Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.10.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. október 1954 ------ þJÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. t Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. I Prentsmlðja ÞJóðviljans h.f. . m--------------------------------------------------e ! Fornar hugsjónir Morgunblaðið ræður sér ekki fyrir fögnuði í forustugrein EÍnni í gær yfir því að verið er að troða hinu nýnazistíska Vest- urþýzkalandi inn í Atlanzhafsbandalagið jafnframt því sem það fær aðild að hinum nýstofnuðu hernaðarsamtökum Vestur- Evrópu. Á þetta málgagn bandarísku yfirgangsstefnunnar vart nógjii litrik orð til þess að prísa þá stjórnlist og framsýni sem það sýni hjá forráðamönnum „lýðræðisþjóðanna" að vopna Þjóðverja að nýju og skapa þeim möguleika til að taka þar til sem frá var horfið þegar nazisminn var lagður að velli með sam- eiginlegum fórnum og samstilltum átökum allra frelsisunnandi bjóða. Þessi afstaða Morgunblaðsins og spilltustu afla íslenzku auð- Eiéttarinnar þarf engum að koma á óvart. Þetta eru sömu öflin sem fögnuðu valdatöku nazismans í Þýzkalandi á sínum tíma. Það er ekki gleymt hvernig Morgunblaðið snerist við því her- bragði nazistanna þýzku að kveikja í þinghúsinu í Berlín, kenna síðan kommúnistum og nota sem átillu til hamslausra ofsókna gegn Kommúnistaflokknum og þýzku verkalýðshreyfingunni. Morgunblaðið gleypti nazistalygarnar hráar og gerði málstað hmna raunverulegu brennuvarga að sínum. Ekki er vitað til þess að nokkurt borgarablað í siðmenningarlandi hafi lotið svo lágt í þjónustunni við nazistísku ofbeldisöflin, enda var for- kölfar Sjálfstæðisflokksins endurgoldin hundsleg auðmýkt tolaðs og flokks með endurteknum heimboðum til Hitlers- ■Þýzkalands meðan veldi þess stóð sem hæst. Sóttu foringjar Sjálfstæðisflokksins þangað holl ráð og uppörvun í baráttunni gegn sósíalisma og verkalýðshreyfingu á Islandi. Um svipað leyti stofnsettu þýzku nazistarnir opinbera deild Úr ofbeldissamtökum sínum hér heima. Höfuðáherzla var lögð á fyrirsát og líkamsárásir að næturlagi á kunna vinstri menn <og íhaldsandstæðinga. Einkennisbúið árásarlið æfði reglubund- ið listir sínar og naut mikillar velþóknunar Sjálfstæðisflokk- ins. Gáfu helztu foringjar hans þessum ungu og bardagafúsu Iramvörðum auðvaldsins hvert siðferðisvottorðið eftir annað, og fóru hinum mestu viðurkenningarorðum um afrek þeirra og Íyrirætlanir. Það var ekki fyrr en fall nazismans var fyrirsjáanlegt að S/álfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið sneru við blaðinu. Var flokkurinn og blaðið þá um skeið á eins konar vergangi hvað þjónustu snerti við erlend auðvaldsöfl. En úr þessu rættist fljót- lega þegar auðvald Bandaríkjanna tók að beita sér fyrir skipu- ló'gðum hernaðarsamtökum gegn fyrri bandamönnum í styrj- öldinni við Hitlers-Þýzkaland og bandalagsríki þess. Einn þátt- nrinn í þeirri starfsemi var ásælni Bandaríkjanna í hernaðar- þækistöðvar hér heima á íslandi og þá þekkti Sjálfstæðis- fiokkurinn og Morgunblaðið fljótt sína. Sjálfstæðisflokkurinn £tkk fram fyrir skjöldu í þjónustunni við herstöðvakröfurnar og Morgunblaðið fékk aftur hlutverk sem var í samræmi við eðli þess og hjartalag. Nýnazisminn í Bandaríkjunum og Vesturþýzkalandi er þvi hugsjón sem Morgunblaðið kann að meta. Draumurinn um að ejá sósíalisma og verkalýðshreyfingu kæfð í blóði vakir enn í brjóstum Morgunblaðsmanna, þrátt fj’rir mótgang þann og ■Vonbrigði sem þetta fólk varð að þola við uppgjöf. og fall Hitl- ers-Þýzkalands. Það heldur að það eigi eftir að sjá þessa dýru þagsjón sína rætast fyrir atbeina þeirra nazistísku afla sem Bú ráða mestu í Bandaríkjunum og Vesturþýzkalandi. En þarna skjátlast þeim ólánslýð sem gengið hefur á mála hjá hverju því erlendu herveldi sem hefur viljað nýta stuðning hans og aostoð. Sósíalismi og verkalýðshreyfing heimsins er í þeirri sigurför sem ekki verður stöðvuð, þar verður „brautin brotin tíl enda“ hvort