Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Brezkur hægrikrati segir hag sovétfólks stöðugt batnandi Engin hætta á friðroíi af hálfu so vétstj órnarinnar Hagur almennings í Sovétríkjunum fer stööugt batn- andi og hann lítur björtum augum á framtíðina. Þannig komst brezki Verka- mannaflokksþingmaðurinn Stan- ley Evans að orði í viðtali, sem þrír blaðamenn áttu við hann í brezka útvarpið í siðustu viku. Evans er í hægri armi flokksins. Blaðamennirnir sem ræddu við hann voru frá borgarablöðunum Observer, Mancliester Guardian og Sunday Times. Miklar framfarir Evans fór ekki dult með, að honum hafði komið mjög á óvart, hve framfarirnar hefðu verið stórkostlegar í Sovétríkjunum frá því hafizt var handa um að end- urreisa landið úr rústum styrj- aldarinnar. Greinilegt væri að hagur fólksins batnaði með hverjum degi og það efaðist ekki um að sú þróun myndi halda á- fram. Fólkið væri því bjartsýnt og fullt af trausti á framtíðina. Það vissi að þess biði vel- megun og haniingja, ef friður héldist. ! Sovétstjórnin vill frið Evans sagði, að allt virtist benda til þess að sovétstjórnin vildi fyrir hvern mun forðast styrjöld. Hún vissi, að verkefnin sem hennar biðu heima fyrir væru svo stórkostleg, að hún þarfnaðist friðar um alla fyrir- sjáanlega framtíð. Engin merki um kúgun Evans lagði ríka áherzlu á, að hann gæti eftir sem áður ekki sætt sig við það stjórnarfar, sem ríkti í Sovétríkjunum. En hann vísaði á bug fullyrðingum um, að almenningur þar í landi væri þrælkaður og kúgaður. Hann sagðist ekki hafa séð nein merki þess, að fólkið væri undirokað. Það væri glaðlegt og frjálslegt í framkomu og óhrætt við að segja sína meiningu. Hins vegar væri það allt á sömu skoðun, það hefði bjargfasta trú á að þeirra þjóðfélag væri öllum öðr- um betra og væri þýðingarlaust að reyna að telja því trú um annað. Bandarískar bæk- ur til A-Evrópu Ellefu helztu bókaforlög Bandaríkjanna hafa gert samn- ing um að selja 25.000 ban.ia- rískar bækur til alþýðuríkjanna í Austur-Evrópu. Þessi samn- ingur var undirritaður í Berlín, en forlögin höfðu haft bækur sínar til sýnis á vörusýning- unni í Leipzig í haust. Bækurn- ar eru ætlaðar söfnum, stofn- unum og skólum. Verkiallsmenn hafa hótanir að engu Hermenn notaðir til verkíallsbrota 1 á morgun? Hafnarverkamenn í Bretlandi ákvá'öu á fundum í gær aö hafa hótanir ríkisstjórnarinnar í þeirra garð aö engu cg halda verkfallinu áfram, þar til gengiö hefur verið aö kröfum þeirra. Ríkisstjórnin hefur gefið í skyn, að hún muni láta her- menn annast afgreiðslu þeirra skipa, sem bíða nú í verkfalls- höfnum Bretlands, ef verka- menn hverfa ekki til vinnu á morgun. Á fundum verkfallsmanna í London í gær urðu mikil átök HafnarverkfaD í Kaupmannaböfn Hafnarverkamenn í Kaup- mannahöfn lögðu í gær niður vinnu í samúðarskyni við 500 verkamenn og konur í verk- smiðju Philips í borginni. Það verkfall hefur staðið yf- ir í tæpan mánuð og var háð í mótmælaskyni við ótrúlega mikla vinnuhörku í þessum verksmiðjum. Verksmiðju- stjórnin hafði tekið upp banda- rískar gernýtingaraðferðir, sem miða að því að verkamenn megi aldrei um frjáls höfuð strjúka í vinnutímanum og hafði þetta haft þær afleiðing- ar, að margar stúlkurnar höfðu bilað á taugum og orðið óvinnufærar. Leiðtogar verka- fólksins ræddu í gær við stjórn danska alþýðusambandsins og var ákveðið að vinna skyldi hafin að nýju í verksmiðjun- um á morgun. Iðnvœðing Kína heldur áfram hröðum skrefum. Á síð- astu árum hafa risið upp margar nýjar iðngreinar. Myndin er tekin í nýbyggðri verksmiðju í Sjanghaj, sem smíðar rafla og önnur tœki til raforkuframleiðslu og nýtingar. Ollenhauer ifrekar kröf u um stórveldaráðstefnu Segir að sósíaldemókratar muni aldrei sætta sig við hervæðingu Leiðtogi vesturþýzkra sósíaldemókrata Erich Ollen- hauer, hefur ítrekaö kröfu flokks síns um, að hætt verði við fyrirhugaða hervæöingu Vestur-Þýzkalands, þar til stórveldin hafa reynt að semja um lausn þýzka vanda- málsins. milli leiðtoga verkfallsmanna, og útsendara sambands ófag- lærðra verkamanna sem hefur verið andvígt verkföllunum frá upphafi. Brezka útvarpið sagði að fundirnir hefðu ekki komizt að neinni niðurstöðu, þó væri víst að verkfallið mundi halda áfram eftir helgina. Vestur-Þýzkaland í Htlanzbandalaginu Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í framkvæmda- nefnd flokksins á sunnudaginn, Hann lagði áherzlu á, að samn- ingar milli