Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. desember 1954 Erich Maria REMARQUE: ----------------------------- Að elska... ... og deyja ----------------------------J 6. dagur hleypa af. En Rússinn rétti sig ekki upp aftur. Hann hélt áfram að höggva niður í frosna jörðina. Steinbrenn- er glotti. „Legstu niður“, sagði hann. Rússinn lagði frá sér hakann og lagðist niður í gröf- ina. Hann lá grafkyrr. Nokkrir snjókögglar féllu niður á hann þegar Steinbrenner steig yfir gröfina. „Er hún nógu löng?“ spurði hann Gráber. „Já. Reicke var ekki hávaxinn". Rússinn horfði upp fyrir sig. Augu hans voru gal- opin. Blámi himinsins virtist speglast í þeim. Hvítu hárin í skegginu umhvei'fis munn hans bærðust þegar hann andaði. Steinbrenner lét hann liggja þarna nokkra sund. Svo sagði hann: „Upp“. Rússinn klifraöi upp. Blaut mold loddi í frakka hans. „Jæja“, sagði Steinbrenner og leit á konuna. „Nú skul- uð þið grafa ykkar eigin graífir. Þær þurfa ekki að vera svona djúpar. Það skiptir engu máli, þótt refim- ir éti ykkur næsta sumar“. Það var snemma morguns. Föli'autt band lá meðfi'am sjóndeildarhringnum. Það marraði í snjónum; það hafði verið frost um nóttina. Opnu grafirnar voru mjög dökk- ar. „Fari það bölvað“, sagði Sauer. „Öllu hlaða þeir yfir á okkur. Hvers vegna þui'fum við að gera þetta? Hvers vegna ekki öryggisþjónustan? Þeir eru þó sér- fræðingar í að skjóta fólk. Af hverju við? Þetta er í þriðja skipti. Við eigum að heita heiðarlegir hermenn". Gi’áber hélt lauslega um riffilinn. Stálið var ískalt. Hann setti á sig hanzkann. , ,Öiyggisþj ónustan er örm- um kafin fyrir aftan okkur“. „Rétt. Þeir koma ekki nærri okkur. Var Steinbrenn- er ekki í öryggisþjónustunni áður?“ „Ég held hann hafi verið í fangabúðum. Gæzlu- maður eða eitthvað þvíumlíkt". Hinir komu á vettvang. Steinbrenner var himx eini sem var glaðvakandi og hvíldur. Hörund hans var rjótt og sællegt eins og á barni. „Heyrið þið“, sagði hann. „Það var kvendýrið þarna. Leyfið mér að fá hana“. „Hvað áttu við?“ spurði Sauer. „Þú hefur engan tíma til að barna hana. Þú hefðir átt að reyna fyi'r“. „Það er einmitt það sem hann gerði“, sagði Immer- mann. „Hver sagði þér það?“ spurði Steinbrenner. „Alþjóða- samband öreiga?“ „Og ,hún hleypti honum ekki nálægt sér“. Steinbrenner sneri sér illskulega að honum. „Þú ert clyngur, þykir mér. Ef ég hefði kært mig um þessa rauðu belju, hefði ég tekið hana“. „Ekki er það nú víst“. ,.Æ, hættið þessu þrefi“. Sauer beit í tóbaksrullu. „Ef hann vill endilega skjóta hana sjálfur er honum það velkomið mín vegna. Ekki tel ég það eftir“. „Ekki ég heldur“, sagði Gráber. Hinir sögðu ekki neitt. Það birti. Hirschland leit á úrið sitt. „Gengur þetta ekki nógu rösklega fyrir sig, fsak?“ spurði Steinbrenner. „Vertu feginn að þú varst valinn í þetta. Það er gott til að lækna í þér gyðinga- viðkvæmnina. Að skjóta þetta pakk —“ hann hrækti „það er alltof gott fyrir það. Sóun á púðri! Það ætti að hengja það eins og gert er alls staðar annars staðar“. „Hvar?“ Sauer leit í kringum sig. „Sérðu einhver tré? Eða eigum við að smíða gálga? Og úr hverju?“ „Þarna koma þau“, sagði Gráber. Mucke kom með Rússana fjóra. Tveir hermenn gengu á undan þeim og tveir á eftir. Gamli Rússinn gekk fyrstur, þá konan og loks yngri mennh'nir tveir. Fólkið raðaði sér sjálft fyrir framan grafirnar án þess að því væri sagt það. Konan leit niður áður en hún sneri sér við. Hún var 1 rauðu ullarpilsi. Muller lautinant kom út úr húsi herforingjans. Hann átti að vera fulltrúi Rahes við aftökuna. Það var hlægi- legt, en öllum formsatriðum var enn framfylgt eftir því sem tök voru á. Allir vissu aö verið gæti að Rússamir fjórir væru skæruliðar og eins gat verið að þeir væru ' það ekki; þeir höfðu verið yfirheyrðir og dæmdir, án þess að þeir hefðu nokkurt tækifæri til að bera af sér sakir. Og að hverju var hægt að komast? Þeir höfðu verið ásakaðir um að hafa vopn undir höndum. Nú átti að skjóta þá formlega í návist liðsforingja. Rétt eins og það stæði ekki á sama. ------------------------- ]j Tilvalið 11 til jólagjafa: j | Fjölbreytt ! i úrval af: Náttföt — sloppar — skór j : I skrautlegum kassa (margir litir). Stök náttföt. Undirkjólar, Nælon og rayon. Undirbuxur, nælon og rayon. L! :* j Náttkjólar í miklu úrvali :• • Nátttreyjur. jt j Kot, nælon og rayon. ;*j Alls konar miliipils í mjög jr j f jölbreyttu úrvali. Verzl. Kristín j Sigurðardóttir ! j Laugavegi 20 A. KÁPUUM KJÓLUM, öllum stærðum og gerð um MORGUNKJÓLUM ódýrum TELPUKJÓLUM úr næloni og everglaze DÖMUBLÚSSUM •■■■■■■•■■■■■■■■■■■*■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ DÖMUPILSUM geji aSooBJwa Verzl. Kristín - Gljóir vel - Drjúgt - ttr«ir\l«gt Sigurðardóttir Laugavegi 20 A. fwki £*s4 OC CAM^N Tveir náungar voru á ferð um lítt byggt svæði i hest- vagni. Skyndilega sáu þeir stigamann á veginum fyrir framan sig í svo sem 50 metra fjarlægð. Annar mannanna í vagninum skildi samstundis, hvað þeir ættu í vændum. Hann tók því seðlabunka upp úr vasanum, rétti samferðamanni sínum og sagði: — Gjörðu svo vel, hér hefur þú þessa peninga, sem ég skulda þér. Sérstaklega fallegir amerískir borðlampar nýkomnir. — Tiivalin jólagjöf. LI6SAF0SS h.i. Laugavegi 27 *yf]inninaaróp)jöi SJ.RS. Aðeins 12 dagar til ióla Rjupur Svínakjöt Hangikjöt í hátíðarmatinn Gerið pantanir sem fyrst rf-?o -:n±Ar 'Kiyo Dragið ekki að gera jólainnkaupin Við sendum yður vörurnar heim Kjötbúðir Matvörubúðir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.