Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 7
 TTTr Sunnudagur 16. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 jSóMffigur í Vnrsjú Guðmundur Magnússon, formaður ASÍÆ, segir- frá undirbúningi að V. heimsmóti œskunnar í sumar Hér er „umferðamiðstöðin“ í Varsjá — œtli hún verði ekki eitt höfuðtorg heimsmótsins? Fimmta heimsmót æskunnar stendur í Varsjá, höfuðborg Póllands, 31. júlí til 14. ágúst í sumar. Þau koma frá öllum álfum og flestum löndum: hvit, svört, gul, brún, til hinnar miklu veizlu 'vináttunnar — syngja saman, dansa saman, hlusta saman, tala saman, dveljast saman. Það verða sól- dægur. Minnisstæð er hin mikla för íslenzkrar æsku á Búkarestmótið í hittiðfyrra. Alþjóðasamvinnu- nefnd íslenzkrar æsku skipu- lagði þá ferð í alla staði; eins verður um Varsjárförina í sum- ar. Ég sneri mér því til núver- andi formanns nefndarinnar, Guðmundar Magnússonar verk- fræðings, og spurði frétta. • Persónuleg þátttaka Eg sat í síðastliðnum mánuði, svarar Guðmundur, stofnfund alþjóðlegrar undirbúningsnefnd- ar fyrir Varsjármótið. Fundur- inn' var haldinn í Vín 17. og 18. desember. í undirbúningsnefnd- inni eru einnig þeir Skúli Norð- dahl arkítekt og Friðrik Guð- mundsson (kringlukastari), en hvorugur þeirra gat komið því við að fara. Á ráðsfundi Al- þjóðasambands lýðræðissinn-f’ aðrar æsku í Peking í sumar var næsfi mótstaður ákveðinn: Varsjá, en verkefni þessa Vín- arfundar var að leggja megin- drög að dagskrá mótsins. Hún verður með svipuðu sniði og í Búkarest, en hér var þó lögð á það áherzla að gera yrði hinn almenna þátttakanda mótsins virkari, þ. e. láta hvern og einn taka persónulega þátt í mótinu. Forseti sambandsins, ítalinn Bruno Bernini, flutti tillögur um þetta í skýrslu sinni um þann undirbúning sem þegar hefur farið fram. Þáttur í þessari viðleitni verða m. a. mun fleiri vináttufundir en verið hafa á fyrri mótum, þann- ig að persónuleg sambönd tengist milli æskufólks úr fjar- lægustu löndum. Verður hér um að ræða fundi heilla sendi- nefnda, og allt niður i sam- komur fámennra hópa, Einnig verður lögð mun meiri áherzla á fundi æskufólks úr sömu starfsgreinum; í sambandi við þá verða síðan skipulagðar heimsóknir á vinnustaði í Var- sjá og grennd. Þá verður oft- ar stofnað til leikja og fjölda- dansa á torgum og götum úti, og karnivalið verður mun stærra í sniðum en i Búka- rest. • Nýir ólympíuleikir Hvað um íþróttalífið á mót- inu? Já, einmitt í sambandi við hugmyndina. um virkari þátt- töku allra mótsgesta verður efnt til svonefndra vináttu- keppna, bæði leikja milli heilla liða úr einstökum sendi- nefndum, t. d. í knattspyrnu, og einstaklingskeppna, t. d. í borðtennis og víðavangshlaupi. íþróttamerki verða veitt eftir sömu reglum og síðast; en eins og þú manst komu margir landar, sem aldrei höfðu við íþróttir fengizt, heim með slík verðlaunamerki frá Búkarest — og var þessi keppni óþjálf- aðs fólks hinn mesti gleðiauki. Þá ber þess ekki sízt að geta að samtímis mótinu verður haldið alþjóðlegt íþróttamót í Varsjá, með sama sniði og álíka fjölbreytni og ólympiuleikir. Pólsku íþróttasamtökin skipu- leggja þetta mót; er það óháð heimsmótinu að öðru en því að það fer fram á sama tima Það er hreint ekki lítil hugs- un sem sæmilega góður skák- maður leggur í meðalskák. Sé þetta kappskák geta farið í hana þrír fjórir tímar strangra umþenkinga, ráðagerða og áætl- SKÁKDÆMIÐ í dag er eftir W. A. Shinkman (Bandaríkjunum) ABCDE3FGH Hvítur á að máta i 3. leik. Lausn á 2. síðu. og stað. Beztu íþróttamönnum allra landa verður boðið til þátttöku í þessu íþróttamóti. • 5000 Finnar Hvað haldið þið um fjölda þátttakenda? í Búkarestmótinu tóku þátt 111 þjóðir. Hefur þeim farið sífjölgandi allt frá byrjun, og er engin ástæða til að ætla að aft- urkippur verði í því að þessu sinni. Þá er einnig vitað um að sendinefndir einstakra landa verði fjölmennari en síðast — Guðmundur Magnússon og á það ekki sízt við um Norðurlöndin, sem eiga stutt að sækja til- mótstaðarins.' Til dæmis gera Sviar ráð fyrir að verða um 3000, og Finnar hvorki ana. En það er ekki nema ör- lítið brot af allri þessari hugar- smíð sem kemst í framkvæmd, meirihlutinn kemst aldrel lengra en á draumastigið, því sér andstæðingurinn fyrir. Maður reymr að marka einhverja á- kveðna stefnu þegar með byrj- unarleikum skákarinnar, en miðin eru stöðugt að breytast vegna aðgerða andstæðingsins, sem aldrei getur séð ráðabrugg manns í friði. Menn