Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. október 1954
„Skyldu þau, ergiftast
vildu í hvert sinn. . .“
Þótt oss komi því eigi til hug-
ar að heimta bólfestu eður fast
jarðnæði handa öllum, er gift-
ast megi viijum vér samt, að
litið sé á fleira en tilskipunin
frá 30. apríl 1824 um skyldu
presta víkjandi hjónaböndun-
tlm tiltekur. Vér viljum, að
einnig sé haft tillit til, livernig
hjónaefnin séu að sér gjör að
öðru leyti: að kristilegri sið-
semi, að trárækni, trúmennsku,
iðjusemi, hófsemi, ráðdeild,
kunnáttu og dugnaði til stöðu
sinnar, samt hlýðni og liollustu,
er þau ógift voru, annaðhvort
heima hjá foreldrunum eða sem
hjú hjá öðrum, og að þau sem
ávöxt af þessu eigi nokkrar
eigur við að styðjast og því
betra, ef líka væri viðunanlegt
fast hæli . . . . En til þess að
einnig þessir áminnstu hæfileik-
af yrðu fyrir augum hafðir, er
hjónabönd stofnuð væru, álit-
um vér, að nægilega hvetja
mætti, ef lijónabandslög vor
yrðu þannig lagfærð.
1) að í staðinn fyrir þá (þýð-
ingarlitlu) svaramenn, sem að
undanförnu hafa átt sér stað,
yrði kosin af lireppsbændum 5
manna nefnd í hrepp hverjum,
að meðtölduin sóknarprestinum,
er skyldu sín á milli meta þá
hæfileika að siðferði, ráðdeild,
dugnaði og efnaliag, er út-
heimtast ættu til hjónabands
fram yfir það, er í hér enn
gildandi lijúskaparlögum á-
kveðið er,
2) Skyldu þau, er giftast vildu
í hvert sinn, snúa sér til for-
manns slíkrar nefndar og hún
ábyrgjast álit sitt og atkvæði
fyrir nefnd þeirrar sveitar, þar
sem maðurinn ætti framfærslu-
rétt ....
< (Or bænaskrá 33 ipanna
í Múlasýslu til alþingis
1869.)
rr
w
LYF JABÚÐIR
tPÓTEK AUST- •tCvöiavá.rzlá til
URBÆJAR kl. 8 alla daga
• nema laugar-
HÖLTSAPÓTEK daga til kl. 6.
Næturvarzla
er í Laugavegsapóteki. Sími
1618.
Helgidagslæknir
er Björn Guðbrandsson Hraun-
teigi 16, sími 82995.
□ 1 dag er sunnudagurinn 24.
október — Proclus. 297. dagur
ársins. — Tungl í hásuðri kl.
10:31. — Árdegisháflæði kl.
4:41. — Síðdegisháflæði kl.
16:57.
Knattspyrnufélagið Valur
hefur sýningu í Bókabúð Lár-
usar Blöndals á munum, sem 2.
fl. félagsins voru gefnir I hinni
sigursælu Þýzkalandsför í sept-
embermánuði sl.
I gær voru gefin
saman í hjóna-
band Sigríður
Finnbogadóttir
og Stefán Vil-
helmsson flugvirki. — Heimili
þeirra er á Sogaveg 148.
AnnaS spila-
kvöld Sosíal-
istaflokksins
Annað spilakvöld Sósíal-
istafélags Reykjavíkur á þessu
hausti verður í Skátaheimil-
inu í kvöld.
Spiluð verður félagsvist að
venju og góð verðlaun veitt.
Þá segir Gunnar M. Magn-
úss frá gangi undirskrifta-
söfnunarinnar, og að lokum
yerður svo dansað.
Félagar eru áminntir um
að koma það tímanlega að
vistin geti hafizt kl. 9.
Söfnin eru opina
Landsbókasafnið
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla
virka daga, nema laugar-
daga kl. 10-12 og 13-19.
Náttúrugripasafnið
kl. 13:30-15 á sunnudögum,
kl. 14-15 á þriðjudögum og
fimmtudögum.
Þjóðminjasafnið
kl. 13-16 á sunnudögum, kl.
13-15 á þriðjud., fimmtu-
dögum og laugardögum.
Þjóðskjalasafnið
á virkum dögum kl. 10-12
og 14-19.
Dagskrá Alþingis
Neðri deild mánudaginn 25.
öktóbér' kP. 1:30. '
Gjaldaviðauki 1955, frv. 1. um-
ræða.
