Þjóðviljinn - 19.10.1954, Page 6

Þjóðviljinn - 19.10.1954, Page 6
$}) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. október 1954 þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. 1 Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. l£>---------------------—-------------------------------e j Boðið tii samkeppni '■ Samfylkingaraldan í alþýðusamtökunum hefur risið einna ihæst á Norðurlandi, en þar hefur víðast hvar tekizt hin bezta samvinna milli Alþýðuflokksmanna og sósíalista um kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing, og fylgir þeirri samvinnu heitstrenging fulltrúanna um samstöðu á þinginu sjálfu til þess að tryggja samtökunum sterka og einhuga forustu, óháða atvinnurekendum. I síðasta tölublaði Alþýðu- mannsins á Akureyri birtir ritstjórinn, Bragi Sigurjónsson, alllanga grein um þessi mál undir fyrirsögninni „Hver á stefnan að vera í verkalýðsmálum ?“ og koma þar fram ýms athyglisverð sjónarmið. Bragi minnist á ýms atriði úr sögu síðustu ára og veitist þar allhart að Sósíalistaflokknum, og þarf ekki að taka það fram að um þau atriði telja sósíalistar sig geta svarað full- um hálsi. Það er hins vegar ekki brýnast verkefni nú að rif ja upp gamlar væringar, þótt Alþýðublað Haralds Guð- mundssonar hafi það eitt til verkalýðsmálanna að leggja, heldur að leggja áherzlu á samstöðu verklýðsflokkanna, því hún er leiðin til nýrrar sóknar alþýðusamtakanna. Og það gerir Bragi Sigurjónsson einnig eftir að hann hefur lokið við að sparka úr klaufum sér. Hann ræðir samvinnuna við Sjálfstæðisflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn barðist á Alþingi gegn hagsmunum verkalýðsins. I kjarabótadeilum barðist hann gegn verka- lýðnum. I verkalýðsfélögum og Alþýðusambandi sóttist hann hinsvegar eftir valdaaðstöðu. Hver gat verið ástæðan ? Auð- sjáanlega ekki viljinn til að vinna fyrir verkalýðinn.“ Um samvinnuna við sósíalista segir Bragi hins vegar: „f kjaramálum stóðu þeir með hagsmunamálum verkalýðs- ins .... Og á Alþingi veittu sósíalistar málstað verkalýðsins yfirleitt brautargengi. M. ö. o. í faglegum málum verkalýðs og annarra launþega og um hagsmunamál þessara aðila á Alþingi áttu Alþýðuflokksmenn og sósíalistar samstöðu, stóðu ekki öndverðir, eins og Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- ið. Og því þá ekki að reyna að neyta þessarar samstöðu, ef þess væri nokkur kostur?“ Síðan rekur Bragi að nokkru þann ágreining sem orðið hefur í Alþýðuflokknum um þessi mál og kveðst rita grein jisína á /eigin ábyrgð, en ályktunarorð hans eru þessi: „Verkalýður fslands þráir samstöðu, honum er Ijóst að idofningurinn er hans beiskasta böl nú. Ef samstaða tekst á næsta Alþýðusambandsþingi með Alþýðuflokksmönnum og sósíalistum og kommúnistamir innan sósíalistaflokksins brygðust því síðan, þá hafa þeir gengið undir próf hjá verkalýð landsins og fallið svo djúpt, að saga þeirra í verka- lýðsmálum mun með öllu úti. Ég sé ekki hundrað í hættunni, þótt þeim sé lofað að taka prófið, frá sjónarmiði þeirra sem þykjast sannfærðir um að þeir falli, enda þótt mér se engin duí á því að góðs málstaðar vegna, málstaðar verkalýðsins, óski ég þess af heilum hug, að sósíalistamir í Sósíalista- flokknum hafi vit fyrir koimnúnistunum þar og leiði starf flokksins í samstöðu við Alþýðuflokkinn til alhliða hagsbóta fyrir land og lýð. Þetta eitt er verkalýðsflokkum sæmandi.“ Þegar undan er skilin sú hlægilega firra að skipta með- limum Sósíalistaflokksins í „kommúnista" og „sósíalista" (en hún stafar af því að aðstandendur klofinna flokka geta ekki skilið hina heilsteyptu samstöðu íslenzkra sósíalista) er hugmynd Braga um prófraunina hin prýðilegasta. Ef samvinna tekst um hagsmunamál alþýðusamtakanna er sá einn í hættu sem svíkur. Og þeir einir eru hræddir við slíka samvinnu sem ætla að svíkja. En þeir sem leggja sig fram um að vinna af heilum hug og trúmennsku og ná sem beztum árangri munu hljóta traust og stuðning verka- manna. Það fer vel á því að sósíalistar og Alþýðuflokksmenn