Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.12.1954, Blaðsíða 11
Sunnudágur 5. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (33 Saga mannsandans Framhald af 7. síðu. kae.rlelkans, til þess að bjarga náunga þínum úr helvíti og: úr viðjum djöfulsins (!)“. Og svo klykkir hann út með orðum þess- um: „Asninn vill að hann sé sleg- inn, og skrílnum verður að stjórna með harðýðgi; það vissi guð og því gaf hann yfirvöldum ekki í hendur tófuskott, heldur sverð.“ — Von var, þótt Lúther fyrlrgerðl með riti þessu allri alþýðuhylli sinni, enda leitaði hann nú æ meir trausts og halds hjá liöfð- ingjimum." — (Vesturlönd, bls. 144). En „heimsmyndin nýja“ seitl- ar fram, undan fargi og hindur- vitnum trúarbragða, kirkju og valdstjórnar. Hún leitar sér far- vegs í náttúrufræðum, í heim- speki. Sagan af þeim vegferð- arkafla mannsandans verður oft að hrikalegum harmleik, sigur- vinningar andans kosta dýrar fórnir, snillingarnir, velgjörðar- menn mannkynsins, glötuðu margir lífi í baráttunni. Eng- inn þarf að efa hver á samúð Ágústs H. Bjarnasonar óskipta í þeim hrikaleik. Hann er hér verjandi og málsvari manna hinna nýju vísinda, hugsuða og spekinga. Brennu Giordano Brun- ós lýsir hann á þessa leið: „Hann hafði í engu misboðið anda kristlndómsins, heldur aðeins andæft úreltum skoðunum kirkj- unnar. Og þessi kirkja, sem svo oft hefur haldið fram kærleiks- kenningu Krists með hinni djöfid- legustu grimmd og undirhyggju, dæmdi nú að lokum Brúnó af lífi. Þegar dómurinn var lesinn upp fyrir lionum, brá lioniim hvergi, lældur sagði hami við böðla sína, um ieið og hann hvessti á þá augun: „Þér sem dæmið mig, eruð ef til viU hrædd- ari en ég, hinn dæmdi.“ Síðan var hann seldur í hendur veraldlega valdinu fmeð hinum venjidegu hræsnistilmælum að liegna hon- um „bUtt og án blóðsúthellingar“, þ.e. að brenna hann lifandi. Hinn 17. febrúar árið 1C00 var Giordano Brúnó brenndur við hægan eld að helztu höfðingjum hinnar heil- ögu Itaþólsku kirkju áhorfandi á blómatorginu í Róm. Það var rétt- um 2000 árum eftir píslarvætti Sókratesar, á hinu mikla fagnað- arári kristilegrar kirkju! En Brúnó dó hetjudauða. Til hans lieyrðist hvorld liósti né stuna, og hann mælti ekkert æðruorð. Og þó var hann lengi að deyja. Þeg- ar prestur einn ætlaðl að lialda að honum krossmarlti, sneri liann liöfðinu undan með fyrirlitningu. Kirkjan lét dreifa ösku hans út í veður og vind. En á sama staðn- um og hann var brenndur var honum reistur dýrlegur minnis- varði árlð 1889 með samskotum úr öllum heimi. Og ltalir tigna liann nú sem einn siim mesta maiin." (Vesturlönd, bls. 144-145). Hitt mun engan undra þó nokkurrar umvöndunar og fordsfemingar gæti þegar kemur að þéim kafla vegferðar manns- andahs, sem liggur til hins vís- indalega sósíalisma nútímans, í kafianum um Rousseau og víðar í ,,VesturIöndum“ er varað við byltingarstefnum. En ekkert er í'jær höfundi „Vesturlanda“ en að fyllast makkartísku ofstæki, þó „bylting“ sé nefnd. Hann varar við að ganga of langt í fordæm- ingunni: „En þrátt fyrir þetta ættu menn að stilla í hóf dómum sín- um um byltinguna miklu, því af blóðakri hennar spruttu helztu frelsishugsjónir vorra tímíj,“. — (Vesturlönd bls. 351). Þess væri óskandi að sem flest- ir íslendingar læsu „Sögu mannsandans", að ungt fólk haldi áfram að ganga í þann háskóla heimsmfnnihg|finnar sem það rit er. 