Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.01.1955, Blaðsíða 10
10) — IíJÓÐVJLJINN — Fimmtudagur 13. januar 1955 Erich Maria ItEMAKQUE: Að elsha • • • ...oif deyja 27. dagur hún loddi við naktar trjágreinarnar. Graber þefaði út í loftið; hann gat ekki greint hvaðan lyktin kom. Nú var hún alls staðar, eins og hún hefði fallið ofan úr himn- inum. Á næsta homi sá hann fyrsta skemmda húsið. Hann | hrökk við. Hann hafði ekki séð annað en rústir undan- : farin ár og það hafði engin áhrif á hann; en hann | starði á þessa rústahrúgu eins og hann sæi rústir í j fyrsta skipti á ævinni. Þetta er aðeins eitt hús, hugsaði hann. Aðeins eitt. : Hin standa öll. Hann flýtti sér framhjá rústunum og [ þefaði. Brunalyktin kom ekki frá þeim. Þetta hús hafði S eyðilagzt fyrir löngu. Ef til vill hafði það verið slys — } gleymd sprengja sem sleppt hafði verið af handahófi á : heimleið. Hann leitaði að götunafninu. Bremenstrasse. Enn var j langt að Hakenstrasse. Að minnsta kosti hálftíma gang- | ur. Hann herti gönguna. Hann sá varla nokkurn mann. j Unair dimmum bogagöngum logaði á bláleitum perum. S Það voru hlífar yfir þeim og það var eins og göngin } væru berklaveik. Svo kom fyrsta eyðilagða hornið. í þetta sinn voru j það allmörg hús. Aðeins útveggirnir stóðu uppi. Þeir S teygðu sig upp í loftið, svartir og skörðóttir. Bognar } járnstengur hengu á milli þeirra eins og svartar slöngur j sem skriðið höfðu út úr steinveggjunum. Hluta af brak- j inu hafði verið mokað til hliðar. Þetta voru líka gamlar } rústir. Gráber gekk fast að þeim. Hann klöngraðist yf- - ir steinhrúgurnar á gangstéttinni og í myrkrinu sá^_ hann dökka skugga á reiki. „Hæ,“ hrópaði hann. „Er nokkur þarna? Það glamraði í steinum og múrryki. Verurnar fjar- lægðust. Gráber heyrði þungan andardrátt. Hann hlust- aði, en svo gerði hann sér ljóst að það var andardrátt- ur hans sjálfs sem hann heyrði. Nú var hann farinn að hlaupa. Brunalyktin varð æ megnari. Eyðileggingin fór vaxandi. Svo kom hann að gömlu borginni, nam staðar og starði, starði og starði. Áður höfðu staðið þarna timburhús frá miðöldum, með háum göflum, máluðum þökum og litfögrum skjaldar- merkjum. Þau voru ekki þarna lengur. Þess í stað sá hann ófagrar eftirstöðvar af fómareldi, brunna rafta, gafla, steinhrúgur, leifar af gangstétt og á henni hvít- leitt ryk. Húsin höfðu brunnið til kaldra kola. Hann hélt áfram að hlaupa. Hann varð gripinn skyndi’egri skelfingu. Hann mundi eftir því að skammt frá húsi foreldra hans var lítil koparverksmiðja. Ef til vill hafði hun verið skotmark. Hann klöngraðist áfram eftir götunum eins hratt og hann gat, yfir votar nísta- hrúgur, hann rakst á fólk, hljóp áfram, klifraði yfir steinhrúgur og svo nam hann staðar. Hann vissi ekki lengur hvar hann var. Borgin sem hann hafði þekkt frá barnæsku, var svo breytt að hann rataði ekki lengur um hana. Hann var vanur að átta sig eftir framhlið húsanna. Þær voru þarna ekki lengur. Hann spurði kvenmann sem læddist framhjá, hvernig hann kæmist að Hakenstrasse. „Hvert?“ spurði hún óttaslegin. Hún var óhrein og hélt báðum höndum um brjóst sér. „Hakenstrasse." Konan bandaði. „Þarna — þama yfirfrá — hinum megin við hornið.“ Hann gekk í þá átt. Bmnnin tré voru til annarrar handar. Minnstu greinarnar voru brunnar; stofnarnir og stærri greinamar stóðu enn eftir. Þau voru eins og stórar svartar hendur sem teygðu sig upp úr jörðinni í áttina til himins. Gráber reyndi að átta sig. Þaðan hefði hann átt að sjá turninn á Katrínarkirkjunni. Hann sá hann ekki. Ef tfl vill hafði kirkjan verið eyðilögð líka. Hann spurði ekki fleira fólk. Fyrir framan sig sá hann sjúkrabörur. Fólk var að! grafa. Brunaliðsmenn voru á hlaupum. Vatnsbunum var béint í þykkt reykjarkóf. Daufur bjarmi lá yfir koparverksmiðjunni. Svo fann hann Hak- enstrasse. 