Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 8
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. desember 1954
# ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON
Fimleikafélag Hafnarfjarðar 25 ára
Kvennadeild Slysavarnafélags íslands
í Reykjavík
Um þessar mundir, eða nán-
ar tiltekið 15. okt. varð Fim-
leikafélag Hafnarfjarðar 25
ára. Það er svipað um upp-
haf F.H. og svo margra ann-
arra félaga: Ungir menn, full-
ir áhuga og starfsvilja hópast
eaman um það verkefni að
stofna nýtt félag. Án þess þeir
viti af kyndir hér e.t.v. undir
þráin eftir félagslegu samlífi
og samstarfi. Þessir ungu
menn höfðu kynnzt þessu
nokkuð í samstilltum hreyfing-
vm undir leiðsögu Hallsteins
Hinrikssonar, en þeir höfðu
um nokkurt skeið haldið hóp-
inn í fimleikaæfingum. Það var
því eðlilegt að þetta nýja fé-
lag fengi nafnið Fimleikafélag
Hafnarfjarðar. Það mun líka |
eðlilega hafa verið sú greinin,
sem félagið var stofnað utan-
vm. En unglingarnir hans Hall-
steins uxu að árum og atorku
og þeim óx fylgi og félagatal.
Fimleikasalur var þeim of lítið
athafnasvæði, þeir tóku að
iðka frjálsar íþróttir. Á þess-
um aldarfjórðungi sem liðinn
ér síðan F.H. var stofnað, hef-
ur mest kveðið að félaginu í
frjálsum íþróttum. Hefur það
um langt skeið átt menn í
fremstu röð og oft marga. Mun
Oliver Steinn þar bera höfuð
og herðar yfir aðra. Hann varð
íslandsmeistari í langstökki í
7 ár í röð og fyrsti íslendingur-
inn sem stökk yfir 7 metra,
auk þess sem Oliver var snjall
hlaupari. Þó Oliver hafi lagt
skóna á hilluna hafa aðrir
komið og haldið nafni F.H. á
loft í keppni, og í dag á fé-
lagið úrvals íþróttamann, fjöl-
hæfan og sigursælan sem er
Sigurður Friðfinnsson, svo að-
eins séu nefndir þeir sem skar-
að hafa sérstaklega framúr.
Ungu mennirnir virðast engir
eftirbátar.
faldur meistari. Þeir sem fylgzt
hafa með frjálsíþróttamótum
undanfarin fjöldamörg ár vita
að F.H. hefur oft sett svip
á frjálsíþróttamótin. Þá var
það viðburður sem var talað
um þegar Vestmannaeyjar og
Hafnarfjörður kepptu sín á
milli í frjálsum íþróttum. Því
Hallsteinn Hinriksson.
miður lögðust þessar heim-
sóknir niður, en þær voru sögu-
legur viðburður sem segir til
um dugnað F.H. sem frjáls-
íþróttafélags.
Handknattleikur í örum
vexti
Sé vitnað t.d. í drengjameist-
aramótið í fyrra varð Ingvar
Hallsteinsson fjórfaldur meist-
ari og Bergþór Jónsson tvö-
! A.I. K. vann \
' Manila
Sænska Allsvenska liðið AÍK
Iagði fyrir nokkru leið sína
alla leið austur til Filippseyja
til að keppa við knattspymu-
félög þar. Síðasta leik sinn sem
fór fram í Manila unnu þeir
10:0. Var hvor hálfleikur 35
mínútur og höfðu Svíar 4:0 í
hálfleik. AÍK ætlar einnig að
keppa við kínverskt lið. Sænska
liðið Katmar sem líka er úr
All-svenskan er líka um þessr
ar mundir í löngum leiðangri
um Austurlönd. Náðu þeir að-
eins jafntefli 1:1 gegn mal-
ayisku liði í Kuala Lumpur.
Malayamir skoruðu fyrst eftir
5 mínútur en Svíar jöfnuðu 1.
mínútu síðar. Kalmar tapaði
1:0 fyrir malayisku og kín-
versku liði í Singapoor.
F.H. hefur Iagt stund á fleiri
íþróttagreinar, má þar nefna
knattspyrnu, sem í augnablik-
inu er af ýmsum ástæðum í
öldudal. Sund hefur félagið líka
iðkað þar til Sundfélag Hafna-
fjarðar tók tíí starfa og leysti
F.H. af hólmi.
Ein er sú grein enn sem þeir
F.H.-ingar hafa einnig oft lagt
mikla rækt við og það er hand-
knattleikur. Mun F.H. sjaldan
hafa verið sterkara í þeirri
grein en einmitt nú, afmælis-
árið. Er það ung og harðsnúin
sveit sem heldur vel saman og
vann sér það til ágætis að
verða íslandsmeistari í II. fl.
s.l. vetur í keppni við hin stóru
félög í Reykjavík. Em bundnar
miklar vonir við sveit þessa er
hún vex að áram og þroska.
Handknattleiksfólk F.H. sæk-
ir að nokkru æfingar í hús
Í.B.R. á Hálogalandi og fara
þær æfingar fram á sunnudög-
um kl. 6—7 og er fjölmennt
mjög. 'Bendir það til þess að
áhuginn sé mikill. Það þarf því
ekki að draga í efa við þessi
tímamót í sögu F.H., að óskir
og vonir bærist í hugum Hafn-
firðinga um að brátt rísi af
granni stórt framtíðaríþrótta-
hús í Hafnarfirði því að það
hlýtur að vera erfiðleikum
bundið að æfa í öðru byggðar-
lagi.
