Þjóðviljinn - 16.12.1954, Blaðsíða 7
kemmtifepr
hestamað
SIGURÐUR JÓNSSON PRÁ
BRÚN: £inn á ferð og: offc-
ast rföandi. NOÍRÐRI. Kr.
48 'ób., kr. 68 í bandi.
Þessi bók geymir frásagnir
af fimm ferðalögum höfund-
ar. Það fyrsta fór hann tvæ-
vetur, var reiddur í poka úr
Svartárdal í . Blöndudal í
grenjandi byl. Sú frásögn er
viðeigandi inngangur að því
sem á eftir kemur: Göngu-
ferð frá Akureyri til Reykja-
víkur til að setjast þar í
Kennaraskólann. Ferð á hest-
um úr Landeyjum norður
Sprengisand til Eyjafjarðar
og til baka sömu leið. Hrossa-
söluleiðangur úr Húnavatns-
sýslu éem leið liggur austur
vá Bakkafjörð. Önnur ferð
með söluhesta úr Andakíl
vestur að ísafjarðardjúpi og
á Barðaströnd.
Sigurður frá Brún reynir
ekki áð gera frásögn sína
æsilega með því að mála hætt-
ur, torfærur og erfiðleika með
sem sterkustum litum. Engu
að síður fylgist lesandinn með
honum á ferðalögunum af ó-
skiptri athygli. Hressilegri
förunautar er ekki hægt að
óska^'sér. ’Athyglin er sívak-
andi og því sem fyrir augu
ber er lýst af frábærri íþrótt.
Orðgnótt Sigurðar virðast
engin takmörk sett og mál-
far hans er svo hnitmiðað
að honum tekst með nokkrum
setningum að draga upp fyrir
hugskotSsjónum lesandans
skýrar og lifandi myndir af
leiðunum sem hann fer, fólk-
inu sem verður á vegi hans
og síðast en ekki sízt hest-
unum sem bera hann áleiðis.
Hvort sem hann paufast á
tveim jafnfljótum yfir fæð-
ingarsýsiu sína í ófærð og er
úthýst hvað eftir annað af
ótta við spönsku veikina, eða
hann þeysir á gæðingi með
hrossarekstur um Þingeyjar-
sýslur eða Vestfirði, er frá-
sagnargleðin söm. Lesandinn
sér skjólsælan bolla í brekku
eða torfæra urð, hann heyrir
jódyn á götu, þefinn af sveitt-
um hrossum leggur fyrir vit
og hann finnur bragðíð af
koníakinu sem Þórshafnar-
piltar veita hrossasalanum
þegar þá langar til að bregða
sér á bak hestum hans þótt
þeim sé engin alvara að eiga
kaup við hann.
Hér er hluti af lýsingu Sig-
urðar á fjörspretti eins gæð-
ings hans á FjórðungSsandi:
,,Ég lagði upp tauminn á
Snúð og steig á bak. En um
leið og‘ öldungurinn fann að
folinn æitlaði að fýlgja hon-
um, tók hann sig upp og
prjónaði éins og ótemja,
hvolfdi sér yfir folann óvar-
an og beit í makkann á hon-
um, svo að hann kiknaði við
og gat enga björg sér veitt.
Ég mun hafa .tekið eitthvað
í þann gamla og fráleitt hef
ég þagað „né verið orðprúður.
Að minnsta kosti sleppti hann
takinu og tók til fótanna.
Eftir vananum hefði ég
mátt búast við æsilegri stökk-
roku og ofsa, en þarna brá
hann öðru við. Það var eins og
hann blygðaðist sín og vildi
úr öllu bæta. Hann vafði sig
upp í fangið á mér og dans-
aði í sveigum á brokki aftan
við merarnar tvær, svo
mjúku að mörgu tölti er
betra, og tætti þær á flug-
sprett........
