Þjóðviljinn - 16.12.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1954, Blaðsíða 10
JO) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 16. desember 1954 —— Erich Maria REMARQUE: Að elska.. • ... og deyja V. _________________________J 9. dagur 5 *-» * X W * J .-v • C* • ' ■ - -* * *> * orðið okkur svo samgróiö að við tökum ekki eftir því lengur. Það er furöulegt að á þessari hetjuöld skuli slefberar spretta upp eins og sveppir í rigningu. Manni gæti dottið ýmislegt í hug, er þáð ekki?“ Gráber hikaði andartak. „Fyrst þú veizt þetta svo vel, ættirðu að vara þig á Steinbrenner,“ sagði hann loks. „Mér stendur rétt á sama um Steinbrenner. Hann get- ur gert mér minna mein en þér. Einmitt vegna þess að mér stendur á sama. Maður eins og ég er ímynd heið- ' arleikans. Það væri grunsamlegt ef ég yrði allt í einu of mjúkmáll. Gömul regla fyrrverandi flokksmanna til að forðast tortryggni. Ertu ekki sammála?“ Gráber blés í kaun. „Kalt,“ salgði hann. Hann vildi ekki fara út í stjómmálaumræður. Það var bezt að flækja sér ekki í neitt. Hann vildi fá leyfi sitt, það var allt og sumt, og hann vildi ekki eiga neitt á hættu. Immermann hafði á réttu að standa; tor- tryggni var ríkjandi 1 Þriðja Ríkinu. Enginn var nokkru sinni óhultur. Og þegar maður er ekki óhultur er ör- uggast að halda kjafti. „Hvað er langt síðan þú hefur komið heim?“ spurði Immermann. „Tvö ár.“ „Það er fjándi langur tími. Þú verður hissa þegar þú kemur þangað.“ Gráber svaraði engu. „Hissa,“ endurtók Immermann, „á öllvun breyting- unum.“ „Hvaða breytingar hafa orðið?“ „Þú átt eftir að sjá það.“ Grtber fann snöggan kvíða gagntaka sig, eins og hnífur væri rekinn í hann. Þetta var kunnugleg tilfmn- ‘ ing; hún kom öðru hverju, allt í einu og að tilefnislausu, og það var ef til vill ekki undarlegt í heimi, sem öll öryggiskennd var horfin úr fyrir löngu. „Hvernig veiztu það?“ spurði hann. „Þú hefur ekki fengið leyfi.“ „Nei. En ég veit það. í agaskólanum fréttir maður fleira en hér.“ Gráber reis á fætur. Hvers vegna hafði hann farið út? ' Hann langaði ekki til að tala. Hann hafði langað til aö vera einn. Bara hann væri kominn burt! Þetta var orð- in ástríða sem hann gat ekki losnað við. Hann vildi vera aleinn, aleinn í nokkrar vikur til þess að hugsa, það var allt of sumt. Hann hafði um svo margt að hugsa Ekki hérna — heldur heima, aleinn, fjarri stríðiriu. „Þú átt að fara að losna,“ sagði hann. „Ég skal ná í dótið mitt og vekja Sauer.“ Drunurnar héldu áfram alla nóttina. Drunurnar og leiftrin við sjóndeildarhringinn. Gráber starði í áttina þangað. Rússarnir — haustið 1941 hafði Foringinn til- kynnt að þeir væru að gefast upp, og það hafði litið * þannig út. Haustið 1942 hafði hann tilkynnt það aftur, og enn hafði litið út fyrir það. En svo hafði runnið upp hinn furðulegi tími hjá Moskvu og Stalíngrad. Allt í einu hættu þeir að sækja frajm. Þetta voru eins og töfr- ar. Og allt í einu voru Rússarnir aftur komnir með stór- skotalið. Drunurnar við sjóndeildarhringinn höfðu byrj- að; þær höfðu kæft ræður Foringjans, þeim linntir, aldrei og svö höfðu þær rekið þýzka herinn á undan sér veginn heim aftur. Þeir höfðu ekki skilið neitt en orðrómui’ komst á kreik um það að heil herfylki hefðu gefizt upp og brátt vissu allir, að sigrarnir höfðu breytzt í flótta. Sams konar flótta og í Afríku, þegar Kaíró vii’t- ist svo skammt undan. Gráber þrammaði í gegnum þorpið. Föl næturskíman gerði allt óraunverulegt. Snjórinn endurkastaði henni á;kynlegan hátt. Húsin virtust fjarlægaJri og skógarnir nær en annars. Framandi þefur af hættu lá í loftinu. Sumarið 1940 í Frakklandi. Gangan til Parísar. Hvin- Stöðvast togaraflotinn ? Framhald af 1. síðu. felldar með 16:7 og 14:7 atkv. Ólafur ThórS fór geyst af stað í umræðunum í neðri deild og hugðist sanna að ríkisstjóm- in hefði í einu og öllu uppfyllt þær óskir, sem milliþinganefnd- in í