Þjóðviljinn - 12.01.1955, Side 4
.4) ÞJpEf.yiLJINN ,-r— Miðvikudagur 12., janúar; 1955
ESPERANTO OG SAMEINUÐU ÞJÖÐIRNM
þ’mg UNESCO viBurkennir gildi esperanfo
fynr visindi, mennfir og alþjóSamenningu
)
í>'mg Menningar- og vís-
inlastofnunar Sameinuðu
J'jiðanna, UNESCO, hefur
nú viðurkennt gildi alþjóða-
máis'ms esperantos fyrir
vís'ndi, menntir og alþjóða-
menningu.
Forsaga málsins.
Skömmu eftir heimsstyrj-
öldina síðari fór fram víða
um lönd söfnun undirskrifta,
þar sem skorað var á hin ný-
stofnuðu samtök Sameinuðu
þjóðanna að beita sér fyrir
víðtækri notkun alþjóðamáls-
ins erperantos á alþjóðavett-
vangi. Árangur þeirrar undir-
skriftasöfnunar varð ágætur
í mörgum löndum, og hér
varð hann sá, að á 5. þúsund
einstaklingar og félagasam-
tök með um 30 þús. félags-
mönnum skrifuðu undir á-
skorunina.
Áskorunin var undirrituð af
um einni milljón einstaklinga
og félagssamtökum 16 millj.
manna og afhent í aðalstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna í
Lake Success við hátíðlega
athöfn sumarið 1950. Síðan
var málið afhent Menningar-
og vísindastofnuninni, UNES
CO, og tekið til umræðu á
þingi stofnunarinnar, sem nú
er nýlokið í Montevideo í Úr-
úgvaj.
Ályktun þingsins.
Á þinginu urðu málalyktir
þær, að 10. desember s.l. var
samþykkt eftirfarandi álykt-
un með 30 atkvæðum, en mót-
atkvæði voru 5:
„Þingið hefur rætt skýrslu
aðalritarans um hina al-
þjóðlegu áskorun um es-
peranto og
I) sér þann árangur, sem
náðst hefur ineð esperanto
á vettvangi alþjóðlegra
menningarsamskipta og til
að færa þjóðír heims
hverja nær aniiarri.
2) viðurkennir, að árang-
ur þessi sé í samræmi við
Dr. L. L. Zamenhof
höfundur Esperantos.
tilgang og hugsjónir stofn-
unarinnar,
3) leggur fyrir aðalritar-
ann að fylgjast með á-
framhaldandi þróun es-
perantos í vísindum, mennt
um og menningu, og að
vinna í þeirn tilgangi með
Almenna esperanto-sam-
bandinu í þeim málefnum,
er báðar stofnanir varða.
4) veitír því athygli, að
ýmis þátttökuríki hafa lýst
yfir því, áð þau séu reiðu-
búin að taka upp eða auka
kennslu í esperanto í skól-
um sínum og æðri mennta-
stofnunum, og biður þessi
þátttökuríki að veita að-
alritaranum stöðugar upp-
lýsingar um þann árangur
sem næst á þessum vett-
vangi.“
Áður hafði þingið samþykkt
að veita Almenna esperanto-
sambandinu (Universala Es-
peranto-Asocio) réttindi ráð-
gjafarstofnunar gagnvart
Menningar- og vísindastofn-
uninni.
Nánari fregnir hafa ekki
borizt ennþá, en eftir þessu
að dæma má í náinni framtíð
búast við frekari fréttum af
framgangi alþjóðamálsins.
(Frá Sambandi ísL es-
perantista).
Ólaíur Þ. Inguarsson:
ÁSKORUN TiL VALTfS
Ég var að enda við að lesa
hina stórfróðlegu grein Andzej
Panufnik’s, hins pólska, í Morg-
unblaðinu, og verð að játa að
þar korpst ég að miklum sann-
indum!
Það hlýtur að vera eitthvað
bogið við ástandið í Póllandi,
eitthvað mjög bogið. Mig skyldi
ekkf undra þótt Panufnik hinn
pólski settist niður einn góðan
veðurdag og semdi eitt heljar-
mikið tónverk um hina hrjáðu
landa sína, sem að sögn hans
sjálfs munu vera á þriðja ár
að vinna fyrir skóm á fæturna.
Eftir því að dæma getur þeim
naumast enzt aldur til að vinna
fyrir lífinu. Og meðal annarra
orða- Eru þá nokkrir Pól-
verjar til? — Við sleppum öll-
um þeim þúsundum sem hafa
leitað á náðir atómsins í vestri,
og lifa þar auðvitað í vellyst-
ingum praktuglega. — Eftir
lestur þessarar mikilvægu
greinar hlýtur að sækja að
manni afar stórkostlegur grun-
ur: Hvemig fara þessir bless-
aðir menn að því að lifa?
