Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 1
æf n
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
minnist fullveldisafmælisins meS'
fagnaði í Skátaheimilinu n.k.
sunnudagskvöld. Fullveldisfagn-
aðurinn verður auglýstur nánar
og þá getið skemmtiatriða.
Yinstrimenn nnnn stjórn Alþýðusamhandsins
Hannibal Valdimarsson kosinn iorseti Alþýðusam-
bandsins - Eðvarð Sigurðsson kjörinn varaiorseti
Fulltrúar á þingi Alþýðusambandsins íram-
kvæmdu s.l. nótt kröíu verkalýðsins um allt land
að útrýma áhrifum atvinnurekenda úr stjórn Al-
þýðusambandsins og kjósa vinstri stjórn.
Hannibal Valdimarsson var kjörinn forseti Al-
þýðusambandsins með 175 atkv. Jón Sigurðsson
fékk 146.
Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar, var kjörinn
varaiorseti Alþýðusambandsins með 161 atkv., Ósk-
ar Hallgrímsson fékk 159.
Magnús Bjarnason úr Dagsbrún var kosinn ritari
sambandsins með 161 atkv., Magnús Ástmarsson
fékk 160 atkv.
Hannibal Valdimarsson
Eðvarð Sigurðsson
Kosning stjórnar Alþýðusam-
bandsins hófst kl. 1 s.l. nótt.
Framsögumenn uppstillingar-
nefndar voru tveir. Hálfdán
Sveinsson lýsti yfir að samkomu-
lag hefði ekki náðst í nefndinni
og tilkynnti hann forsetaefni
hægri manna: Jón Sigurðsson.
Framsögumaður vinstri manna
í uppstillingarnefnd var Bjöm
Jónsson formaður Verkamanna-
félags Akureyrarkaupstaðar.
Lýsti hann yfir að fullt sam-
komulag væri milli vinstri manna
um stjóm til að hafa forustu
fyrir Alþýðusambandinu næstu
tvö árin, því víðtæka sainstarfi
er gengið hefur eins og rauður
þráður í geenum þetta þing
verður haldið áfram.
Sambandsstjórnarmenn úr
Reykjavík vom kosin:
Sigríður Hannesdóttir frá
Verkakvennafélaginu Fram-
sókn með 166 atkv.; Snorri
Jónsson formaður Félags jám-
iðnaðarmanna með 166 atkv.;
Ásgeir Guðmundsson frá Hinu
íslenzka prentarafélagi með
162 atkv. og Kristján Guð-
mundsson frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur með 161 atkv.
Eggert Þorsteinsson form.
Múrarafélags Reykjavíkur fékk
159 atkv.; Jóhanna Egilsdóttir
form. vkf. Framsókn fékk 156;
Ásgrímur Gíslason frá Vöru-
bílstjórafél. Þrótti fékk 155;
Öskar Hallgrímsson form. Fél.
ísl. rafvirkja fékk 151 og Þor-
steinn Pétursson fékk 2 atkv.
Sambandsstjórnarinenn úr
Hafnarfirði voru kosin;
Sigurrós Sveinsdóttir form.
Verkakvennafél. Framtíðin með
314 atkv. og Pétur Óskarsson
úr stjórn Sjómannafél. Hafn-
arfjarðar með 161 atkv.
Pálmi Jónsson frá Sjómanna-
fél. Hafnarfjarðar fékk 155.
Kosningu sambandsstjórnar-
manna utan af landi var ólokið
þegar blaðið fór í prentun.
Alþýðusambandsþingið hófst
kl. hálftvö í gær og voru þá
ræddar tillögur og álit nefnda,
en kl. 4 var þinghlé, en þá fór
síðasti hluti fulltrúanna til
Bessastaða í boði forseta Is-
lands. Kl. 9 hófst fundur aftur
og voru þá rædd og afgreidd
nokkur nefndarálit.
Að loknu kjöri sambands-
stjórnar var enn eftir að af-
greiða nokkur nefndarálit og
tillögur, og átti að ljúka því í
morgun og slíta síðan þinginu.
Verða samþykktir þingsins
birtar síðar.
Frakkar vilja boða til f jögra
velda ráðstefnu í vor
í ávarpi er franski forsætisráðherrann, Mendes France
flutti allsherjarþingi SameinuÖu þjóðanna í gær lýsti
hann því yfir að Frakkar væru fúsir að boöa til fjórvelda-
ráðstefnu í París að vori, með þátttöku Sovétríkjanna.
