Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 6
$>- ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 13. janúar 1955 plÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. B’aðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- niundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustlg 19. — Sími 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Stjórnarkjörið í fnlltrúaráðinu Afturhaldsliðið sem samfylkti í kosningunum til Alþýðusam- •'ljaticlsþings haustið 1948 óg fór síðan með stjóm sambandsins «m sex ára skeið unz það beið ósigur í Alþýðusambandskosn- Shgunum á s.l. hausti lagði tveim árum síðar undir sig stjórn fu'ltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Höfðu hægri- mcnn meirihlutaaðstöðu í -fulltrúaráðinu i fjögur ár og tókst á þeim tíma að lama mjög starfsemi þess og gera það gagns- minna en skyldi fyrir verkalýðsfélögin. Meirihlutann missti aft- urhaldið í fulltrúakosningunum á sambandsþingið í haust. Að- alfundur fulltrúaráðsins sem haldinn var s.l. mánudag kaus ein- Jngarstjóm með miklum meirihluta atkvæða. Verkalýðurinn í Re' kjavík hafur endurheimt meirihlutavaldið í þessum þýðing- arru;kiu samtökum sinum. Traustir og ömggir fulltrúar verka- lýðr- ins sitja þar nú við stjómvölinn en umboðsmenn aftur- Jialdsins komnir í vonlausan minnihluta. Þrátt fyrir traustan meirihluta sinn töldu einingarmenn rétt og skylt að gefa stærstu félögunum sem stjómað er af hægri- mönnum kost á aðild að stjóm fulltrúaráðsins. Einingarmenn tóki: fyrir tveim árum sæti í stjórninni sem fulltrúar þáverandi i „minnihluta". Mátti því segja að hér væri um vissa hefð að ræða og á allan hátt æskilegt að sem víðtækast samstarf tækist ■um stjórnina. Á þessu gáfu þó hægrimenn engan kost þegar eft- ir var leitað. Svar þeirra var algert nei, jafnt i fulltrúaráðinu Ben: stjórnum Sjómannafélagsins og Pramsóknar, og staðfest með þögninni af fulltrúum þessara félaga þegar úrslitatilraun til namkomulags var reynd af hálfu einingarmanna á aðalfund- inr.ru sjálfum. Lokasvarið birtist svo í einhliða framboði aftur- halclsins, sem fyrirfram var dæmt til algjörs ósigurs. Það liggur því svo ljóst fyrir sem verða má, að af hálfu ein- ingarmánna voru gerðar allar hugsanlegar tilraunir til að koma á sarnvinnu beggja arma fulltrúaráðsins um stjórn þess. Að J>að ekki varð er ekki þeirra sök. Sökin liggur hjá hægrimönn- linum sem höfnuðu allri samvinnu vegna ofurástar sinnar á íhaldinu. Þeir vildu ekki styggja bandamenn sína í atvinnurelc- endaflokknum m.eð því að taka upp samvinnu við-einingarmenn I fvl’trúaráðinu. ‘ Klögumál og eymdarvæl Alþýðublaðsins í fyrradag um að þar feem einingarmenn hafi meirihluta, eins og í fulltrúaráðinu, „telji þeir einingu óþarfa“ er því alveg út í hött og tilefnislaust ■með öllu. Enda virðist höfundur fréttarinnar ekki hafa reynst i liiíu liægriklíkunnar ef dæma má af yfirlýsingu sama blaðs í gær. En þar segir orðrétt svo: „Að gefnu tilefni vill Alþýðublaðið taka fram að fyrir því Jékkst enginn grundvöllur meðal Alþýðuflokksmanna, sem eru J fuiltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík, að taka upp nokicra samvinnu við kommúnista um stjórn fulltrúaráðsins.