Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 12
Væntanlega veröur byrjað á smíði huss yfir náttúrugripasafnið á næsta árí Háskólinn var setfur i gœr —170 nýir stúdenfar hafa veriS skráSir til náms Breytingar á kennaraliði Síðan vék rektor að breyting- um á stjórn skólans. Eins og kunnugt er lét dr. Alexander Jó- hannesson prófessor af embaetti háskólarektors nú í haust, en hann hefur gegnt því oftar og lengur en nokkur annar og nú síðast 6 ár samfleytt. Flutti hinn nýi rektor dr. Alexander beztu1 þakkir skólans og samkennara fyrir unnin störf, Nokkrar breytingar hafa og orðið á kennaraliði skólans. Ás- mundur Guðmundsson vár skip- aður biskup íslands 1. febr. s. 1. í stað dr. Sigurgeirs Sigurðsson- ar, sem andaðist 13. okt. 1953. Við kennslu Ásmundar tók í fyrstu séra Guðmundur Sveins- son og kenndi hann frá 30. jan. út kennsluárið. Siðan var dós- entsembætti í guðfræði auglýst til umsóknar og voru umsækj- endur tveir: séra Guðmundur Sveinsson og cand. theol. Þórir Kr. Þórðarson. Var Þórir skip- aður í embættið 1. þ. m. Háskólarektor þakkaði Ás- mundi Guðmundssyni þiskupi fyrir unnin störf við Háskólann, en Ásmundur tók við kennslu í skólanum árið 1928. Einnig bauð hann hinn nýja dósent vel- kominn til starfa. Nýtt prófessorsembætti Með 1. gr. 82/1953 var stofnað nýtt próferssorsembætti í lögfr. Var Theodór B. Líndal hrl. skip- aður í það frá 1. júní s. 1. að Samsæti fyrir skákmenn í dag í Sjálfstæðishúsinu Skáksamband ísalands efnir kl. 3 í dag til kaffisamsætis í Sjálfstæðishúsinu fyrir þátttak- endurna á alþjóðaskákmótinu í Amsterdam. Aðrir meðlimir sambandsins og áhugamenn um skákíþróttina eru einnig vel- komnir. Guðmundur Arnlaugsson seg- ir þarna frá skákmótinu og sýndar verða á sýniborði nokkr ar skákir frá keppninni. Gunn- ar Thoroddsen borgarstjóri fiytur skákmönnunum ávarp og þakkir fyrir frammistöðuna á mótinu. Háskóli íslands var settur í gær — fyrsta vetrardag — með viöhöfn í hátíðasal skólans. Viðstaddir voru há- skólakennarar, stúdentar og ýmsir gestir, þ.á.m. forseti Islands, ráðherrar, sendimenn erlendra ríkja og fleiri. Háskólahátíðin 1954 hófst með því að hljómsveit, kór og Guð- mund-ur Jónsson óperusöngvari fluttu Hátíðarkantötu Háskólans eftir Pál ísólfsson við ljóð eftir Þorstein Gislason. Stjórnaði höf- undur flutningi verksins. Þá tók rektor Háskólans, Þor- kell Jóhannesson prófessor, til máls. Minntist hann í upphafi -.ræðu sinnar dr. Bjarna Aðal- bjarnarsonar, sem andaðist hinn 1. des, s. 1., en Bjarni var um margra ára skeið prófdómari við Háskólann í ísl. bókmenntasög'U o. fi. telja, en hann hefur haft á hendi kennslu í úrlausn raunhæfra verkefna við lögfræðideildina siðan 1942. Bauk rektor prófes- sorinn velkominn til starfa við Háskólann. Þá er þess að geta að tveir kennarar Háskólans hafa fengið leyfi frá kennslu vegna dvalar erlendis, þeir Leifur Ásgeirsson próf. og Ármann Snævarr próf. Við kennslu Leifs í vetur tekur próf. Bjarni Jónsson, en þeir dr. Þórður Eyjólfsson hæstaréttar- dómari og Vilhjálmur Jónsson cand. jur. munu kenna í stað próf. Ármanns. Dr. med. Sigurð- ur Samúelsson mun kenna um skeið í læknadeildinni í veik- indaforföllum Jóhanns Sæmunds- sonar próf. Sendikennarar við Háskólann voru á síðasta kennsluári hinir sömu og áður, nema hvað kenn- ari í þýzku bættist við seint á árinu. Islenzka orðabókin Þá minntist Þorkell Jóhannes- son rektor á nokkur önnur störf Háskólans á liðnu skólaári: All- margir erlendir fræðimenn fluttu erindi á vegum Háskólans.'einn- ig héldu háskólakennarar nokk- ur erindi fyrir almenning. Há- skólinn hlutaðist til um útgáfu nokkurra rita og fræðibóka og eins og undanfarin ár lagði hann fram helming þess fjár, sem varið er til undirbúnings