Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 6
■|B> — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. desember 1954 þlÓÐVIUINN Oigefandl: Sameiningarflokkur aipý^u — Sósialistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (&b.) B'réttastjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Sigurjór.sson. Bjarni Benediktsson, GuB- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðusti* 19. — Simi 7500 (3 linur). Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á Xandinu. — Bausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. J Tíminn leikur tveimur skjöldum Þaö leynir sér ek^i á leiðurum Tímans síðan samkomu- Ja'TÍö náðist á Alþýðusambandsþingi um vinstri manna stiórn í Alþýðusambandi fslands, að þeim, er að blað- inu standa er órótt nokkuð út af þeim atburðum. Er það qg skiljanleg afstaða af hálfu þeirra manna, er svo hafa blandað bæði geði og gróða við spilltustu klíkurnar í Sjálfstæðisflokknum, að þeir geta ekki hugsað til stjórn- málasamvinnu við neina aðra. Hitt er þó vitað mál, að stór og vaxandi hluti af fylgj- endum Framsóknarflokksins er heiðarlegt sveitafólk, sem andstyggð hefur á þeirri stefnu sem flokkurinn hefur fylgt mörg undanfarin ár, en vonar sífellt að hann muni breyta um stefnu. Þetta veit forusta flokksins fullvel pg þess vegna er alveg sérstökum ráðum beitt til að halda þessu heiðarlega fólki við trúna. Þau ráö eru, að gefa stundum sannar lýsingar á samstarfsliðinu, lýsa því þá eins og spilltustu einræðisvaldhöfum hálfgerðra eða al- gerðra fasistaríkja, og líkja gróðafíkn þess við það sem sHra verst þekkist í heimi hins skefjalausa arðráns kapi- talismans. Og þegar mest liggur við er formaður flokksins látinn likja stjórnarsamvinnunni við fúinn húshjall, sem ekkert liggi fyrir annað en rífa til grunna þegar í stað, aðeins ef ekki vantaði annað skjól. Þessa minnast ís- lenzkir útvarpshlustendur frá síðustu útvarpsumræðum írá Alþingi. Þetta er sú hlið áróðursins sem ætluð er hinu frjáls- lynda, heiðarlega fólki, sem flokknum fylgir og öðlast nýja von um að nú séu betri tímar í aðsigi, þegar það les eða heyrir slíkt. En flestum reynist erfitt að þjóna bæði guði og Mamm- oni. Hver maður veit að innan flokksins eru aðrir hópar manna, sem gengið hafa í innilegt sálufélag við þær spilltu gróðaklíkur íhaldsins, sem Tíminn lýsir svörtust- úni, þegar talað er við hinn heiðarlega almúgamann. Þcssum skal þjónað af heilindum, og þá er snúið blaðinu. Slíkur leiðari var í Tímanum í gær undir fyrirsögninni „Það tælir horska hugi“. Þar kemur fram hræðsla þeirra síðarnefndu við það, að óánægða fólkið kunni að hafa tekið skammirnar um íhaldið of alvarlega. Óttinn við að það muni nú í atburðum Alþýðusambandsþingsins, sjá möguleikana á að gera að veruleika þá frjálslyndu stjórn- arstefnu, sem það eindregið óskar eftir, og verði nú kröfu- hart um að leiðtogarnir standi við orð sín. Þess vegna er nú hætt að líkja stjórnarsamstarfinu við fúinn hjall, sem sjálfsagt sé að afmá við fyrsta tækifæri. Heldur er því nú lýst sem blessunarríku samstarfí, sem bætandi áhrif hafi haft á flesta þætti þjóðfélagsins og efnahagsmál þess. Þó er þess gætt, að minnast ekki á þá framkvæmd sem viðkvæmast stingur einmitt þetta fólk, sem öðrum þræði þarf að halda við trúna á flokkinn. Það er hernámssamn- ingurinn og framkvæmd hans. Þeir vita vel, sem Tímann skrifa, að ef of fast er þrýst á það kýli mun það springa, og gæti þá orðið erfitt að fela eitrið