Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 3
Fimxntudagur 13. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 isfsiu nema 1 sam- einast um heimavistaitamaskðla Þrjú síðastliðin ár hefur verið unnið að hyggingu barnaskóla að Varmala'ndi í Borgarfirði fyrii' alla hreppa Mýrasýslu utan Borgarness. Formaður skólanefndar, séra Bergur Björnsson í Stafholti, segir svo um mál þetta: „Mánudaginn 6. des. s. 1. tók til' starfa hinn nýi heimavistar- bamaskóli Mýrarsýslu að Varmalandi. Vígsla skólans mun síðar fram fara. í skólanum er rúm fyrir 40 börn, en mögu- ieikar á að koma þar fyrir 52 börnum. Skólinn mun starfa í tveim deildum og er það eldri deild, sem nú er komin til náms. Kennslustofur eru þrjár, rúmgóðar og glæsilegar. Tvær fullkomnar íbúðir. 20 ára gömul hugmynd Skólastjóri er Ólafur Ingvars- son frá Strönd, Rangárv., kenn- ari Bjarni Andrésson frá Stykk- ishólmi, ráðskona Jóhanna Olsen. Það mupu vera rúm 20 ár síð- an að fyrst var vakið máls á því að byggja heimavistarbarna- skóla fyrir Mýrarsýslu á heitum stað og gerði það Daníel Kristj- ánsson frá Hreðavatni. Einnig ritaði séra Björn Magnússon síð- ar um málið. Ritgerðin birtist í tímariti Ungmennasambands Borgarfjarðar, Svanir 1. hefti bls. 82. Leið svo nokkur. tími þann- ig að ekkert v^r gert, unz þá- verandi námsstjóri, Bjarni M. Jónsson (veturinn 1941—’42), átti viðtöl við skólanefndir um sameiningu skólahverfa og bygg- ingu heimavistarskóla fyrir sveitahreppa Mýrarsýslu. Boðaði hann til fulltrúafundar í þessu skyni, þar sem rætt var um að byggja skólann fyrir fimm eftir- talda hreppa: Hvítársíðu-, Þver- árhlíðar-, Norðurárdals-, Staf- holtstungna- og Borgarhrepp. Álftaneshreppur- ‘ og Hraun- hreppur á Mýrum vestur vjldu helzt standa saman • um skóla- byggingu. • Háfizt handa á ný Entj. liðu mörg ár — eða allt til yorsins 1951 — unz verulegur skriður komst á málið. Stefán Jónsson námsstjóri mætti á sýslufundi í Borgarnesi 11. maí 1951 og var þar rætt um skóla- mál sýslunnar og kosið fræðslu- ráð fyrir Mýrarsýslu. Námsstjór- inn taldi rétt að sameina alla hreppa sýslunnar um byggingu heimavistarskóla við Stafholts- veggjalaug og sýslunefndin skor- aði á nýkjörið fræðsluráð að hefjast þegar handa um skóla- bygginguna. Að tilhlutan fræðslumálastjóra, samkv. bréfi menntamálaráðuneytisins, boðaði svo Stefán Jónsson námsstjóri til fundar að Varmalandi 21. júní 1951: Fræðsluráð Mýrasýslu, Jón Steingrímsson sýslumann í Borgamesi og oddvita allra hreppa sýslunnar, auk formanna skólanefnda. Bygging ákveðin Á fundi þessum var endanlega samþykkt að hefja byggingu skólans og bygginganefnd kjörin, en hana skipa: Jón Steingríms- son sýslum., Andrés Eyjólfsson alþunaður og séra Bergur Bjöms- son. — Vinna hófst haustið 1951, en hlé varð á um veturinn, unz tekið var til af fullum kraftl vorið 1952. Síðan hefur verið unnið ósiitið að byggingu skól- ans undir stjórn yfirsmiðsins, Kristjáns Björnssonar hreppstj. á Steinum. Teikningar að bygg- ingunni gerði Sigvaldi Thordar- son arkitekt. Er það samróma álit allra, að öllu innanhúss sé mjög smekklega og haganlega fyrir komið, vinna öll frábær- lega vel af hendi leyst og skóla- Gert er ráð fyrir að sund- kennsla fari fram á staðnum og voru búningsklefar við sund- laugina endurbættir s. 1. haust. I skólanum mun verða mikið sungið undir stjóm Bjama Andréssonar kennara, þar mun væntanlega nám allt verða stundað af kappi og unnið ó- sleitilega. Miklar vonir eru tengdar við Bamaskóla Mýrasýslu að Varma- landi, sem á að leiða bömin okk- ar til þroska og frama um ókom- in ár. Er það einlæg ósk okkar allra, að mikilvægt starf hans megi giftusamlega takast. Frá afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar: Allir bernámsflokkaniir slógn skjaliorg ura „éíriiarbffuna 1! í nokkur ár hefur bæjarstjórnaríhaldiö varið frá 750 þús. til 1 millj. kr. á ári til svonefndra ráðstafana vegna ófriðarhættu. 