Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. október 1954 SKÁK Ritstjórií Guðmundur Arnlaugsson Falleg leikfléffa Skákmótið í Amsterdam sýndi dugnað, skipulagningar- gáfu og áhuga Hollendinga í skýru ljósi. Því þarf ekki að lýsa, hvílíkt afrek það er að hleypa svo stóru móti sem þessu af stokkunum með jafn litlum fyrirvara, og áhugi al- mennings á skákinni kom greinilega í ljós á aðsókninni. Áhorfendur voru margir á hverju kvöldi, venjulega eitt til tvö þúsund, karlar og konur, og virtist meirihluti þess stóra hóps fylgjast með skákinni af talsverðri þekkingu og skiln- íngi. Sennilega er hinn almenni á- hugi á skákinni engum einum manni meira að þakka en Max Euwe. í honum eignuðust Hol- ‘iendingar sinn fyrsta stórmeist- ara, þeir fylgdu honum frá sigri til sigurs með sívaxandi áhuga, og þegar hann varð heimsmeist- ari árið 1935 eftir að hafa sigr- að Aljechin í afar tvísýnni keppni, sem fór fram í Hollandi, ætlaði allt um koll að keyra og Euwe var þjóðhetja sem hvert mannsbarn þekkti. Nú er að vísu orðið langt um liðið síðan hann var heimsmeistari, en hann er vinsæll engu að síð- ur, bæði í ættlandi sínu og meðal skákmanna - almennt. Honum gengur upp og ofan í skákinni, oftast þó ágætlega, og hann er að verða fagurkeri í æ ríkara mæli, fyrir honum vakir ekki fyrst og fremst að vinna skákir sínar heldur að vinna þær fallega. Hann vann eina af fallegustu skákunum á skákmótinu fræga í Ziirich í fyrra og í Amsterdam vann hann isænska stórmeistarann Stáhlberg á mjög fallegri leik- fléttu. Hið skemmtilegasta við þá leikfléttu er að andstæðing- tirinn virðist geta hrakið hana og mundu flestir hafa hætt við hana á þeirri forsendu, ef þeir hefðu á annað borð komið auga á hana. En Euwe skyggn- ist dýpra og tekst þannig að koma manni tvívegis á óvart. Euwe 1. Rgl—-f3 2. c2—c4 3. Rbl—c3 4. d4xd5 5. d2—d4 6. Rcl—g5 7. e2—e3 8. Bg5xe7 9. Ddl—c2 10. Bfl—d3 11. 0—0 12. Rf3—d2 13. Hfl—el 14. f2—f3 15. Dc2xd2 16. Bd3xg6 Stáhlberg Rg8—f6 e7—e6 d7—d5 e6xd5 c7—c6 Bf8—e7 Rf6—e4 Dd8xe7 Bc8—f5 Rb8—d7 Bf5—g6 Rd7—f6 0—0 Re4xd2 Hf8—e8 h7xg6 Framhald skákarinnar bendir til þess að betra hefði verið hjá svarti að drepa sjálfur á d3. 17. e3—e4 18. f3xe4 19. Hal—dl 20. e4—e5 d5xe4 Ha8—d8 De7—c7 Rf6—d7 Annar möguleiki er Rd5, þeim 3eik mundi hvítur einnig svara með Rc3-e4-d6, en þar stendur ^ riddarinn svo vel að vafasamt er hvort svartur á annan kost betri en að láta skiptamun. Leikur Stáhlbergs ógnar fyrst og fremst peðinu á e5, en við því er auðvelt að gera, og und- irbýr jafnframt atlögu að peð- inu á d4 eins og kemur í ljós í næstu leikjum. - 21. Dd2—f2 Rd7—f8 22. Rc3—e4 Hd8—d5 Hrókurinn þarf að komast fram áður en riddarinn lokar leið- inni. 23. Re4—d6 Hf8—d8 24. Hdl—d3 Rf8—e6 Nú virðist svartur vera að fá dálítið mótvægi vegna þess að hvítur þurfi að gæta drottning- arpeðsins, en þær vonir bresta skjótt. 25. Hd3—h3! mm mm' liHI ^ I Ú-.. ^ ^ "i /i ui ABCDEFGH Staðan eftir 25. Hd3—h3! Hvítur getur kært sig kollóttan um peðið! Hann hótar nú meðal annars einfaldlega Dh4 svo að svartur sýnist ekki eiga neitt ef drottningin drepur riddar- ann leikur hann Hh8f og vinnur drottninguna. Þetta er reyndar hvorttveggja auðséð fyrir fræg- an taflmeistara og væri ekki betra en að taka peðið eins og hann gerir. 25 ..... Hd5xd4 26. Rd6xf7!! Euwe hótar nú Hh3-h8 mát, en annað við leikinn myndi skákin ekki hafa vakið nema takmark- aða athygli. 