Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.12.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. desember 1954 • tUÓOVIUlNN Útgefandl: SamelningarflokKur aipyúu — Sósialistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.), BYéttastjórl: Jón Bjarnason Slaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarnl Benediktsson, Gu6- tnundur Vigfúsaon. Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson* Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiOJa: Skólavörðustí* lð. — Síml 7500 ( 3 línur) Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavik og nágrennl; kr. 17 •annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ógöngur hægri brcddanna Þjóðviljinn birti í gær klögumál þau sem Haraldur Guðmunds- Son hefur borið fram í máigagni norska Verkamannaflokksins. Þar i.vsti Haraldur yfir því að hann „ali mikinn ugg í brjósti“ út af þeim „ógöngum sem flokkurinn er kominn í“, enda sé Alþýðu- ílokkurinn „sá flokkur á Norðurlöndum sem sízt þolir að lenda í ógöngum". Framkoma Haralds er eins og klagandi barns sem hleypur til móður sinnar, og vonleysi hans er mikið: „Engin leið að segja hvert stefnir í íslenzkum verklýðsmálum". En hvers vegna hefur Alþýðuflokkurinn lent í þessum ógöng- \im? Haraldur birtir ekki neinar skýringar — nema ákærur á Hannibal Valdimarsson — og virðist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Þó eru það einmitt þessar skýringar sem máli skipta fyrir flokk- inn og framtíð hans. Sjálf utanför þeirra Stefáns og Haralds varpar ljósi yfir þetta vandamál. Það er eitt helzta einkenni hægri mannanna í Alþýðu- flokknum að þeir hafa aldrei getað mótað sjálfstæða íslenzka stjórnmáiastefnu, sem væri í samræmi við aðstæður og þarfir hérlendis. Þeir hafa einblínt á flokksbræður sína erlendis — sér- staklega á Norðurlöndum — apað eftir þeim framkomu þeirra og skoðanir. Og þegar á móti hefur blásið hafa þeir hlaupið á náðir þeirra, volað og kært og beðið um hjálp. Þessi ósjálfstæða afstaða hefur verið flokknum til mikils ófarn- aðar ísland hefur að mörgu leyti mikla sérstöðu í samanburði yið önnur Norðurlönd, og auðvitað verða stjórnmálasamtök verka- Jýðsins að haga baráttu sinni í samræmi við það ef nokkur árangur á að nást. Alþýðuflokkurinn sjálfur hefur ekki minni sérstöðu; hann hefur til skamms tíma verið minnsti flokkur iandsins, og sú staðreynd hefði átt að vera leiðtogunum nærtækari en að einbiína ti) Skandinavíu þar sem sósíaldemókratar hafa verið langstærstu fiokkarnir. En það er eins og hægri mennirnir hafi verið blindir á umhverfi eitt. Þeir halda áfram að æpa eftir sósíaldemókrötum á Norður- löndum að samvinna við „kommúnista“ komi ekki til greina, enda þótt það sé óviðráðanleg st&ðreynd að hér á landi er ekki til neinn ko'mmúnistaflokkur, að verklýðshreyfingin gerbreytti stjórnmála- samtökum sínum 1938 þegar Kommúnistaflokkurinn og vinstri srmur Alþýðuflokksins sameinuðust í nýjan stjórnmálaflokk. Það ekiptir ekki máli hvort hægri mönnunum líkar sú staðreynd vel eða illa; það verður ekki hjá því komizt að taka tillit til veru- Jeikans. Það ér einnig óviðráðanleg staðreynd að hér á landi skipt- ast stjórnmálasamtök alþýðunnar í tvo næsta jafna hluta — og er þó hlutur Alþýðuflokksins minni — og það er því hlægilegt þegar hægri broddarnir eru að belgja sig upp á sama hátt og