Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. desember 1954 ö 1 dag er suunudaguiinn 12. desember — Eplmachus — 346. dagur ársins — Tungl í hásuðri Ul. 2:26 — Árdegisháflæði kl. 6:41 — Síðdegisháflæði kl. 19:04. Togararnir: 'Askur er í söluferð til Þýzka- iands. Bjarni Ólafsson fór á ís- fiskveiðar 4. þm. Egill .Skjalla- grimsson fór á ísfiskveiðar í gær. Fylkir fór á ísfiskveiðar 6. þm. Gejr iandaði á Isafirði í gær. Hallveig Fróðadóttir' lagði af stað til Þýzkalands i gær. Hvalfell fór á sajtfiskveiðar-18. þm. Ingólfur Arnarson fór á saltfiskveiðar 7. þm. Jón Baldyinsson fór væntan- iega á ísfiskveiðar í gærkvöld. Jón Forseti fór á ísfiskveiðar 5. þm. Jón Þorláksson fór á ísfisk- veiðar 4. þm. Karlsefni er vænt- anlegt af ísfiskveiðum á morgun. Sfarz kom af isfiskveiðum i gær jmeð rösk 200 tonn. Neptúnus fór á isfiskveiðar 27. fm. Pétur Hail- dórsson leggur af stað í dag tii Þýzkalands. Skúli Magnússon fór á isfiskveiðar í gær. Úranus fór á ísfiskveiðar 7. þm. Vilborg Her- jóifsdóttir er í slipp í Reykja- vík. Þorkell Máni fór á saltfisk- veiðar 7. þm. Þorsteinn Ingólfs- son fór á saltfiskveiðar 27. fm. Edda, miililanda- 'lugvél Loftleiða, ;r væntanleg til Etvíkur kl. 7:00 irdegis í dag frá N. Y. Piugvélin fer kl. 8:30 til Oslóar, Gautaborgar og Hamborg- ar. Hekla, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Rvíkur kl. 19:00 í dag frá Hamborg, Gauta- borg og Osló. Áætlað er, að flugvélin fari til N.Y. kl. 21:00. Pan-American flugvél er væntanleg til Keflavikur frá Helsinki, Stafangri, Osló og Prest- vik í kvöld kl. 21:15 og heldur áfram eftir skamma viðdvöl til New York. Ég sá dýrð hans Þessi athyglisverða mynd, sem sýnd hefur verið á sunnudögum í vetur í Stjörnubíói fyrir fullu húsi, verður sýnd í dag kl. 5 í síð- asta sinn fyrir jól. — Aðgangur er ókeypis og aðgöngumiðar af- hentir við innganginn. -Jólafundur Húsmæðrafélagsins Jólafundur Húsmæðrafélags Rvik- ur verður næstkomandi þriðju- dagskvö'ld kl. 8:30 í Borgartúni 7. Húsmæðrakennari, frk Hrönn Hilmarsdóttir, talar um jólamat og jólaundirbúning. Matar- og kökuuppskriftir fást á fundinum. Allar konur velkomnar meðan ihúsrúm leyfir. Helgidagslæknir er í dag Skúli Thoroddsen, Fjöln- isveg 14 — Sími 81619. Kvöld- og niiiturvörður er í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum frá kl. 18-8 i fyrra málið. — Sími 5030. Nætunörður er i Ingólfsapóteki — Sími 1330. . Kl. 9:10 Yeðurfr,- . 9:20 Morguntón- leikar (pl.) (9:30 Vréttir). a) Tveir kaflar úr óbó- konsert í d-moll eftir Vivaldi (Leon Goossens og strengjas. Philharmonia leika). b) Kerstin Thorberg og Charles Kull- mann syngja lög úr Das Lied von der Erde eftir Gustav Mahler. c) Suzanna Dunco syngur lög eftir Richard Strauss. d) Konsert fyrir lágfiðlu og strengjasveit eftir Telemann (Heinz Kirchner og Kammerhljómsveitin í Stuttgart leika; Karl Múnchinger stjórnar). e) „Fétes” og „Sirénes”, lög eftir Debussy (Hljómsveitin Philharm- onia og Glyndebourne hátiðakór inn flytja; Alceo Galliera stj.) f) Píanókonsert í Es-dúr eftir Liszt (Shura Cherkassky og hljómsv. Philharmonia; Fistoulari stjórnar). 