Þjóðviljinn - 16.12.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1954, Blaðsíða 6
— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. desember 1954 lllÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviijans h.f. Vanmáttarkennd Framsóknarleiðtoga Óróleikinn sem gripið hefur um sig innan stjórnarflokk- anna út af úrslitum Alþýðusambandsþingsins kemur nú skýrt í ljós. Er Morgunblaðið sýnilega farið að óttast að vinstri sam- vinnan muni gera fyrirætlanir íhaldsins um hreinan þingmeiri- Muta að engu. I leiðara Tímans í fyrradag er ráðizt harkalega á Sósíal- istaflokkinn. Talað um „einræðis- kúgunar og helstefnu hans, liundflatan undirlægjuhátt undir stjórninni í Kreml, fimmtu- herdeild“ og fleiri slíkar „heiðurseinkunnir.“ Og endað með oeyðarákalli um stuðning við Framsóknarflokkinn. í gær kveður aftur við sama tón í því blaði. Allt em þetta gömul margþvæld slagorð, löngu búin að missa mátt ailan og áhrifavald. öll íslenzka þjóðin þekkir nú starf Sósíal- istaflokksins nú í hálfan annan áratug. Hún veit að hann hefur 'barizt fyrir hverskonar framförum I atvinnulífi þjóðarinnar, fi’rir byggingu nýs fiskiskipaflota, eflingu fiskiðnaðar, og ann- ars iðnaðar. Hún veit að hann hefur barizt fyrir eflingu iandbúnaðarins, fjölgun býla og allra flokka mest stutt að því að bændur fengju viðunandi verð fyrir framleiðslu sína. Hún veit einnig að hann hefur barizt fyrir hækkuðum tekj- um verkafólksins og gegn verðbólgupólitík síðustú ríkisstjóma, sem ætíð hafa markvisst reynt að ná aftur með hækkaðri dýr- tíð hverri kjarabót, sem verkalýðurinn hefur öðlazt. Þjóðin veit einnig að Sósíalistaflokkurinn hefur sífellt staðið fremst, í baráttu fyrir félagslegum réttindum almennings, ekki sízt í húsnæðismálum og fyrir útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Og síðast en ekki síst er hann eini aðili sem frá byrjun hefur staðið heill og óskiptur gegn hernámi Islands og afsali ís- Jenzkra landsréttinda. Sé þetta allt gert eftir fyrirskipunum frá Kreml og í samræmi við hagsmuni Rússastjórnar, þá má í-annarlega fullyrða, að þeir séu í merkilega góðu samræmi við hagsmuni íslenzks almennings og íslenzku þjóðarinnar. Enda veit hver maður að hér liggur allt annað til grundvallar. Óp og öskur af þeirri tegund, sem hér er um að ræða, stafa ætíð af sjúku sálarástandi þess er skrifar, og ber því íyllsta vott um vanmáttarkennd gagnvart andstæðingnum. Þessi sálsýki getur stafað af ýmsu, en í þessu tilfelli stafar hún af tvennu. I fyrsta lagi þvi, að sá sem pennanum stjórnar vcit sjálfur vel, að hann er að verja rangan málstað. Þess vegna skortir hann rök og neyðist því til að beita ókvæðis- •orðum í staðinn. Hin ástæðan er sú, að hann veit, að hans e'gið fólk, sem hann skrifar fyrir, sér í gegn um blekkinguna og er að yfirgefa flokkinn á ýmsan hátt vegna stefnu hans og þjónkunar við það íhald, sem Tíminn öðrum þræði líkir við fasistastjórnir annarra heimsálfa. Þar af stafa hin síendur- teknu neyðarköll, um stuðning við Framsóknarflokkinn, en hinsvegar forðast eins