Tollaskrá o. fl., frv. 1. umr.
Togarasmíði innanlands, frv. 1.
umræða.
Atvinnuframkvæmdir bæjar- og
sveitarfélaga, frv. 1. umr.
Efri deild mánudaginn 25. okt.
klukkan 1:30.
Vegalagabreyting, frv. 1. umr.
Iðnskóli í sveit, frv. 1. umr.
Útvarpið í dag:
Kl. 9:10 Veðurfr.
9:20 Morguntón-
leikar (plötur):
(9:30 fréttir). a)
Forleikur að
„Töfraflautunni" eftir Mozart
(Sinfóníuhljómsveit brezka út-
varpsins; Toscanini stj.). b) Sin-
fónía í D-dúr nr. 93 eftir Haydn
(Konungl. philharmoníuhljómsv.
í London; Beecham stjórnar). c)
Sinfónía nr. 7 í E-dúr eftir
Bruckner (Philharm.hljómsv í
Berlín; Jascha Horenstein stjórn-
ar). d) Þættir úr „Örlagagát-
unni“, óratóríi eftir Björgvin
Guðmundsson (Kantötukór Ak-
ureyrar og einsöngvarar syngja;
höfundur stjórnar). 13.00 Dagur
Sameinuðu þjóðanna. Ávörp
flytja: Forseti íslands, herra Ás-
geir Ásgeirsson og dr. Kristinn
Guðmundsson utanríkisráðherra.
15.15 Fréttaútvarp til íslendinga
erlendis. 15.30 Miðdegistónleikar
(plötur): Þættir úr óperunni
„Pagliacci" eftir Leoncavallo. —
Guðm. Jónsson söngvari flytur
skýringar. 16.30 Messa í Laugar-
neskirkju: Séra Árelius Níelsson.
17.30 Barnatími (Helga og Hulda
Valtýsdætur): a) Þáttur um vet-
urinn og trén. b) Sólveig Har-
aldsdóttir (10 ára) leikur á pí-
anó. c) Helga Valtýsdóttir og
Helgi Skúlason lesa sögur. 18.30
Tónleikar (plötur): a) „Svana-
söngur“, lagaflokkur eftir Schu-
bert (Dietrich Fischer-Diskau
syngur). b) Píanólög eftir Mend-
elssohn (Cor de Groot leikur).
c) Píanósónata í d-moll eftir
Brahms (Joseph Szigeti og Egon
Petri leika). d) Ungverskir dans-
ar fyrir hljómsveit eftir Brahms.
20.20 Kórsöngur: Útvarpskórinn
syngur; Róbert Abraham Ottós-
son stjórnar (plötur): a) Offer-
torium eftir Verdi. b) Eija Mater
úr „Stabat Mater“ eftir Dvorák.
20.45 Leikrit: „Brúin, brúin
brestur“ eftir Lars-Levi Lestad-
ius, í þýðingu Elíasar Mar. —
Leikstjóri: Haraldur Björnsson.
Leikendur: Haraldur Björnsson,
Hildur Kalman, Valur Gíslason,
Valur Gústafsson, Jón Aðils,
Arndís Björnsdóttir, Anna Guð-
mundsdóttir og Nína Sveinsdótt-
ir. 22.05 Danslög (plötur). —
Ól.OO Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
18.00 fslenzkukennsla; II. fl. —
Kennari: Bjarni Vilhjálmsson
cand. mag. 18.30 Þýzkukennsla;
I. fl. — Kennari: Dr. Jón Gísla-
son skólastj. 18.55 Skákþáttur
(Guðm. Arnlaugsson). 20.30 Út-
varpshljómsveitin: a) Lög eftir
íslenzk tónskáld. b) „Norma“,
forleikur eftir Bellini. 20.50 Um
daginn og veginn (Matthías Jo-
hannessen stud. mag.). 21.10 Ein-
söngur: Kristinn Hallsson syng-
ur lög eftir Hugo Wolf við ljóð
eftir Michelangelo; Frits Weissh-
appel leikur undir á píanó. 21.25
íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálms-
son cand. mag.) 21.45 Upplestur:
Kvæði eftir Pál S. Pálsson frá
Winnipeg (Andrés Björnsson).
22.10 Útvarpssagan. 22.35 Létt
lög: Heinz Sandauer o. fl. leika
gömul, vinsæl danslög (plötur).
Hekla, millilanda-
flugvél Loftleiða,
er væntanleg- til
Reykjavíkur kl.