11:00 Messa í Hallgríms- kirkju (Sr. Jakob Jónsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:00 [Rafmagnið á íslandi 50 ára: a) Steingrímur Steinþórsson raforkumálaráðherra flytur ávarp. b) Stefán Gunn- laugsson bæjarstjóri talar um raf- veitumál Hafnarfjarðar. c) Val- garð Thoroddsen rafveitustjóri ta’.ar um elztu rafstöð á Islandi. d) Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri talar um þróun raftækninn- ar. e) Jakob Gíslason raforku- málastjóri talar um framtíð raf- orkumála. 15:15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15:30 Miðdeg- istónleikar (pl.): Þættir úr Ein deutsches Requiem eftir Brahms (Söngfélag tónlistarvina og Phil- harmoníska hljómsv. í Vínarborg flytja; Herbert von Karajan stj. Einsöngvarar: Elisabeth Schwarz- kopf og Hans Hotter). 16:30 Veð- urfr. 17:30 Barnatími (Baldur Pálmason): a) Hulda Runóifsdótt- ir leikkona les úr bókinni Hafið hugann dregur eftir Dóra Jóns- son. b) Heimsókn í barnadeild Myndlistarskólans í Reykjavík. c) Tónleikar. 18:25 Veðurfr. 18:30 Tónleikar (pl.): a) Fiðlukonsert nr. 2 í d-moll eftir Wieniawski (Isaac Stern og Fhilharmoníska hljómsveitin I New York leika; Efrem Kurtz stjórnar). b) Fær- eyska söngfélagið Ljómur syngur. c) Létt finnst tóniist og finnsk þjóðlagasvíta (Finnska útvarps- hljómsveitin; George de Godzinsky stjórnar). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20:20 Leikrit Þjóðleikhúss- ins: Topaz eftir Marchei Pagnol. Þýðandi: Bjarni Guðmundsson. — Leikstjóri: Indriði Waage: Leik- endur: Róbert Arnfinnsson, Jón Aðils, Klemenz Jónsson, Valur Gíslasarvi- Htwaidur - ! Björnsson, Þorgrímur Einarsson, Æyjir Kvar- an, Gestur Pálsson, Helgi Skúla- son, Inga Þörðardóttir, Hildur Kalman, Þóra Borg, Margrét Guð- mundsdóttir, skóladrengir ofl. — 22:45 Fréttir og vcðurfr. 22:50 Danslög af plötum til kl. 24:00. Útvarpið á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 13:15 Búnaðarþáttur: Á vettvangi starfsins III. (Kristinn Jónsson ráðunautur á Selfossi). — 18:00 Dönskukennsla I. fl. 18:25 Veður- fregnir. 18:30 Enskukennsla II: fl. 18:55 Skákþáttur (Guðm. Arn- laugsson). 20:30 Útvarpshljóm- sveitin: a) Vilhjálmur Tell, for- leikur eftir Rossini. b) Danze Piemontesi eftir Sinigaglia. 20:50 Um daginn og veginn (Ólafur Gunnarsson sálfræðingur). 21:10 Einsöngur: Hanna Bjarnadóttir syngur; Weisshappel aðstoðar: a) Se tu m’ami eftir Pergolese. b) Lungi dal caro bene eftir Gui- seppe Sarti. c) Vögguvísa Maríu eftir Max Reger. d) Vorvindur eftir Sigvalda Kaldalóns. e) Sofn- ar lóa eftir Sigfús Einarsson. f) This Day Is Mine eftir Harriet Ware. 21:30 íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.) 21:45 Náttúrlegir hlutir: Spurningar og svör um náttúrufræði (Geir Gígja skordýrafræðingur). 22:10 Útvarps- sagan. 22:35 Létt lög: Lucianne Boyer syngur og Horvath Laci og hljómsveit hans leika (pl.) til klukkan 23:10. Frá Kvenréttindafélagi Islands Jólafundurinn verður annað kvöld kl. 9:30 í Aðalstræti 12. — Til skemmtunar verður: Tvísöngur, upplestur o. fl. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Skrifstofan í Ingólfsstræti 9B er opin alla virka daga kl 2—6 síð- degis. Söfnunarlista verður vitjað til fyrirtækja næstu daga. Æski- legt er að fatnaðargjafir berist sem fyrst. Dómkirkjan. Dómkirkjan Messa kl. 11 fh. Sr. Jón Auðuns. Siðdegismessa kl. 5 eh. Sr. Óskar J. Þorláksson. Bústaðaprestakall Messa í Kópa- vogsskóla kl. 3 eh. (aðalsafnaðar- fundur eftir messu). Barnasam- koma kl. 10:30 fh. sama stað (Jólamyndir). Sr. Gunnar Árna- son. Nesprestakall Messa í kapellu Há- skólans kl. 2 eh. Safnaðarfundur eftir messu. Sr. Jón Thorarensen. Fríkirkjan Messa kl. 5 eh. Barna- guðsþjónusta kl. 2 eh. Sr. Þorst. Björnsson. Langholtsprestakall Messa i Laug- arneskirkju kl. 5 eh. Aðalsafnað- arfundur eftir messu. Sr. Áreli- us Níelsson. Hátelgssókn: Messa í þátíðasal; Sjómqjuyiskól- ans kl. 2. Barnasamkoma kl. 10:30 árdegis. Séra Jón Þorvarðsson. Laugarneski rk ja: Messa ki. 2 e.h. — Séra Garðar Svavarsson. Barnáguðsþjóiiusta kl. 10:15 f.h. — Séra Garðar Svav- arsson. Hallgrímsklrkja: Messa kl. 11 f.h. (Ræðuefni: Hvaða trú játið þér?) — Séra Jakob Jónsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 1:30 e. h. — Séra Jakob Jónsson. Siðdegismessa kl. 5 e. h. — Séra Sigurjón Þ. Árnason. Bókmerihtagetraun 1 blaðinu í gær voru birt þrjú erindi úr kvæðinu Hallfreður vandræðaskáld eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. 1 dag kemur nokkuð annað. En sóldaginn sumarlangan fer saltlykt óg tjöruangan uní ströndiiia viða véga. Úr grjótinu gægist rotta, og gömlu bátarnir dotta . í , naust unvun letilega. En áður en sól skín á sjóinn, er síðast karlinn róinn og lengst út á flóa farinn, Þar dorgar hann daga langa, með dulv. ásýnd og stranga og hönd, sem er hnýtt og marin. Krossgáta nr. 536. Lárétt: 1 deila 7 rothögg 8 ekki margar 19 fora 11 skst. 12 um- dæmismerki 14 forskeyti 15 fjár- mark 17 fangamark 18 sérhljóðar 20 afturhluti á fiski. Lóðrétt: 1 sneiddi 2 smábýli 3 skst. 4 endalok skákar 5 missa 6 greindarhöfundur 10 karlnafn 13 borðar 15 nýtízkulegur jass 16 stafir 17 dúr 19 tveir eins. Lausn á nr. 535. Lárétt: 1 plóma 4 lá 5 te 7 sat 9 inn 10 ömt 11 úlf 13 an 15 er 16 útför. Lóðrétt: 1 Pá 2 óma 3 at 4 leika 6 eftir 7 snú! 8 töf 12 lof 14 nú 15 er. j . Hjónunum Sól- y f/ veigu Jónsdóttur ' og Páli G. Bjarna- \ syni prentara, ff v Langholtsveg 67, fæddist 14 marka sonur í gær. Dagskrá Alþingis: Sameinað Alþlngi (á morgun kl. 1:30 miðdegis). 1 Viðbótarsamningur við Norður- Atlanzhafssamninginn, þáltill. Síðari umr. 2 Dýrtíðarlækkun, þáltill. Fyrri umr. 3 Strandferðir, þáitill, Fyrri um- ræða. 4 Niðursuðuverksmiðja i Ólafs- firði, þáltill. Fyrri umræða. 