Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 7
Surmudagnr 5. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — ("p VEGFERÐ mmmsandans Agúst H. Bjarnason: Saga mannsandans V. Vesturlönd. — Hlaðbúð. Reykjavík 1954. Ari Arnálds á skrifstofu sinni. SOLARSYN Ari Arnalds: Sólarsýn. Hlaðbúð. Rvík 1954 Þegar hin merka minninga- bók Ara Arnalds fyrrverandi sýslumanns kom út 1949 vaktí hún athygli og fékk góða dóma, var meira að segja skrifað um hana ýtarlega og lofsamlega í norsk blöð en það mun fátítt með íslenzkar bækur sem ekki eru þýddar á erlend mál. Hér heima varð bókin afburða vin- sæl, enda hefur hún að geyma, auk persónulegra minninga og sögukafla, bókarþátt um eitt merkasta tímabil í sjálfstæðis- baráttu íslendingar, landvarn- artímabilið, sem svo hefur verið nefnt. Höfundurinn, Ari Arn- alds, var þá einn af fremstu leiðtogum landvarnarmanna, þess flokks sem lengst gekk í sjálfstæðiskröfunum og mótaði raunar stefnUna sem íslending- ar fylgdu á þeirti áfanga sjálf- stæðisbaráttunnar gegn Dönum er lauk 1918. Hann varð rit- stjóri að aðalmálgagni Land- vamarflokksins „Ingólfi“ ásamt Benedikt Sveinssyni, og einn ritstjóri að hinu skammlífa en harðskeytta landvarnarblaði „Dagfara" á Eskifirði. Vegna náinna kynna við Björn Jóns- son ritstjóra ísafoldar og Einar H. Kvaran mun Ari hafa átt ríkan þátt i því að svo vel tókst að fylkja saman liðinu, sem stóð að þjóðfundinum ör- lagaríka á Þingvöllum 1907 og hinni einstæðu og glæsilegu sókn gegn afsláttarstefnu „upp- kastsins" 1908 og ljá þeirri sam- fylkingu stefnu landvarnar- manna í meginatriðum. Frá þessum atburðum segir Ari í riti sinum um Iandvarnar- tímabilið og er frásögn hans ó- metanleg heimild, lýkur upp fyrir seinni tíma mönnum sögu þessa merka kafla sjálfstæðis- baráttunnar. Ari Arnalds var 77 ára þeg- ar „Minningar" hans komu út. Þeir lesendur um allt land sem tóku þeirri bók hans með þakk- læti munu vart hafa talið lík- legt að von væri fleiri bóka frá hendi jafnroskins manns. En það kom önnur bók frá Ara Arnalds, þar sem rakin var saga á svipaðan hátt og í sögu- þáttunum í „Minningum“. Og nú fyrir nokkrum dögum kom þriðja bókin frá hans hendi „Sólarsýn“, með undirtitlinum „Gömul kynni“, og er þar enn rakin saga og mannleg örlög sýnd á þann látlausa og yfir- lætislausa hátt sem kunnur er frá fyrri bókum höfundarins. Nítjánda öldin, um heimspeki og vísindi Vesturlajida fram til síð- ustu aldamóta. Óvíst er, hvort lengra verður komizt, og sltal þá ekki í'arið Irekari orðum uiti það, enda þótt sumir mestu sigurvinn- ingar vísindanna tilheyri einmitt Þegar hafin var önnur útgáfa af Sögu mannsandans eftir Ágúst tuttugustti' öidinni, H. Bjarnasoh prófessor, gerði hann grein fyrir tilgangi ritsins og byggingu á þessa leið: Höfundur hefur fundið til þess þegar hann' hafði þennan fyrir- Hver skáldsagnahÖfundur mætti telja sér öfundsverða þá lífsreynslu sem Ari Arnalds getur ausið af. Það er ekki ein- ungis að hann hafi verið í fremstu röð íslenzkra stjórn- málamanna heldur á hann að baki langt og óvenju farsælt ævistarf sem sýslumaður og bæjarfógeti. Ungum höfmidum og jafnvel þeim sem eldri eru hættir oft til að öfunda lög- fræðinga, dómara og lækna af þeirri margvíslegu og dýr- mætu mannþekkingu sem starf þeirra færir þeim, séu þeir menn til að taka við henni. En þær starfsstéttir kynnast oft mönnum á þeim úrslitastundum þegar gefur sýn um alla ævi manns og viðhorf. f söguþáttum Ara Arnalds er oft sem flett sé minningablöð- um sýslumannsins, sem aldrei lét sér nægja að vera yfirvald samkvæmt naumustu skyldu og lagabókstaf, heldur sá alltaf manninn og mannleg örlög í þeim málum sem hann fékk til meðferðar í embættisnafni, þess álits nýtur hann í hugum og minningum Norðmýlinga frá löngum sýslumannsferli þar eystra. Það er ekki tilviljun, heldur