Aðra eins þeysireið man ég
aldrei eftir að ég hafi farið
svo lengi. Göturnar glumdu,
mjúkar hlemmigötur. Lotu-
löng stökkhögg hryssanna
reknu dundu við og örtítt
pikk snarfimra brokkfóta
bræðranna....
Ég hallaði mér út af og lét
stundina liða fyrir minni
aftur. Það er enginn hestur
jafn yndislegur og fjörvarg-
ur, sem finnur sig hafa of-
gert og fer að leitast við að
bæta úr óbeðinn. Þá er hug-
urinn hlýr, hestsins og
mannsins."
Á ferðalagi vekur margt til
umhugsunar. Sigurður frá
Brún er ekki gefinn fyrir
langar vangaveltur, hann seg-
ir álit sitt skýrt og einarð-
lega án allra málalenginga.
Víða bregður fyrir hnittnum
samlíkingum, svo sem þess
ari um brúabeygjurnar, „sem
íslenzk vegfræðivísindi hafa
Sett hingað og þangað um
land til aðgæzluauka við
hættugljúfur og háskavötn
Mætti vel ætla, að sá stíll li
brautarlagningu væri ætlaður
til úrvals á mannfólkinu eins
og fellisvetur og harðindi
hafa verið búfjárræktarráðu-
nautar forfeðra okkar á liðn-
upi öldum.“
Prentvillur er alltof margar
í þessari bók. Halldór Péturs-
son hefur teiknað í hana
nokkrar myndir. Flestar eru
misheppnaðar og sumar fyrir
neðan allar hellur. Sögumað-
ur er til dæmis sýndur hanga
á klakk í poka sínum þótt
frásögnin beri með sér að
móðir snáðans reiddi hann.
ir endingargóður
RftTÍi vAÍrAraærfatnaXiirínn
BÓK YNGRI
A. A. MILNE: Bangsímon. I,-
II. Hulda Valtýsdóttir þýddi.
HELGAPELL I. kr. 18, II.
kr. 19.
Þýðendur barnabóka á ís-
lenzku hafa reynzt fundvís-
ari á sígildar barna- og ungl-
ingabókmenntir engilsaxa en
nokkurrar annarrar þjóðar.
Sem stendur fást hér í bóka-
verzlunum snilldarverk eins
og Tumi litli og Stikilsberja-
Finnur, Pétur Pan og Lísa í
Undralandi. Allar eiga þó
þessar þýðingar sammerkt í
því að þær eru stórgallaðar.
Lísa er reyndar óþýðanleg
þannig að ekkert fari forgörð-
um af töfrum hennar svo að
þar er máske óréttmætt um
að sakast.
Nú hefur verðugur félagi
bætzt í þerínan hóp, Winnie
the Pooh, sem á íslenzkunni
hefur hlotið hið ágæta nafn
Bangsímon. Um þá bók hefur
vandvirkur og snjall þýðandi
M. T. Ó.
Nýlega voru liðin 175 ár frá fœðingu danska skáldsins
Adams Oehlenschlœgers. Var þess minnzt á margvísleg-
an hátt í Danmörku. Meðal annars var víða birt þessi sam-
tímateikning eftir Marstrand. Þar sést skáldið lesa úr
verkum sínum fyrir glœstan gestahóp á herragarðinum
Nysö. Oehlenschlœger er með dýrðarbaug um höfuð, til
hœgri er Albert Thorvaldsen myndhöggvari steinsofnaður
og aftast stendur œvintýraskáldið H. C. Andersen og tekur
í nefið.
Ljóðskáld síðasta áratugs
Arbók skálda 1944-1954 — Ritstjóri
Magnús Asgeirsson
Loks er komin út Ijóðabókin sem 'margir hafa beöið
með eftirvæntingu, en það er Ljóð ungra skálda á árun-
um 1944—1954.
I sumar er leið var frá því
skýrt að Helgafell ætlaði að
gefa út ljóðasafn, þar sem í
væru tekin ljóð ungra höfunda
Magnús Ásgeírsson.