stórveldanna um sameiningu þýzku landshlut- anna yrðu að ganga fyrir öll- um samningum, sem skuld- binda Vestur-Þýzkaland til að hervæðast. Stefna sú sem stjórn Adenauers fylgdi: „Her- væðing hvað sem það kostar“ væri ekki í samræmi við óskir og hagsmuni þýzku þjóðarinn- ar, sagði hann. Ollenhauer sagði, að ef samningarnir sem gerðir voru í London, um aðild V-Þýzka- lands að Brusselssáttmálanum og upptöku þess í Atlanzbanda- lagið, yrðu fullgiltir, myndi það hafa þær afleiðingar, að engin von væri til þess að Þýzkaland yrði sameinað á frið- samlegan hátt í ófyrirsjáan- legri framtíð. Sósíaldemókratar munu aldrei styðja né sætta sig við slíka stefnu, sagði hann að lokum. Annar af leiðtogum flokks- ins Herbert Wehner fordæmir einnig endurreisn þýzka hers- ins. Slíkur her myndi aðeins verða einkaher Adenauerstjórn- arinnar og veitti þýzku þjóð- inni ekkert öryggi. Herinn myndi þvert á móti brátt verða ráðandi afl í landinu, ofar öll- um lýðræðisstofnunum. Framhald af 1. síðu. ur fallizt á þessa lausn, en óger- legt er að segja fyrir um það, hvort meirihluti franska þings- ins verður fús til að gera slíka tilslökun, þegar samkomulagið verður lagt fyrir það til full- gildingar. Óánægja í Vestur- Þýzkalandi Ollenhauer, leiðtogi vestur- þýzkra sósíaldemókrata, sem Adenauer bauð til Parísar meðan á fundum hans og Mendes- France stóð, hélt ræðu í Dússel- dorf í gær. Hann sagði, að Aden- auer hefði svikið það samkomu- lag, sem stjórnarflokkarnir og sósíaldemókratar höfðu komið sér saman um varðandi Saar- hérað, og teldu sósíaldemókratar sig því ekki bundna af því lengur. Að fundinni þessari bráða- birgðalausn á Sáardeilunni var ekkert því til fyrirstöðu leng- ur að undirritaðir væru þeir samningar sem gerðir höfðu verið fyrr í vikunni um full- veldi Þýzkalands, hervæðingu þess og aðild að Atlanzbanda- laginu. I fullveldissáttmálanum eru ákvæði um, að Vesturveldin fái áfram að hafa jafnfjölmenna heri í landinu og í því eru, þegar sáttmálinn öðlast gildi við fullgildingu á þingum að- ildarríkjanna. Eftir þann tíma má ekki fjölga í herjunum án samþykkis stjórnar Vestur- Þýzkalands. Fullveldissáttmál- inn verður í gildi, þar til frið- ur hefur verið saminn við Þýzkaland og skemur, ef hlut- aðeigandi ríkisstjórnir eru sam- mála um, að breytinga sé þörf vegna breytts ástands. * 1 Lofar að hegða sér vel Samningurinn um aðild Vest- ur-Þýzkalands að Atlanzhafs- bandalaginu var undirritaður síðast. Utanríkisráðherrar fjór- tán aðildarríkja bandalagsins undirrituðu viðauka við sátt- mála þess, þar sem þeir sam- þykktu að V-Þýzkaland bætt- ist í hópinn. í viðaukanum lof- ar stjórn Vestur-Þýzkalands að gera engar þær ráðstafanir sem brjóti í bága við varnareðli bandalagsins, beita aldrei valdi í því skyni að sameina þýzku landshlutana .heldur leitast við að leysa öll deilumál við önn- ur ríki á friðsamlegan hátt. Bandaríkjamaður sakaður um njósnír í þágu Hollands StarfaSi i œSstu leyniþjónusfu USA, sem njósnar um erlendar rikisstjórnir Bandaríska sambandslögreglan FBI hefur handtekiöj einn af starfsmönnum Þjóöaröryggisstofnunarinnar (National Security Agency) og er hann sakaður um að hafa látið einu aöildarríki Atlanzbandalagsins í té mikil- væg leyniskjöl. Starfsmaðurinn heitir Joseph Sidney Petersen og hefur starf- að í bandarísku leyniþjónust- unni frá því að liann lauk há- skólanámi í eðlisfræði fyrir 13 árum. „I þágu erlends ríkis.“ Honum var vikið úr starfi um síðustu mánaðamót og handtekinn nokkru síðar. I á- kæruskjalinu er hann sakaður um að hafa á tímabilinu 1. marz 1948 til 31. desember 1952 komizt yfir leyniskjöl í því skyni ,,að skaða Bandarík- in eða í þágu erlends ríkis“. Þess var fyrst getið til, að hið erlenda ríki væri Frakkland og var handtaka hans sett í samband við Dides-málið í Frakklandi en síðar hefur kom- ið á daginn, að þessi leyniskjöl höfðu komizt í hendur hol- lenzkra stjórnarvalda. EkkerÉ er vitað um innihald þeirra. i Mikil leynd. Yfir engri bandarískri njósna- stofnun hvílir jafn mikil leynd og National Seeurity Agency. Hún er til húsa í byggingu einni rétt við Pentagon, þar sem yfirstjórn Bandaríkjahers hefur aðsetur. Byggingarinnar er gætt af öflugum herverði. Talið er að þessi leyniþjónusta hafi það verkefni helzt að hafa vakandi auga á erlendum ríkis- stjórnum, ekki sízt þeim seru eru í bandalagi við Bandaríkin*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.