7.00 árdegis í dag
frá New York. Flugvélin fer kl.
8.30 til Oslóar, Gautaborgar og
Hamborgar. Edda, millilanda-
flugvél Loftleiða, er væntanleg
til Reykjavíkur kl. 19.00 í dag
frá Hamborg, Gautaborg og Osló.
Flugvélin fer til New York kl.
21.00.
Starfsstúlknafélagið Sókn
Félagsfundur verður haldinn
mánudaginn 25. okt. 1954 kl. 9
e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu (gengið inn frá Hverfis-
götu). — Stjórnin.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fór frá Rvík í gær aust-
ur um land í hringferð. Esja
fer frá Rvík á þriðjudaginn
vestur um land í hringferð.
Herðubreið fer frá Rvík á
morgun austur um land til
Bakkafjarðar. Skjaldbreið er
væntanleg til Rvíkur árdegis í
dag að vestan og norðan. Þyrill
er í Rvík. Skaftfellingur fer
frá Rvík til Vestmannaeyja
á þriðjudaginn.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell kemur til Vestm-
eyja í dag. Arnarfell er í Nap-
oli. Jökulfell er væntanlegt til
Oskarshamn á morgun. Dísar-
fell er væntanlegt til Bremen í
dag. Litlafell er í olíuflutning-
um í Faxaflóa. Helgafell er
væntanlegt til N.Y. þriðjudag-
inn 26. þm. Sine Boye er vænt-
anlegb til Hornafjarðar í dag.
Kathe Wiaris hleður í Póllandi
28. þm. Gunnar Knudsen er í
Reykjavík.
Samtök herskálabúa
halda fund annað kvöld kl. 8:30
í Tjarnarcafé, uppi. Rætt verð-
ur um raðhúsin.
Itrossgáta nr. 496.
Lárétt: 1 syngur 7 sérhlj. 8 á
fíl 9 skaut 11 skst. 12 jökull
14 flan 15 mjög 17 forskeyti
18 lærði 20 gengur greitt.
Lóðrétt: 1 missa 2 suðuramer-
ísk borg 3 leikfélag 4 lærði 5
kvennafn 6 fara í hengsli 10
hrós 13 getur 15 fyrir utan 16
skst. 17 dúr 19 menntastofnun.
Lausn á nr. 495.
Lárétt: 1 félag 4 tá 5 ás 7
enn 9 aum 10 ILO 11 möl 13
sá 15 la 16 landa.
Lóðrétt: 1 fá 2 lón 3 gá 4
trans 6 svona 7 emm 8 Níl 12
önn 14 ál 15 la.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Rvík 21. þm.
til vestur-, norður- og austur-
landsins. Dettifoss fer frá N.Y.
um 27. þm. til Rvíkur. Fjall-
foss kom til Bergen 21. þm„ fer
þaðan til Rotterdam og Ham-
borgar. Goðafoss kom til Vest-
mannaeyja í gærmorgun, fer
þaðan í kvöld 24. þm. til Rotter-
dam, Leníngrad, Kotka og
Helsingfors. Gullfoss kom til
Hamborgar 23. þm. fer þaðan
til Kaupmannáhafnar. Lagar-
foss fór frá Vasklot 21. þm. til
Gdynia. Reykjafoss fór frá
Rotterdam 21. þm. beint til R-
víkur, viðkoma í Hull fellur
niður vegna verkfalls. Selfoss
fór frá Rvík 21. þm. til Akra-
ness og þaðan vestur- og norð-
ur um land til Aberdeen og
Gautaborgar. Tröllafoss fer frá
Vestm-eyjum í gær til Akra-
ness og Hafnarfjarðar. Tungu-
foss fór frá Rvík 15. þm. er
væntanlegur til N.Y. í dag.
Lúðrasveit verkalýðs-
ins. Æíing í dag kl.
10 f.h. á Vegamóta-
stíg 4.
AUGLÝSIÐ
í ÞJÓÐVILJANUM
A skipsfjol var slegið upp veizlu, og
Ugluspegill söng fyrir félaga sína, en
Néla lék undir á flautu og Lambi kúlu-
vambi barði trommuna.
Ugluspegill söng hin hljómfögru þjóð-
lög Flæmingjalands, en skipverjarnir
tóku undir, svo að söngurinn ómaði
um hafið.
Einn dag í ágúst sat Lambi í þungum
þönkum. Varðmennirnir stóðu á sínum
stað í brúnni og litu fránum augum
um liafflötinn.