og heitan eld, að minnast á til hvaða verka sá stuðningur á að vera. Og þegar dýpra er skyggnst inn í þjóðmálabaráttu síðustu ára liggur samhengi þessarra hluta Ijcst fyrir. Nokkur hluti af sterkustu- auðmönnum þjóðarinnar hafa hreiðrað um sig innan Framsóknarflokksins og samvinnuhreyf- ingarinnar. Þaðan hafa þeir tengst harðsvíruðustu auðklíkum Sjálfstæðisflokksins og í félagi við þær gert sér hernám ís- lands að féþúfu. Samstarf þessara flokka er lífsskilyrði fyrir hagsmunaaðstöðu þessara manna. En án stuðnings hinna ó- breyttu heiðarlegu kjósenda getur það samstarf ekki haldið áfram. Þegar þessir kjósendur sjá í gegn um vefinn, er eina ráð foringjanna það, að hræða þá með Rússagrýlu og Kreml- þjónustu Sósíalistaflokksins. Nú sjá þessir menn fram á það, að þessi grýla er hætt zö verka. Fólkið sér starfsemi Sósíalistaflokksins, það sér að hann hefur staðið á verði fyrir hagsmuni þess, þess vegna hef- ur það m.a. falið honum forustu í þýðingarmestu málum sín- im. Þess vegna hefur sósíalistum verið falin forusta í stærstu verkalýðsfélögunum. Og þess vegna heimtar nú fjöldi heiðar- leg's alþýðufólks úr öðrum flokkum samvinnu við Sósíalista- flokkinn. Einnig vegna baráttu hans gegn hersetunni og landsréttindaafsali. Þetta finna hægri leiðtogar Framsóknar, sem vita einnig að með þessu er þeirra völdum í flokknum og fjárhagslegum hagsmunum stefnt í hættu. Af því stafar sú vanmáttarkennd er brýzt fram í skrifum sem þessum, þegar þeir halda um pennann. * Ævintýrabækur Enid Blyton hafa farið sigurför um landið og eru sannkallaðar óskabækur allra barna og unglinga. — Nýjasta bókin heitir McCdll's 9945 : ■ s ! a i Hér segir enn frá bömunum fjórum, vini þeirra Villa, páfagaukinum Kiki og f jölda annarra söguhetja. Þessi nýja Ævintýra-bók er ekíd síður skemmtileg og spennandi en hinar fýrri. Áður eru komnar út eftirtaldar Ævintýixu-bœkur: Ævintýraeyjan Ævintýradalurinn Ævintýrahöllin Ævintýrahaiið eru allar skreyttar fjölda skemmtilegra mynda. Hver bók er algerlega sjálfstæð heild og segir í hverri þeirra frá nýjum ævintýrum, sem börnin rata í. Athugið þaö, að ÆVINTÝRAFJALLIÐ veröur vafalaust uppselt allmörgum dögum fyrir jól. Draupnisútgófan Skólavörðustíg 17 — Sími 2923 Mc Coll-snið ■ ■ • nýkomin — Athugið vnl | á efni með hliðsjón af I sniði. -- : • ■ Til joiagjafa i Jólalöberar, ísaumaðir, ó-: dýrir margra ára eign. : ■ V, - , r :-: , • Isaumuð púðaborð. : Vatteraðir innisloppar. • * | ;r: j Undirfatnaður fyrir döm- • ur, krépnælonbuxur, • millipils, nælon-undir-: föt, náttkjólar, , j Glernælon sokkar, ame- • rískir. : R. .Rcvjxc. ■ : Krépnælon sokkar, ame- • rískir. Hvítar barnahosur. ★ Sportsokkar, styrktir : með nælon í tá og hæí. j Kjólaefni, mikið úrval. • * | ■ ■ Kápuefni, margir lítir. • * I ■ ■ Peysur og golftreyjur, i innlendar og erlendar. : ★ : ■ ■ ■ Treflar og hálsklútar. : * ■ ■ Saumakörfur. * I ■ . . . • Á . - . . ■ Baðhandklæði. * ! ■ ■ ■ Skrautnælur og ýraiskon- • ar skrautvörur. Skólavörðustíg 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.