sem undir býr. Þess vegna kjósa þeir heldur að fela það svo lengi sem hægt er. En að leika svona tveimur skjöldum er ekki hægt til lengdar. Að því hlýtur að koma að heiðarlegt fólk, sem ætlast einnig til heiðarleika af leiðtogum sínum, lætur ekki blekkjast lengur. Og einmitt þegar slík tækifæri gefast sem nú í sambandi við vinstri samvinnu á Alþýðu- sambandsþingi, til að mynda allsherjarsamtök vinstri fólks í landinu, þá fer það frjálslynda fólk, sem Framsókn hefur fylgt, að efast um heilindi leiðtoga sinna, þegar það sér að þeir reynast fullir úlfúðar í garð þeirra, sem brautina hafa rutt í þessum efnum. Þetta vita leiðtogar flökksins og blaðamenn. Þess vegna tala þeir nú um að verið sé að „tæla horska hugi“, þegar bent er á þau straumhvörf, sem nú hafa gerzt. Því þeir vita einnig, að engir möguleikar eru á neinskonar vinstri stjómarmynd- un í landinu nema með þátttöku Sósíaiistaflokksins, og jþgss fólks er honum fylgir aö málum. Grímur Grímsson, fyrrv. skólastjóri Minningarorð Sumarið er komið, og sólin norður við íshaf getur ekki fengið af sér að setjast. Hún hvílir sig aðeins andartaks»- stund í seilingshæð yfi^ haf- inu og brosir rauðu við sjó og landi, áður en hún byrjar að fikra sig upp á festinguna að nýju. Og lífið yngist við, líkt og andblær eilífðarinnar hafi leikið um vit þess: Því nægír að hægja ofurlítið andardráttinn og blunda á öðru auga yfir blá- lágnættið og er þá ekkert að vanbúnaði að hefja nýjan dag. í síldarþorpinu er síðdegis- kyrrðin svo djúp, að þegar ung- meyjar mætast á götu og taka tal saman heyrist um allt plássið, að önnur þeirra segir: Grímur er kominn. Og hreim- urinn í röddinni er eins og þegar fólkið í sveitinni segir á vorin: Lóan er komin. Um langt árabil lagði Grím- ur Grímsson leið sína til Rauf- arhafnar um jónsmessuleytið. Þegar þorpsbúar sáu honum bregða fyrir á brautinni birti yfir svip þeirra, bæði vegna þess að hann var hvers manns hugljúfi og eins hins, að þá vissu þeir að síldin færi bráð- lega að ganga í flóana. Fundum okkar Gríms Gríms- sonar bar fyrst saman í þessu skemmtilega síldarþorpi norður við dumbshaf fyrir röskum ára- tug. Hann var þá um sextugt, ég fávís menntaskólastrákur. Þá tókst þegar með okkur traust vinátta. Kynni mín af þessum fágæta manni voru í skemmstu máli slík, að ég tel hann að öllu gagnvandaðasta göfugmenni sem ég hef þekkt. Grímur Grímsson vakti hvers manns athygli og traust við fyrstu sýn: Hann var heljarmik- ill vexti, vasklegur og bar sig tiginmannlega, sviphreinn og laglegur, ólympskur yfirlitum, silfurhærður á efri árum, manna snyrtilegastur og prúð- menni í framkomu, sameinaði með fátíðum hætti barnslega ljúfmennsku og kurteislega ein- urð kynborins höfðingsmanns. Grímur Grímsson var fæddur í Fljótum norður. Hann stund- aði nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri, síðan Flensborg og lauk þaðan kennaraprófi. Að námi loknu gerðist hann kennari, varð skólastjóri barna- skólans í Ólafsfirði og gegndi því starfi meðan heilsa entist. Hann lét af embætti á bezta aldri vegna heyrnardepru. Eftir það vann hann hjá S. R. R. á sumrum, unz hann var kom- inn fast að sjötugu, en sat heima í Ólafsfirði á vetrum. Ég hef kynnzt lærðari mönn- um en Grimi, en fáum eða eng- um eins vel menntuðum. Hann leitaðist alla ævi við að efla þekkingu sína, áleit hana allra dyggða móður, ef menn beittu henni til að rækta karakter sinn. Þegar hann hafði stundað kennslu um nokkurra ára skeið, gerði hann