“ Þar með er staðfestingin fengin. Það voru ekki „kommúnist- 'ar“ ,sem töldu „einingu óþarfa“ af því þeir voru í öruggum ineir!hluta. Þeir sem enga samvinnu vildu voru hægrimennirnir Bjá!f:r. „Fyrir því fékkst enginn grundvöllur meðal Alþýðu- flokI:smanna‘* segir Alþýðublaðið sjálft, og er hið hreyknasta. Ænda er ihaldið ánægt með þjónustuna. Morgunblaðið krefst í gær „nánari samvinnu en nokkru sinni fyrr“ milli íhaldsins og hægrimanna Alþýðuflokksins og segir að „án slíkrar samvinnu >verði áhrifum kommúnista ekki hrundið". Það er húsbóndinn ■seri talar og ef að líkum lætur stendur ekki á þjónunum í liægriklíku Alþýðuflokksins að hlýða kalli nú frekar en endranær. —* I'r. verkalýðurinn í Reykjavík er við því búinn að mæta sendi- mc num atvinnurekenda og íhalds, studdum af hægrimönnum Al’ vðuflokksins, á hvaða vettvangi sem er. Hann mun standa far' saman um samtök sín og hagsmuni og hrinda hverri árás afturhaldsins. Alþýðan hræðist ekki hótanir en er viðbúin að me a þeim með margefldu starfi í þágu stéttarsamtaka sinna og ’-.ienningarbaráttu. Og hún fagnar því að eiga nú aftur vís- an 'iakhjarl og ótrauða forustu í fulltrúaráði verkalýðsfélag- anr\ eftir að einingarmenn hafa leyst afturhaldið af hólmi og leki j við stjóminni að nýju. Bnræðisherra §1 ateðhringur æffs m leika Costa Rica eins og Guatemala Fylgsspekt viS Bandaríkin bjargar ekki sfjórninni undan reiði Unifed Fruit Co. Okyrrasti bletturinn í heim- inum sem stendur er áreið- anlega Mið-Ameríka. Síðast- liðið sumar var þjóðkjörinni stjórn Guatemala steypt af stóli með ínnrás frá nágranna- ríkjunum Honduras og Nicara- gua. Fyrir rúmri viku var Re- mon, forseti Panama, skotinn til bana. í fyrradag hófst svo innrás í Costa Rica frá Nicara- gua. Sú árás hefur verið kærð fyrir sambandi Amerikjurikj- anna og rannsóknamefnd frá því er á leið á vettvang. Ríkis- stjórn José Figueres í Costa Rica hefur heitið á Bandaríkja- stjórn að veita sér aðstoð en þeirri beiðni hefur ekki enn verið svarað. Til verulegra bar- daga hefur ekki komið en stjórn Costa Rica er sem óðast að draga saman lið til þess að mæta innrásinni. ¥?ftir ósigur stjórnarinnar í " Guatemala er Costa Rica eina ríkið í Mið-Ameríku, sem stjórnað með með nokkurnveg- inn lýðræðislegum hætti. Milli stjórnarinnar þar og einræðis- herrans Anastasio Somoza í Ni- caragua hefur verið fullur fjandskapur síðan árið 1948. Þá fóru fram forsetakosningar í Costa Rica og vann Otilio U- late þær með naumum meiri- hiuta. Stjórn fráfarandi forseta sem studdi andstæðing hans í kosningunum, lét fylgismenn sína á þingi ógilda kosníngaúr- slitin á þeirri forsendu að kosningasvikum hefði verið beitt. Þá tók stórbóndinn José Figueres sig til og safnaði liði gegn ríkisstjórninni, Eftir sex vikna borgarastyrjöld vann hann sigur og setti Ulate inn í forsetaembættið. fTleodoro Picado fráfarandi for- seti og Calderon Guardia forsetaefni hans flýðu land eftir sigur Figueresar og leit- uðu á náðir vinar síns Somoza. Hann hafði stutt þá með ráð- um og dáð í borgarastyrjöldinni en kom fyrir ekki. Hinsvegar naut Figueres stuðnings frá Guatemala, þar sem umbóta- mennirnir sem steypt var af stóli í sumar voru nýlega búnir að reka einræðisherrann Ubico frá völdum. Þau ár, sem liðin eru síðan þetta