eggi hver annan til slíkrar samkeppni. Það stendur ekki á einum einasta sósíalista að taka þátt í henni, og sem betur fer f jölg- ar þeim Alþýðuflokksmönnum stöðugt sem sjá að þetta er fcina leiðin til að gera alþýðusamtökin sterk. Fastir þættir Útvarpsins voru góðir þessa viku. Axel Thorsteinsson hefur aldrei gert þættinum frá útlöndum góð skil að mínum dómi. — í þætt- inum um daginn og veginn tal- aði Helgi Hjörvar gróflega skemmtilega um þáttinn um daginn og veginn og nokkurs- konar skoðanakönnun, sem fram hefur farið í sambandi við hann. Það gladdi mig, að skoð- anakönnun sú, leiddi það í ljós, að það er almennur vilji hlust- enda fyrir því að leggja ekki niður þann þátt, og enn virð- ast hlustendur hafa tilfinningu fyrir því, hvernig þessi þáttur á að vera, þótt hann hafi oft- ast arkað utan þeirra brauta að undanförnu um alllangt skeið. — Ævar Kvaran villist aldrei á leið sinni úr ýmsum áttum, hann velur aldrei neitt, sem er veigalítið, og við hvert einasta atriði frásagna sinna, beitir hann leikhússsnilli í svið- setningu. — En beztur þótti mér þáttur Guðmundar Kjart- anssonar um náttúrlega hluti. Hann var næsta óvenjulegur, en það var eins og hann væri af sjálfum guði sendur beint niður í spíritisma aldanna, sem Grétar Ó. Fells hafði verið að rjála við rétt áður, og sem svar við hans hjátrúarþvogli. Erindi Grétars Ó. Fells um spíritisma aldanna var eigin- lega ekkert erindi og hreint ekki um spíritisma. Það var ekkert annað en samtíningur af fyrirburðasögnum, sem að vísu voru bundnar ýmsum öldum, en voru annars að því leyti frá- brugðnar öðrum fyrirburða- sögum, að þær voru einkum úr lífi og dauða erlendra lávarða, en draugagangur er einkar al- gengur í lávarðahöllum, kemur það sennilega til af því, að all- mikill hluti lávarða, svo sem annarra, er baða í rósum hérná megin grafar, eru ófúsir á að láta hin fyrri lífsskilyrði sín af höndum í staðinn fyrir þau, sem þeim eru búin hinum meg- in. — En í tilefni af því, hve Grétar kemur oft í Útvarpið með boðskap sinn, finnst manni ástæða til að spyrja hvernig á því standi, að karlinn á kass- anum heyrist aldrei í dagskrá Útvarpsins. Er það af því, að honum sé vísað frá, eða er hann svo kurteis að bjóða aldr- ei erindi til flutnings? Erindi Vilhjálms Gíslasonar útvarpsstjóra um sögu og menningu var mjög áheyrilegt, eins og von var og vísa. Hann minnti á það, að hann hefði flutt nokkur erindi um sama efni í fyrra. Það er hér með staðfest, að það er rétt með farið. Hins vegar man ég ekk- ert hvað hann sagði í fyrra um það efni, og ég gleymdi líka á augabragði, hvað það var, sem hann sagði á sunnudaginn var. Hafi hann gert sér ein- hverja ákveðna hugmynd um hugtökin saga og menning, samband þeirra og hliðstæðu hvort við annað, þá hefði hann þurft að segja um það miklu minna en hann gerði, ef ein- hverjum hefði átt að verða það skiljanlegt, hvað hann átti við. Hann vitnaði mjög í einhvern brezkan heimspeking, og það er alveg augljóst, ef maður gerir ráð fyrir, að Vilhjálmur hafi farið rétt með orð hans, að sá góði maður hefur ekki haft hug- mynd um, hvað hann var að segja.. Það er lika mjög al- gengt hjá greindum mönnum, sem hafa nú á tímum getað neitað sér um það að taka tillit til marxiskra skoðana um þró- un sögunnar og þátt þann, sem framleiðsluöfl og framleiðslu- hættir eiga í þeirri þróun. Erindi Ragnars Jóhannesson- ar um föðurskylduna var næsta skorinort og margt var þar góðra og þarflegra athugana. Þetta þykir mér bezt hans er- inda er ég hef hlýtt. — Krist- ján nokkur Búason, guðfræði- nemi, sagði á þriðjudaginn frá alkirkjuþingi í Evanston. Kom fram í frásögn hans, að þing þetta hefur verið meir litað af afstöðu til þjóðfélagslegra á- taka í heiminum en önnur þau kirkjuþing, er maður hefur haft spurnir af nú um sinn, og kom afstaða þingsins einkum fram í sjónleik einum, er uppfærður var til andlegrar uppbygging- ar þingfulltrúum, en þar voru mættir af hálfu íslenzku kirkj- unnar ræðumaður og séra Pét- ur í Vallanesi. Þar voru leikn- ir