að út- gáfu hinnar vísindalegu íslenzku orðabókar Háskólans. Ríkissjóð- ur leggur til hinn helminginn. Þorkell gat þess til dæmis um hvað styrkurinn hefði rýrnað mikið á síðustu árum að nú störfuðu aðeins tveir menn allt árið að bókinni og einn þrjá mánuði árlega. f vor voru 10 ár liðin síðan fyrst var veittur styrkur úr Sátt- málasjóði til orðabókarinnar, en á síðasta ári nam styrkurinn 75 þiis. króna. Háskólarektor lagði áherzlu á að auka þyrfti að miklum mun fjárveitingu til orðabókarstarfsins, því að nú væri sýnt að draga myndi stór- lega úr því nema fjárframlög verði aukin að miklum mun. Breytingar á starfsemi skólans Þessu næst gat rektor um bókasýningu þá sem Háskólinn gekkst fyrir í júní s. 1. í tilefni af 10 ára afmæli íslenzka lýð- veldisins og nefndist íslenzk fræði 1911—1954. Á þessari sýn- ingu voru um 1000 bækur og 600 sérprentanir og þótti hún hafa tekizt allvel og fékk góða dóma. Þá skýrði rektor frá því að háskólaráð hefði í des. s. 1. á- kveðið að kjósa nefnd til að end- urskoða og gera tillögur um breytingar á starfsemi Háskól- ans. Nefnd þessi hefði unnið all- mikið að þessari endurskoðun í vetur en ekki lokið störfum. Vegna fjarveru tveggja nefndar- manna, Ármanns Snævarr próf., formanns nefndarinnar, og Leifs Ásgeirssonar próf., yrði nokkurt hlé á störfum nefndarinnar í vetur, en vænta mætti að þeim yrði lokið á næsta háskólaári. 86 luku embættisprófi í fyrra Á s. 1. skólaári voru stúdentar við Háskólann skráðir alls 744, þar af voru 42 við nám í guð- fræði, 234 í læknadeild, 120 í lagadeild, 89 í viðskiptafræði, 221 í heimsspekideild og 37 í verkfræði. Embættisprófi luku 86 og eru þá meðtaldir þeir stúdentar, sem luku fyrrihluta- prófi í verkfræði. Af þessum kándidötum voru 10 guðfræðing- ar, 16 læknar, 2 tannlæknar, 29 lögfræðingar, 12 viðskiptafræð- ingar, 9 luku BA-prófum og 8 fyrri hluta prófi í verkfræði. í haust hafa 170 nýir stúdent- ar verið skráðir við Háskólann: 9 í guðfræðideild, 37 í lækna- deild, 26 í viðskiptafræði, 77 í heimspeki og 10 í verkfræði. Nýtt hús fyrir læknadeildina? Rektor minntist þessu næst á að Háskólinn væri nú orðinn einn stærsti skóli landsins, enda væri hið veglega skólahús nú að verða of lítið. Sérstaklega vant- aði tilfinnanlega húsnæði fyrir verklegar æfingar í sambandi við kennsluna, t. d. í læknadeild. Taldi rektor að þessi vandamál yrðu bezt leyst með því að byggt yrði nýtt hús fyrir læknadeild- Framhald á 3. síðu. þJÓÐVlLIIN Sunnudagur 24. október^ 1954 — 19. árgangur — 242. tölublað Þing Æskulýðsfylkingarinnar ræðir vandamál óg verkefni æsknnnar Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Þing Æskulýðsfylkingarinnar hélt áfram hér í gær og stóðu úmræður um vandamál og verkefni æskunnar Iengstan tíma tlags. Þingfundur hófst aftur kl 10 í gær og hafði Ingi R. Helga- son framsögu um stjórnmála- viðhorfið og verkefni ungra sósíalista, að berjast fyrir sósí- alisma, leggja verklýðssamtök- unum lið, berjast gegn banda- ríska hernáminu og fyrir heimsfriði í samvinnu við æsku annarra landa. Er hann hafði lokið máli sínu hófust umræður er stóðu lengi fram eftir degi og tóku margir til máls og lýstu viðhorfum sveitaæskunnar,’ vandamálum æskulýðs í þorpum og bæjum og ræddu kjör iðnnema og ungra sjómanna og verka- manna. Síðla dags var umræð- um um þetta mál frestað og lagabreytingar ræddar; einnig var byrjað að ræða um Land- nemann. Þingið heldur áfram í dag. 15-20 |k timmir vantar af beitusíld Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá yfirvofandi beituskorti í vetur og samkvæmt upplýsingum L.Í.