26 ...... Hd4—f4 Þetta er varnarleikurinn sem nefndur var. Riddarinn virðist nú falla óbættur, en Euwe hefur séð þetta allt fyrir! 27. Rf7xd8! Hf4xf2 28. Rd8xe6 Dc7—b6 Hótar máti. 29. Hh3—b3! Loks er svartur kominn niður á jörðina aftur, drottningin á engan reit á skálínunni. 29...... Hf2—e2t 30. Hb3xb6 He2xelt 31. Kgl—f2 HelxeS 32. Hb6xb7 He5xe6 33. Hb7xa7 He6—e5 Eitt peð er allt sem hvítur hefur haft upp úr krafsinu en það nægir. 34. Ha7—a3 He5—b5 35. Ha3—b3 Hb5—a5 36. a2—a3 Kg8—f7 37. Hb3—e3 Kf7—f6 38. b2—b4 Ha5—a6 39. Kf2—e2 g6—g5 40. g2—g4 Ha6—a4 41. Ke2—d2 c6—c5 Kynning á höfundum utvarpsefnis — Eðlileg fróð- leikslöngun áheyrenda — Kaffihækkun á veitinga- húsum — Silli og Valdi setja met í DAG birtast tvö bréf, ann- að frá S. J. um kynningu á höfundum útvarpsefnis, hitt frá M. Jónssyni um kaffiverð hjá Silla og Valda. S. J. skrifar: „ÞEGAR FLUTT er í útvarpið leikrit eftir lítið kunnan höf- und, þegar lesin er þar smá- saga, ætti það að vera viðtek- inn vani að kynna höfundinn með fáeinum orðum. Það leng- ir ekki dagskrána svo neinu nemi, en það eykur gildi verks- ins a. m. k. hjá þeim hlust- endum, sem gjarnan vilja fylgj- ast með því, sem gerist í heimi þeirra. Sama máli gegnir um höfunda tónsmíða svo og um flytjendur tónsmíða. Vitanlega er engin þörf að kynna sama manninn oft og ekki getur verið neinn vandi að finna meðalhóf 42. b4xc5 43. c5—c6 44. h2—h3 45. c6—c7 46. He3—c3 47. Kd2—e3 48. Ke3—d4 og upp. Ha4xg4 Hg4—h4 Hh4—h8 Hh8—c8 Kf6—e6 Ke6—d7 svartur gafst Með hund í bandi Bidstrup teiknaði í því efni. Þetta er ekki gott eins og það er. Eitt dæmi skal nefnt af mýmörgum. Fyrir nokkrum vikum voru eitt mánudagskvöldið leiknar í út- varpið hljómplötur, sem Sigrid Onegin hafði sungið inn á. Sam- kvæmt venju var engin skýr- ing á því gefin, hver Sigrid Onegin hefði verið eða væri. Nú er það svo, að Sigrid One- gin var aldrei heimsfræg söng- kona og þvi ekki hægt að ætl- ast til, að allir hlustendur þekktu eitthvað til hennar. Aftur á móti var hún svo góð og það þekkt í heimalandi sínu, að vel hefði farið á því að kynna hana með nokkrum orðum fyrir íslenzkum hlust- endum áður en þeir hlýddu á söng hennar. Sumir menn eru svo gerðir, að þeir gjarnan vilja vita einhver deili á þeim sem þeim er ætlað að hlusta á. Það er heldur engu verri fróð- leikslöngun en gerist. S. J.“ M. Jónsson skrifar: „ÞEGAR SAMNINGAR tókust í desemberverkfallinu var sett hámarksverð á nokkrar vöru- tegundir svo sem mjólk og kaffi. Þeirri ráðstöfun var rikulega fagnað í þeirri von að eftir því yrði farið og yrði jafnframt bending um að verði annarra nauðsynja yrði haldið niðri. En reyndin hefur orðið önnur. Dýr- tíðin hefur aukizt og jafnvel kaffið, hin tiltekna Vara, sem hámarksverð var sett á, hefuv tvívegis stigið í verði. í skjóli þess hafa svo kaffisöluhúsin hækkað kaffið, þótt ' Silli og Valdi muni hafá sett' þar met. Á bar þeirra í Bankastræti 12 kostaði molakaffi kr 1,75 fyr- ir hækkunina, og var þá hægt að fá „ábót“, ef þess var óskað. Nú kostar kaffibollinn þar kr. 2,25, og jafnframt hefur „á- bótin“ verið afnumin, svo að sama kaffimagn og hægt var að fá fyrir kr. 1,75 kostar nú kr. 4,50 — segi og skrifa fjór- ar krónur og fimmtíu aura. Þykir rétt að þess sé getið sem gert er, svo að almenningi sé það Ijóst hvernig verðlagið er. M. Jónsson" vm JÖIGCU5 siauKmaKran$oa Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Béluverzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.