Þjóðviljinn - 16.12.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.12.1954, Blaðsíða 8
M j ÞJÓÐVILJINN — F'immtudagur 16. desember 1954 BÆKUR frá Isafoldarprentsmiðj, Kijóðmæli Guðmaatdar Guómundssonar eru komin I bókaverzlanir. Dr. Alexander Jóhannesson segir í formálá m. a.: Þjóðhátíðarárið 1874 fæddist Guðmundur Guð- mundsson skáld, er talinn hefur verið einn Ijóðhagastur allra ís- lenzkra skálda . . . Fáir hafa kennt nánari skyldleika við náttúruna en Guðmundur Guðmundsson. Ljóðin liðu af vörum hans eins og hægur andvari á sumarkveldi, og sál hans fylltist fögnuði. Öll veröldin varð að hljómdýrð, er barst til skáldsins frá ströndum Huldulanda. Ljóðvinir gefa þessa bók í jóla- gjöf. — Það er fögur gjöf og veitir varanlega gleði. Fjadæg lönd og firamandi þjóðir eftir RANNVEIGU TÓMASDÓTUR Rannveig Tómasdóttir ferðaðist um Mexikó og V.-Indl.eyjar. Nokkra þætti úr ferðasögunni las hún í útvarpið í sumar og hafa fá erindi vakið almennari athygli, enda voru þau frábærlega skemmtilega flutt. — Nú er þessi fallega bók komin í bóka- verzlanir og verður ein af vinsælustu jólabókunum. — En dragið ekki að kaupa bókina, hún verður að líkindum uppseld fyrir jóL Þjéósögur Þorsfieins Erlingssonar eru nú komnar í bókaverzlanir. Þjóðsögur þessar eru með þrennu móti frá Þorsteini komnar: Sumt skráð af honum sjálfum, og er það kjarni bókarinnr. Sumt er skráð af öðrum eftir frásögn hans, og sumu hefur hann sai'nað víðsvegar að. — Þetta viðfangsefni, þjóðsögur og sagnir, var Þorsteini hugleikið frá fyrstu tíð. Næmleikur hins íslenzka eðlis fyrir öllu því, sem dularfullt er að baki þess hversdagslega og sýnilega, hefur verið honum í blóð borinn. AJlt, sem þjóðlegt var og rarníslenzkt, fann hjá honum „næmasta grunninn". — Og síst hafa þær þjóðlegu glæður kulnað á uppvaxtarárunum hjá ömmu hans í Hlíðarendakoti, en þar ólst hann upp. Riftsafin Ben. Gröndal F. - Lokabindi. I þessu bindi eru bréf Gröndals og skýringar. — Eins og al- þjóð er kunnugt, hefur líklega enginn íslendingur skrifað skemmtilegri og fjörlegri bréf en Benedikt Gröndal, og verðum mönnum þetta þó ljósara nú, er bréf hans birtast í heild. — Gröndal skrifar um allt milli himins og jarðar og gneistar fyndnin og fjörið í hverju bréfi, svo að kunningjabréf um lítilfjörlegustu efni verða að fáguðum perhim. — Nú þegar ritsafn Gröndals er komið allt, er það ein veglegasta jólagjöfin, sem nú er í bókaverzlunum. Bókaverzlnn Isafoldarprentsmiðjn. Sími 4527.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.