Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 4
4) —'ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 13. janúar 1954 bréíi Félags Islenzkra myndlistarmanna Ég fékk í gær bréf yðar dag .ett 7. þ.m. þar sem mér er boðið að leggja til fimm myndir á fyrirhugaða nor- ræna myndlistarsýningu í Rómaborg í vor, en mér er kunnugt um að svo er til ætlast að það sé yfirlitssýn- ing síðustu fimmtíu ára. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning, að nokkru leyti að gefnu tilefni, þykir mér rétt að svar mitt sé birt op- inberlega, enda ekkert einka- mál íslenzkra myndlistar- manna er slíkar andlegar sendinefndir, sem svona sýn- ing hlýtur að vera, fara til annarra landa. Þær eru og eiga að vera fulltrúar þjóð- arinnar, en ekki einstakra manna. Félag íslenzkra myndlistar- manna hefur frá upphafi far- ið með stjórn fyrir íslands hönd í norræna listbandalag- inu, en bandalagið var stofn- að 1945, og þá var hér að- eins eitt félag myndlistar- manna, ofangreint félag. En fyrir nokkrum árum sögðu eftirtaldir málarar sig úr því félagi, og skal hér þó ekki rakin forsaga þeirra árekstra Boð um þátttöku í Rómar- sýningunni mun ,hafa komið til stjórnar Norræna list- bandal. og þaðan til F. I. M. í fyrravetur og teikningar af sýningarsvæðinu voru komn- ar hingað í sumar. Hafði ég búizt við að félagi okkar bær- ust um svipað leyti eihhver boð um væntanlegt samstarf, en svo var þó ekki. Loks 6. desember s.l. er félagi okkar Jón Stefánsson var nýfarinn aðarmennina, að stuðla-að, gegn til Kaupmannahafnar, barst okkur fyrst bréf frá F. í. M. undirritað af Svavari Guðna- syni og Hjörleifi Sigurðssyni þess erindis að spyrjast fyr- ir um. hvort félag okkar mundi æskja að Jón Þorleifs- son yrði tilnefndur, ekki af okkar félagi, heldur að því er virðist F. í. M. í nefnd til að velja málverk á sýning- una. I svarbréfi 7. desember tekur Jón Þorleifsson hins- vegar fram fyrir hönd fé- lags síns, að hann muni ekki taka þátt í slíkri nefnd, en Nýja myndlistarfélagið leggi til að tveir menn séu frá hvoru félagi og að þvi til- skildu óski félag okkar að Þórunn Guðbjörg Guðmsndsdóttir FílÍRiiingarorS er ollu því. Þeir sem sam-. taka þátt í sýningunni. Þetta tímis yfirgáfu sitt gamla fé- lag, og sumir höfðu allt frá stofnun þess unnið einna mest fyrir, voru: Jón Þor- leifsson, Jón .Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Jón Engil- berts, Jóhann Briem og Agn- ete og Sveinn Þórarinsson og ég undirritaður. Við sem þá gengum' úr félaginu, stofnuð- nm öll Nýja myndlistarfélag- ið nema Kristín, sem mun vera utan listamannasamtak- anna eins og Gunnlaugur Scheving o. fl. Síðar sögðu þeir Finnur Jónsson, Gunn- laugur Blöndal og Guðmund- -ur Einarsson sig einnig úr Félagi íslenzkra myndlistar- manna. Hér hefur því orðið allmikil breyting á frá því að norræna listbandalagið var stofnað. — Nýja myndlistar- félagið var stofnað með þeim höfuðmarkmiðum að efna árlega til samsýninga félagsmanna og vinna að því í samstarfi við önnur mynd- listar- og menningarfélög að koma hér upp sýningarhúsi f jTÍr myndlist og aðrar skvld- ar listgreinar. Eitt okkar fyrsta verk var að hefja við- rseður við F. I. M. og ríkis- stjórnina um að félagið fengi aðild að stjórn og sýningar- r.efndum norræna listbanda- lagsins, og taldi sig að öðr- um kosti tæpíega geta tekið þátt í sýningum á vegum þess. sama er tekið fram í bréfi til menntamálaráðherra og er það rökstutt þar nánar. Síð- ar mun F. I. M. hafa farið þess á leit við Jón Þorleifs- son, formann félags okkar, að hann tæki þátt í sýning- arnefnd, þá væntanlega enn á vegum F. 1. M. sem hann og afþakkaði vegna fyrri samþykktar félagsins. Eins