Þjóðviljinn - 14.10.1954, Qupperneq 12
Ósvífin framkoma í garð Alþingis
SSTJÓRNflN MEINAR ÞINGKJÖR-
Ólafur Thors játaði það á þingfundi í gær, að ríkis-^
stjórnin hefði látið togaranefndina hætta störfum í sum-
ar vegna þess að stjórninni hefði þótt óþægilegt að hún
samþykkti ákveðnar tillögur, sem ekki var vitað hvernig
gengi að semja um milli stjórnarflokkanna.
Þessa furðulega ósvífnu yfir-
lýsingu gaf forsætisráðherrann
í neðri deild við 1. umr. stjórn-
arfrumvarps um togaramálin,
staðfestingu á bráðabirgðalög-
unum frá í sumar.
Virtist ráðherrann telja að
hér væri um sjálfsögð vinnu-
brögð að ræða: Ráðherrann
meinar nefnd, sem Alþingi hef-
Tillaga um
aívopnunar-
nefnd
Paul Martin, fulltrúi Kanada,
lagði til í stjórnmálanefnd
þings SÞ í gær, að nefnd full-
trúa frá stórveldunum fjórum
og Kanada hefji viðræður á
lokuðum fundum um síðustu
tillögur Vesturveldanna og Sov-
étrikjanna um afvopnun. Vest-
urveldafulltrúarnir hafa lýst
yfir fylgi við tillöguna og Vish-
inskí, fulltrúi Sovétríkjanna,
kvaðst vera henni hlyntur en
þurfa að athuga einstök atriði
hennar nánar.
ur kosið til að rannsaka þjóð-
félagsvandamál og gera um það
tillögur, að ljúka störfum,
þegar hann sér fram á að til-
lögur hennar geta gert honum
flokkslega erfitt fyrir í hrossa-
kaupunum við Framsóknarklík-
urnar sem ásamt honum ráða
ríkisstjórninni!
Hér er um embættisafglöp
ráðherra að ræða og jafnframt
enn ein sönnun á fyrirlitningu
þeirri og frekju sem þessi í-
haldsráðherra sýnir Alþingi ís-
lendinga.
ur
iár í Hlíð,
Sauðfjársjúkdómanefnd hef-
ur nú ákveðið að slátrað skuli
öllu fé á bænum Hlíð í Hjaltadal,
en þar hefur orðið vart þurra-
mæði. Slátrun fjárins mun fram-
kvæmd á laugardaginn og verða
innyfli þess rannsökuð. Að þeirri
rannsókn ipkhani verður tekin
ákvörðun* úm hvort gera skuli
frekari r'áðstafanir.
ÞlÓÐVlLJINN
Fimmtudagur 14. október 1954 — 19. árgangur — 233. tölublað
Aðaliundur Æskulýðsfylkingarinnar
Mikill áhugi fyrir fjölþœttu
og árangursríku vetrarstarfi
Aðalfundur Æskulyö’sfylkingarinnar var haldinn 12.
þessa mánaðar, var fundurinn fjölsóttur.
Formaður skýrði frá starfinu' Magnússon. Meðstjórnendur Sig-
Etynja á Siglufirði styðor iidir-
skriftasöínuiiÍM gep hemáminu
Fulltrúar félagsins á Alþýðusambands-
þing sjálfkjörnir
Verkakvennafélagið Brynja á Siglufirði hélt fund í fyrra-
kvöld og kaus 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa á 24. þing AI-
þýðusambands Islands. Tillaga stjórnar og trúnaðarmannaráðs
um fulltrúavalið varð sjálfkjörin.
Varafulltrúar: Guðrún Sigur-
hjartardóttir, Sigríður Guð-
mundsdóttir og Ásta Ólafsdóttir.
Fundurinn ræddi hættuna af
hernáminu og þá almennu und-
irskriftasöfnun sem hafin er um
allt land undir kröfuna
Aðalfulltrúar félagsins eru:
Sigríður Þorleifsdóttir, Kristín
Guðmundsdóttir og Anney Jóns-
dóttir.
á síðasta ári, sem var mjög
blómlegt. Deildin safnaði m. a.
225 þús. kr. í Sigfúsarsjóð, og má
það teljast mjög glæsilegur ár-
angur, miðað við fjárhagslega
getu meðlimanna.
Fimm skemmtiferðir voru
farnar um helgar í sumar og
þóttu takast ágætlega. Var m. a.
farið á Snæfellsnes og í Breiða-
fjarðareyjar, Hveravelli og Kerl-
ingarfjöll, Landmannalaugar og
í Fljótshlíð og inn í Þórsmörk.
Deildin starfar nú af krafti
að undirskriftasöfnun gegn „her-
verndar“-samningnum. Félagarn-
ir lögðu mikið af sínum frítíma
fram í sjálfboðaliðsvinnu við
málefni Fylkingarinnar.
Þrír af félagsmönnum deildar-
innar sóíti ráðsfund Alþjóðasam-
bands lýðræðissinnaðrar æsku í
Peking s.l. sumar, þeir Ingi R.
Helgason, Einar Gunnar Einars-
£óh og Þórólfur Daníelsson.
Kosin var á fundinum stjórn
fyrir næsta starfstímabil, sem
er hálft ár. Formaður Brynjólfur
Vilhjálmsson var endurkosinn,
varaformaður Jón Thor. Har-
aldsson, gjaldkeri Jóna Þor-
steinsdóttir, ritari Guðmundur
rún Óskarsdóttir, Klemenz Guð-
mundsson og Gísli B. Björnsson.
