Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 1
7. síða:
íslendingar mótmæla 1
innlimun Græniendinga
í Danmörku
eftir Finnboga R.
Valdimarsson
: ' !
Fimmtudagnr 2. desember 1954 — 19. árg.
275. tölublað
„Dcrtt þér í hug.Jón Sigurðsson,
uó þetta ætti eftir að iiggja
fyrir þjóð þinni?"
Einmitf nú er timi til oð hefja nýja sókn
gegn hersetu Bandarikjanna
— Ég get ekki skilið þá menn sem horía á það
með jaínaðargeði hvernig erlendur her hreiðrar um
sig, leggur undir sig æ meira land, íær sííellt
meiri áhrif — og þola ekki að minnzt sé á þær
stórfelldu hættur sem hernámið hefur í för með sér.
Þú, nafni minn Jón Sigurðsson, sem stendur hér
andspænis mér, datt þér í hug, að hetta ætti eftir
að liggja fyrir þjóð þinni.
Á þessa leið komst Jón pró-
fessor Helgason að orði í ræðu
þeirri sem hann flutti af svöl-
um Alþingishússins í gær. Og
hann hélt áfram:
— íslendingar eru komnir í
vandræði með þennan dag. Min
tillaga er sú að 1. desember
verði gerður að almennum al-
vörudegi og brýnt verði fyrir
þjóðinni að hugleiða hvernig
háttað er því fullveldi Sem end-
urheimt var 1. desember. Það
ætti að geta stuðlað að því að
þjóðin stæði betur saman um
brýnustu nauðsynjar sínar.
I upphafi ræðu sinnar kvaðst
Jón geta rætt þær stórstígu
framfarir sem hér hefðu orðið;
þar væri margt sem sér væri
ljúft að minnast á og fólki
þætti vænt um að heyra. Þó
myndi hann frekar nota tæki-
færið til að skýra frá því hvers
vegna sér yrði einatt þungt
fyrir brjósti
Enda þótt íslendingar séu
háværir í stjórnmálum gera
þeir sér furðu lítið far um það
að láta til sín heyra í vísindum.
Islenzkum vísindamönnum hafa
verið lögð mikil verkefni í
hendur, merkiieg náttúra og
merkileg fornöld, og á þeim
sriðum ber þeim skylda til að
hafa forustu. Én J:ar er hróp-
lega mikið vanrækt Þannig
hafa náttúrufræðingar vorir
ekki fengið neina aðstöðu til
Skipulagðiar
liávaði?
Þeg’ar Jón prófessor Helga-
son flutti ræðu sína af svöl-
um Alþingishússins í gær
hrá svo vlð að tvær flugvél-
ar sveimuðu í sífellu yfir
miðbænum með nsklum
gný. Jafnframt liófu skelli-
nöðrur akstur umhverfis
Austurvöll með ferlegum
hávaða. Varð þetta til þess
að áheyrendur á vellinuni
áttu erfitt með að greina
orðaskil, þar sem engiim
hátalari hafði verið settur
upp. Þótti mönnum Jiessi
hávaði mi'sta grunsamleg-.
ur; ekki sízt eftir hin of-
boðslegu skrif íhaldsblað-
anna um Jón undanfania
daga.
að reisa Heklugosinu þann
minnisvarða sem vert væri og
þeir eru megnugir; þeir hafa
orðið að eyða kröftum sínum
í þrotlaus kennslustörf.
1 annan stað ræddi Jón um
meðferð tungunnar, sóðaskap
og hroðvirkni í mæltu og rituðu
máli. En orðin eru einnig óvirt
þegar þau eru notuð til að
rangfæra hjá öðrum og bera þá
röngum sökum. Hérlendis ber
mjög á vinnubrögðum þeim sem
í Bandaríkjunum eru kennd við
McCarthy, og taldi Jón að hin-
ar vestrænu dyggðir, ritfrelsi
og málfrelsi, ættu hér örðugra
uppdráttar en t.d. á Norður-
löndum og í Bretlandi.