Hvernig getur eitt pund sterling
verið svo notadrjúgt að sjá
einum manni fyrir mat í heilan
_________________________________«>
imsveiÉ og tsak Stem
í>að var ánægjulegt, að tón-
listarunnendum skyldi veitast
tækifæri -til að heyra ísak
Stern leika með Sinfóníu-
hljómsveitinni, áður en hann
hyrfi héðan af landi brott, þvi
að eflaust hefur marga, er á
hann hlýddu í Austurbæjar-
bíói á dögunum, fýst að fá
meira að heyra, og svo er
það, að samleikur með hljóm-
sveit er alltaf til þess fallinn
að sýna snilli einleikara í nýju
ljósi.
Einleikarinn hafði valið sér
fiðlukonsert Mendelssohns til
flutnings. Verkið gaf að sjálf-
sögðu hinni aðdáanlegu leikni
hans fyllsta tækifæri að njóta
sín. Annars er það um leikni
þessa fiðlumeistara að segja,
að athyglin beinist síður að
henni en margra annarra, sem
ekki hafa hana meiri, vegna
þess að listfengi túlkunarinn-
ar heldur hlustandanum hug-
fangnum, svo að sjálf tæknin
kemur honum varla til með-
vitundar. Hún verður þarna
eins og sjálfsagt mál, sem
engan veginn sé orð á ger-
andi. Það var sannarleg un-
un að hlýða á slíkan flutning
þessa fagra tónverks. Fiðlu-
leikaranum var þakkað með
miklum fagnaðarlátum að
loknum flutningi, en óneitan-
lega átti þó hljómsveitarstjór-
inn, Róbert A. Ottósson, og
svo auðvitað hljómsveitin
sjálf, drjúgan hluta af því
lofi, sem áheyrendur létu í
ljósi.
Fyrst á efnisskránni var
stuttur forleikur eftir Moz-
art ( að söngleiknum „Leik-
hússtjórinn“), en síðast hin
undursamlega fjórða sinfónía
Schumanns, hvort tveggja
flutt af hljómsveitiimi létt og
leikandi og; af sannri söngva-
gleði. — B. F.
mánuð? — Það er bezt að láta
fjölskyldufeður liggja millum
hluta. — í þessari frægu grein
stendur m. a.: „— skráð gengi
er 10 sloty í sterlingspundi og
nemur það mánaðarkaupi
verkamanns."
Hm, éitt sterlingspund á mán-
uði! Látum okkur sjá. Það er
bezt að fletta upp í sama
Morgunblaði og athuga bls. 4.
Gengisskráning (sölugengi):
Sterlingspund 45,70.
Þá er líklega bezt að athuga
gang málanna hér á íslandi í
dag, undir stjórn Morgunblaðs-
manna, varla fara þeir að ef-
ast um að stjórn þeirra sé ekki
í lagi. Jæja, gott og vel. Hér
dugar manni nú reyndar ekki
eitt sterlingspund á dag í fæðis-
kaup, hvað þá minna — kann-
ski að það sé dýrara að lifa í
Atlanzhafsbandalaginu en utan
þess? — Valtýr getur eflausfc
sannað það af sinum vísdómi,
eða þá með annarri flótta-
mannagrein. —
Manni verður enn á að
spyrja: — Er eitthvað bogið
við ástandið í Póllandi! Og
svarið hlýtur að verða já frá
sjónarmiði allra þeirra sem
unna vestrænu frelsi.
Annaðhvort er lýgilega ódýrt
að draga fram lifið í Póllandi
eða lýgilega dýrt að draga fram
lífið á íslandi. Meti þeir sem
vilja.
Að síðustu: Ég skora á Val-
tý Stefánsson að lifa næsta fe-
brúarmánuð — ég gef honum
„sjans“ þar sem febrúar er
styttri en aðrir mánuðir — á
einu saman sterlingspundi, eins
og pólskir verkamenn að sögn
Panufkik’s. Geti hann það ekki
er honum velkomið að éta ofan
í sig þessa ágætu áróðursgrein
sína, en dugi það ekki hlýtur
sá óþægilegi grunur að steðja
að hverjum hugsandi manni:
Skyldu allir Pólverjar vera dán-
ir úr hungri?
'™ ' 1 7.—1.—’ÖD
EINHVERN TÍMA áður hefur
verðið vikið að hinum svoköll-
. uðu barnasýningum kvik-
; myndahúsanna í Reykjavík.