og áður er tekið fram á sýning sú er fyrirhuguð er í Rómaborg í vor að vera yfirlitssýning síðustu fimmtíu ára. Afleiðingin er óhjá- kvæmilega sú, að eldri mál- arar Norðurlandanna verða þar í miklum meirihluta/f Fyrir okkar félagi vakir það eitt að val myndanna verði í sem mestu samræmi við til- gang þeirra, sem að þessu virðulega boði standa. Það má að sjálfsögðu endalaust deila um hæfni manna til þess að velja málverk á sýningar, og ekki vil ég að svo sé litið á, að ég beri ekki hið fyllsta traust til samvizkusemi þeirra manna er F. 1. M. hefur fyr- ir sitt leyti valið til þess, en hver er sínum hnútum kunn- ugastur, og það má hver sem vill lá mér og öðrum það þó okkur þyki óeðlilegt að menn sem einungis hafa snúið sér að því að mála abstrakt séu í meirihluta valdir til þess að kveða dóm um hæfni okk- ar eldri málaranna, hversu velviljaðir sem þessir menn kunna að vera og samvizku- samir. Sú uppástunga mín að fyrir hönd okkar eldri mál- aranna yrðu í sýningamefnd Jón Þorleifsson og Jón Stef- ánsson, aðrir tveir fyrir hönd yngri málaranna, sem flest- ir eru í F. I. M. og einn maður fyrir aðra aðila, kann að hafa komið illa við með- lhni F. í. M., sem eru miklu fleiri en við. En ég hefi ekki annað en samvizkusemi mína til tryggingar því, að ég hefi það eitt í huga að val mynd- anna sé í senn í samræmi við tilgang sýningarinnar og að öðru leyti með þeim hætti, að hún verði sem allra á- hrifamest og landi okkar og þjóð til sem mests sóma. Nýja myndlistarfélagið hef- ur ekki farið fram á annað en jafnrétti við félag ungu málaranna, þ. e. a. s. tvo menn í sýningarnefnd ef þeir sjálfir skipi tvo. Mér er síð- ur en svo nokkurt kapps- mál að eiga myndir á sýning- unni, hvort heldur væri ein mynd eða fimm, eins og mér er boðið, en ég get ekki fall- izt á að þegar velja á myndir á yfirlitssýningu síðustu fimmtíu ára, þá séu það „ab- straktmálarar," sem eigi að hafa val myndanna með höndum. Að lokum vil ég taka þetta fram: Ég tel að íslenzku þjóðinni sé sýndur mikill sómi með þessu boði ítalskra stjórnarvalda, og ljótur blett- ur væri það á ráði okkar, ef við vegna ósamkomulags inn- byrðis gætum ekki tekið boð- inu. Þó held ég að það væri betra en að senda sýningu, sem ekki gæfi rétta mynd af myndlist okkar og menningu yfirleitt. Hið háa Alþingi virðist hafa skilið þýðingu þessa góða boðs, og einnig gert sér með svipuðum hætti og við grein fyrir þeirri hættu sem gæti verið samfara of einhæfu myndavali, eða á annan hátt misheppnuðu. Landspítalanum 11. jan. 1955. Ásgrímur Jónsson. Frú Þórunn Guðbjörg Guð- mundsdóttir andaðist að heimili sínu Framnesveg 8 A hér í bænum þ. 6. janúar s.l. 88 ára að aldri, og verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag. Þórunn G. Guðmundsdóttir var Borgfirðingur að ætt, fædd 20. nóvember 1866 að Grafarkoti, Stafholtstungna- hreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Guðmunds- dóttir og Guðmundur Jóns- son bóndi í Grafarkoti. Þór- unn ólst upp hjá foreldrum sínum í Grafarlcoti og dvaldi hjá þeim, þar til hún gift- Þórunn Guðbjörg Guðmundsdóttir ist Bimi Jóhannssyni árið 1894 og tóku þau þá við búi foreldra hennar. Þórunn átti tvær systur, dó önnur í æsku, en hin, sem hét Vilborg, flutti ung með manni sínum til Ameríku og dó þar árið 1952. Þegar Þórunn og Björn brugðu búi í Grafarkoti árið 1904, fluttu þau búferlum til Akraness og bjuggu þar næstu 7 árin, þá fluttu þau til Reykjavíkur og dvöldu þar síðan til æviloka. Þeim Þórunni og Bimi várð fjögurra bama auðið, sem öll komust til fullorðins ára. Þau em Ásta, gift Lúther Grims- syni, vélstjóra og verzlunar- mahni hjá Olíusölunni h.f., Jó- hann, vélstjóri, ókvæntur en bjó með móður sinni, Guð- mundur Axel, vélvirkjameist- ari, kvæntur Júlíönu Rann- veigu Magnúsdóttur, og Ingvi Björgvin, Ioftskeytamaður, sem dmkknaði á togaranum „Jóni Forseta“ árið 1928, þá aðeins 22ja ára gamall. Eitt fósturbarn, Úlfljót Baldur Gíslason, ólu þau upp frá 2ja ára aldri, og dvaldi hann á því heimili þar til hann kvæntist á s.l. ári. 