Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Sahamul sem vahið hefur heimsathygii Undirritaði Onassis samn- [1 sem hvarf? Eigandi 100 olíuskipa og spilavítisins í Monte Cailo sakaður um svik Aristotle Onassis, einn auöugasti maöur heimsins, hef- ur veriö sakaöur um að hafa haft níu millj. króna um* boöslaun af fulltrúa sínum meö því aö undirrita samn- ing viö hann meö bleki sem hvarf. Lík Drummondshjónanna og dóttur þeirra hafin inn í sjúkrabíl á veginum nálcegt tjaldstaö þeirra á landareign Domenici bónda. Onassis á um 100 olíuflutn- ingaskip, hefur skrifstofur í sex löndum og keypti í fyrra spilavítið fræga í Monte Carlo. Gizkað er á að eignir hans séu 5000 milljóna króna virði. Onassis er grískrar ættar en telur sig nú heimilisfastan í Argentínu. Á marga og volduga óvini Onassis á nú í útistöðum við alla aðra olíuskipaeigendur í heiminum og mörg olíufélög vegna samnings sem hann hef- ur gert við ríkisstjórn Saudi- Arabíu. Hefur hann fengið einkaleyfi til að flytja á mark- að olíu, sem framleidd er þar í landi. Sá flutningur nemur 40 milljónum tonna á ári SKJALDKIRTILL DÁINS BARNS GRÆDDUR í KONU Tveggja ára reynsla sýnir að aðgerSin hefur tekizt vel Læknum hefur heppnazt aö græöa skjaldkirtil og kalk- kirtil (parathyroid) úr látnu barni í þrítuga konu. Frá þessu var skýrt á ráð- siötta klukkutíma síðar stefnu bandarískra skurð- lækna í Atlantic City - fyrir skömmu. Læknarnir Julian A. Sterling og Ralph Goldsmith frá Albert 'Einstein Medical Center í Philadelphia skýrðu frá því að tvö ár væru liðin síðan aðgerðin var gerð og ekki væri annað hægt að sjá en kirtlarn- ir störfuðu eðlilega í viðtak- andanum. Ekki töldu þeir sér kunnugt um að slík græðing hefði í annað skipti dugað svo lengh Var heilsulaus Myndin er af hinum aldraða franska bónda Gaston Dom- enici, sem dœmdur-var til lífláts fyrir morðin á brezka vísindamanninum sir Jack Drummond, konu hans og dóttur fyrir tveim árum. Sáhikjálp þýðing- armeiri fræðsln Rómverskkaþólski erkibiskup- inn í Cardiff hefur látið það boð út gangpa til 90 000 trúarsystkina sinna í Wales og Vestur-Englandi að þau megi ekki 'áta börn sín hlýða trúarbragðafræðslu i skól- um sem kaþólska kirkjan rekur ekki. Geri þeir þetta eigi þeir yfir höfði sér brottvikningu úr kirkjunni. I hirðisbréfi, sem lesið var í 122 kirkjum, lýsir biskupinn yfir að foreldrar sem ekki hafi losað börn sín við trúarbragðafræðslu annarra en kaþólskra manna fyr- ir næstu áramót, verði reknir úr Sir Jack Drummond var einn kunnasti nœringar- frœðingur Bretlands og réði manna mestu um samsetn- ?d.Ixk:iunni- .hppfræðsia bama er , . , , þyðingarmikil ', segir biskup, ,,en ingu matarskammts Breta el if er óendaniega á stríðsárunum. miklu þýðingarmeiri." Kirtlar þessir voru teknir úr konunni sem í hlut á árið 1942. Af brottnámi þeirra hlauzt riða, vöðvaverkir og kalkkirtla- krampi og varð að gefa henni kalsíumsölt í æð fjórum sinn- um á sólarhring til að halda þeim í skefjum. Þar að auki varð sjúklingurinn að taka inn fjörefni og skjaldkirtilsþykkni einu sinni til fimm sinnum á sólarhring. Grætt í nárann Græðingin fór fram 21. nóv- ember 1952. Kirtlarnir voru teknir úr barni, sem lifði ekki nema 21 dag, einum klukku- tíma eftir lát þess. Hálfum sjötta klukkutíma síðar var aðgerðinni lokið. Síðan hefur sjúklingurinn getað verið án lyfja nema hvað hún tekur inn kalsíumskammt einstöku sinnum. Græddu kirtlunum var kom- ið fyrir í nára