfarin ár munu
nemendur kvölddeilda fara hóp-
ferðir í listasafn ríkisins og á
listsýningar þær, sem kunna
að verða haldnar hér í bænum
á skólaárinu. Einnig heldur
skólinn ávallt nokkra fræðslu-
og skemmtifundi fyrir nemend-
ur sína á hverjum vetri.
Danskur geðveikra- og drykkjusjúk-
lingalæknir ræðir við íslenzka lækna
Danskur geðveikralæknir, Martinsen-Jensen, sem um
margra ára skeið hefur stundað lækningar drykkju-
sjúklinga, er staddur hér á vegum Heilsuverndarstöðvar-
innar.
I gærkvöldi flutti hann erindi
í Læknafélaginu, en annars mun
hann veita hér ráð og leiðbein-
ingar í sambandi við meðferð
drykkjusjúklinga. Mun hann
dveljast hér þessa viku. í Kaup-
mannahöfn tekur hann á móti
cfrykkjúsjúklingum á læk’ningá-1
stöð, en hefur auk þess mögu-
leika á að leggja þá inn á hvíld-
arheimili er hann starfrækir
sjálfur.
í viðtali við blaðamenn kvað
hann. ofdrykkjuvandamálið
stærra en menn gerðu sér ljóst,
en í Danmörku hefði undanfarið
farið fram „hugarfarsbreyting" í
þá átt að ofdrykkjumenn leituðu
nú frekar lækninga en þeir hefðu
áður gert.
Hann ræddi nokkuð hvernig
bezt væri að láta ölvímu renna
af mönnum með skjótustum
hætti, og í öðru lagi vandamálið
að gera ofdrykkjumenn að nýt-
um þegnum í þjóðfélaginu og
loks hvernig koma þyrfti í veg
fyrir ofdrykkju.
Ræddi hann um sykurtegund
er þýzkir læknar hafa notað til
að láta renna af mönnum ölvímu
með skjótum hætti, en sjálfur
hefur hann notað hálfpund af
hunangi með góðum árangri, að
hann sagði.
Hann kvaðst telja að orsak-
anna til ofdrykkju væri oft að
leita í umhverfi sjúklingsins,
heimilisástæðum hans og upp-
eldi. Ofdrykkja væri oft flótti
frá veruleikanum. f vímunni
fyndist mönnum þeir meiri menn
og valdameiri og drykkju því
til þess að verða ánægðari með
sjálfa sig. Kvað hann t. d. dæmi
frá Los Angeles, Reykjavík, Bost-
on og Kaupmannahöfn öll styðja
þá skoðun að orsaka til of-
drykkju væri að leita í heimilis-
lífi viðkomandi manna, þótt
efnahagur og ytri aðstæður væru
jafnvel ekki líkar.
Martinsen-Jensen notar anta-
bus við lækningar sínar, eins og
margir aðrir læknar. Spurning-
unni um lækningagildi þess svar-
aði hann þannig að það hefði
mesta þýðingu fyrstu sex mán-
uðina, en aðalatriðið við lækn-
ingu drykkjusjúklinga væri að
hjálpa þeim til að öðlast sjálf-
stæði og öryggiskennd að nýju
svo þeir væru hvorki háðir anta-
bus né áfengi.
Varðandi árangurinn af lækn-
ingum sínum kvaðst hann telja
að helmingur sjúklinganna lækn-
aðist að verulegu leyti. Fjórði
hlutinn ætti í miklum erfiðleik-
um, en fjórði hlutinn læknaðist
ekki.
Ekki hætta á al-
gcrum kolaskorti
Þjóðviljaiium var tjáð í gær,
að þrotnar væru kolabirgðir hjá
nokkrum kolaverzlunum í bæn-
um. Blaðið sneri sér því til
Kol og Salt og spurðist fyrir um
hvort hætta væri á kolaskorti í
bænum. Fengust þær upplýsing-
ar, að ekki mundi vera veruleg
hætta á algerum kolaskorti, því
að skip væri um það bil að
leggja af stað með kolafarm frá
Póllandi, en enn er nokkuð eftir
af kolum hjá Kol og Salt og fleiri
verzlunum.
suðvesturhluta landsins, en um
austurhluta landsins var úr-
koma mjög tíð. Ekki var um
verulegar stórrigningar að
ræða, Þó mældust 29.0 mm úr-
koma í Hornafirði aðfaranótt
þ. 7.
I Rvík var mánuðurinn með
eindæmum sólríkur. Sólskins-
stundir voru alls 185.6. Frá því
að sólskinsmælingar hófust
1923 hefur enginn septem-
bermánuður verið jafn sólrík-
ur. Næstur þessum mánuði
verður sept. 1924 en þá voru
155.5 sólskinsstundir. Snjór féll
óvenjulega snemma. Þ. 26. varð
jörð alhvít í Rvík. Frá 1940
hefur aðeins einu sinni snjóað
fyrr í Rvík en það var 1943,
hinsvegar hefur jörð aldrei orð-
ið alhvít jafn snemma og í ár
á árabilinu 1940-1953. Venju-
lega verður jörð í Rvík ekki al-
hvít fyrr en í nóvember.
Námskeið Hús-
mæðrafélagsins
Nú er hafið 20. starfsár Hús-
mæðrafélags Reykjavíkur. Hefur
félagið gengizt fyrir einu sauma-
námskeiði á þessu hausti og er
annað um það bil að hefjast.
Fyrsta matreiðslunámskeið fé-
lagsins á starfsárinu mun svo
hefjast næsta mánudag í húsa-
kynnum félagsins í Borgartúni
7. Nýr matreiðslukennari hefur
verið ráðinn og er það Guðrún.
Hilmarsdóttir.
Mjög mikil aðsókn er nú að
námskeiðum félagsins, enda hag-
kvæmt fyrir húsmæðúr' að færa
sér þessa starfsemi í nyt,
Saumanámskeiðin eru á kvöld-
in en matreiðslunámskeiðin frá
kl. 2—6 á daginn.
Verkföllin í Bret-
Framhald af 1. síðu.
því að verkamenn hafa orð
hans að engu.
I gær lét Deakin boða hafn-
arverkamenu á fund í Albert
Hall, einum stærsta samkomu-
sal í London. Aðeins á þriðja
þúsund þeirra mætti og útsend-
arar Deakins voru hrópaðir
niður þegar þeir livöttu verká-
menn til að hefja vinnu á ný
og láta stjórn flutningaverka-
inannasainbandsins annast
samninga.
Strætisvagnaverkfall.
I gær voru samgöngur um
London í öngþveiti vegna þess
að yfir 5000 starfsmenn stræt-
isvagna hafa lagt niður vinnu
til að mótmæla því að skylda
átti þá til að vinna eftirvinnu.
Fjöldi fólks komst ekki tij
vinnu sinnar á réttum tíma og
allt var á ringulreið í neðan-
jarðarbrautinni vegna troðn-
ings. J