í samræmi við embætt- isferil Ara Arnalds og fram- komu að tveir söguþátta hans að minnsta kosti, „Embættis- verk“ í „Minningum“ og seinni þátturinn í nýju bókinni, „Skilaboð“, fjalla einmitt um brot og refsingu, sekt og sekt- artilfinningu, en báðir þætt- irnir gætu virzt til þess skrif- aðir að hvetja til mannúðlegr- ar meðferðar og refsidóma, til skilnings og samúðar með onönnum sem af einf- hverjum ástæðum lenda út af venjulegri hégðunarleið. En jafnframt eru sýnd um það dæmi hve hægt er að bæta fyrir slíkt brot með nýtu ævi- starfi og endurgjaldi. Þetta eru að vísu ekki nýjar kenn- ingar en hinn háaldraði höf- undur mun þarna í samræmi við það bezta í réttarfarshug- myndum nútímamanna. Og það sem meira er um vert, einmitt þessi mannúðlegi, drenglundaði skilningur ríkti yfir embættisverkum Ara Arnalds, hann ívarð óvenju ástsæll af alþýðu manna, til hans áræddu fátækir menn og umkomulausir alltaf að koma með vandkvæði sín og vandamál. Hann þekkti kjör þess fólks og kunni að meta það. Ekkert er honum fjær en bað er nú tilgangur ritverks þessa, sem nú birtist hér í ann- arri, aukinni og breyttri útgáfu eftir því nær 40 ára bil, að gefa lslendlngum ofurlitið sýnisliorn af vegferð mannsandans frá fyrstu líð og fram tii loka 19. aldar. Er þá eðlilegast að þræða sömu leið- irnar og haim sjálfur hefur far- ið, byrja á sögu trúarbragðamia frá el/.tu tíð, relcja síðan sögu heimspekinnar, en lýsa s.íðast að nokkru helztu sigurvinningum vís- indanna. Aætlað er, að þetta megi gjöra í 6 bindum, flestum álíka, stór- um, nema það fyrsta, og verður þá I. bindið: Forsaga manns og menningar; II. Austurlönd, imi helztu trúarbrögð maimkynsins; III. Hellas, um trú og heimspeki Grikkja; IV. Kóm, í helðinun og kristnum sið, og þar þá skýrt frá upptökum og þróun kristniimar; V. Vesturlönd, um heimspeki og vara, að liðið var á starfsdaginn, ■ 5 | J11 ftí Ágúst H. Bjarnason. Uslndl vestrænna þjóða; telja fátækt og sveitarstyrk jafngilda ómennsku eins og títt var áður, og tekur hann rösklega af skarið um það rnáí í lýsingu sinna á Sveini sveitarlim í nýju bókinni. Aðalefni bókarinnar „Sólar- sýn“ er sagan um hjónin Ör- lyg og Öldu í Urðardal, sam- lif þeirra og hamingju. Með henni hefur höfundur viljað lýsa fögru mannlífi, fólki sem í einkalífi sínu hefur höndlað hnoss samræmis og fagnaðar, en lífshamingja þess auðveld- ar því það sem mörgum reynist örðugt, að vera öðr- um góður. Það eru án efa forn vina- kynni og æskustöðvarnar vestra sem tendrað hafa með höfundi löngun og þrótt til að skrilá ^þessa bók, vestfirzkt fólk og breiðfirzkt gengur þar um garða. Formið er óvenju- legt, á mótum þess að vera frá- sögn og saga, og er hvort tveggja, Stundum í beinum frásagnarstíl með nöfnum manna og staða óbreyttum, en rennur svo yfir í sögu, þar sem aukið er lýsingum og atriðum líkt og í skáldsögu. En ekki fer illa á þessu, hin látlausa og fáorða frásögn verður trú- verðug og minnisstæðari mörgu sem meira er í borið. Og bak við frásögnina vakir persónu- leiki höfundar, rikar gáfur hans og rík lífsreynsla, mildi eliinn- ar og blik af minningum, yndi af vinakynnum og æskustöðv- um. „Sólarsýn" er réttnefni, einmitt það átti þriðja bók Ara Arnalds að heita. Eins og fyrri bækur Ara er „Sólarsýn" gefin út af Bókaút- gáfunni Hlaðbúð, prýðileg og vönduð að öllum frágangi. S. G. og VI. en verkið stórt sem færzt var í ______r^fang. Svo fór líka að honum entist ekki aldur til að ljúka því. Honum auðnaðist að búa til nýrrar útgáfu fjórar efnismiklar bækur, „Forsaga manns og menn- ingar“, „Austurlönd“, „Hellas“ og „Róm í heiðnum og kristnum sið“. Af þessum sökum lýkur útgáfunni nú með „Vesturlönd- um“, og ér þar fáú breýtt frá fyrri útgáfu. Méð því biiidi er ritið í annarri útgáfu hátt á annað þúsund bláðsíðna, rneð fjölda mynda, og vandað að