ætlast mik- ið fyrir með hverjum leik, en mega vera þakklátir ef lítið eitt af því nær fram að ganga. En einstöku sinnum er andstæðing- urinn sleginn blindu á réttri stund og styður launráðin í einfeldni sinni svo að glæsileg- ustu . leikfléttur draumanna verða að veruleika og þá er nú gaman að lifa! Þannig fer í skákinni hér á eftir, sem tekin meira né minna en 5000; það mundi svara til um 180 manna sendinefndar frá íslandi, þannig að líklega verður metinu okkar frá Búkarest samt ekki hnekkt — nema ef við gerum það sjálf- ir. Þá verður þátttökubreiddin meiri en áður: æskufólk úr æ margvíslegri samtökum og fé- lagshópum sækir nú um þátt- töku og vinnur að undirbúningi, hvert í sínu landi. • „Eg óska ykkur gengis“ Undirritaður minnist þess að í haust bárust vesturþýzku und- irbúningsnefndinni bréf frá tveimur heimsfrægum þýzkum rithöfundum, þeim Thomas Mann og Hermann Hesse, þar sern þeir lýstu yfir fylgi við hugsjón heimsmótanna, óskuðu vesturþýzku nefndinni giftu í störfum og létu í ljós þá von að yfirvöld í vestrænum lönd- um gæfu Alþjóðasambandi lýð- ræðissinnaðrar æsku í framtíð- inni aðstöðu til að halda heims- mót „vestan tjalds“. Síðar hef- ur Albert Sehweitzer tekið í sama streng. Eg spyr Guð- mund af þessu tilefni hvort heímsmót æskunnar veki ekki æ meiri athygli meðal þeirra sem hugsa í alvöru um frið og framtíð mannkynsins. Jú vissulega. Eg vil t. d. geta þess að Vínarfundinum búrust bréf og skeyti frá ýhisum heimsþékktum mönhum, þar er eftir bandaríska skáktíma- ritinu Chess Review. Sikileyjarleikur Ray. Berres Richard Kujoth 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 d7—d6 3. d2—d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8—f6 5. Rbl—c3 &7-g6 6. Bcl—g5 Bf8—g7 7. Ddl—d2 Rb8—c6 8. Rd4xc6 b7xc6 Þessi kaup eru svarti í hag, hann nær auknu valdi á mið- borði og b-línan er ekki lakari fyrir hrókinn en c-línan var. 9. 0—0—0 Dd8—a5 En ekki 0—0 vegna 10. e4—e5. 10. Bfl—c4 Ha8—b8 Draumurinn smáskýrist: Drottn- ingarhrókurinn og kóngsbiskup- inn vinna sarnan, og svartur hótar nú Rxe4. Bezta vörnin við því er Bb3. 11. Hhl—el Bc8—e<3! 12. Bc4xe6 Ennþá var betra að leika Bb3. senvjátinn var. í Ijós fögnuður yfir störfum fundarins og vænt- anlegu heimsmóti óskað alls hins bezta. Franski rithöfund- urinn Jean Paul Sartre sendi skeyti þar sem hann lýsti yf- ir stuðningi við hugsjón og starf Alþjóðasambandsfhá. Kveðjur bárust einnig frá R'obe- son, þýzka prestinum Niemölíer, bandaríska prófessornum .Du- Bois, Chaplin og Sjostakovits. Hér má þá geta þess að ýmsum afreksmönnum í listum og vís- indum verður boðið á heims- mótið, og verður efnt til funda með þeim og hinum almennu þátttakendum hvaðanæva. .Er ekki hafinn mikill undír- búningur í Varsjá? Jú, borgin stendur nú þegar að allmiklu leyti í „tákni heims- mótsins“. Pólverjarnir létu einn- ig mikið að sér kveða á þessum stofnfundi undirbúningsnefnd- arinnar. Skýrðu þeir meðal annars frá því að hafin væri í Varsjá smíði stærsta íþrótta- leikvangs sem nokkurntíma hefur verið gerður í Póllandi. Á hann að taka 80 þúsund manns í sæti, eða svipað og leikvangurinn mikli í Búkarest þar sem IV. heimsmótið var opnað. Annars ákvað þessi fundur að stofna sérstaka al- þjóðlega framkvæmdanefnd sem ynni í Varsjá og hefði skipulagsmál mótsins með hönd- um. • Siglt og flogið? Hvað viltu segja okkur um undirbúninginn hér heirna? Hann er nú um það bil að hefjast af fullum krafti, og stendur Alþjóðasamvinnunefnd íslenzkrar æsku fyrir honum. En á næstunni mun verða skip- uð sérstök starfsnefnd ti! að leysa hin margvíslegu verkefni "sem að kalla, og verður fjöl- mörgum samtökum og einstakl- ingum boðin þátttaka í undir- búningnum. Við höfum orðið þess vör að mjög margir hafa í hyggju að fara þessa för, en Framhald á 8. síðu. Að visu verður hvítur að drepa með c-peðinu, ef svartur tekur biskupinn, — en hjá því hefði mátt komast með 11. Bb3 Be6 12. Kbl, — en það hefði þó verið miklu betra en það sera nú kemur. 12. f7xe6 13. f2—f4 ABCD EFG H Þarna hitti svartur á óskastund! Sjálfsagt virtist að reyna e4—• e5. Leikfléttan sem nú dynur yfir er að vísu ekki mjög lang- sótt, en hún er ljómandi geð- þekk. 13. Hb8xb2!'. 14. Kclxb2 Da5—b4t 15. Kb2—cl Rf6xe4!! 16. Helxe4 Db4—a3t 17. Kcl—bl O—O!! og hvítur gafst upp, enda ep ekki unnt að verjast máti. SKÁK Rit8tjóri; Guðmundur Arniaugsson HraiiiBiiir og vemlefknr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.