sem öflum afturhalds og auðvalds líkar betur eða ver. Þeirri þróun verður ekki breytt með hernaðarbanda- 3ögum eða uppvakningu hins fallna draugs nazismans, sem þjóð- ir heimsins glímdu við og sigruðu í styrjöldinni. Eigi að síður er ekkert auðveldara en að leiða böl og hörmungar yfir mann- k. nið að nýju með því að efla þýzku nazistana til nýrra árása '< skjóli bandalags við „lýðræðisöflin" eins og nú er stefnt að. í því liggur meiri hætta en margir gera sér ljóst í fljótu bragði. Bins vegar er fögnuður Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðs- ins ekkert undrunarefni; hann byggist á tryggð við fornar hug- sýónir sem ekki rættust á sínum tíma en þetta ólánssama fólk ,væntir nú að blási byrlegar fyrir. Níræður: r Hrni Hólsn Magnússon Hann kenndi mér að lesa fyrir tuttugu og fimm árum, og ég man enn eftir því eins og ritúali, allan tímann frá því ég sá honum bregða fyrir niðri við Rósenborg, hvernig sem viðraði að vetrinum, með eitthvað undir hendinni, sem ég bar talsverða virðing fyr- ir, og þegar ég trítlaði á eft- ir honum, eftirvæntingarfull- ur, upp stigann til stærsta herbergisins á suðurloftinu, sem veit' út að Pollinum og Vaðlaheiðinni, og við sett- umst hlið við hlið á koffort við hrufótt borð, sem allt var í blekklessum sumpart af völdum skólanemenda og sumpart af mín, og þegar hann tók upp gleraugun, fægði þau og setti þau á sig snyrtilega og brá teygisnúr- unni utan af þessu, sem var undir hendinni, og opnaði það og í ljós kom Stafrófskver séra Jónasar á Hrafnagili og síðar, þegar fram í sótti, Barnagull eftir sama og lét mig stauta þar til hann sagði: Nóg í dag, og klappaði á koll- inn á mér. Hann kom alltaf með útilykt með sér, og hann kom oftasi á morgnana nokk- uð snemma, og það var alltaf góð kaffilykt af honum. Mér fannst alltaf verða ilmur úr því, þegar hún og útilyktin blönduðust saman við nef- tóbakslyktina, en hana fann ég greinilegast, þegar hann tók fram rauða klútinn og brá honum á nefið eða þurrk- aði rauða grástirnda efrivar- arskeggið, sem ég gaut oft augunum til í laumi og með lotningu. Mér fannst allt í stíl, og síðan átti ég lengi bágt með að hugsa mér kenn- ara og kennslu öðruvísi. Bækurnar þessar, sem hann tók fram og setti fyrir framan mig, voru gamlar og gular, og hann hafði haft þær í um- ferð fjölda ára, og ekki leng- ur hægt að henda reiður á tölu þeirra, sem höfðu lært til stafs með aðstoð þeirra og hans, er átti þær. Það var líka skrýtin lykt af þeim, og mér þótti alltaf vænt um hana, og síðan hefur hún minnt mig á leyndardóma vizkunnar, ef nokkuð hefur. Ég varð rígmontinn af því, að mega handfjatla þessar bæk- ur og læra á þær hjá honum, og í hvert sinn sem ég fletti blöðunum og rýndi í táknin, andaði ég að mér lyktinni eins og reykelsisilmi í ka- þólskri athöfn. Eg hélt ég yrði vitrari en ella, ef ég gerði það. Og ég var oft há- tíðlegur á þeim stundum og forðaðist að láta mig langa of mikið í snjókast eða fara á skíði á Barðstúninu. Árni Hólm kenndi mér fjóra vetur — það voru góðir dagar — og enn finnst mér hátíð að rifja upp, þegar hann kom með pennastöngina og tók splunkunýjan axarpenna upp úr vestisvasanum eða budd- unni — skakkpenna, sem ,,fínt“ fólk á dönsku Akur- eyri kallaði Skævepen, sagði mér að bleyta hann á turigu- broddinum, af því að hann kennari væri alveg nýr, kenndi mér í eitt skipti fyrir öll, hvernig ég ætti að stinga honum í gróf- ina, og hvemig ég ætti að dýfa honum í blekbyttuna með þeirri glæsifágun, sem ég mun seint gleyma, og að lok- um hvernig hann stýrði á mér hendinni mjúklega, þegar ég þá i fyrsta sinn paufaðist við skrifstafina. Hann dró sjálf- ur upp stafina, kenndi eftir Árni Hólm Magnússon sinni forskrift. Hann var listaskrifari og fór víða orð af, kenndi snarhönd, studdist viða Gröndalskerfi, sem svo er kennt við skáldið Benedikt, og hélt Árni fast við. Kopar- stunguforskrift, eins og hún var kennd, kom síðar til sög- unnar með forskriftarbókum Jóns