1 skjóli þessa framlags hefur Skólahúsiö að Varvialandi. húsið glæsilegt, Skóiastjórinn, Ólafur Ingvarsson, hefur tjáð mér, að hann telji skólann taka fram því, sem hann hefur áður kynnzt, og ómetanlegan ávinn- ing að íbúðir og heimavist eru fullkomlega aðskilin. Einnig tek- ur hann fram að starfsskllvrði séu hin ákjósanlegustu. Heildarkostnaður við byggingu skólans mun verða eitthvað j-íir 3 milljónir. Á s. 1. hausti voru af svéitar- stjórnum Mýrasýslu kosnir í skólanefnd: Anna Brynjólfsdóttir, frú, Gilsbakka, Daníel Kristjáns- son, skógarvörður, Hreðavatni, Leifur Finnbogason, bóndí í Hít- ardal, Vigdís Jónsdóttir, forstöðu- kona, Varmalandi. Hinn 30. nóv. s. 1. svipaði svo menntamálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, séra Berg Björnsson, Stafholti, for- mann nefndarinnar". verið komið upp dýru og um- faoigsmiklu skrifstofubákni, svonefnd „loftvamanefnd", greitt sér góð laun og allmikl- ar birgðir verið keyptar af lítt seljanlegum vömm sem ýms vildarfyrirtæki íhaldsins höfðu legið með árum saman og ó- hugsandi var að koma i pen- inga nema í gegnum „góð sam- bönd". Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Reykjavíkur fyrir jólin lögðu sósíalistar til að fellt yrði niður áætlað 750 þús. kr. framlag til „ráðstafana vegna „ófriðarhættu". Sýndu þeir fram á algjört gagnsleysi þess- arar fjárveitingar og víttu þá sóun sem í henni fælist. Breytingartillagan var felld með 11 atkv. gegn 4. Allir heraámsflokkarnir slógu skjald- borg um eyðsluna í „ófriðar- hættuna" en fulltrúi Þjóðvárn- arflokksins greiddi atkv. með tillögunni ásamt sósíalistum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■rB■■■■■■■„BBB. ■■■■■uaar.BBBB ■■■■■■■■■■■■ BBaBaaBI ■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■n Útsala Kven- og barnabuxur. Barnahúfur og vettlingar og margt fleira af ódýrum vorum. Tökum fram I dag molskiiuisbúta, 2 litir, og falleg skyrtuefni, með mjög Iágu verði. Verzlun Halldórs Eyþórssonar Laugavegi 126. •■■■■■■■■■■■■■■«■■■■! ■■•••■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••#■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»*****nmm? _'■■•••■•*■■■*■••■■■*•■»■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■•■■! Fœðingadeildin á Sólvangi heíur verið opnuð aítur SÓLVBNGUR Hverfa skortir einingarviliann? Morgunblaðinu í gær finnst lítið til um „einingarvilia" vinstri manna í verkalýðshrej’f- ingunni. Er tilefnið aðalfundur fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna sl. mánudagskvöld, þar sem ein- ingarmenn tóku nú við stjórn á nýjan leik með stuðningi mik- ils meirihluta fulltrúanna. 