Þjóðviljinn - 07.11.1954, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. nóvember 1954 -----
llJÓOVIUINN
Útgefandi: SameiningarfloUkur alþýSu — Sósialistaflokkurinn.
! Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)'
' Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, ilagnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu3tlg
lfl. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
1 Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
' fsland og Sovétríkin
' Síðan Þjóðvarnarflokkurinn var stofnaður hefur hann
gagnrýnt sósíalista harðlega fyrir það að þeir fást ekki
til að taka þátt í hatursáróðrinum gegn sósíalismanum
og fyrst og fremst Sovétríkjunum. Klifar blað Þjóðvarn-
armanna á því að með þessu hafi sósíalistar dæmt sig úr
leik í baráttu íslendinga gegn hernáminu og bandarískri
ásælni. Eina rétta leiöin sé að taka hástöfum undir
Eússaníðið og mótmæla jafnframt afsali landsréttinda,
enda hefur þeirri reglu verið fylgt mjög trúlega í Frjálsri
þjóð og ræðum Þjóðvarnarleiðtoganna.
Það er ástæöa til að benda á að þetta er mjög hættu-
leg rökleysa. Að sjálfsögðu er þaö fráleit ósvífni að ætl-
ast til þess að íslenzkir sósíalistar fari að níða félaga
sína í öðrum löndum sem eru að byggja upp hjá sér
nýjan heim. En sú afstaða að láta undan síga fyrir
Itússagrýlunni er ekki síður fráleit fyrir aöra hernáms:
andstæðinga; með því að taka undir söng hernámsbláð-
anna um þau efni eru þ^ir að berjast gegn sínum eigin
stefnumiðum (sé um heilindi áð ræða) og festa hernáms-
öflin í sessi.
Rússaníöið á sér ekki fyrst og fremst forsendur og
skýringar austur í Sovétríkjunum heldur hér á íslandi.
Þegar stjórnarblöðin reka upp gól sín eru skýringarnar
ævinlega atburðir sem eru. aö gerast hérlendis, ýmist bar-
átta gegn nauðsynjamálum eða röksemdir fyrir óþurft-
arverkum.
Þegar verkalýðssamtökin heyja kjarabaráttu, upphefst
sevinlega ófagur söngur um Sovétríkin, og sagt er að það
séu Rússar sem eru áð æsa upp kröfugirnina í íslend-
ingum.
Þegar borin eru fram á þingi réttlætismál alþýðu eru
svörin jafnan fúkyrðaaustur um þessa fjarlægu við-
skiptaþjóð okkar.
En fyrst og fremst hefur Rússaníðinu verið beitt til
þess að rökstyðja hernámið og allar aðgerðir í sambandi
við það. Það er sagt að við verðum að hafa hér erlenda
'•stríðsmenn vegna þess að Sovétríkin bíði þess grá fyrir
járnum að geta hremmt landið. Er klifað á þessu með
fjölþættustu tilbrigðum dag eftir dag, og oft fær áróð-
nrinn á sig hinn skoplegasta blæ; þannig getur fljúgandi
lómur orðið æsingaefni dögum saman og sönnun um
skuggaleg áform Sovétrússa svo ekki sé minnzt á búsá-
höldin í loftinu. En hins er ekki aö dyljast að þessi áróð-
ur hefur haft áhrif, hann er einasta ,,röksemdin“ fyrir
hernáminu, einasta réttlæting jafnt forustumanna her-
námsflokkanna sem fylgjenda þeirra. Væri grýla þessi
ekki mögnuð sem ákaflegast gætu þeir með engu móti
aísakað svik sín viö sjálfstæði og réttindi þjóðarinnar.
Af þessu leiðir að það hlýtur að vera eitt brýnasta
verkefni allra einlægra hernámsandstæðinga að tæta
þessar blekkingar sundur, því um leið og Rússagrýlan er
farin veg allrar veraldar er ekki stætt á hernámi lands-
ins. Þetta veröur aöeins gert með því aö láta Sovétríkin
og önnur sósíalistísk lönd njóta sannmælis, birta sjónar-
inið þeirra óbrengluð og auka hlutlæga þekkingu hvers
einasta íslendings, þannig að menn geti lagt sjálfstætt
mat á aðstæður heimsstjórnmálanna og gleypi ekki við
fráleitum þvættingi af þekkingarskorti. Félagið Menn-
ingartengsl íslands og Ráöstjórnarríkjanna hefur þegar
unnið mjög gott verk á þessum sviðum, aukið gagn-
kvæma þekkingu og persónuleg tengsl milli landanna.