'AÖ minnsta kosti þangað til einhver þaulmenntaður sósíal- isti gefur okkur rit um vegferð mannsandans, 'ýafnstórt í sniðum, jafnheilt frá sjónarmiði heims- skoðunar marxismans og þetta rit af hálfu borgaralegrar upp- lýsingar, hlýtur íslenzk alþýða að leita til „Sögu mannsandans“ og hefur þangað margt að sækja. S. G. NIÐURSUÐU VÖRUR Samúðárkort Slysavamaíélags Tsl. fcaupi flestir. Fást hjá slysavam*- deildum um allt land. í Rvik afgreidd í sima 4897. • * rarviori i Bretlandi Mikið fárviðri geisaði um all- ar Bretlandseyjar í gær og var vindhraðinn að meðaltali um 115 km á klukkustund, en í Norður-Wales mældist hann um 160 km. Stormurinn olli miklu tjóni, braut símastaura og feykti þök- um af húsum, m. a. kirkjuþaki í Edinborg. Tré féllu víða á vegi og lokuðu þeim. í Fleetwood braut stormurinn um 200 m langt skarð í varnar- garð og er unnið að því af miklu kappi að fylla í skarðið fyrir stórstraumsflóðið í vikulok. Að losa sig við utanríkismál Bæði Adenauer og Mendés- France, forsætis- og utanríkis- ráðherrar Vestur-Þýzkalands og Frakklands, skýrðu frá því í gær að þeir myndu sennnilega láta af embættum utanríkis- ráðherra innan skamms. Adenauer kvaðst myndu af- sala sér embættinu, þegar Par- ísarsamningarnir hefðu verið fullgiltir(j 'gerði hann það til að geta sinnt meira hinum 'Áýja vesturþýzka her. MendósdSrance gaf í skyn að hann myndi segja embættinu lausu eftir för sína til Rómar í næsta mánuði. Myndi hann þá geta gefið sig meira að efna- hagsmálum. Staða eftírlitsmanns við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er laus til umsóknar, veitist frá 1. febrúar n.k. Umsækjandi skal vera á aldrinum 21—35 ára og hafa séraienntun á sviði heilbrigðiseftirlits, eða skuldbinda sig til að afla sér hennar erlendis. Laun samkv. IX. fl. launasamþykktar Reykja- víkurbæjar. undirrituðum fyrir 12. des. Umsóknir sendist næstkomandi. Borgarlæknir Reykjavík, Austurstrœti 10 A. Kærar þakkir fyrir hluttekningu við andlát og jaröarför Sigurbjargar Jónsdóttur frá Stórahrauni, sérstaklega til þeirra, er heimsóttu hana veika, og sýndu henni kærkomna vináttu. F.h. vandamanna Sigrún Pétursdóttir, Sigurður Árnason. Kvöldskemmtun Nýju og gömlu dansarnir í G.T.-húsinu í kvöld klukkan 9. Adda Örnólfsdóttir og Ólafur Briem syngja með hljómsveit Carls Billicli Danslög kvöldsins eru: „Bella símamær" og • „1 Hallormsstaðaskógi*1 Nýit! Getraunin IÁ eSa NEI framkvæmd af kunnáttumanni Góð verðlaun Spennandi keppni Óseldir aðgöngumiðar seljast kl. 8. Ailskonar skíðaútbúnaður svo sem: Skíði Skiðabönd Skíðaáburður Skíðastafir .. og Juliorðna Heildsala — Smásaia Sendi gegn póstkröfu um land allt Hafnarfjörður Hafnarfjörður Utboð Tilboð óskast í byggingu bókasafnshúss við Mjósund. Teikningar, útboðs- og verklýsingar liggja frammi í skrifstofu bæjarverkfræðings í Ráð- húsinu. Tilboðum sé skilað í skrifstofu bæjarverkfræð- ings fyrir 20. þ.m. Bókasafnsnefnd. ■eDcetiata ] OPEL SýNTNQTN verðor í poríi Sambandshussins við Ingólfsstræti í dag kl. 11—4. Allar gerðir Opel-bíla sýndar vOPELCaravann •■•tm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.