5 Vegagerð, þáltill. Fyrri umr. 6 Friðunarsvæði, rýmkun á nokkrum stöðum þáltill. — Hvernig ræða skuli. I--—■ 12 DAGAB TILI0LA I—----1 Skipaútgerðin: Hekla er væntanleg til Reykja- vikur á hádegi i dag að vestan úr hringferð. Esja er á Austfjörð- um á suðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjald- breið er væntanleg til Reykjavík- ur í dag að vestan og norðan. Þyrill er i Reykjavík. Skaftfell- ingur fer frá Reykjavík á þriðju- daginn til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS: Hvassafelj er í Methil. Arnarfell er i Ventspils. Jökulfell lestar frosinn fisk á Vestfjörðum. Disar- fell er í Reykjavík. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helga- fell átti að fara frá Hangö í gær áleiðis til Helsingfors. Eimskip: Brúarfoss fór frá Akranesi í gær til Aberdeen, Hull, London, Rott- erdam og Hamborgar. Dettifoss væntanlegur til IRvíkur í dag frá N.Y. Fjallfoss kom til Hamborg- ar í fyrradag fer þaðan til Ant- verpen, Hull og Rvíkur. Goðafoss fór frá N.Y. í fyrradag til Rvík- ur. Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn á hádegi í gær til Kristian- sand, Leith og Rvíkur. Lagarfoss kom til Ventspils í fyrradag fer þaðan tii Kotka, Wismar, Rotter- dam og Rvíkur. Reykjafoss fer frá Hull í dag til Rvíkur. Sel- foss fór frá Rvik 9. þm. til Ak- ureyrar, Húsavíkur, Siglufjarðar, Isafjarðar, Patreksfjarðar og R- vikur. Tröllafoss væntanlegur til Rvikur síðdegis í dag frá Gauta- borg. Tungufoss fór frá Tangier í fyrradag til Rvíkur. Tres fór frá Rotterdam í gær til Rvíkur. Kvenfélag sósíalista heldur skemmtifund annað kvöld klukkan 8:30 í Iðnó (uppi) — Sjá frétt annars staðar í blaðinu. Barnasamkoma Óháða fríkirkjusafnaðarins verð- ,.ur i Austurbæjarskólanum klukk- an 10:30 til 12 fyrir hádegi i dag. ýbAtr't » Listasafn Einars Jónssonar verður opið i dag í síðasta sinn á þessu ári. Hvenær safnið verð- ur opnað aftur er ekki fullráðið, en þegar að þvi kemur munu blöðin verða beðin að geta þess. Aðalfundur Vestfirðingafélagsins. verður haldinn i dag í Naustinu klukkan 3 síðdegis. Venjuleg að- alfundarstörf og rætt um byggða- safn Vestfjarða. Eftir skáldsögu Charles de Costers *• Teikninfar eftir Helge Kiihn-Nielsen — Við skulum reisa búr á þilfarinu til að geyma hann í. Þar getur hann matast og eofið. Látið mig um að fæða hann. Og ef hann étur ekki eins mikið og ég ætlast tii, þá hengjum við hann. — Já, ef hann étur ekki það, sem honum verður borið, skal hann hengjast, sögðu Ugluspegill og Sæfararnir. — Og hvað ætl- ar þú svo sem að gera með mig, kúlu- vambi? — spurði munkurinn. Það færðu brátt að sjá, sagði Lambi. Svo var munk- urinn færður i búrið. Lambi lagaðist smám saman i fætinum, og ekki sparaði hann fæðuna við munkinn. En Sæfararnir sáu lika, hvernig hann brá málbandi um munkinn miðjan á hverj- um degi. — Fjögur fet, tautaði Lambi, en síðan mældi hann einnig sjálfan sig og niðurstaðan varð þá fjögur og hálft, svo að enn var hann engan veginn ánægður. En þegar hann mældi munkinn á áttunda laugardegi kættist hann þvi að nú var munkurinn orðinn fjögur og þrir fjói'ðu fets um mittið. Munkurinn reiddist við þessar sifelldu mælingar og hreytti út úr sér: — Hvað vilt þú vera að sýna þig hér, kúluvambi? En Lambi rak bara út úr sér tunguna og svaraði ekki einu orði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.