Ú. í gær vantar n,ú 15—20 þús. tunnur til þess að verstöðvarnar geti tal- izt sæmilega byrgar af beitusíld. Alls hafa veri frystar á land- inu 70 þúsund tunnur af síld, en af því magni hafa 15 þús. tunnur átt að fara til útflutn- ings upp í pólsku samningana. Otfiutningsleyfi hefur nú ver- ið afturkallað af helmingnum og aðeins 7500 tunnur flutt- ar út. 1 fyrra voru til 112 þús. tunnur af frýstri síld og fóru 60-70 þús. í beitu á vertíðinni, en þess er að gæta að á síðustu vetrarvertíð var veiði með þorskanetum meiri en flestar vertíðir áður, og auk þess voru góðar loðnugöngur. — Beitu- síldarbirgðir t»l vertíðarinnar eru taldar þurfa að vera 70-80 þús. tunnur . Aðeins 9 bátar stunda enn Bflaeigendur halda horgara- lund iiiii ofsköiÉiin oll. Á laugardaginn voru blaðamenn fræddir um atvinnu- veg sem raunverulega bæri uppi flesta aðra atvinnuvegi iandsins og heitir þessi atvinnuvegur: að eiga og starf- rækja bíl. Annað kvöld heldur Félag íslenzkra bifreiðaeigenda al- mennan borgarafund í Breiðfirðingabúð, þar sem það mun skýra fyrir „ekkibíleigendum“ hvernig búið er að þessum „undirstöðuatvinnuvegi“ og hann þrautpíndur af ríkisvaldinu! Borgarafundurinn sem bíla- eigendur boða til í Breiðfirð- ingabúð annað kvöld hefst kl. 8.30 og þar munu þeir Sig- urður Þorsteinsson og Aron Guðbrandsson flytja framsögu- ræður um það sem nefna mætti ofsköttun bílaeigenda. Stjórn Félags ísl. bifreiðaeig- enda ræddi við fréttamenn á laugardagin. Sagði stjórn FlB við það tækifæri að rekstur bíla bæri raunverulega uppi bæði sjávarútveg og landbúnað. — Skýrðu þeir frá að skattlagn- ingin á bíleigendur væri sem hér segir: 1. 100% skattur á alla bíla og er þessum skatti varið til að greiða hallann af rekstri togaranna (og skila einhverj- um tekjuafgangi). I sambandi við þetta mótmælir FÍB að jepp- ar séu undanþegnir slíkum skatti, sé hann lagður á aðra bíla, því jeppar séu ekki vinnu- vélar bændanna heldur séu það dráttarvélar. Vill FÍB að allir greiði jafnan bílaskatt. 2. 60% bátagjaldeyrisálag á alla varahluti til bíla. 3. 35 % dýrtíðarsjóðsgjald til að greiða niður landbúnaðar- vörur. 4. Hagnaður af rekstri Ríkis- útvarpsins er hálfri milljón kr. hærri fyrir það að bílaeigendur sem hafa útvarp i bílnum hjá sér verða að greiða afnotagjald af tveim viðtækjum. Hinsvegar mega bíleigendur, sem aðrir, eiga mörg viðtæki heima hjá sér án þess að greiða gjald af nema einu, en festi þeir við- tæki í bíl sinn skulu þeir greiða sérstakt gjald af því. 5. 35 aurar eru greiddir í vegaskatt af hverjum benzín- lítra — auk tolla og söluskatts. Framhald á 3. síðu. reknetaveiðar hér við Faxa- flóa. I sambandi við það sem áð- ur er sagt um pólsku samning- ana vantar nú 50-60 þús. tunn- ur af frystri og saltaðri síld til þess að hægt sé að standa við gerða samninga. Báfur me<5 tveim mönnnm týndur Níu smálesta bátur, Áfram, héðan úr Reykjavík, sem á voru tveir menn, fór í róður s. 1. fimmtudag og hefur ekk- ert til hans spurzt síðan. Skip er beðin liafa verið að svipast um eftir honum hafa einskis orðið vísari. Slysavarnafélagið óskaði þess í gær að leitað yrði á fjörum liér við flóann í dag. Ljósmyndasýnú ingin var opnuð í gær í gær var opnuð í Þjóðminja- safninu fyrsta ljósmyndasýn- ing Ljósmyndafélags Reykja- víkur. Á sýningunni eru 90 myndír eftir 39 menn, félagsmenn og utanfélagsmenn, áhugamenn og atvinnuljósmyndara. Hjálmar R. Bárðarson opnaði sýninguna með ræðu, þar sem hann sagði m.a. að myndirnar hefðu fyrst og fremst verið valdar með það fyrir augum að þær hefðu myndrænt gildi. Engan, sem áhuga hefur fyr- ir myndum mun iðra þess að sjá sýningu þetta. Nýr heiðurs- prófessor Forseti íslands hefur sam- kvæmt tillögu menntamálaráð- herra sæmt Pétur Sigurðsson, háskólaritara, sem um þessar mundir hefur gegnt starfi sínu í 25 ár, prófessorsnafnbót.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.