#
„EIdsálir“ félagsins
Það mun svipað í F.H. sem
öðram félögum að þótt æskan
leggi til hið leiftrandi líf þá
eru það venjulega nokkrar |
,,eldsálir“ sem bera hitann og
þungann af starfi og striti, og
gefa hin grandvallandi ráð.
Mun varla of mælt að þar
sé Hallsteinn Hinriksson
fremstur í flokki sem stofnandi
og kennari frá byrjun, ætíð
reiðubúinn í orði og verki, og
þó hann hafi á þessu ári farið
yfir hálfrar aldar mörkin segja
kunnugir að hann hafi aldrei
verið áhugasamari og „yngri“
en í dag!
Naumast verður F.H. minnzt
nema getið sé Gísla Sigurðs-
sonar sem lagt hefur málum
! F.H. ákaflega mikið og þarft
lið sem forustumaður og kepp-
andi, og sem keppandi var
hann fagurt fordæmi öðram
mönnum. Hann keppti til að
vera með, sigrar vora honum
ekkert aðalatriði.
Þótt margir hafi komið vel
við sögu F.H., munu flestir á
einu máli • um áð þessiT tveir
menn beri þar af.
Gluggasýning á verðlaunum
FH-inga og FH
1 tilefni af afmælinu efndi
FH til gluggasýningar á verð-
launum þeim sem FH hefur
fengið og einstaklingar innan
félagsins og stendur hún nú
yfir. Er sýningin í glugga
verzlunar Geirs Jóelssonar. —
Sýning þessi er hin glæsileg-
asta og-ber vott um þá afreks-
menn sem FH hefur fóstrað.
Ungur Hafnfirðingur sagði
við mig að þeir ungu menn-
irnir hefðu við sýningu þessa
kynnzt meir fortíð FH en þá
hefði grunað. Við strákamir
fóram að velta því fyrir okkur
hve mikið starf, æfing og tíma-
eyðsla lægi bak við hvern pen-
ing þessara horfnu víkinga FH.
Við fundum líka að þetta var
okkur hvatning til starfa og
átaka, um að láta ekki okk-
ar eftir liggja.
Vart mun félaginu betri af-
mælisgjöf fengin en ef æska
þess stígur á stokk og streng-
ir heit að starfa fyrir velferð
þess og tilveru í anda þess
bezta sem gert hefur verið.
Iþróttasíðan óskar FH til
hamingju með þetta merka af-
mæli.
Stjórn FH skipa nú: Valgeir
Óli Gíslason formaður, Hall-
steinn Hinriksson varaform.,
Kjartan Markússon gjaldkeri,
Hjörtur Gunnarsson ritari,
Sveinn Magnússon, Kristófer
Magnússon og Hörður Jónsson.
1 gærkvöld minntust FH-ing-
ar afmælisins með veglegri
veizlu í Alþýðuhúsinu í Hafn-
arfirði og var húsfyllir.
m
inning.aráý}j
ötl
H E L D U R
FUND
mánudaginn 6. des. kl. 8.30 í SjálfstæÖishúsinu.
Ævar Kvaran, leikari, skemmtir.
DANS. — Fjölmennið!
STJÓRNIN.
Flugbjörgunarsveitin
Merkjasöludagui Flugbjöigunaisveitaiinnar
er 1 dag
Félagar og aðrir, er vilja styöja sveitina með
merkjasölu, komi á eftirtalda staöi 1 dag kl. 10
f.h.:
Austurstræti 9, Holts-Apótek, Laugateig 43. —
Merki verða afhent úr bifreiðum á gatnamótum
Rauöarárstígs og Miklubrautar, Réttarholtsvegar
og Sogavegar og á gatnamótum Nesvegar og
Kaplaskjólsvegar. — í Hafnarfiröi fyrir utan Bæj-
arbíó. •— í Keflavík í Skátahúsinu.
Sporhundur sveitarinnar veröur til sýnis í Hafn-
arfirði kl. 10 til 11.30 f.h. og í Reykjavík kl. 1.30
til 4 e.h. á bifreiöastæöinu viö Austurstræti og
Aöalstræti.
Foreldrar, leyíið börnunum að selja merki
Há sölulaun
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•<
Höfum opnað nýja
vefnaðarvöruverzlun
í Blönduhlíð 35
(StakkahlíÖarmegin).
HlíSahúSin
Sími 82177.
KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN
efnir til
KVÖLDSKEMMTUNAR
í Þjóöleikhúsinu mánudaginn 6. þ.m. kl. 21, til
ágóöa fyrir Barnaspítalasjóö.
Hljómsveit varnarliösins undir stjórn Patrick
F. Veltre leikur létta klassiska tónlist m.a.
verk eftir Rimsky Korsakov o.fl.
Einsöngur John Peck Jr.
Einleikur á píanó: Richard Jensen.
Á milli atriöa sýna hinir fjölhæfu listdansar-
ar Erik Bidsted ballettmeistari, Lisa Kære-
gaard og Paul von Brochdorff ballettatriði.
Aðgöngumiöar verða seldir í Þjóöleikhúsinu og
bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.