Ugluspegill kom þá til Lamba og sagði:
— Þú ert farinn að horast vinur minn.
Já, sagði Lambi, ég er bæði hryggur
og þjáður, Hjarta mitt hefur tapað
gleði sinni.
Sunnudagur 24. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN —* (3
Fást vélar I sementsverksmiðjuna og raforkuver
frá Áustur-Þýzkalandi í skiptum fyrir fisk?
Þingsálykíunartillaga Einars og Lúðvíks til umræðu á Alþingi
Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins er að reyna að telja íslendingum trú um að ekki sé
hægt að koma upp sementsverksmiðju né öðrum stór-
fyrirtækjum, nema með því eina móti aö knékrjúpa Al-
þjóðabankanum bandaríska og sæta afarkostum hans.
En allar líkur eru til að hægt væri að afla véla til sem-
f.ntsverksmiðju, rafvirkjana og fleiri stórfyrirtækja, í
Evrópu og greiða þær meö fiski á nokkrum árum.
1930—1940 mundi ekki óska
eftir svipuðu ástandi á ný.
Þingsályktunartillagan fjall-
aði um að ríkisstjómin athugi
Einar Olgeirsson lagði á-
herzlu á þessi atriði í fram-
söguræðu sinni á Alþingi í
fyrradag, er til umræðu kom
þingsályktunartillaga hans og
Lúðvíks Jósefssonar um athug-
un á útvegun véla í sements-
verksmiðju og raforkuver frá
Austur-Þýzkalandi.
Áhugi fyrir kosningar
Minnti Einar á þann brenn-
andi áhuga sem vart hefði orð-
ið hjá stjórnarflokkunum
nokkru fyrir síðustu kosningar
að hefjast handa um byggingu
sementsverksmiðju, grunnur
grafinn og óhemju af sandi
dælt upp. En skömmu eftir
kosningarnar hefði komið í ljós
að komið var babb í bátinn
með lánveitingu til fyrirtækis-
ins frá þeirri lánsstofnun sem
ríkíssstjórnin snýr sér jafnan
til, Alþjóðabankans. Frá því
war skýrt á Alþingi og ekki
'borið til baka að Alþjóðabank-
inn hefði sett það skilyrði fyrir
lánveitingu að Sementsverk-
•smiðjan yrði ekki ríkisfyrirtæki
eins -og ákveðið var í lögunum,
‘héldur skyldi henni komið í
céigu emstaklinga.
ísheTizkir auðkýfinga-
’ieppar
E1 höfð væri í huga
reynslan nieð Áburðarverk-
■smiðjuna væri Ijóst að þetta
- væri stefnuatriði hjá. Al-
’þjóðabanltanum. Það ,sem
fyrir honiun vekti væri sýni-
lega að hér á íslandi risu
upp auðkýfingar sem gætu
notað fé ríkisins til að eign-
ast stærstu fyrirtæki lands-
Ins. Hvað sem liði vilja
Jijóðarinnar og Alþingis ætl-
uðu bandarísku auðkýfing-
arnir að sveigja þróun at-
vinnulífsins á Islandi inn á
þessa braut.
Ríkisstjórnin virðist hins
vegar ekki enn hafa beygt sig
fyrir þessum kröfum Alþjóða-
bankans, en mun enn vera að
reyna að komast að samning-
um við hann um lán. Hins
vegar virðist ríkisstjórnin á-
líta að Islendingar megi ekki
reisa sementsverksmiðju né
önnur stórfyrirtæki nema með
leyfi auðkýfinganna í New
York. Það er ekki nóg að rík-
isstjórnin þæfist fyrir og
standi í þeirri meiningu að
livergi sé hægt að fá lán ann-
ars staðar. Vel er líklegt að
hægt væri að fá lán í auðvalds-
löndum Vestur-Evrónu og er
sjálfsagt að athuga þann
möguleika. Hitt væri þó bezt-
ur kostur ef íslendingar gætu
samtímis unnið fyrir þeim
gjaldeyri sem til vélakaupanna
þarf.
Viðskipti við Austur-
Þýzkaland
Víst er að íslendingar geta
selt miklu meiri fisk til Aust-
ur-Þýzkalands en nú er gert.
Treglega gekk að fá samninga
um viðskipti við það land í
gang, vegna þess að hér var
við völd ríkistjórn sem var
ekki um þau viðskipti gefið.
Hins vegar hafa viðskipti við
Austur-Þýzkaland reynzt mjög
hagstæð, við fáum þar hæsta
fiskverð og í staðinn góðar
vörur á sæmilegu verði.