Nú fór H. J. H. á barnasýn-
. ingu á sunnudaginn var og
. hefur sitthvað frá því að
• segja. — H. J. H. skrifar:
jjSÍÐASTLIÐINN sunnudag á-
kváð ég áð fara í bíó með dæt-
• ur mínar þrjár ungar. Fyrst
var að velja myndina. Þrjú-
sýning var sjálfsögð. Þær
sýningar eru einkum ætlaðar
bömum. Um þessar var að
velja: Bomba á mannaveið-
um, Litli strokumaðurinn,
CHens og gaman, Forboðna
landið (ný Tarzanmynd) og
Jóla „Show“, 7 nýjar teikni-
myndir o. fl. Eftir nokkrar
vangaveltur varð sú síðast-
' nefnda fyrir valinu. Jólasýn-
íng hlaut að vera ágæt, enda
þótt jólin væru um garð
' gengin. Telpurnar klæddust
sínum fínustu sunnudagsföt-
um, kysstu mömmu sína og
! var nú haldið í strætisvagni á
Lækjartorg, og þar með vor-
! um við komin í sunnudags-
menningarumhverfi Reykja-
' víkur. Þegar við stigum út úr
' vagninum glumdu á móti okk-
H. J. H. íer á þrjú sýningu — Skemmsta leið til að
skrílmenna þjóð — Andlegt sunnudagsfóður
ur hróp blaðsöludrengjanna:
Mánudagsblaðið, Mánudags-
blaðið: Lögregla Hafnarfjarð-
ar sökuð um fáheyrða fúl-
mennsku. Þar sem ég er
löngu orðinn þreyttur á þessu
blaði vegna óvandaðs frétta-
flutnings í æsifregnastíl, sem
í senn er ætlaður til að auka
sölu og kitla lægstu hvatir
lesenda, sneiddi ég fram hjá
blaðsölustrákunum og hröð-
uðum við okkur að dyrum
kvikmyndahússins. Þar hófst
annar þáttur.
afmyndaður af reiði og
gremju. Fór meirá af timá
hans og orku í að halda aftur
af þeim sem reyndú að troð-
ast fram hjá honum en taka á
móti miðum. Sama sagan end-
urtók sig við sælgætissöluna.
— Þegar litazt var um í saln-
um, meðan bjart var fram að
sýningu, virtist ríkja þar all-
mikill bókmenntaáhugi, eink-
ura hjá karlþjóðiimi. Þeir full-
orðnu lásu Mánudagsblaðið.
Drengir lásu amerísk hazar-
blöð.
ENDA ÞÓTT klukkuna vantaði HÓFST NÚ sýningin. Og nú
fimmtán mínútur í þrjú, var kemur hið eiginlega tilefni
allmikil þröng við dyrnar. þessara hugleiðinga. Þegar
Tróðst þar hver um annan frá eru skildar allsæmileg
þveran án þess að sýna hina aukamynd (músikmynd) og
minnstu tillitssemi. Fastast tvær aðrar (sjóskíðamynd og
tróðust stærstu drengirnir og Kaupmhafnarþáttur), sem
neyttu óspart aflsmúnari 1 einnig voru aukamýndir, reyn
dyrunúm stóð dyravörðurinn ist þetta Jóla „Shoiw“ (7 nýj-
ar teiknimyndir) hinn argasti
óþverri. Þetta voru amerískar
teiknimyndir, gerðar af Poul
Terry og báru framleiðslu-
heitið „Terry Toon“. Eg hafði
áður í vetur séð í þessu kvik-
myndahúsi ágætar teikni-
myndir, en varð nú í senn
hryggur og reiður. ÞeSsar 7
teiknimyndir eru langt fyrir
neðan það, sem hægt er að
bjóða siðmeiíntuðu fólki á
hvaða aldri sem er. Tilgang-
ur með framleiðslu þeirra get-
ur aðeins verið einn: að skríl-
menna yngstu kynslóðina —
nema hugsanafátækt sé á-
stæðan. Mig óraði ekki fyrir
því, að amerísku afsiðunaró-
bermin væru búin að leggja
undir sig teiknimyndafram-
leiðsluna, en þessar 7 nýju
teiknimyndir báru á sér allan
blæ og efni amerískra hazar-
blaða og Cowboy-mynda.
Hvort sem myndimar voru af
mannfólki eða dýrum, var
efnið hið sama: eltingaleikur,
beiting morðvopna, misheppn-
aðar drápstilraunir (morðin
verða að vera rómantísk, en
ekki raunsæ), varðstaða,
þjófnaður, eltingarleikur,
beiting morðvopna, misheppn-
aðar handtökutilraunir (þjófn
aðurinn verður að vera róm-
antískur, þjófurinn er hetja,
varðmaðurinn, varðhundurinn
eða varðkötturinn heimskur
þurs). Varðmaðurinn hlýtur
mest áföll og lendir í fang-
elsi, en þjófurinn sleppur.
Dýrin geta ekki byggt sér'hús
öðruvísi en stela eða ræna
efninu í þau. Jafnvel ævintýr-
ið af Rauðhettu er afskræmt.
Dýrin eru í vöðvastælingsút-
litsheimskugervi ofurmenn-
anna.
EG MUN láta forsvarsmönn-
um lýðræðis og mannréttinda
eftir að bera saman þessar
amerísku glæpaþjófnaðar-
morðvopnaeltingarleiksmynd-
ir við mannlegu og hugljúfu
rússnesku teiknimyndirnar,
sem öðru hverju hafa verið
sýndar hér á vegum MlR og
draga af þeim samanburði
nokkra lærdóma um hina frið-
elskandi og friðverjandi
Bandaríkjamenn og hina
stríðsóðu og friðspillandi
Rússa. En hér eftir mun ég
gjalda varhuga við amerísk-
um teiknimyndum, að
minnsta kosti þeim sem bera
framleiðsluhéitið „Terry
Toon“. — H. J. H.