sjúklingsins og æðarnar í þeim tengdar æðum viðtakandans. Verkiall loftskeytamanna á bandarískum skipum Fyrir helgina hófst verkfall loftskeytamanna á bandarískum kaupförum og er búizt við, að það muni ná til um 200 skipa. Loftskeytamenn segja að skipa- eigendur hafi ekki staðið við samning um eftirlaun, sem gerð- ur var í júlí s. 1. M*rinsessur til ieigu Hundrað þrjátíu og sex fátæk- ar prinsessur af ættum sem misst hafa ríki en hafa þó rétt til að bera titilinn, hafa myndað með sér samtök í Englandi. Auk þess að sjá meðlimunum fyrir félags- skap jafningja sinna á klúbbur þeirra að afla hinum verst stæðu tekna. Tii dæmis verða prinsess- ur til leigu til að mæta við at- hafnir og vera í samkvæmum, þar sem óskað er eftir nærveru konungborins fólks. «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Skotið & danskt sklp Skotið var á danskt kaup- far, Emilie Mærsk, 4305 lestir, frá strandvirkjum Sjangs Kajséks á eynni Ockseu fyrir nokkrum dögum. Skipið var þá um 80 mílur frá kínversku hafnarborginni Amoj. Skipstjórinn skýrði frá þessu við komuna til Tokio og bætti við, að bandarísk herflugvél hefði flogið yfir skipið tveim tímum áður en skothríðin hófst. Ekkert skot- anna hæfði skipið. Brezka ríkisstjórnin hefur bor* ið fram formleg mótmæli viö stjórn Saudi-Arabíu vegna samningsins. Lét Onassis lilunnfara sig Nú hefur Spyridon Catapod- is, Grikki sem kveðst hafa haft milligöngu um samnings* gerðina við Saudi-Arabíu, höfð* að mál á hendur Onassis í París. Segir hann að milljónar* inn hafi svikið sig um 9 millj. kr. greiðslu fyrir að koma samningnum í kring. Hafi On* assis undirritað samninginn við> sig með bleki sem hvarf með tímanum. Catpodis kvaðst hafa látið ljósmynda samninginn þegar hann varð þess var að blekié var tekið að dofna, og jafn* framt látið Onassis vita af því. Hann hafi þá heitið að lag- færa undirskriftina og fengic frumritið í hendur á þeirri forsendu, en síðan neitað að skila því. Onassis, sem er staddur I New York, neitar með öllui sakargiftum landa síns. „Þetta er þáttur í áróðrinum, sem haldið hefur verið uppi gegm mér allt frá því samningurinm við Saudi-Arabíu var undirrit- aður, og hefur það markmið að eyðileggja samninginn". Onass- is kveðst muni svara til saka í París. Deilir við Bandaríkjastjórn Dvöl Onassis í New Yori-i stafar af því að þar á hann t’ málaferlum við Bandarikja» stjórn. Hefur hann verið á» kærður fyrir að efna til sam* særis um að svíkja Bandaríkja- stjórn í skipakaupum. Segjs bandarísk yfirvöld, að hanm hafi látið bandaríska leppa kaupa fyrir sig skip af stjórn- inni í lok heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Skipin voru seld meS þeim skilmálum að þau mættuí ekki fara úr bandarískri eiguí en lepparnir afhentu Onassis þau engu að síður. Hefuff Bandaríkjastjórn lagt hald á þessi skip jafnóðum og þaUS komu til bandarískra hafna. Landhelgisbrot í Perú Enn ein plágan steðjar aS Onassis frá Suður-Ameríku. —■ Þar beitti Perú flota sínum og; flugher til að taka hvalveiði- flota hans fyrir landhelgisbrot,. Leiðangursstjórinn var dæmd- ur til að greiða 50 milljóit. króna sekt og má búast við aé skipin verði gerð upptæk ef hún verður ekki greidd hið> fyrsta. Skriða drepur 16 Skriða féll fyrir nokkrum dög- um á flokk japanskra stúdenta, sem voru á leið upp á tind hins helga fjalls, Fuji. 16 þeirra fór- ust, en hinir 28 sluppu me3 meiðsli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.