Þjóðviljinn - 14.10.1954, Page 7
Fimmtudagur 14. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Áður en langt um líður verður
hægt að nota
kjnrnorka
í koln stnð
r----------
Rannsóknarstofnun Níels-
ar Bohr í Kaupmannahðfn
hefur verið stóraukin.
V__________j
Dönskum blaðamönnum var
nýlega sýnd stofnun Nielsar
Bohrs í Kaupmannahöfn í til-
efni af því, að rannsóknar- og
tilraunaskilyrði stofnunarinnar
hafa verið stórum aukin. Blaða-
maður frá Land og folk segir
frá á þessa leið:
„Eftir fáein ár munum við,
einnig hér heima í Danmörk,
geta notað kjarnorkuna til
friðsamlegra þarfa. Fyrst um
sinn verður sá aflgjafi alldýr,
>en með tilliti til sihækkandi
kolaverðs, er reiknað með að
sá tími sé ekki langt undan
þegar hagkvæmt verður að taka
kjarnorkuna í notkun“.
Þessar upplýsingar gaf mag-
ister K. J. Broström er hann
sýndi blaðamönnum 9. sept s. 1.
Stofnun Níelsar Bohrs, stofnun
Kaupmannahafnarháskóla fyrir
fræðilega eðlisfræði.
Mikil aukning
Þegar prófessor Bohr sneri
heim til Danmerkur í stríðslok,
varð honum Ijóst að allmjög
þyrfti að auka við stofnunina
svo hægt væri að vinna þar
-að jafnt fræðistarfi og tilraun-
um í samræmi við kröfur tím-
ans. Og þennan dag, 9. sept.,
var vígð stækkunin, sem orðið
hefur frá 1946 og kostað hefur
6.3 milljónir (danskra) króna.
Aukning og endurbygging af
húsnæði stofnunarinnar sem
fyrir var, var orðin nauðsyn
m. a. vegna kjarnakljúfsins,
undratækisins til rannsókna á
eiginleikum atómkjarnans, sem
búið var að fullkomna svo, að
geislunin torveldaði aðrar rann-
sóknir í nálægum rannsóknar-
stofum og fól í sér hættu fyrir
starfsfólkið. Og' nýrra tækja
þurfti að afla og koma fyrir
til þess að stofnunin gæti
fylgzt með hinni öru þróun
atómfræðanna.
4 milljónir volta
í stofnuninni var einnar
milljón volta háspennistöð, en
tveimur hefur verið bætt við,
annarri 2.5 milljón volt og
hinni 4 milljón volt. Nýju
stöðvarnar eru mun minni en
sú gamla. Þær eru byggðar
eftir nútímaaðferðum, undir
7—10 loftþyngda þrýstingi, svo
náðst hefur miklu hærri spenna
á minna plássi. Stöðvamar eru
innbyggðar í loftþétta geyma
og hver þeirra um tíu rnetra
há. Allir hlutar þeirra eru
byggðir upp inni í geymunum
og komið þangað gegnum opn-
Við háspennustöð stofmmarinnar hefur verið bœtt
tveimur stöðvum, innbyggðum í prýstiloftsgeyma, og
sjást þeir til hœgri á myndinni.
Við rannsókn á eiginleikum atómkjarnans er kjarnkljúfurinn undravert tœki: Aðal-
hluti hans er þessi risastóri rafsegull er vegur 40 tonn.
un sem er ekki nema 45 sm
í þvermál.
Þegar Broström magister
hafði sýnt þessa deild, sagði
hann:
— Þegar tekst eftir fá ár að
nota kjamorkuna sem aflgjafa,
er það að þakka starfi á stofn-
unum sem þessari og rannsókn-
um manna eins og Níelsar
Bohrs.
200 erlendir vís-
indamenn frá 27
löndum
Stofnunin fyrir fræðilega
eðlisfræði tók til starfa um
1920. Eftir nýju viðbygging-
arnar eru nú í stofnuninni 150
—200 vinnusalir, samtals 7200
fermetrar. Rúmmálið er 25 000
rúmmetrar, og gefur það betri
hugmynd um stærðina, því í
mörgum sölunum er mjög hátt
undir loft. Að staðaldri vinna
um 40 vísindamenn og verk-
fræðingar á stofnuninni, en á
þriðja hundrað erlendir vís-
indamenn frá 27 löndum hafa
unnið þar lengi, mánuðum og
árum saman.