Heimsékn söngkérs verkalýðsins
Þau ánœg)ulegu tíðindi gerðust á Alþýðusambands-
þinginu að þangaö kom Söngfélag verkalýðssamtakanna
og söng nokkur lög, undir stjórn söngstjórans, Sigur-
sveins D. Kristinssonar. — Þau mistök urðu að reiknað
hafði verið með að hljóðfœri vœri í svo stóru samkomu-
húsi og KR-skálanum, en svo var ekki, og í gcer reyndist
ókleyft að fá flutt hljóðfœri í húsið, þó hljóðfœri væri í
boði. Varð því að fella niður nokkurn hluta söngskrár-
innar, þar á meðal einsöng Guðmundar Jónssonar óperu-
söngvara.
Þingfulltrúar fögnuðu söng kórsins ákaft og myndu
gjarnan hafa kosið að tœkifœri hefði verið til að lilýða
lengur á hann.
En ex ekki ástœða til að minnast þeirrar ömurlegu
staðreyndar að Söngkór verkalýðssamtákanna berst í
bökkum vegna fjárskorts þótt 24 þúsundir manna séu
í verkalýðssamtökunum? Er ekki kominn tími til þess
að breyta því?
Hins vegar taldi hann þýðing
arlaust að halda slíka ráð-
stefnu áður en fullgiltir hefðu
verið samningarnir frá London
og París.
Forsætisráðherrann lagði á-
herzlu á að ekki mætti hætta
að leita að samkomulagsleið-
um og því færi fjarri að leiðum
til samkomulags hefði verið
iokað með þeim samningsgerð-
um Vesturveldanna, sem nýlok-
ið væri.
Grikklandssijóm tapar
fylgi
Við bæjarstjórnarkosningar i
Grikklandi hafa andstæðingar
ríkisstjórnarinnar unnið veru-
lega á og náð meirihluta í mörg
um bæjum, að því er frétta-
stofufregnir herma.
Andrei Visinskí látinn
Varð bráðkvaddur í New York í gær
Einn víðkunnasti stjórnmálamaður Sovétríkjanna og
Sameinuðu þjóðanna, Andrei Janúarjevitsj Visinskí, er
látinn.
Var hann að störfum í New
York sem formaður sendi-
nefndar Sovétríkjanna, er hann
fékk hjartaslag í gær og and-
aðist þegar.
Forseti allsherjarþingsins,
van Kleffens, tilkynnti þing-
heimi lát lians og minntist hans
sem mikilhæfs stjórnmálaskör-
ungs, og bað þingheim að rísa
úr sætum og votta honum virð-
ingu, en fundi var síðan frest-
að, og fáni Sameinuðu þjcð-
anna og hinna 60 þátttökuríkja
dregnir i hálfa stöng.
Á fundi síðar í gær minntust
formenn margra sendinefnda
hins látna stjórnmálamanns, en
settur formaður sendinefndar
Sovétríkjanna, Sobeleff, þakk-
aði með nokkrum látlausum
orðum.
Á undanförnum áratugum
hefur Visinskí, sem var lög-
fræðingur að menntun, gegnt
fjölda trúnaðarstarfa fyrir
land sitt, m.a. verið utanríkis-
ráðh. Hann var fæddur 1883
og hlaut menntun sína við há-
skólann í Kíeff. Gekk í bylt-
ingahreyfingu rússnesku sósí-
aldemókratanna 1902, starfaði
í Kákasus, varð ritari Bakú-
sovétsins 1905, oft liandtekinn
af lögreglu keisarans og fang-
elsaður 1907.
Visinskí hefur mjög unnið að
skipulagningu réttarfarsmála
í Sovétríkjunum og ritað mörg
verk um lögfræðileg og póli-
tísk efni. Hann var meðlimur í
miðstjórn Kommúnistaflokks
Sovétrikjanna.
Tilkynnt var í Moskva í gær,
að lík hans yrði flutt heim til
Sovétríkjanna, og skipaði
sovétstjórnin og miðstjórn
Kommúnistaflokksins sérstaka
nefnd til að sjá um útförina.
Flokksstiórnarfundur
Snneiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
ílokksins verður haldinn í kvöld kl. 8.30 að
Tjarnargötu 20.
Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu —
Sósíalistafiokksins