Þjóðviljinn - 23.11.1954, Síða 10

Þjóðviljinn - 23.11.1954, Síða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 23. nóvember 1954 Stigamaðurinn - Eftir Giuseppe Berto 59. dagur skærar stjörnur. „Eigum við langa leið eftir?“ spurði ég. „Af hverju spyrðu? Ertu strax orðinn þreyttur?“ „Nei, mig langaöi bara til að vita þaö“. „Sérðu ölduna þarna? Við þurfum að fara upp á hana. Svo er dálítill spölur eftir, en engar brekkur“. „Hvað heitir staðurinn?" „Conasella. Hefurðu aldrei komið þangað?“ 1 Jú, vissulega hafði ég komið þangað, en aldrei farið 1 þessa leið. Ég mundi að þar var ævagömul stytta eða * íkon þar sem þrír stígar mættust og þess vegna var ' allt umhverfið kallað Conasella. Það var líka hægt að ' komast þangað frá Lauzara og sú leið var ekki eins brött og þessi. Þar voru beykitré og eikur og stór, auð svæði og rétt fyrir ofan tók barrskógurinn við. Og mig rámaði í að hafa séð hús þarna, ekki mjög stórt en úr : steini, með fjárhúsi áföstu. Ef til vill vorum við á leið- inni í það hús. „Hitttum við Michele Rende í Conasella?“ 1 spurði ég. „Svo sagði hann“, svaraði hann. „En oft segir hann eitt og gerir annað. Hann verður að vara sig á njósn- ' urum, ef hann ætlar að lifa dálitlu lengur“. Auðvitað þurfti hann aö vara sig á njósnurum. „Höld- 1 um áfram“, sagði ég. Leiðin sem eftir ' var, var mjög orfið. Maður varð að ' gæta þess að hrasa ekki og falla í hverju spori. Þégar við komumst loks upp á háhæðina námum við aftur^ staðar til að hvíla okkur. Með vindinum barst ilmur af mosa og furutrjám, en við heyrðum þó ekki þytinn í barrskóginum. Þegar ég leit til baka sást yfir allan dal- inn með titrandi ljósaþyrpingu í fjallshlíðinni, þar sem þorpin voru — jafnvel hin fjarlægustu sáust, því að loftið var svo tært; það var hægt að sjá San Pietro og Celico og Spezzano og svo Padace og Pietrafitta og loks þorpið okkar sem skiptist 1 fimm aðskilda hluta. Landið okkar lá þarna fyrir neðan, hátíðlegt, dularfullt og hrjóstrugt; það var hrífandi sjón. Ég hefði heldur viljað að Michele Rende stæði við hlið mér. En það var Giacomo De Luca. „Hvers vegna gerirðu þetta?“ spurði ég hann. „Hvað?“ spurði hann. „Hvers vegna hjálparðu Michele Rende?“ spurði ég. ' „Til þess eru margar ástæöur", svaraði hann og fór ’ undan í flæmingi. „Er það vegna þess að hann borgar þér peninga?“ „Meðal annars. Maður verður að lifa“. 1 „En þú hefur ekki sömu hugsjónir og Michele Rende“. „Víst hef ég það. Heldurðu að ég vildi ekki eiga land sjálfur og lifa eins og manni sæmir? ’ Heldurðu að ég vildi ekki feginn sjá landeigendurna og arðræningjana hengda upp í hæstu trén? En þeir eiga allan auðinn eins og nú standa sakir og þeir bera alltaf sigur úr býtum, en við sökkvum dýpra og dýpra 1 niður í örbirgöina. Þú sást sjálfur hvernig fór fyrir ' Michele Rende þegar hann reis gegn þeim. Engum hefði dottið í hug að skerða hár á höfði hans, ef hann hefði ekki risið gegn landeigendunum“. Mér datt ekki í hug að mótmæla honum. Mér stóð á sama hvort hann hafði á réttu eða röngu að standa, 1 því að röksemdir hans voru aðeins orð, ekkert á bakviö þau, engin tilfinning. Ég iðraðist þess að hafa spurt ’ hann þessarar spurningar. „Mér geöjast vel að Michele Rende“, sagði ég. 1 „Mér geðjast líka vel að honum. En ef einhver gerir 1 skyssur þá er sjálfsagt að segja það, jafnvel þótt manni geðjist að honum. Er ekki svo?“ „Jú, auðvitað“, sagði ég. Við áttum ekki langt eftir og leiðin lá eftir jafn- sléttu eins og Giacomo De Luca hafði sagt. Þetta var ' einn hinna þriggja stíga sem mættust á krossgötunum, var sem íkoninn var Dálitlu lengra burtu var húsiö sem ég mundi eftir. Bakvið húsið hækkaði fjallið aftur ' og var þakið skógi. Eftir þytnum að dæma var það ' barrskógur. Giacomo De Luca barði á glugga, fjórum sinnum á ‘ sérkennilegan hátt. Dyrnar voru opnaðar samstundis. Inni var þægilega hlýtt og ilmur af brennandi viði. Birtu lagði rnn herbergið af olíulampa sem stóð á borð- inu. Það var stúlka sem opnað hafði dyrnar, sennilega unnusta Giacomo De Luca. Hún var ekki lagleg. Hún var með hrokkið hár og flatt nef. Tvö gamalmenni, maður og kona, sátu við eldinn. Konan var mjög lík stúlkunni og sennilega móðir hennar. Og maðurinn hefur trúlega verið faðir hennar, þótt þau væru ekki mjög lík, því að hann var með stórt nef. Ég heilsaði þeim, en þau litu aðeins á ’mig sem snöggvast áhuga- laust og beindu síðan athygli sinni aftur að eldinum. En stúlkan hélt á hinn bóginn áfram að horfa rann- sakandi á mig. „Svo að þetta er bróðir Miliellu?