þúbræður þeirra á Norðurlöndum sem hafa enn meginhluta verka- lýðsins á bak við sig. Það er þessi blindni á íslenzkan veruleika og eftiröpun eftir útlenzkum sem veldur ófarnaði Alþýðuflokksins. Þetta er ástæð- an til þess að bilið milli hægri broddanna og verkalýðsins hefur ailtaf orðið stærra og stærra, þar til nú er svo komið að verið er að ofsækja seinasta manninn úr forustuliði Alþýðuflokksins sem hefur tengsl við verklýðshreyfinguna. Verkalýðnum er ljóst að vandamál hans verða ekki leyst með neinum fyrirmælum frá eriendum þúbræðrum, heldur með því að grandskoða aðstæðurn- ar hériendis. Og þá blasir við sú staðreynd að samtök alþýðunnar eru ómegnug meðan þau eru klofin og berjast innbyrðis, að eina leiðin til að ná árangri e; samvinna. Og það er nauðsynlegt að tryggja og treysta þá samvinnu sem bezt þegar í stað, annars kann svo að fara að auðmannaflokkur íhaldsins nái alræðis- völdum á Alþingi íslendinga. Það er aðeins einhuga og sterk verkiýðshreyfing sem getur komið í veg fyrir sigur íhaldsins. Þetta er sú þróun sem framundan er í íslenzkum verklýðsmál- um, enda þótt Haraldur Guðmundsson segist ekki sjá hvert stefn- ír. Fólkið í Aiþýðuflokknurr, er ekki í neinum ógöngum; æ fleiri skilja að stefna sú sem vann sigur á seinasta Alþýðusambands- þingi er rétt. En ógöngur hægri broddanna munu verða þeim mun erfiðari sem þeir neita lengur að horfast í augu við nauðsyn ís- lenzks fólks, og stoða þá hvorki fyrirmæli né hjálp frá þúbræðr- ium þeirra í Skandinavíu. Jólasveinn á jeppa Wýtt og vandað barnaspil, svo ein- íalt að öll börn geta leikið það strax, en þó fjölbreytt og fjörugt. Spilið er allt á íslenzku og allur frágangur mjög góður. Skoðið þetta nýja spil í bóka- og ritfangaverzlunum. Verðið er aðeins krónur 19.50. Söluumb&ð: Bókabúð NORÐRA Hún er ioks fáanleg ÁSTARSAGAN GÖÐA ^ .. ■ VINNAN GÖFGAA MANNINN Vér leyfum oss að kynna yð- j ur fáeinar persónur sögunn- : ar. — Ivarsson, verkfræðing- : ur. Hin metnaðargjarna : aðalborna Helfríður, en ; henni fannst óbrúanlegt bil : milli sinnar stéttar og alþýð- unnar. Þá er Jakob Lange. verksmiðjueigandi og Kurt | Axelhjálm baron og hin und- j urfríða en stærláta Con- : stance Callenstjárna. Hér er : barátta milli þess góða og : illa, barátta tveggja manna i af ólíkum stéttum um sömu • tignu konuna. Saga þessi var j á allra vörum er hún kom • út fyrir 25 árum enda ein j göfugasta og mest spennandi j ástarsaga sem þýdd hefur i verið á íslenzku. — Bókin j er á 5. hundráð síður í stóru : « broti. Útgefandi • 't r óðar jólagjafir: | j TÖFRASTAFURINNl : j j Hraðsuðukatlar ■ : vöffiujárn j j fvrsta skaldsaga Svönu Dún Brauðristar Straujárn : j er komin í bókaverzlanir. — VerÖur borin til Bökunarofnar i i , , Suðuplötur j j asknfenda. Rafmagnsofnar j i j Kakvélar 5 .......*...................■■■■•■•... Ryksugur [ Bónvélar ■ .............*........................... Kæliskápar ■ i h,“ || /fjís Aðolfundur l Jólatrésseríur ■ ■ I ) Hárþurrkur Feíðafélags íslands Lampar all.s konar j j j Skermar o.fl. | j verður hadinn að Café Höll (uppi)}, Austurstræti, ■ Plötuspilarar. : : finuntudaginn 16. des. n.k. kl. 8.30 síðdegis. LJÓSAF0SS h.f. Laugavegi 27. ■ ■ ■ ■ • • ■ ■ ■ • : : ■ ■ ■ • ■ • ■ ■ : : ■ ■ I : Dagskrá samkvæmt félagslögum Lagabreytingar. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.