í varastjórn voru kosin Ólöf
Brynjólfur Vilhjálmsson
Hraunfjörð, Gísli Gunnarsson
og Jóhannes Jónsson
Mikill áhugi er nú ríkjandi
fyrir að gera vetrarstarfið sem
fjölbreyttast og árangursríkast.
Skrifstofan er opin daglega og
eru félagar hvattir til að hafa
sem bezt samband við hana.
um
uppsögn hernámssamningsins.
Var svohljóðandi ályktun sam-
þykkt einróma af öllum fundar-
korium nema einni sem ekki
greiddi atkvæði:
„Fundurinn lýsir stuðningi sín-
um við undirskriftasöfnun þá
sem hafin er og livetur með-
limi félagsins og alla góða ís-
lendinga til að rita nöfn sín
þar undir.“
Nokkrar af brúðum leikhússins.
Enskt brúðuleikhús lieldur syn-
ingar í Reykjavík og nágrenni
Frnmsýnmgln verður í Iðnó airnað kvöld
— 2 sýmngar í HalnarMrði á laugardag
í dag er væntanlegt hingaö til lands með m.s. Gull-
fossi brúðuleikhús, sem starfandi er í Edinborg og hefur
sýnt þar undanfarin ár, einkum í sambandi viö tónlistar-
hátíðina. Mun þaö halda nokkrar leiksýningar í Reykja-
vík og nágrenni og verður frumsýningin í Iðnó annað
kvöld klukkan 9.
Brúðuleikhúsið, sem hingað
kemur, er undir stjórn Miles
Lee brúðumeistara og Olívíu
Hopkins, en þriðji maðurinn í
förinni er ljósa- og tónmeistari,
M. Abercombie að naf-ni. Miles
Lee er orðinn mjög vel þekkt-
ur i þessari listgrein, enda hefur
hann stjórnað maríónettusýning-
um víða um heim, svo sem
í Grikklandi, Ítalíu og Austur-
ríki. Fyrir tveimur árum fór
hann með leikhús sitt til Sví-
þjóðar og sýndi þar viða við á-
gæta dóma.
Strengbrúður
Allar sýningar brúðuleikhúss-
ins hér á landi verða með streng-
brúðum (maríónettum) og á
Nýjum vélbáti hleypt af
stokkunum á Kirkjusandi
Súgíirðingur ÍS 500 er sjöundi báturinn,
sem smíðaður er í Landssmiðjunni
Á síðdegisflóðinu í gær var nýjum fiskibáti hleypt af
stokkunum í skipasmíðastöð Landssmiðjunnar á Kirkju-
sandi. Er það sjöundi vélbáturinn, sem smiðaður er í
Landssmiðjunni.
Um leíð og báturinn var sett-
ur fram í gær var kampavíns-
flaska brotin á stefni hans og
honum gefið nafnið Súgfirðingur,
ÍS 500. Eigendur bátsins eru
Óskar Kristjánsson og Hermann
Guðmundsson á Suðureyri við
Súgandafjörð, en þaðan verð-
ur hann gerður út. Skipstjóri er
Gísli Guðmundsson.
Súgfirðingur er af sömu stærð
og bátur sá, sem smíðaður var
á Kirkjusandi í fyrra, eða tæpar
40 brúttólestir. Hann er búinn
170 hestafla Caterpillar-vél, öll-
um venjulegum siglingatækjum,
dýptarmæli og fisksjá af norskri
gerð. Smíði bátsins hófst um
s.l. áramót, en samtímis var haf-
in smiði á öðrum bát samskonar
og verður hann væntanlega
settur á sjó í næsta mánuði.
Verkstjóri við bátasmíðina var
Páll Pálsson en yfirsmiður Har-
aldur Guðmundsson.
Framhald á 3. síðu.
efnisskrá úrval þess sem leikhús-
ið hefur sýnt í Edinborg að
undanförnu. Meðal þess er að
nefna strengbrúðuleikritið „Kitty
Anr»a og álfkonan“, sem er þjóð-
sagnaefnis og gerist í hálendi
Skotlands, Lærisvein galdra-
mannsins, sérstaklega útsett fyr-
ir maríónettur, með hljómlist
Pauls Dukas, og fjölleikasýn-
ingu í átta þáttum, sem er nán-
ast skopstæling á venjulegum
fjölleikasýningum. Þar koma m.
a. fram töframenn, trúðar, pían-
istar, söngmeyjar, jafnvægislista-
menn og beinagrind, og hafa
stjórnendurnir gert allar brúð-
urnar. — Auk þess eru ráðgerð-
ar sérstakar barnasýningar, eink-
um með ævintýrinu Hans og
Grétu í 3 þáttum, en ævintýrið
er endursamið með sérstöku til--
tilliti til Maríónettuleiks.
Sýningar í Reykjavík
og nágrenni.
Leikhúsið kemur hingað með
’allan sinn út.búnað og er hann
innbyggður í einn bíl með ferð-
ir út á land fyrir augum. Leik-
sýningarnar hér í Reykjavík
verða að mestu i Iðnó, frumsýn-
ingin annað kvöld kl. 9 eins
og áður var saet, en á laugardag
verður frumsýning í Hafnarfirði
i Bæjarbíói, kl. 3 fyrir börn en
kl. 6 fyrir fullorðna. Þá er einnig
gert ráð fyrir að sýnt verði á
Selfossi, Akranesi og e. t. v.
víðar.
Vaxandi áliugi fyrir
maríónettulistinni
Maríónettusýningar hafá" að-
eins eitt sinn verið áður hér á
landi, þ. e. árið 1939, er Hand-
íðaskólinn sýndi Doktor Faust
undir stjórn Kurt Zier. Maríó-
Framhald á 8. síðu
Undirskrífíi kröfuna um uppsögn heryemdarsamningsins