togaramálum hefði talið nauðsynlegar. Sýndl rúðvfk fram á með út- reikningi og skýrum rökum hve langt væri frá því að rík- Isstjórnin hefði með ráðstöftm- um sínum uppfyllt kröfur út- gerðarmanna og framkvæmt tillögur milliþinganefndarinnar. Spurðl hann Ólaf hvort ríkis- stjórnin vildi gefa yfirlýsingu um að mál þetta yrði tekið til frekari athugunar og úrlausna að þinghléi loknu. En Ólafur kvaðst engar yfiriýsingar vilja gera um það. Virðist sjávarútvegsmálaráð- herra landsins telja að afkoma togaraútgerðanna væri nú slík eftir stuðning ríkisstjóraarinn- ar að allt væri í iagi, ekki þyrfti meira með. Það sem á vantaði til að rekstur togara- útgerðarinnar stæði í blóma á næsta ári gæti komið með betra veðurfari og meiri aflabrögð- um! Væri ákaflega fróðlegt fyrir útgerðarmenn að kynna sér ræður Ólafs í þessu máli, Var gaman að sjá hvernig Lúðvík Jósefsson tók ráðherr- ann á skólabekk og reyndi að koma honum í skilning um raunverulegt ástand og horfur togaraútgerðarinnar, eins og hún er nú. Minnti Lúðvík ráðherrann m. a. á að ríkisstjórnin sjálf hefði tekið beinan þátt í togara- rekstri, með Siglufjarðartogur- unum, og hefði þar orðið enn meira tap á honum en annars- staðar. Játaði Ólafur það, en bætti við að þar hefði verið „heilbrigð stjóra úr landi!“ Fór hógværð Ólafs vaxandi með hverri ræðu, enda var hann orðinn mun betur að sér í málinu eftir uppfræðslu Lúð- víks. Var lítið annað eftir af ,,rökum“ hans en handafl meiri hlutans í atkvæðagreiðslu, þar gat hann ráðið við tillögur Lúð- víks. En augljós þekkingar- skortur Ólafs Thórs á málum þeim sem hann hættir sér í að ræða á þingi er orðinn svo á- berandi að furðu sætir, ekki sízt í sjávarútvegsmálunum, þar sem ætla mætti að hann hefði þó nokkra undirstöðu- þekkingu. HúsnœSlsmál Framhald af 1. síðu. ariðnaðarmanna, byggingaríélaga og einstaklinga, — þar sem at- hugaðar verði allar nýjungar og aðferðir til lækkunar á bygg- ingarkostnaði, möguleikar á út- vegun hagkvæmra byggingar- lána og hvort grundvöllur sé fyrir sameiginlegu átaki nefndra aðila til að auka stórlega íbúð- arhúsabyggingar í bænum. Byggingarfram- kvæmdir bæjarins 1. Hafin verði bygging 400 íbúða, sem sérstaklegá verði ætlaðar því fólki, sem býr í her- skálum og öðru heilsuspillandi húsnæði. 2. Hafin verði bygging 100 tveggja herbergja íbúða, sem leigðar verði ungu nýgiftu fólki. 3. Hafin verði bygging 50 smá- íbúða, hentugra fyrir einstæðar mæður, sem hafa börn ó fram- færi sín«. Heimilt er borgarstjóra, með samþykki bæjarráðs, að taka hagkvæmt lán til að hrinda þess- um byggingum í framkvæmd á þessu ári. ! 49 manna samkomusalur á góðum stað í bænum til leigu um helgar og milli jóla og nýárs. Upplýsingar í síma 82207 \ 1ig g n i leiðia Góð | værðarvoð I frá I ■ 5 ■ ■ ■ ■ Álafossi ■ Z m ■ ■ ■ _• •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■^ | Fyrir karlmenn: ■ ■ Skyrtur Sokkar Bindi ■ ■ Álafoss, Þingholtsstræti 2 aíiQBostiaa — Gljóir vel “ Drjúgt — Ffr.inUgt Mesta og bezta úrval heimilisraftækjaer hjáokkur: Vöflujárn Hringbattarofnar Hrœrivélar Þvottavélar Rakvélar Straujárn Hraðsuðukatlar Bónvélar Uppþvottavélar Hárpurrkur Brauðristar Hraðsuðukönnur Ryksugur Steikarofnar Vasaljós Straubretti Kaffikönnur Strauvélar Eldhúsklukkur Barnalampar Prjónavélar Kaffikvarnir Eldavélar Borðklukkur Hitabakstrar Jólatrés-ljósasamstæður margar gerðir. Verð frá kr. 105.00. Ennfremur perur í jólatréssamstæður Einnig rauðar, gular, grænar og bláar perur. Um margt er að velja, sparið tíma og lítið fyrst til okkar. Afborgunarskilmálar ef óskað er, þegar um stærri tæki er að ræða. Öll stærri tæki send heim. Véla- og raftækjaverzlunin '■****■ ************* ib*****i*í !*********************,****•***••••••••••■•••••■■■•■■■■■•••■••■■■»•■•■■■»■•*•■« paMaMaaaaa»a«aaa*aaMaa*raaaaaBa*Baa*>aaaaBaaaH*a«*aaa*Maa**aaaaMMa«a«a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.