gerðist, hefur hvað eftir annað komið til ýf- , > ■ ■ -- =?? E p 1 e n d tíðindi inga milli Somoza og Figuer- esar, sem réði mestu í stjórn Ulate og var sjálfur kjörinn forseti eftir hann árið 1953. Figueres barðist á sínum tíma José Figueres í her lýðveldissinna á Spáni gegn Franco og hann hefur veitt flóttamönnum undan ein- ræðisstjórnum rómönsku Ame- ríku hæli í Costa Rica. And- stæðingar Somoza í Nicaragua, Caríasar í Honduras, Trujillo í San Domingo og Jiménezar í Venezuela eru fjölmennir í San José, höfuðborg Costa Rica, og hafa ráðið þar ráðum sínum um hvernig lönd þeirra verði losuð úr greipum þessara harð- stjóra. Síðastliðið sumar til- kynnti Somoza að leiðangur hefði verið gerður út frá Costa Rica til þess að ráða sig af dögum. Um sama leyti réðst fámennur flokkur frá Nicara- gua inn í Costa Rica en hörf- aði fljótt til baka yfir landa- mærin. Fferaumur Anastasio Somoza er- ” að verða voldugasti maður Mið-Ameríku. Hann hefur stjórnað Nicaragua með ein- ræðisvaldi í rúm tuttugu ár. Völd sín á hann að þakka stuðningi Bandaríkjanna. Frá því 1912 til 1925 og aftur frá 1927 til 1933 var Nicaragua hernumið af Bandaríkjaher, sem sendur var á vettvang til þess að vernda hagsmuni auð- félagsins United Fruit Co. sem áratugum saman hefur jafnan haft fleiri eða færri ríkisstjórnir i Mið-Ameríku í vasanum. Þegar Bandaríkja- her fór alfarinn hafði hann þjálfað og vopnað all fjölmenn- an her, Guardia Nacional, og sett Somoza yfir hann. Síðan hefur Somoza farið með land- ið sem sína eign og barið niður alla andstæðinga með harðri hendi. í grein sem birt- ist 15. nóv. 1948 lýsir banda- ríska fréttatímaritið Tirne starfsaðferðum hans á þessa leið: „Hann er ólíkur Trujillo í San Domingo að því leyti, að hann drepur menn ekki fyrr en í síðustu lög. Fangelsisvist nægir venjulega til að beygjá.' óvini hans. Ef fangelsið hefur ekki tilætluð áhrif er gripið til lítils raftækis sem gengur und- ir nafninu la maquinita, litla vélin, í Nicaragua. Vír er vafið utan um kynfærin á fangan- um og ef hann þrjóskast enn við er straumnum hleypt á. Litla vélin hefur leikið marga útlaga frá Nicaragua svo að þeir æpa upp úr svefninum á hverri nóttu. „Helvíti kornið", segir Somoza, „þetta bölvað apparat er ekki sem verst. Eg hef reynt það sjálfur — á hend- inni á mér“ “. |7igueres, forseti Costa Rica,. er menntaður í Bandaríkj- unum eins og Somoza og báð- ir tilheyra þeir hinni fámennu yfirstétt í löndum Mið-Ame- ríku. Átökin milli þeirra spretta þó ekki eingöngu af persónu- legri óvináttu. Somoza er bófi og böðull af gamla skólanum,. staðráðinn í að féfletta alþýðu manna sem rnest hann má að dæmi fyrirrennara sinna í Mið- Ameríku. Figueres er hinsveg- ar ljóst að þeir dagar eru liðn- ir þegar fámenn yfirstétt gat óáreitt setið svo yfir hlut al- þýðu manna í einhverjum frjósömustu löndum jarðar, að hún hafði með naumindum til hnífs og skeiðar. Hann vill að yfirstéttin slaki á íorréttinda- aðstöðu sinni í stað þess að heyja fyrir henni baráttu, sem hlýtur að vera vonlaus þegar til lengdar lætur. Á búskapar- árum sínum varð Figueres frægur fyrir, hve vel hann gerði við verkamenn sína. Síð- an hann kom til valda í Costa Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.