Þórarinssónar, fræðslu- málastjóra. Snarhondin þótti mörgum listrænni og persónu legri og ekki bundin fastmót- aðri forskrift eins og kopar- stungan. I þann tíð tíðkuðust fagrar rithendur og litið á slíkt sem list. Hjá Áma hlaut ég mennt, sem streymdi til hjartans, því þar varð allt að ævintýri. Á þriðja vetri fór hann að sýna mér á landakort, og þá byrjaði hann einnig að fræða mig um parta ræðunnar í ís- lenzku og málfræði, allt án bókar, og hjá honum skrif- aði ég mína fyrstu ritgerð — hún var um vorið minnir mig — og síðar þegar ég fór í annan skóla átti ég eftir að skrifa fleiri ritgerðir um vor- ið, en þá þurfti maður endi- lega að fara öðruvísi að því. Mér hafði þótt gaman að því í fyrsta sinn hjá Árna. Ég fékk aldrei á tilfinninguna, að ég væri þvingaður til að læra þetta, sem ég átti að læra hjá honum, og mér fannst allt vera eðlilegt og sjálfsagt eins og veðrið og snjórinn úti. Árni Hólm Magnússon er níræður nú, fæddur 22. októ- ber 1864 á hreppsenda í suð- lægum inndal Eyjafjarðar, að Öxnafelli í Saurbæjarhreppi. Þar sátu jafnan hreppstjór- ar í hans tíð. Foreldrar hans voru Steinunn Benja- mínsdóttir Pálssonar, bónda, í Víðigerði í Eyjafirði, og Magnús hreppstjóri Árnason, prests Snorrasonar, sem sein- ast bjó á Tjörn í Svarfaðar- dal, hafði áður þjónað á Felli í Sléttuhlíð. Magnús faðir Árna var af Húsafellsætt, og þaðan eru runnir margir kennimenn og gáfumenn. Hann var tvíkvæntur, og hét fyrri kona hans Hólmfríður frá Ánastöðum í Eyjafirði, og með henni átti hann tvær dætur, hétu báðar Ragnheið- ir, en önnur, sú yngri Guð- rún Ragnheiður, giftist séra Jóni syni Jóns lærða á Möðru- felli, sem þjónaði Grundar- þingum. Ragnheiður hin átti Sigurð bónda á Jórunnarstöð- um. Hann var orðlagður ferðamaður. Synir þeirra voru Magnús stórhöldur á Grund og þeir bræður. Árni var get- inn af síðara hjónabandi, og má hiklaust telja ætt hans hafa „blátt blóð,“ — að hún sé göfug og. stór í rót og að eðli. Hann ólst upp í Öxna- felli til fermingaraldurs. Fór í Möðruvallaskóla haustið 1881 og brautskráðist þaðan 1883. Þá þóttu gerðar harðar kröfur til nemenda, kennarar eftirgangsharðir og óvægir í einkunnagjöf og ekki hneigðir fyrir að ,,favera“ eins og á skólamáli segir, og við loka- prófið var Árni sá eini nem- enda, sem hlaut fyrstu aðal- einkunn. Að loknu námi á Möðruvöllum stundaði Árni kennslu að einhverju leyti með venjulegum sveitastörf- um, en tók nú að búa sig undir skóla hjá séra Jakobi Björnssyni í Saurbæ, sem síð- ar varð tengdafaðir hans, lærði latínu 1 ]/2 ár og settist í annan bekk Latínuskólans haustið 1885 að afloknu 1. bekkjar prófi. Hann var tvo vetur suður þar, en veiktist af augnveiki seinna veturinn og varð að hætta námi af þeim sökum. Árni gat sér glæsilegan orðstír fyrir snerpu og afrek í námi. í bekk hans voru þá annálaðir harðvítugir námsgarpar eins og heitnir Haraldur Níelsson prófessor og Sæmundur Bjarnhéðinsson, holdsveikralæknir. Árni varð efstur um vorið eftir fyrra veturinn, en þreytti ekki próf árið síðara vegna þess, sem að framan greinir. Þó var lær- dómsáhugi hans svo mikill, hef ég heyrt, að hann bað rektor um að fá að sitja í tímum löngu eftir að hann gat ekki greint á bók sakir sjóndeprunnar og höfuðkval- anna, sem af sjúkleikanum stöfuðu. Árni þótti yfirburða- maður í ýmsum námsgreinum, einkum grísku -— þar hafði hann spilin, spaðana og ásana — og sennilega engu lakari í íslenzku og veraldarsögu, því að hann lék sér að þrístirmju praei yfir línuna. 1 lærða skól- anum var þá lögð meginá- herzla á artes bonae — fagr- ar menntir, hinar klassísku dygðir. Inntökuskilyrði í I. bekk voru 100 síður í Caes- ar: Það svarar sennilega til fjórða bekkjar lesningar í menntaskóla nú í sömu grein og freklega það. Sjö kennslu- stundir í henni viku hverja í neðri bekkjum og níu í þeim efri, og 5-7 í grísku. Námið var hart, og það sótti rjóminn af ungmennum þjóðarinnar, og það hafa verið ill örlög, Framh. á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.