í ræðulok vék Jón að her-
náminu og mælti um það þau
þungu alvöruorð sem frá var
skýrt í upphafi
Síðar um daginn var sam-
koma háskólastúdenta í hátíða-
sal Háskólans. Tók þar fyrstur
til máls Skúli Benediktsson
formaður stúdentaráðs:
— Sjálfstæðisbarátta íslend-
inga er og verður ævarandi.
Islenzkir stúdentar héldu forð-
um afdráttarlaust fram hinum
íslenzka málstað og skeyttu ekk-
ert um boð eða bann pólitiskra
valdamanna, og svo er enn.
I sjálfstæðisbaráttunni veréa
Islendingar að treysta sjálfum
sér. Við munum að 1945 kröfð-
ust Bandaríkin herstöðva í 99
ár; nú níu árum síðar dvelst
her þeirra hér og er reiðubú-
inn til að vera um kvrrt í 99
ár. ef fnóðin tekur ekki í taum-
ana. Hernámið var rökstutt
með þvi að ófriðlegt væri i
Churchill elliær, vitnaði í
skeyti sem ekki er til
Segist hafa ráðgert að beita þýzkum her
til að ná Danmörku af Rússuml
Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, varö í
gær að biðja brezka þingið afsökunar á því, að hafa I
ræöu í síðustu viku vitnað í símskeyti, sem virðist aldrei
hafa veriö til.
Jón Helgason, prófessor
heiminum, en nú eru þær að-
stöður gerbreyttar og fjölmarg-
ir hafa endurskoðað afstöðu
sína, einnig með tilliti til hinn-
ar slæmu reynslu sem fengizt
hefur. Einmitt nú er tími til að
hefja nýja sókn; íslendingar
mega aldrei sætta sig við her-
námið; þeir geta aldrei sætt
sig við annað en brottflutning
hersins, svo að við ráðum ein
málum okkar í frjálsu landi.
Á þessari samkomu töluðu
einnig Gísli Sveinsson, einkum
um Grænlandsmál, landhelgis-
mál og handritamál, og Sigur-
bjöm Einarsson um kristindóm.
Kristinn Hallsson söng og
kvartett lék.
Churchill hélt upp á áttræðis-
afmæli sitt í fyrradag. Frammi-
staða hans á þingfundinum í gær
kom enn fleiri þingmönnum en
áður á þá skoðun, að hpnum sé
farið að förla svo að varhugavert
sé að hann gegni forsætisráð-
herraembættinu öllu iengur.
Ekki lieppilegm'
samningamaður
Shinwell, fyrrverandi land-
varnaráðherra í stjórn Verka-
mannaflokksins, vakti í gær máls
á yfirlýsingu Churchills í ræðu í
kjördæmi sínu í síðustu viku,
að hann hefði rétt fyrir stríðs-
lokin 1945 skipað Montgomery
marskálki að safna saman öllum
þýzkum vopnum og hafa þau til
reiðu svo að hægt yrði að vopna
þýzka herfanga og beita þeim
gegn sovéthernum ef þurfa
þæ'tti. Shinwell kvaðst efast um
að maður með slíka fortíð væri
heppilegur til að semja við so-
vétstjórnina.
Hélt sig hafa biri skeyti
sem fyrirfinnst ekki
Chuchill var æði ellilegur þeg-
ar hann reis á fætur til að svara
Shinwell . Kvaðst hann verða
að biðja þingheim afsökunar á
mistökum, sem sér hefðu orðið
á.
Þegar ég talaði í Woodford
var ég handviss um að hafa
birt þetta skeyti til Montgom-
erys í stríðsendurminningum
Bandaríkin í hernaðar-
bandalagi við Sjang Kaisék
Dulles dylgjar um haínbann á Kína
Tilkynnt var í gær að Bandaríkjastjóm hafi gert hern-
aðarbandalag við stjórn Sjang Kaiséks á kínversku eynni
Taivan.
Hrakfarir
heimsmeistara
Þióðverjar tapa íyrir
Bretum í knattspyrnu
lleimsmeistararnir í knatt-
spyrnu, þýzka landsliðið, tap-
aði i gær landsleik \ið Eng-
lendinga með þrem mörkum
gegn einu. Þetta er í þriðja
skiptið sem Þjóðverjarnir
tapa leik á þeim fáti mán-
Framhald á 5. síðu.