Það er ástæða til að þakka félaginu sérstaklega þetta
mikilvæga framlag til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar; á
þessu sviði sem öörum mun þekkingin gera okkui’ frjálsa.
En það er glöggt dæmi um öfuguggahátt og rökleysur
Þjóðvarnarmanna, að þeir hafa lagt sérstakt kapp á að
afflytja þessa starfsemi MÍR — ef skýringanna er þá
ekki að leita í enn lakari hvötum.
‘ Sovétríkin eru nú mikilvægasta viðskiptaland fslend-
ánga. Hlutlæg þekking á Sovétríkjunum og stefnumiðum
þeirra er ein meginforsenda þess að við höldum skynsam-
2ega á okkar eigin vandamálum. Fram hjá þessum stað-
reyndum verður ekki komizt.
SKAK Ritstjórii Guðmundur Arnlaugsson
Svissneskur sigur í Amsterdam
í neðra flokki skákmótsins
í Amsterdam var keppnin afar
tvísýn fram á síðustu stund.
Framan af leit út fyrir að bar-
áttan um fyrsta sætið mundi
standa milli Kanada og Aust-
urríkis, en þegar fór að síga á
seinni hlutann kom þriðji
kandídatinn til sögunnar, Sviss-
lendingar, er unnu þessar þjóð-
ir hvora um sig með 3 vinn.
gegn 1 og voru þá komnir jafn
langt þeim. Spenningurinn óx
með hverri umferð og á síðustu
skák mótsins valt röð þessara
þriggja þjóða. Henni lauk svo
að Svisslendingar hrepptu
fyrstu verðlaun með 37 vinn.,
Kanada önnur með 36 vinn. og
Austurríki þriðju með 36 vinn-
inga. Rétt neðan við þessar
þrjár þjóðir koma Danir með
34(4 vinn., en síðan er góður
spölur niður að næstu löndum:
Ítalíu, Kólombíu, Belgíu, Finn-
landi, Frakklandi, Saar, Noregi,
Grikklandi, írlandi og Lúxem-
burg.
Þessi sigur Svisslendinga
kom mönnum á óvart, en þeir
voru vel að honum komnir.
Þeir unnu alla leiki sína nema
tvo: gerðu jafntefli við Dani og
töpuðu 3:1 gegn Grikkjum. Lið
þeirra var að verulegu leytí
skipað ungum lítt þekktum
mönnum: J. Kupper, M. Blau,
E. Nievergelt, E. Bhend, E.
Walther og O. Zimmermann.
Hæstu vinningahlutfalli náði
Bhend, 10 vinningum af 13, en
þeir Walther og'Kupper voru
aðeins lítið lakari. Hér fer á
eftir ein af skákum Svisslend-
inganna.
Sikileyjarleikuv.
Bhend Lokvenc
(Sviss) (Austurríki)
1. e2—e4 c7—c5
2. Rgl—f3 Rb8—c6
3. d,2—d4 c5xd4
4. Rf3xd4 Rg8—f6
5. Rbl—c3 d7—d6
6. BH—e2 e7—e6
7. 0—0 a7—a6
8. Bcl—e3 Bf8—e7
9. f2—f4 Dd8—c7
10. Ddl—el 0—0
11. Del—g3 Hf8—d8
12. Hal—dl Ha8—b8
Hrókurinn stendur ekki vel á
b8 eins og fljótt kemur í ljós.
13. Kgl—hl Rc6xd4
14. Be3xd4 b7—b5
Með þremur síðustu leikjum
sínum hefur svartur ætlað sér
skæruhemað á jaðrinum
drottningarmegin, en þeir leiða
hann beint til tortímingar með
furðu skjótum hætti.
15. e4—e5! Rf6—e8
Að drepa á e5 kostar skipta-
mun eða annað verra, svo að
riddarinn verður að fara til e8,
en þaðan hindrar hann mát á
g7 eftir að hvítur hefur leikið
exd6.
16. e5xd6 Be7xd6
17. Rc3—e4!
Hótar að vinna skiptamuninn
á einfaldan hátt með Rxd6 og
Be5. Við þessu er engin sæmi-
leg vöm, Bf8 strandar á Be5,
og De7 á Rxd6, Hxd6, Bc5.
Lokvenc reynir að valda e5 og
g7, en tapar bara á annan hátt.
17. ... n—f6
18. Re4xf6f Re8xf6
19. Bd4xf6 Hd8—f8
20. Bf6xg7! Bd6xf4
Svartur reynir að vinna annað
péðið aftur. Skárra var Dxg7,
en leiðir þó einnig til taps.