á árabilinu 1944-1954, og hefði
Magnús Ásgeirsson, skáldið
sem hefur falið sig bak við
heitið „ljóðaþýðandi“, tekið að
BARNANNA
fjallað. Góðlátleg kímni, lipur
frásögn og markviss tilsvör
Milne hafa verið flutt svo vel
á íslenzkt mál að á betra
verður vart kosið. Freysteinn
Gunnarsson hefur þýtt ljóðin
og þarf ekki að sökum að
spyrja, hvernig það er gert.
Hulda flutti þýðingu sína í
barnatímum Ríkisútvarpsins
og náði hún þar óskiptri at-
hygli hlustenda. En Bangsí-
mon er ein af þieim söguhetj-
um, sem ekki er hægt að
þreytast á, börnin vilja fá að
fylgjast með ævintýrum hans,
óhöppum og sigrum, aftur og
aftur.
Fjöldi góðra mynda er í
bókunum um Bangsímon, en
þess hefur ekki verið gætt
að breyta áletrunum á sum-
um þeirra úr ensku á íslenzku.
Slíkt er óhæfa og óþarft lýti
á einhverri beztu bók sem nú
er völ á fyrir yngri börnin.
M. T. Ö.
sér að sjá um ritstjórn þess-
arar bókar, þ.e. velja kvæðin
og sjá um útgáfuna. Og nú er
bókin komin út. Hún hefur inni
að halda 96 ljóð eftir 20 höf-
unda, sem allir hafa það sam*
eiginlegt að vera undir fertugs-
aldi og teljast því „ung“ skáld.
Minni hluti þessara ungu
skálda fylgir hefðbundnum ís-
lenzkum ljóðformum; 9 munu
yrkja rímlaus kvæði, 7 fylgja
hefðbundnum formum og 4
vera á mörkum þessa tveggja,
þ.e. halda stuðlum íslenzks
máls, en breyta á margan hátt
fornum ljóðvenjum.
Yfirleitt hefur verið fylgt
þeirri reglu að taka ekki kvæði
ort fyrir 1944, en á því er þó
ein undantekning: tvö kvæði
eftir Jón úr Vör, en hann var
einn þeirra sem vildi fá „sögu-
legt yfirlit" yfir skáldskap
sinn og því tekin þessi tvö
kvæði.
Yngsti þátttakandinn í þess-
ari skáldaför er Þóra Elfa
Björnsson, aðeins 15 ára. Sá
elsti mun þegar hafa tekið sér
> sæti á bekk með fullveðja
skáldum, — hver hann er geta
menn séð með því að lesa bók-
ina.
„Um efni kvæðanna er það
að segja, að höfundarniv eru
að mestu spakir og skikkanleg-
ir; deila yfirleitt ekki á neitt,
og er það mjög ólílct því sem
verið hefði fyrir 10 árum‘%
sagði Magnús Ásgeirsson, í við-
tali við blaðamenn í gær.
Hver eru svo ljóðskáld síð-
asta áratugs ? 1 þessari bók
eru það: Arnfríður Jónatans-
dóttir, Einar Bragi, Elías Mar,
Gunnar Dal, Gylfi Gröndal,
Hannes Pétursson, Hannes Sig-
fússon, Jakobína Sigurðardótt-
ir, Jón Öskar, Jón úr Vör, Jón-
as E. Svafár, Kristinn Péturs-
son, Kristján frá Djúpalæk, Ól-
afur Jónsson, Ólafur Haukur
Ólafsson, Rósberg G. Snædal,
Stefán Hörður Grímsson, Thor
Vilhjálmsson, Þorsteinn Valdi-
marsson og Þóra Elfa Björns-
son. — Og hvernig þessi yngsta
kynslóð ljóðskálda á Islandi
yrkir geta menn nokkuð sé$
með því að lesa þessa bók.