Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 5
Samfylking vinstriflokka vann allar stærri borgir Grikklands Griska ihaldiS fór hrakför þegar and- stœÖingar jbess tóku höndum saman Sameiginlegt framboö allra vinstri flokkanna í Grikk- landi færö'i þeim glæsilegan sigur í bæjarstjómarkosning- um um tvær síöustu helgar. Samfylking vinstriflokkanna hratt gríska íhaldinu frá völdum í öllum stærri borgum og mörgum hinna smærri. Að samfylkingunni standa ] frjálslyndu borgaraflokkarnir Framfaraflokkurinn og Lýðræðis flokkurinn ásamt verkalýðs- flokknum EDA, sem hefur sósíal- istiska stefnuskrá. Fréttaritari Reuters í Aþenu segir að útlendingar þar, sem fylgjast vel mcð grískum stjórnmálum, segi að sigur vinstri flokkanna stafi af því að þeir hafa nú í fyrsta skipti tekið höndum saman og háð sameiginlega baráttu gegn hin- um öfluga íhaldsflokki Papa- gosar forsætisráðherra í stað þess að deila innbyrðis um hver vihstri flokkanna sé skel- eggastur andstæðingur íhalds- ins. Önnur ástæða til kosningasig- urs vinstri manna er að stefna ríkisstjórnar Papagosar að draga sem mest úr opinberum fram- kvæmdum og peningaveltu hefur ekki aðeins bitnað á verkalýðn- um heldur einnig millistéttun- um, sem hafa því að verulegu leyti snúizt gegn íhaldsflokki forsætisráðherrans. \ Hetja frá Alamein borgarstjóri í Aþenu Fyrri kosningaumferðin fór fram fyrir háifum mánuði. Þá vann samfylking vinstri flokk- anna meirihluta í borgarstjóm Aþenu, höfuðborg Grikklands. Nýi borgarstjórinn þar er Kat- sotas hershöfðingi, sem fræg- ur varð fyrir stjórn sína á grísku hersveitunum sem börð- ust við E1 Alamein, þar sem úr- slitasigur vannst á Afríkuher Rommels í heimsstyrjöldinni síðari. Vantraust á stjórnina Kartalis fyrrverandi ráðherra, sem nú er formaður Lýðræðis- flokksins, var kosinn borgarstjóri í Volos. Hann sagði eftir kosning- Olíustakkur og björgunarvesti Brezkur hugvitsmaður hefur fundið upp olíustakk sem um leið er björgunarvesti. Innan í stakkinn er fest flotum, sem eru svo fyrirferðarlítil að engu óliðlegra verður að vinna í flík- inni en venjulegum stakki. Flot- in má einnig festa innan í buxur. f samvinnu við stéttarfélag brezkra sjómanna er verið að kynna þeim þetta nýja björgun- artæki, sem sjómennirnir geta borið við vinnu sína. Framleið- andi þessara björgunarstakka er Mark Shaw, „Greenways", 10 Draycombe Drive, Morecambe. arnar, að úrslitin væru yfirlýsing frá grísku þjóðinni um vantraust á ríkisstjórn íhaldsmanna. Samfylkingin vann einnig meirihluta í borgarstjórnum Ka- valla, Larissa og margra ann- arra borga. Alls tóku fjórar milljónir kjósenda í 6000 borg- um og þorpum þátt í kosningun- um fyrir hálfum mánuði. Sigraði i Saloniki Um seinustu helgi var svo kos- ið aftur þar sem enginn fram- bjóðendalisti fékk 40% atkvæða eða meira í fyrri umferðinni. í þeim kosningum vann sam- fylking vinstri flokkanna nýja sigra. Hún náði meirihluta í stjórn Saloniki, næststatrstu borgar Grikklands, í Pireus, hafnarborg Aþenu, Patras og tíu öðrum borgum. íhaldsflokkur- inn hélt 14 smærri bæjum, þar sem hann á auðveldara með að nota sér ríkisvaldið til að beita kjósendur hótunum og þvingun- um en í hinum íjölmennari borg- um. Borgarstjóri í fangelsi fyrir að móðga biskup Einn af nýkjörnum borgar- stjómum samfylkingar vinstri- flokkanna grísku situr í fangelsi. Hlaut hann hálfs sjötta árs fang- elsisvist fyrir að hafa farið niðr andi orðum um biskup nokkurn. Hann á heima í Mytilene á eynni Lesbos. Kosningaræður sínar skrifaði hann í fangelsi og kona hans flutti þær fyrir hann. --- Sunnudagur 5. desember 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (5 ,Við fleygjum mál- aranum í Temsá‘ Æsingar og deilur út af málverki Suther- lands af Churchill áttræðum Haröar deilur hafa risiö í Bretlandi út af málverkinu sem Graham Sutherland málaöi af Winston Churchill for- sætisráöherra áttræöum. FiskMrgðir vaxa í USA Horfur eru á versnandi markaðsmöguleikum fyrir ! frystan fisk í Bandarikjunum : ■ fyrst um sinn að minsta kosti. | Hagskýrslur sýna að í sept- j ember voru birgðir af frystum ■ fiski í bandarískum frystihús- ! um meiri en nokkru sinni fyrr i eða 190 millj. ensk pund. Það j er átta millj. pundum meira j en fyrir ári síðan og 16% i meira en meðaltal síðustu ! fimm ára. i ■ Birgðir af frystum sjófiski j höfðu aukizt um átta millj. j pund frá því árið áður. Mest i var aukningin á birgðum af j þorskflökum, ýsuflökum og i lúðu. Framleiðsla og innflutning- j ur hefur verið mun meiri en : ■ salan og má því búast við að j dragi úr innflutningi meðan i er að ganga á birgðirnar. j Fyrrverandi og núverandi brezkir þingmenn réðu Suth- erland til verksins og Attlee, formaður stjórnarandstöðunnar, afhenti afmælisbarninu málverk- ið á afmælissamkomu í þinghús- inu. „Það er viðbjóðslegt“ íhaldsblaðið Daily Sketch segir að stjórnmálamennirnir hafi orð- ið skelfingu lostnir, þegar þeir sáu málverkið. „Hendum Sutherland í Temsá. Það er hræðilegt, það er viðbjóðs- legt“, varð einum flokksbróður Churchills að orði, að því er blaðið segir. „Það er dásamlegt" Annað blað segir að einn stjórnmálamaður að minnsta kosti hafi verið ánægður með málverkið, Aneurin Bevan, for- ingi vinstri arms Verkamanna- flokksins og árum saman harð- vítugasti andstæðingur Churc hills á þingi. „Það er dásamlegt“ kvað vera dómur Bevans um málverkið. Dómar blaðanna „Churchill er ógnandi og elli- iegur á svip á þessari mynd“, segir Daily Express. „Fyrirmyndin hefur ekki að- eins borið listamanninn ofur- liði heldur kramið hann“, er álit ihaldsblaðsins Daily Telegraph. Daily Worker, málgagn Komm- únistaflokks Bretlands, segir að myndin hafi verið eins og hnefa- högg framan í aðdáendur Churc- hills. „Hún sýnir hann með ill- gjarnan, næstum því skriðdýrs- legan svip, hálflukt augu, önug- lyndan miinnsvip og hrottalegar krumlur“. „Eins og hann kemur mér fyrir sjónir“ í þakkarræðu sinni á samkom- unni kallaði Churchill málverkið í hæðnistón „frábært dæmi um nútímamyndlist“. Málarinn sjálfur hefur svarað árásunum á verk sitt á þessa leið: „Ég bjóst við ákafri gagnrýni fyrir þetta málverk. En þetta er Churchill eins og hann kemur mér fyrir sjónir og ég skynja hann öðruvísi en allur fjöldinn". Sutherland er viðurkenndur fremsti mannamyndamálarinn af yngri málurum Bretlands. Hann hefur áður málað umdeildar myndir af rithöfundinum Som- erset Maugham, blaðaútgefand- anum Beaverbrook lávarði og fleiri kunnum Bretum. Þjóðviljanum hefur ekki entí borizt eftirmynd af málverk! Sutherlands af Churchill á svci góðum pappír að myndamót sé takandi eftir henni, en vonandi verður siðar hægt að bæta úr því. Stukku í fallhlífum níður á NorðurEiefmskautið Tveir sovézkir vísindamenn létu sig um daginn svífa í fallhlífum beint niöur á sjálft noröurheimskautiö. Að sögn útvarpsins í Moskva^ er þetta fallhlífarstökk þáttur í víðtækum visindarannsóknum, sem fjölmennur, sovézkur leið- angur hefur haft með höndum á heimskautsísnum síðan í sumar. Þeir sem lentu á heimskaut- inu í fallhlifum eru þrautþjálf- aðir fallhlífastökkvarar og heita Medvedéff og Volovitsj. Verkefni þeirra er að athuga möguleika á að koma upp veð- urathuganastöð á heimskaut- inu. Útvarpið í Moskva skýrir frá að þeim hafi skjótt tekizt að finna íssléttu, sem er tilvalinn lendingarstaður fyrir flugvélar. Úr lofti varð ekki gengið úr skugga um, hvort lendandi væri þarna. Þetta var í 970 Medvedéffs. Flekahús á ísnum. I bækistöðvum rannsóknar- leiðangursins er nú búið að reisa hús svo að leiðangurs- menn þurfa ekki lengur að hafast við í tjöldum. Þetta eru flekahús og var flekunum varp- að niður úr flugvélum en þeir síðan settir saman á ísnum. Tvœr myndir frá dvölinni á heimskautsísnum. Önnur sýnir leiðangursmenn hóp- ast í kringum póstinn að heiman, sem varpað hefur verið niður úr flugvél. Hin sýnir hunda leiðangursins fylgjast með tilburðum matsveinsins með vakandi athygli og auðsœrri til- hlökkun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.