Dulles utanríkisráðherra skýrði
frá samningsgerðinni á fundi
með blaðamönnum í Washing-
ton í gær.
Nær til smærri eyja
Hann kvað samninginn snið-
inn eftir öðrum hernaðarbanda-
lögum Bandaríkjanna við ríki
við vestanvert Kyrrahaf, svo
sem Filippseyjar, Ástralíu,
Nýja Sjáland og Suður-Kóreu.
Samningurinn næði ekki að-
eins til Taivan heldur einnig
Pescadore-eyjanna á sundinu
milli hennar og meginlands
Kína. Ákvæði væru um að hægt
væri að láta hann ná til ann-
arra svæða.
Ögrun við Iiína
Blaðamaður spurði Dulles,
hvort Bandaríkin myndu fara í
stríð við Kína og gera árásir
á meginlandið ef kínverski her-
inn réðist á Taivan.
Þær yrðu að öllum líkindum
afleiðingarnar, svaraði Dulles.
Ivínastjórn hefur margsinnis
tilkynnt, að Taivan sé óaðskilj-
anlegur hluti Kína og eitt
he’zta markmið hennar sé að
stökkva Sjang á brott þaðan.
Bretar ekki með í ráðum
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins sagði, þegar
kunnugt varð um bandalags-
Framhald á 5. síðu.
mínum, sagði Churchill. N'ú
hef ég komizt að raun tan
áð það er þar ekki. Og það
sem meira er, þrátt fyrir ná-
kvæma leið finnst það ekki í
opinberuin skjölum frá stríðs-
árunum. Það getur því vel
verið að ég hafi aldrei nota§
þessi orð, já meira að segja
kann að vera að ekkert skeyti
af þessu tagi hafi verið sent.
Svona illa getur farið fyrir
manni ef maður virðir að vett-
ugi þá reglu að fletta alltaf upp
tilvitnunum, bætti Churchill við.
I
Bjó sig undir stríð
við Sovétríkin
Churchill tók síðan að sk^ýra
frá því, hvernig sér hefði verið
innanbrjósts vorið 1945.
Ég hafði, sagði hann, þungar
áhyggjur af því að sigurinn yfir
þýzku alræðisstjórninni yrði
unninn fyrir gýg, vegna þess að
mestur hluti Þýzkalands kynni
að komast á vald Sovétríkjanna.
Einnig hafði ég áhyggjur af ör-
lögum Danmerkur fyrstu dagana
í maí 1945. Mér höfðu borizt
skýrslur um að sovézkt fallhlífa-
lið hefði svifið til jarðar við
Kaupmaunahöfn. Ef Sovétríkin
hefðu náð Danmörku á sitt vald
hefðu þau orðið einráð á Eystra-
salti.
Hefði sovétherinn haldið á-«
fram sókn sinni hefðu Vest-<
urveldin verið tilknúin aðR
berjast við Sovétríkin.
Tortryggnin reyndist
ástæðulaus
Þetta voru forsendurnar fyrir
því, sagði Churchill, að stjórnir
Vesturveldanna veltu þvi fyrir
sér að vara sovétstjórnina við
með því að tilkynna henni að
við myndum ekki hika við að
beita þýzkum hersveitum ef út
í það færi.
En aldrei kom til þess að
slík aðvörun væri send, vegna.
þess að sovétherinn gerði
aldrei það sem ég óttaðist að
hann kynni að gera.
Sovétstjórnin æskir friðar
Churchill kvaðst ekki hafa
neinar áhyggjur af því, að so-
vétstjórnin kynni að taka upp-
ljóstranirnar um tvöfeldni hans
í stríðslokin illa upp.
Ég hef alltaf leitazt við að
gera mér grein fyrir raunveru-
legum hagsmunum rússnesku
stjórnarinnar, sagði hann. Ég er
sannfærður um að nú æshir
hún friðar i heiminum svo að
hún geti aukið velmegunina
heima fyrir. Þegar búið er a«£8
Framhald á 5. síðu.