1 samræmi við viðurkennda sannleiksást sína gengur blað- ið að sjálfsögðu fram hjá þeirri ómótmælanlegu staðreynd, sem Alþýðublaðið neyðist þó til að viðurkenna í gær, að einingarmenn í fulltrúa- ráðinu lögðu sig alla fram ti! þess að fá kjörna sam- komulagsstjórn, þar sem minnihlutinu ættí einnig sína fniitrúa og var alveg sér- stök áheníla á það lögð að þeir yrðu úr fulltrúahópl Sjómannafélags Reykjaviliur og • verkalrvennaf élagsms Framsóknar, þ e, stærstu fé- laganna í bænum, sem enn lúta forustu hægri manna- Alþýðubl. viðurkennir lirein- skilnislega í gær að „fyrir þessu hafi enginn grandvöllur fengizt meðal Alþýðuflokksmanna". — Hér stóð því ekki á „einingar- vilja kommúnista", svo notað sé orðalag Morgunblaðsins, heldur samstarfsvilja samherja Morgunblaðsins í verkalýðs- málum. Þeir völdu sjálfir þann kostinn að eiga enga aðild að forastu ráðsins og hafa vafa- laust þannig talið sig þóknast íhaldinu bezt. Svipuðu máli gégnir með svigurmæli Morgunblaðsins í garð Dagsbrúnar. En blaðið fullyrðir að alla tið síðan verkamannastjórnin var fyrst mynduð í Dagsbrún hafi það „ekki hvarflað að leiðtogum kommúnista í þessu stærsta verkalýðsfélagi landsins, að minnihlutaflokkarair þar ættu að eiga minnstu hlutdeild í stjórn félagsins. 1 skjóli meiri- hluta síns hafa þeir kosið hreina flokltsstjóra kommún- ista á hverju ári". Morgunblað- ið segir síðan að þetta sé „hinn umbúðalausi sannleikur um „einingarvilja kommúnistanna". Þiá miður, fyrir Morgun- blaðið, er „hinn umbúðalausi saimleikur" sá, að ekki að- eins Alþýðuflokksmenn, held- ur og flokksbundnir Sjálf- stæðismenn, hafa setíð í stjórn Dagsbrúnar með „konunúnistum" á þessu timabiii. Meðal þeirra er maður að nafni Sveinbjörn Hannesson, sem uudi hið bezta hag sínum í Dagsbrún- arstjórninni þangað tíl for- ingjar Sjálfstæðisflokksins kipptu í spottann og ákváðu að Ieggja sig alla fram um að sundra verkamönnum eft- ir pólitískum flokkum. Sama er að segja um Al- þýðuflokksmenn sem setið hafa í stjóm Dagsbrúnar. Enginn á- greiningur um málefni félags- ins réði því að þeir hættu þátttöku í stjórnarstörfum. Þeir settu ákvörðun flokksfor- ustu sinnar um að beita sér fyrir því að veikja samtökin og sundra verkamönnum, ofar hagsmunum félagsins og verka- mannastéttarinnar. Þannig hafa flokksmenn beggja valið sjálf ir hlutskipti áhrifaleysisins en ekki verið ýtt út af vondum „kommúnistum". Morgunblaðið hefur því ekki við aðra að sakast en sína eig- in flokksforingja. En skrif þess sýna ótrúlegt virðingarleysi fyrir staðreyndum því tæplega stafa þau af þekkingarskorti ? Eða heldur Morgunblaðið e.t.v. að Sveinbjörn Hannesson hafi verið „kommúnisti" á stjórn- arárum sínum I Dagsbrún en „endurfæðst" fyrir áhrifamátt Ólafs Thórs eða annarra for- ingja Sjálfstæðisflokksins ? Iðnsveinafélögin Framhald af 12. síðu. sér til varðandi hagsmunamál iðnaðarmanna, en cins og nú er máluni háttað, er enginn slíkur aðili til, utan Landsamband iðn- aðarmanna, sem næstum ein- göngu samanstendur af meistur- um, svo sem iðnlöggjöf íslend- inga ber ótvírætt vitni um. Þingið skorar því á alla iðn- sveina að taka þetta mál til al* varlegrar athugunar í félögum sinum hið allra fyrsta, svo und- inn verði bráður bugur að því að hrinða þessu nauðsynjamáli í framkvæmd". Ýms önnur mál voru tekin fvr- ir á þinginu, m. a. var samþykkt að halda uppi eftirliti með ófag- lærðum, á næsta starfsári, ein9 og að undánförnu, með þeim er fara inn á verksvið hinna lög- vemduðu iðngreina, og leiia nánari samvinnu við lögreglu- yfirvöld bæjarins á þessu sviði, þar sem álitið er að hér sé unj almenna löggæzlu að ræða. Stjórn sveinasambandsins skipa' nú: Ólafur Jónsson málari, for- seti, Guðvarður Sigurðsson múr- ari, varaforseti, Rafn Krist.iáns- son pípul.m. gjaldkeri, Matthías Ólafsson málari, ritari og með- stjórnandi Kristinn B. Eiríkssóaj pípul.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.