“ spurði hún. „Já“, svaraði Giacomo De Luca. „Systir þín er alltaf aö tala um þig“, sagði hún við mig. „Hún er fjarska hrifin af þér. Ég hélt að þú værir. minni eftir orðum hennar að dæma. En þú ert fullorð- inn maður“. Ég varð dálítið vandræðalegur, af því hvernig hún horfði á mig, en hún brosti. Munnur hennar var ekki einu sinni fallegur, varirnar alltof þykkar. En samtj virtist hún vingjarnleg, og hún var hærri en Giacomo De Luca og hún var í mjög stuttum pilsum eins og borgarstúlka. Hún lét mig setjast við borðið. Það var lagt á borð fyrir tvo við endann á því en enginn borð- dúkur. Stúlkan kom með vín og glös og settist hjá okkur. Hún bar mjög mikla umhyggju fyrir mér, en ég varð enn vandræöalegri við það. Það var moldar- gólf í eldhúsinu og á veggjunum voru ljósmyndir og litmyndir. Úr loftinu héngu margir ostar og stórir fleskbitar. Þau virtust ekki vera fátæk. „Hvað heitir þú?“ spurði stúlkan mig. „Nino“, svaraði ég. „Ég heiti Immacolata“, sagði hún. „Finnst þér Imma- colata fallegt nafn?“ „Já“, svaraði ég. Q^eimili eimllisþattur Börnunum má ekki verða kalt Lítil börn í fötum úr bangsa- skinni líta dæmalaust skemmti- lega út. Einmitt á litlar, bústn- ar verur er bangsaskinnið skemmtilegt; þær líta út eins og loðnir hnoðrar. Auk þess er bangsaskinnið sterkt og getur verið mjög hlýtt. En það er ekki alltaf hlýtt og þess ber að gæta að flest eru þessi efrþ úr bómull. Þess vegna þarf helzt að fóðra kápur úr þeim með ullarfóðri og öruggast er að hafa millifóður úr vindþéttu efni. En líka er hægt að hafa flíkina vel rúma og kappklæða barnið undir hana. Versti ókosturinn við flíkur úr bangsaskinni er að þær eru dýrar og fæstir hafa að^töðu til að sauma þær sjálfir. Mynd- iragr, sem hér fylgja eru úr sænska barnablaðinu Barngard- eroben, og gert er ráð fyrir að þessar flíkur séu saumaðar heima. Báðum frökkunum fylgja hattar, sem einnig er hægt að sauma heima. Ná þeir vel niður OG Ungur læknir var nýlega bú- inn og opna lækninga- stofu þegar hann hitti kunn- ingja sinn á götu, sem spurði hann hvemig gengi. O, prýðilega, svaraði ungi læknirinn. Það var fyrst leit- að til mín fyrir mánuði og hefur reyndar ekki verið gert síðan, en þá þurfti ég að hjálpa konu í barnsnauð. Og hvernig tókst þér? Ja, gamla konan dó reyndar og barnið líka, en ég hef góða von um að mér takist að halda lífinu í föðurnum. Tveir leikarar voru á gamals aldri að hælast um við hvera annan yfir því hversu vel þeim hefði oft tekizt til, þegar þeir voru upp á sitt bezta. Annar sagði: Þegar ég lék hinn framliðna í Ha.mlet fóru allir áhorfendurnir að gráta og ein kona féll í yfirlið. Hinn svaraði: Ekki tel ég þetta markvert, því að svo fór, þegar ég lék þetta sama hlutverk, að forstjóri líftrygg- ingafélagsins, sem ég var tryggður hjá sat á þriðja bekk í leikhúsinu og er ég kom inn á leiksviðið þaut hann heim til mín og greiddi konu. minni líftrygginguna. á höfuð og tolla vel. Margir yrðu: ef til vill hræddir við að sauma úr bangsaskinni og ef til vill er algerðum byrjendum ekki ráðlegt að sauma úr því, en í rauninni er ekki miklu erfið- ara ao sauma úr því en öðrum efnum. Og sumir segja að það sé hægara, vegna þess að það krefjist ekki eins mikillar ná- kvæmni í saumaskap og slétt,. snögg efni. Erfiðast er að fá efnið í metratali, en ef til vill er þaö fáanlegt einhvers staðar. Og óneitanlega er það mikill sparn- aður að sauma sjálfur í stað þess að kaupa flíkuraar tilbún- ar. <

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.