A-Þýzkaland hefur þá sér-
stöðu að þar mun hægt að fá
flestar teg. véla í vöruskiptum
við fisk. Okkur sem unnum að
atvinnulegri uppbyggingu þjóð-
arinnar eftir stríð hefðu þótt
það fengur að eiga kost á slík-
um viðskiptum, sagði Einar.
Og við erum á þeirri skoðun
sósíaiistar að heppilegra væri
að flytja inn vélar í nauðsyn-
legar verksmiðjur fyrir fisk-
afurðir okkar en allt það gling-
ur og óþarfa, sem nú er inn
flutt, en þá mundu hins vegar
máttarstólpar Sjálfstæðis-
flokksins ekki græða eins mik-
ið á innflutningnum!
Einar kvaðst hafa vissu fyr
ir því að hægt væri að gera
vöruskiptasamninga eins og
hér hefur verið minnzt á um
vélar í hraðfrystihús. Og hann
teldi mjög líklegt að einnig
væri hægt að gera slíka samn-
inga um vélar í sementsVerk-
smiðju og raforkuver. Og væri
hægt að greiða þær vélar með
íslenzkum afurðum sem auð-
velt er að framleiða miklu
meira af en nú er gert, væri
ekki vafamál að það væri heppi
legri aðferð en stórkostlegar
lántökur. Hver sem myndi hve
erlendar lántökur hefðu verið
landinu þungbærar á árunum
i
þessa möguleika. Því væri ekki
slegið föstu að þeir séu fyrir
hendi, en ef svo væri er tví-
mælalaust rétt að athuga þessa
leið.
Bílamálið
Framhald af 12. síðu.
Kváðu þeir 200-300% lögð ofan
á vegaskattinn, og nú ætti að
hækka hann um 5 aura á lítra
er renni í brúasjóð.
Annað kvöld boðar FÍB til
almenns borgarafundar, þar
sem bílaeigendur ætla að skýra
samborgurum sínum frá skatta-
álagningunni, — sem bílaeig-
endur kveðast ekki með nokkru
móti geta unað við.
Osvífin íhlutun í innri mál stcsrfs-
stúlkna á sjúkrahúsum
Þorsteinn Pétursson og Sóknarstjórnin í liðsbón hjá íorstjóra ríkisspítalannaU
Þjóðviljanum barst seint í gær löng greinargerð frá >að til hans hefur verið farið í
forstjóra ríkisspítalanna, hr. Georg Lúðvíkssyni, sem hðsbón af félagsstjórn Sóknar
svar við grein Margrétar Auöunnsdóttur „Samningsbrot- og starfsmanni fulltrúaráðs
in og Sóknarstjórnin“ sem birtist hér í blaðinu s.l. verkalýðsfelaSanna- aðilum
fimmtudag. Vegna rúmleysis gat blaðið ekki birt þessa
greinargerð í dag en birtir hana eftir helgina ásamt
svari frá Margréti Auðunsdóttur.
Þegar deilunni um fæðis-
valdi að binda fyrir munninn
greiðslurnar á Kleppi sleppir
er þessi greinargerð forstjór-
ans í fyllsta máta ósmekkleg
íhlutun í innri mál þess stétt-
arfélags sem ríkisspítalarnir
eru samningsaðili við. Reynir
forstjórinn að koma þeirri
skoðun inn hjá lesendum og
þá væntanlega ekki sízt starfs-
stúlkunum, að stúlkur
hafa hærra kaup en lágmarks-
samningur ákveður, ættu að
láta sér hægt um öll afskipti
af kaupgreiðslum og stéttar-
málefnum yfirleitt. Leggur
forstjórinn mikla áherzlu á, að
Margrét Auðunsdóttir, sé „ekki
starfsstúlka“ heldur mat-
reiðslukona og á hærra kaupi
en samningur kveður á um!
Kemst forstjórinn í lok greinar
sinnar svo að orði:
„En að vera ráðin hjá
Landsspítálanum sem mat-
reiðslukona (aðstoðarráðs-
kona) með 2.500 króna mán-
aðarlaunum, en gefa sig út
fyrir að vera starfsstúlka með
um 1.900 króna launum á
mánuði, það eru óheilindi, sem
varða stjórnendur ríkisspítal-
anna og líklega starfsstúlkur í
Sókn einnig“.
Hvað er maðurinn að fara?