fulltrúar einstakra þjóða, og tjáðu þeir raunir sínar og báðu liðsinnis. Frá Austur-Þýzka- landi kom fram kona, sem átti mann í fangabúðum. En í Grikklandi eru það jarðskjálft- ar einir, sem valda mönnum erfiðleikum. Af frásögn Krist- jáns að dæma, hefur þing þetta verið fádæma leiðinlegt. — Örnólfur Örnólfsson ráðunaut- ur ræddi urn umgengni á sveita- býlum í búnaðarþættinum og var það gott eríndi með þarfar ábendingar, sem þannig voru fram settar, að líklegt er, að eftir þeim verði tekið. María Markan Östlund er orðin sjaldheyrður gestur hér í heimalandi sínu. Það munu nú vera hér um bil fimm ár síðan hún lét hér til sín heyra seinast. En nú er þessi góðkunna söngkona aftur hingað komin í fárra vikna heimsókn og efndi til söng- skemmtunar í Gamla bíói síð- astliðið föstudagskvöld. Söngskemmtunin hófst á hinu stórkostlega lagi Beet- hovens, „Adelaide", sem ekki er á annarra færi en mikilla söngvara að gera full skil. Og María flutti það vissulega eins og mikil söngkona. Þó er ekki þess að dyljast, að eitthvað skorti á af þeim glæsileik söngkonunnar, sem vér minnumst svo vel frá fyrri dögum. Hins sama gætti líka í Schumanns-lögunum „Die Lotosblume" og „Der arme Peter“. En það var eins og hér væri að ræða um byrj- unarörðugleika, sem henni tókst að sigrast á, er fram í sótti, eins og fram kom í íslenzku lögunum, sem næst Það var óskemmtilegur blær yfir laugardagskvöldinu. Skáld- saga Allans Poe, sem Indriði Waage flutti, var fádæma ljót og hreint og beint andstyggileg í flutningi leikarans. — Leik- . ritið eftir Helge Krogh var ekki vel gert, gamansemi og hryll- ingur eiga yfirleitt illa saman, það þarf að minnsta kosti að blanda það í öðrum hlutföllum en gert var í þessu riti, ef vel á að vera. En frammistaða leik- enda var með ágætum. — Upp- lestur Steingríms Sigurðssonar á sunnudaginn, þar sem hann las kafla úr óprentaðri, frum- saminni skáldsögu, var mjög athyglisverður, og fleiri en ég munu með nokkurri eftirvænt- ing bíða þess, hvort sá höfund- ur muni ekki eiga eftir að láta frá sér ritverk, sem nokkurs muni vert. — Kvæði Bjarna M. Gíslasonar voru vel gerð og hugþekk, svo sem annað það, sem gert er af ást til íslands. — Á vegum barnatímans er sér- stök ástæða til að þakka frá- sögnina af hryssunni Tulle. Með þessari viku hófst ný út- varpssaga síðkvölda, Brúð- kaupslagið eftir Björnstjerne Björnsson. Sögur Björnssons eru vel til framhaldslesturs fallnar, og saga þessi er flutt á mjög viðkunnanlegan hátt af Sigurði Þorsteinssyni. I vikunni hófst lestur Gulls. Ekki virðist Einar Kvaran liggja eins vel fyrir Helga Hjörvar til upplest- urs og Jón Trausti. í vikunni kom fram nýr- starfsmaður við Útvarpið. Hans var getið í Bæjarpósti Þjóðvilj- ans á laugardaginn og er því minni ástæða til að fjölyrða um hann í þessum þætti. Lestur hans er slæmur og ætti það eitt að vera nægileg ástæða fyrir því, að hann ílengdist ekki við þetta starf. Þó er hitt enn veiga- meira, að hlustendur mega ekki hafa handúð á þeim mönnum, sem daglega koma fram við starfrækslu stofnunarinnar. voru á efnisskránni: „Nafn- inu“ eftir Árna Thorsteinsson, „Söng bláu munnanna" eftir Pál ísólfsson, „Smalavísu" eftir Þórarin Jónsson, „Vor hinzti dagur er hniginn“ eft- ir Þórarin Guðmundsson og „Til skýsins“ eftir Emil Thor- oddsen. Sérstaklega þótti und- irrituðujn Páls ísólfssonar lagið forkunnar vel sungið, og svipuðu máli er að gegna um lögin „Den farende Svend“ eftir Karl O. Runólfsson og „Heimi“ eftir Sigvalda Kalda- lóns, sem þarna voru auka- lög. Þessu næst komu lög eftir enskumælandi tónskáld: „Tell me, oh blue, blue sky“ eftir Vittorio Giannini (f. i Fíladel- fíu í Bandaríkjunum 1903), „The star“ eftir J. H. Rog- ers (f. í Fairhaven í Banda- ríkjunum 1857) og „The winds are calling" eftir L. Ronald (f. í London 1873), öll stórglæsilega flutt, eink- anlega þó miðlagið og auka- lagið „One little cloud“, sem Framhald á 11. síðu. Söngskemmtun Maríu Markan östlund

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.