Hurð sem vegur
5 tonn
Meðal'þeirra tækja sem flutt
hafa verið í ný, salarkynni er
kjarnakljúfurinn, er byggður
var 1938. En hann hefur verið
endurbættur svo mjög, að lítið
er orðið eftir af hinum fyrri.
Nýi kjarnakljúfurinn getur
framleitt geislun, sem orkar
eins og 100 kg. radíum og er
mörg þúsund sinnum sterkari
en maður þolir. Þegar geislun
fer fram, hafast vísindamenn-
irnir við í athuganaherbergi
bak við tveggja metra þykka
veggi og þeir hafa til athug-
ana pípu, tveggja metra langa,
fyllta af vatni og með plexis-
gleri í báðum endum. Hurðin
inn til kjarnakljúfsins vegur 5
tonn og lokast sjálfkrafa. Hún
stanzar við minnstu mótstöðu
og það var því alveg óþarft er
blaðamennirnir æptu viðvörun-
aróp til eins vísindamannsins,
sem virtist vera í þann veginn
Á aðvörunarspjaldinu
stendur: „Úr og Ijós-
myndavélar geta eyðilagzt
af segulsviðinu. Fást
geymd hér“. Spjaldið er
sett þar sem komið er að
segulsviði risarafsegulsins.
að klemma sig svo um munaði.
Öll þessi tæki, margra millj-
óna króna vjrði, eru varin
gegn eldhættu með öllu hugs-
anlegu móti. í sumum sölun-
um er brunaboðakerfið svo'
fullkomið, að ekki er hægt að
koma þar inn reykjandi pípu
án þess að reykurinn setji
brunaboðana í gang. En ekki
veitir af, hér gæti lítil óað-
gæzla haft ægilegustu afleið-
ingar.
Tvenns konar
verkefni
Stofnunin hefur tvenns kðnar
verkefni að gegna, rannsóknum
og menntun. í öllum löndum
eru vandkvæði á því að afla
nægilegra sérfræðinga á þessu
sviði, þá er ekki hægt’ að
þjálfa á skömmum tíma heldur
verður að gera áætlanir um
menntun þeirra og þjálfun
langt fram í tímann.
Síðar um dag'inn var svo op-
inber vígsla, þar sem prófessor
Níels Bohr skýrði 200 boðsgest-
um frá aukningunni.
Menningarsjóður hefur í undirbiín-
ingi útg0 íslenzkrar lándabréfabókar
Bókaút.gáfa Menningarsjóðs hóf fyrir nokkrum árum útgáfu
bókaflokksins „Lönd og lýðir“ og eru þegar nokkrar bækur í
flokknum komnar út. — Ein þeirra bóka sem eru í undirbún-
ingi er landabréfabók með íslenzkum skýringum, en slík bók
myndi bæta úr brýnni þörf, því nú eru aðeins erlendar lanaa-
bréfabækur fáanlegar hér.
Bókaflokkurinn Lönd og lýð- og krefst allmikils undirbún-
ir hefur orðið vinsæll og er nú ings.
ákveðið að tvær bækur komi Þegar er ráðið hverjir skrifa
eftirleiðis út á ári. Alls eru margar bækurnar í flokknum
fyrirhugaðar 24 bækur í þess- og eru það þessir: Um Eng-
um flokki og er landabréfabók- land skrifar Eiríkur Benedikz,
in ein þeirra. Myndi hún verða um írland Henuann Pálsson,
ein hin vinsælasta og gagnleg- um Frakkland, Holland og
asta, því slik bók er ófáanleg Belgíu Þórhallur Þorgilsson
nú. Ekkert er þó enn ráðið um magister, um Balkanlöndin Ein-
hvenær sú bók kemur út, að ar Magnússon menntaskóla-
því framkvæmdastjóri útgáf- kennari, um Kanada Hjörtur
unnar hefur tjáð blaðamönn- Halldórsson menntaskólakenn-
um, því slík útgáfa yrði dýr Framhald á 8. síðu.