hlé á fræðslustörf- um og sigldi til Noregs til að fræðast. — „Ég óttaðist að ég færi að forpokast," sagði hann við mig á næturvakt fyrir norðan, þegar Noregsdvöl hans bar á góma. Þetta lýsir mann- inum vel. Hann þekkti forpok- unarhættuna sem yfir mönn- unum vofir, ekki sízt í afskekkt- um byggðum. Þess vegna var * Grímur Grímsson, brjóstmynd eftir Ríkarð Jónsson. honum ekki hætt. Engan hef ég vitað fjær því að örvænta um æskuna, engan opnari í and- anum, forvitnari um hið unga og vaxandi í þjóðfélags- og menningarmálum, engan hleypi- dómalausari í hvívetna. — Á- hugasvið hans var furðulega vítt: Tungumál, stjórnmál, bókmenntir, heimspeki — ekki sízt indversk fræði — voru meðal þess sem hug hans heill- aði. Ég undraðist tíðum þekk- igu hans — og ekki síður hve staðgóð hún var en hitt, hve víða hann var heima. Hann hefur örugglega verið einn þeirra sem lesa fremur eina bók mörgum sinnum en marg- ar bækur einu sinni. En vegna lifandi áhuga og þrotlausrar elju varð hann flestum víð- lesnari allt um það. — „Mig langaði til að verða ekki verr að mér en útkjálkaprestur". _ Ég gekk eitt sinn við í súð- arkompu Gríms síðasta sum- arið sem við unnum saman í síldinni. Á borði við höfða- lagið lá Bréf til Láru, fyrsta útgáfa. — „Ljómandi snilli er þetta“, sagði hann, þegar ég fór að handleika bókina — „ég er búinn að lesa hana mörgum sinnum, og mér finnst hún því betri sem ég les hana oftar.“ — Útlit bókarinnar er mér minnisstætt: Það var eins og hún væri að koma úr prentun, og var þó hartnær aldarfjórðungur liðinn frá því er hún kom út, og eigandinn búinn að marglesa hana. Þeg- ar ég staðnæmist við þetta litla atvik, þykist ég greina þá eðliskosti sem öðrum fremur mótuðu líf Gríms Grímssonar: hirðusemina og snyrtimennsk- una. Hann leitaði sér fróð- leiks og fræddi aðra vegna þess, að hann gat ekki unað óþrifum fordóma og fákunn- áttu. Hann gerðist sósíalisti á fullorðinsaldri vegna þess að honum rann til rifja það hirðuleysi um hæfileika mannsins og hamingju sem er megineinkenni kapitalismans. Snyrtimennska hans stafaði af því, að hann eygði í eðli hvers manns eitthvað guðlegt sem halda ber hreinu og hefja. Ég veit ekki hvort Grímur hefur átt nokkurn óvin, en hitt veit ég að hann niðraði ekki fjöndum sínum — ef einhverjir' hafa verið — nema þá með þögninni. Ég komst að því af hendingu á síðastliðnu sumri, að hann hafði eitt sinn mætt ódrengskap nokkrum í máli sem var honum viðkvæmt og varðaði hann miklu. En aldrei heyrði é'g hann á það minnast, þótt mál þetta bærist oft í tal okk- ar á milli. Hann var mannleg- ur, eins og allir sannir öðl- ingar, og nógu rishár til að geta verið veglyndur einnig við óverðuga. Grímur Grímsson var ekki trúfækinn til baga á ofan- verðri ævi a. m, k. — mun þó aldrei hafa gengið með öllu af þeirrí biblíutrú, að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta. í síðasta bréfinu sem ég fékk frá honum lét hann allvel yfir hag sínum, en bætti þó við: „Elli gamla ier um Frón“ — byrjaði siðan að skopast að því, að það yrði vist ekkert smávegis arnstur á upprisudaginn. Ég heyrði í útvarpinu að Grímur hefði látizt á dögun- um og útför hans verið gerð norður í Ólafsfirði á föstudag- inn var. Þótt hann hefði átt að lifa svo sem einni öld leng- ur, er fánýtt að sýta- Ævi hans varð lengri og betri en flestra .annarra .manna. Það var lán að fá að vera honum samferða svolítinn spöl. Einar Bragi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.