Hvítur á leik og mátar ekki
síðar en í þriðja leik!
TAFLLOK
eftir F. J. Prokop, Tékkóslóv.
í tafllokum eru eins og í
öðrum skáldskap tvær höfuð-
stefnur, rómantíska stefnan og
raunsæisstefnan. Sumir tafl-
lokahöfundar eru alveg ó-
hræddir við að láta gamminn
gelsa, spinna hverja furðusög-
una af annarri og kæra sig
kollótta þótt fram komi fárán-
legustu og ólíklegustu taflstöð-
ur. Aðrir hafa hið teflda tafl
sífellt í huga og eftir þessum
tafllokum að dæma virðist Pró-
kóp í þeírra hóp. Þessi staða
gæti sem hæglegast verið úr
tefldri skák og framhaldið er
í stíl við upphafsstöðuna.
Hvítur á að vinna.
Liðsaflinn er svipaður, en
hvítur stendur betur að því
leyti að svarti kóngurinn á að-
eins einn reit fyrir utan þann
sem hann stendur á, og má því
gæta sín að verða ekki mát.
Þetta færir hvítur sér í nyt.
1. Kgl. Hótar máti, bæði með
Bfl og Bd7. Nú eru góð ráð dýr.
1. _ Hg8t 2. Khl Re3! Snjall
leikur og eina vörnin. Ef nú 3.
Bxe3 þá 3. — Kg3 4. Bc6 Hf8
5. Kgl Hxf3 6. Bxf3 Kxf3 og
skákin verður jafntefli.
3. Bd7t Rg4. Bersýnilega eina
vörnin. Nú dugar hvorki Bxg4ý
né fxg4 nema til jafnteflis.
Hvemig á hvítur þá að fara
að?
4. Kgl! Kóngurinn heldur
aftur heim á fl til þess að
losna við patthættuna.
4. — Hg7 5. Bf5 Hg5 Svartur
á ekki um annað að velja.
6. gxf5 Nú er hvítur búinn
að vinna mann, biskuparnir og
peðið vinna hægt og sígandi
gegn hróknum ef svartur hefst
ekki eitthvað að. Hvítur þarf
þá aðeins að gæta sín að gefa
svarti ekki kost á að skipta
hróknum fyrir annan biskupinn
og peðið, en hjá þvi er unnt
að komast með lagni. En hvern-
ig er það þá með pattið?
6. — Hxg5ý Síðasta tilraunin!
7. Kfl! Nú er svartur í leik-
þröng, hann missir því hrókinn
og hvítur vinnur í fáum leikj-
um, eitthvað á þessa leið:
7. — Kh2 8. Bxg4 Khl 9. Be3
Kh2 10. Bf4t Khl 11. Bf3 mát.
Þannig vann hvítur taflið á
einfaldan en snotran hátt, með
því að ná valdi á h2 með kóngi
sínum og sleppa því síðan aftur.
Euwe — Stáhlberg.
Rétt í því að þessar línur
voru ritaðar hringdi til mín
einn ágætur skákmaður hér í
bæ og benti mér á, að Stáhl-
berg á betri vörn í skákinni
við Euwe í síðasta þætti, ef
hann leikur Df7 í stað Db6 i
28. leik. Með því að láta skipta-
mun ef svo ber Undir getur
svartur knúið fram tafllok með
drottningu gegn tveimur hrók-
um, þar sem að minnsta kosti
er ekki jafri auðvelt að rekja
vinning og í skákinni sjálfri.
Samkeppnin.
Ein úrlausn hefur borizt í
samkeppninni um vinningsleið
Guðmundar Pálmasonar í skák-
inni við Rossetto og verður
væntanlega birt í næsta þætti.
Menn eru því beðnir að hraða
sér ef þeir ætla að taka þátt.
| fslenzk tónlistaræska
er að hefja annað starfstímabil sitt og býður
: meðlimum sínum á hljómleika Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, sem haldnir verða í Þjóðleikhúsinu
] þriöjudaginn 9. nóv. kl. 9 e.h.
Meðlimir, sem hafa ekki enn greitt félagsgjald
| sitt fyrir þetta ár, svo og þeir er óska að gerast
meðlimir, geta vitjað aðgöngumiða í tónlistar-
: skólann, Laufásveg 7, n.k. mánudag og þriðjudag
kl. 5-7, og greitt árgjaldið um leið, sem er 100
\ krónur fyrir 10 hljómleika.