'Björn, eiginmaður Þórunn- ar, dó árið 1943. Þómnn Guðmundsdóttir var ein þeirra kvenna, sem minnisstæðar verða vegna sér- staks og áhrifamikils persónu- leika. Hún var frekar lág vexti nolckuð þrekin, hafði hress- andi viðmót, stillta og aðlað- andi framkomu, orðvör og talaði fagurt mál, og var traustur vinur vina sinna. Þrátt fyrir háan aldur fylgd- ist hún með öllum þjóðmálum af áhuga, og tók jafnan af- stöðu með hagsmunabaráttu verkalýðsins og þeim sem stuðnings þurftu með og virtust fara halloka í lífsbar- áttunni. Þórunn hafði mikið yndi af góðum kveðskap og var sjálf vel hagmælt. Hún var m.a. félagi í „KvæðamannaTélaginu Iðunni“ og sótti að jafnaði fundi þar þegar hún gat þvi við komið. Til þess að gefa örlítið sýn- ishom af kveðskap Þórannar birti ég hér eina vísu sem hún orti er hún hafði orðið fyrir þeirri sorg að missa yngsta son sinn Ingva í ,,Jóns For- seta“ slysinu. — Vísan er þannig: Sárið elna, sorgiun mett, sólar mörgn árin, bezt er að reyna að bera létt, og brosa gregnum tárin. Þómnn taldi sig að nokkru leyti hamingjubam þessa heims, enda átti hún mann- Framhald á 11. síðu. Silíurmynstur á rúðum — Hnerrar og Guðhjálpiþér — Ryk og vatnsleysi — Heyrið hróp vatnsleysingja! OG SVO er maður allt í einu hættur að sjá út um gluggann sinn á morgnana. Fyrst virð- ist manni sem silfurhvít þoka hvíli yfir öllu umhverfinu, en svo nýr maður augun og sjá: Það er silfrað rósamynstur á glugganum, sums staðar jafn- vel hvítt og kafloðið. Og svo andar maður á þynnsta hrím- blettinn og gægist út í tilver- una bakvið hrímið, sem reyn- ist þá vera grá og þurr og full af ryki og óhugnan. Og um kvöldið er maður kominn með hnerra og kannski segir ein- hver nærstaddur Guðhjálpiþér æðri máttarvalda, enda engar fregnir af Svartadauða eða öðmm bráðdrepandi pestum sem hefjast á hnerra á næstu grösum. Og þótt langvarandi hnerri sé hvimleiður, enda oft kvefboði, þá er samt skömm- inni skárra að hnerra í alvöra en missa hnerrann, og kemur mér þá í hug sagan af því þegar bændur allir í Skaga- firði misstu hnerrann og þótti illa horfa, unz það varð að ráði að leita á náðir Guð- mundar góða, sem gat bætt úr þessari nauð, öllum til blessunar og hagsældar. svona til málamynda, en þeg- ar hnerramir em orðnir f jór- EN ÞESSUM þurm kuldadög- ir eða fimm eða fleiri, gefst um fylgja ekki aðeins hnerrar fólk upp á hjálparbeiðnum til og kvef, heldur einnig óheyri- legt ryk, sem smýgur inn um öll vit á manni og sezt utaná líkamann, hvort sem föt em fyrir eða ekki, og í sumum hverfum höfuðborgarinnar er ástandið þannig að ekki er hægt að þvo af sér þetta við- bjóðslega ryk, því að a.m.k. hér við Háteigsveg hefur vatn horfið úr krönum nálægt miðjum degi og ekki bólar á vökvun allan daginn, í bezta máta vatnslegi í lcjallara und- ir miðnætti. Þetta er hábölvað á allan hátt, það er ekki hægt að þvo sér, ekki með góðu móti hægt að nota vatnssal- emi síðari hluta dags og önn- ur óþægindi em ótöluleg. Og manni verður að hugsa að vatnsmálum Reykvíkinga hljóti að vera talsvert ábóta- vant, þegar vatnsskortur er víða tilfinnanlegur bæði sum- ar og vetur. Og hróp okkar vatnsleysingja um vatn ná vonandi eyram vatnsráðenda áður en lífsblóm okkar em al- gerlega skrælnuð af klára vátnsleysi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.