Hverskonar hótanir eru hér
eiginlega á ferðinni? Heldur
þessi virðulegi þjónn þess op-
inbera að það standi í hans
á stéttvísum og dugandi fé-
lagskonum í Sókn, þótt það
fyrirtæki sem hann stjórnar
neyðist til að greiða hærri
laun, vegna vöntunar á vinnu-
krafti, en lágmarkssamningur
kveður á um? Matreiðsla á
spítölunum heyrir undir
starfssvið Sóknar og einskis
sem annars stéttarfélags í alþýðu-
samtökunum, þótt hann heiðri
Margréti Auðunsdóttur að ó-
fyrirsynju með því að titla
hana „aðstoðarráðskonu", en
því starfi gegnir allt önnur
stúlka hjá Landsspítalanum og
það ætti forstjóranum að vera
kunnugt um.
Georg Lúðviksson ætti að
gæta sín fyrir ,,vinum“ sínum.
Grein hans ber það með sér
sem standa höllum fæti vegna
slælegrar frammistöðu í þeim
málum sem þeim var trúað
fyrir og snertu viðskipti við
þær stofanir sem honum er
falin forstaða fyrir. Það er
ekki vænlegt til bættrar sam-
búðar eða gagnkvæms skiln-
ings milli starfsstúlknanna á
ríkisspítölunum og forstjórans,
að hann skuli láta nota sig
á jafn ófyrirleitinn hátt í inn-
anfélagsdeilu um stéttarmál-
efni og greinargerð hans ber
vott um.
Skal Georg Lúðvíkssyni ráð-
lagt í fullri vinsemd og af
heilum hug að hugsa ráð sitt
betur áður en hann lætur nota
sig í annað sinn í svipuðum
tilgangi, þótt til hans verði leit-
að af sömu aðilum. Væri hon-
um hollt að gleyma því ekki
að hann er fulltrúi opinberr-
ar stofnanar en ekki vikapiltur
afturhaldsins í verkalýðshreyf—
ingunni.
Iláskóli f slands settur
Framhald af 12. síðu.
ina, sem staðsett yrði í námunda
/ið Landspítalann og starfa
myndi í nánu sambandi við
hann. En þetta verkefni yrði að
bíða, því að á næstu árum hefði
Háskólinn nóg fyrir stafni við
að koma upp náttúrugripasafn-
húsi. Vonandi verður hægt að
byrja smíði þess húss á næsta
ári, sagði háskólarektor.
HAFIÐ ÞIÐ HEYRT ÞAD!
4 hlutaveltu Félags Borgfirðinga
eystri
Engin núll
og ekker
happdrætti
í Í.R.-húsinu við Túngötu í dag klukkan 1
er hægt að vinna kjötskrokka, kartöflupoka,
ryksugu, hveitipoka ásamt sælgæti,
gosdrykkjum og f jölda annarra góðra og eigu-
legra muna, sem of langt yrði
upp að telja.
Ókeypis aðgangur iyrir börn. Kr. 1.00
fyrir fullorðna.
4 nýir doktorar
Á s. 1. ári veitti Háskóli ís—
lands þrem mönnum doktors—
nafnbót, heimspekideildin þeim.
Guðna Jónssyni magister og
cand. mag. Halldóri Halldórssyni
dósent, og læknadeildin Bjarna
Jónssyni lækni. Árnaði rektor
hinum nýju doktorum allra
heilla í nafni Háskólans.
Þá lýsti Einar Ól. Sveinsson
próf., forseti heimspekideildar,
yfir því að deildin hefði hinn 15.
þ. m. samþykkt að kjósa mag.
scient. Árna Friðrikssyni heið-
ursdoktor í heimspeki. Raktí
próf. Einar í stuttu máli hin
margþættu vísindastörf Árna
Friðrikssonar á sviði fiskirann-
sókna, en að því loknu lýsti Þor-
kell Jóhannesson rektor yfir því
að Árni væri rétt kjörinn dr,
phil. honoris causa.
Er rektor hafði lýst störfum
Háskólans á liðnu ári, var enn
fluttur þáttur úr tónverki Páls
ísólfssonar, en því næst ávarp-
aði rektor nýju stúdentana,
minnti þá á að rækja störf sín
af reglusemi og ástundun, og
afhenti þeim síðan háskólaborg-
arabréfin. Fór sú athöfn nú
fram í hátíðasal skólans í fyrsta
sinn um margra ára skeið. Há-f
skólahátíðinni lauk með því aJ
þjóðsongurinn var sunginn.