frá- gangi. Ýmsum hefur sjálfsagt ekki þótt neitt sérstakt tilhlökkunarefni að þjóðin væri að eignazt tvo heimspekinga, um það bil sem Ágúst H. Bjarnason oe Guð- rnundur Finnbogason voru að ljúka námi í þeim fræðum, en nú mun enginn sá, að hann kysi störf þeirra óunnin og rit þeirra ó- skrifuð. Guðmundur hefur senni- lega átt auðveldari leið að hug- um fólks og vinsældum, vegna listbragða hans i rit.uðu máli og mæltu. En líklega hefur Ágúst H. Bjarnason haft varanlegri á- hrif á mótun skoðana og við- horfs nýrrar kynslóðar í landinu, og þá fyrst og fremst með „Sögu mannsandans'*. Segja má, að vissa sjálfsafneitun þurfi til að rita slíkt verk, sem að lang- mestu leyti er kynning á hugsun- um og viðhorfi annarra manna, og mörgum kynni að virðast það lítt frumlegt og til lítils. En það mat er fjarri lagi. Kynning Á- gústs H. Bjarnasonar á „vegferð mannsandans“ opnaði íslenzkri alþýðu nýja heima, gerði henni kleift að kynnast á eigin tungu afrekum mestu hugsuða mann- kynsins. Að sjálfsögðu er sú kynning mótuð af lifsskoðun höf- undar og ménntun, og á þar sín- ar takmarkanir. Viðbúið er að menn séu og verði höfundi ó- sammála um mat hans á mönnum og' málefnum. Ekkert er eðliiegrat en hitt er athyglisvert að kynn- ing Ágústs H. Bjarnasonar á „vegferð mannsandans" skyldi verða með því móti, að fá rit munu hafa átt meiri hlut að því að hreinsa vilja núlifandi íslend- inga, „af vana fornum, heimsku og hindurvitnum“, auka þeim við- sýni og hvetja þá til ævintýra- ferða um ríki mannsandans. Á þetta ekki sízt við um afstöðu nú- lifandi íslendinga til trúar- bragða og vísinda. Kynning Á- gústs H. Bjarnasonar á trúar- brögðum og sókn vísindalegrar hugsunar gegn máttarvöldurn kirkju og annars afturhalds mun seint fullþökkuð, því hafa ber í huga að sá fjöldi íslenzks al- þýðufólks sem gengið hefur á háskóla fræðirita hans, hefði án þeirra aldrei átt þess kost að kynnast ritum um þessi efni: ungmennin, sem drukku þessar bækur í sig hefðu farið á mis dýrmætrar hjálpar við myndun heilbrigðra lífsskoðana. Það er ekki út í bláinn að fátæka bama- konan, vinkona Sölku Völku, kann að meta „bækur Ágústs Bjarnasonar um heimspekina". Vesturlönd hefjast með inn- gangi og ritgjörð um Dante, Þá eru kaflarnir „Endurreisnar- tímabilið“, „Siðbótartímarnir“, „Heimsmyndin/ nýjal' og ^loks „Hin nýrri heimspeki". Geysi- miklu efni er hér þjappað saman á hátt á fjórða hundrað blaðsíð- ur. Uppreisnin gegn fargi kirkj- unnar er rakin, fléttuð miskunn- arlausri ádeilu á kúgun hennar. Höfundur lýsir leysingarafli sið- bótarinnar, en þó er ekkert f jær honum en að breiða lúterskar trúboðsflíkur yfir staðreyndir sögunnar. Hollt var og lærdóms- ríkt að lesa í æsku, samtímis Klavenesskveri, þessa sögu- fræðslu um Lúther: „Af enn meiri harðýðgi og miskunnarleysi kom hami í'ram skömmu síðar í bændauppreisninnl 1525. Aimáluð eru orð þau, er hann þá reit í garð bænda, si-rn sumpart uppör\-aðir af ritum Lút- hers sjálfs og sumpart til að hrinda af sér ánauð læirri, sem þeir áttu við að búa, fóru nú a-ð reyna að hrista af sér okið. Lút- her teiur þetta vera beint á móti „gleðiboðskapnum," hreina og beina rángimi að vilja ræna að- alsmeiuiina „eign“ sinni, og allt sé þetta uppreisn gegn valdstéítuni þeim, er skipaðar séu af guði! Því mæiti Lúther nú þessi iil- ræmdu orð til prestanna í i'lug- riti sínu gegn hinum „ránfengu og drápgjörnu bændum." — „Þess vegna eigið þér, kæru herrar, að fi-elsa og bjarga, hjálpa og gust- uka yður yfir aumingja fólkið. Stingið, liöggvið, sláið og drepið nú, hver sem betur getur. Og tortímir þú lífi þinu fyrir það. lieill þér, því að sælli dauðdaga munt þú aldrei fá. Því að þú deyr þá í ldýðni við guðs orð og fyrirskipan, Róm. 13,1, í þjónustu Framhald á 11. síðu. ...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.