7. Á bognum ljósastaur var götuskiltið. Það benti lóð- rétt niður í sprengjugíg, sem í voru brot úr vegg og jámrúm. Hann gekk í kringum gíginn og hljóp síðan áfram. Framundan sá hann óskemmt hús. Átján, hvísl- aði hann. Það verður aö vera númer átján. Guð gefi að númer átján sé óskemmt. Honum hafði skjátlast. Þetta var aðeins framhlið húss. í myrkrinu virtist það heilt. En þegar hann kom að því sá hann að allur afturhluti þess var hruninn. Hátt uþpi hékk píanó, flækt í stálbitum. Lokið hafði rifnað af því og það glitti á nótumar eins og risastóran munn, þéttsettan tönnum, eins og stórvaxin fornaldar- skepna biði færis með opið gin. Dymar á framhliöinni Frá Efnalaug Selfoss; Á eftirtöldum stöðum er tekið á móti fatnaði til hreinsunar: EYRARBAKKA: Verslun Ótafs Helgasonar. STOKKSEYRI: Verzlun Jóns Magnússonar. HVERAGERÐI: Verzlunin Reykjafoss. ÞYKKVABÆ: Verzlun Friðriks Friðrikssonar. HELLU: Kaupfélagið Þór. ÖnnumEi einnig fataviðgerð. EfnaSaug Sslfoss «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■•■«■•■■■■« ■»*■■■■■•■»■•■■■■■■■■■•■*■■■' Gleiis og gaman Paradísarmissir Miltons er stórkostlegt kvæði — finnst þér ekki. Stórfenglegt. Hefurðu lesið það? Nei. En þú? Nei, ekki heldur. — I þessari ágætu skrýtlu felst, eins og menn sjá, dul- broddur til ýmissa ó- ínn nefndra bókagagnrýnenda. Vinkona skáldsins: Eg vona að hjónaband þitt hafi fært þér hamingju. Skáldið: Vissulega, ég hef þegar samið þrjú leikrit um fortíð konunnar minnar. Eg eina vildi skáld- Viðskiptavinur: gjarnan kaupa SÖgU. Bóksalinn: Sjálfsagt þér létta sögu eða .... Viðskiptavinur: Skiptir ekki máli, ég er í bílnum mínum. viljið Ung stúlka: Sagan yðar end- ar mjög fallega. Höfundurinn: Það þykir mér gaman að heyra, en hvernig þótti yður upphafið. Stúlkan: Eg er ekki komin svo langt ennþá. Þér segið að sonur yðar leiki á pianó eins og Rúbínstein. Já, hann notar báðar hend- umar. V-l Mognyl er ekki hœttulausf ungbörnum Margar mæður álíta að magnyl og samsvarandi töflur séu skaðlaust lyf og gera sér enga rellu út af því hversu stóran skammt óhætt sé að gefa bami. Ef bam er kvefað og lasið, án þess að um meiri þáttar veikindi sé að ræða er ekk- ert við það að athuga að barni sé gefið magnyl til að StaSur fyrir borð- servíettur bæta líðanina. En það má ekki gefa því of mikið. Ungböm mega aðeins fá *4 úr töflu, böm frá 1—5 ára y2 töflu og börn 10 ára og eldri 1/1 töflu. Og aldrei má gefa þennan skammt oftar en þrisvar á dag. Ef bamið er með hita, verð- ur alltaf að mæla hitann, áð- ur en taflan er tekin inn. Tafl- an lækkar hitann og ef ekki er búið að mæla bamið hefur maður enga hugmynd um hver hinn raunverulegi hiti er. Ef um venjulega ofkælingu er að I ræða er yfirleitt hættulaust að * gefa ögn af magnyl, en gætið þess að eiga aldrei neitt á hættu. Ef nokkuð ber á öðrum einkennum, svo sem að hitinn hækki, þá talið strax við lækni og látið það ekki hafa áhrif á ykkur, þótt baminu líði vel í hvert skipti sem það hefur fengið töflu. Og gefið baminu aldrei stærri skammt en gef- inn er upp hér að framan nema með læknisleyfi. Ungböm geta dáið af of- notkun magnyls. Ef það er notað á réttan hátt er það af- bragðs lyf handa lösnu barni, en ef það er misnotað getur það verið lífshættulegt. Borðservíettur þurfa helzt að liggja sléttar og hafa ekki gott af því að liggja í rúllu í skúff- um. Hér er sýndur plastpoki sem gerður er til þess að geyma í borðservíettur. Undir honum er þykk plastplata sem er undirstaða og efri hlutinn er gagnsætt plast sem hlífir serví- ettunum en sést þó í gegnum. Skeið yfir hiíAppinr, Margir hnappar þola ekki að þeir séu stroknir með heitu jámi og eyðileggjast þegar þungt járnið leggst yfir þá. Reynið að leggja skeið yfir hnappinn og þá er hægt að strjúka alveg upp að hnappn- um án þess að það komi að sök. Fjörlegir eggja- bikarar Þessir skemmtilegu eggja- bikarar koma alla leið frá ítalíu. Þeir em skomir út í tré og málaðir á eftir, svo að þeir líta út eins og skringileg and- lit. Fullorðnu fóiki finnstþetta ef til vill hégómi, en spyrjið bara fimm ára neytenda hvort honum finnist þetta ekki góð hugmynd. Ef maður er fingra- fimur er ekki erfitt að mála venjulega eggjabikara úr tré og gera á þá spaugileg andlit. Maður þarf ekki að vera neinn listamaður til að gera börn- unum til hæfis. Eggjabikurunum á mjnd- inni fylgja skemmtilegar egg- hettur með húfusniði, sem reka smiðshöggið á dýrðina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.