Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.01.1955, Blaðsíða 10
10) *— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. janúar 1955 Erich Maria REMARQUE: Að elsha... ... og dei§fa 30. dagur settu ráði. Bakveggur næsta húss haföi fallið þvert yfir garðinn og hlaðizt ofan á rústirnar sem fyrir voru. Eitt- hvað þaut í áttina þangað. Gráber hélt að það væri gamli maðurinn sem hann hafði átt við rétt áður, en svo sá hann að það var köttur. Án þess að hugsa tók hann upp stein og fleygði á eftir kettinum. Honum hafði allt í einu dottið í hug að skepnan væri að naga lík. Hann klifraði í flýti yfir garðinn. Nú vissi hann að þetta var rétta húsið; örlítill hluti af garöinum haföi varðveitzt óskemmdur og þar var hluti af timburgirð- ingu, bekkur fyrir innan hana og að baki hans stúfur af linditré. Hann strauk fingrunum varlega um börkinn og fann stafi sem hann hafði grafið þar barn. Hann sneri sér við. Tunglið var að koma upp yfir rústimar og lýsti nú umhverfið upp. Þetta var annarlegt og ójarð- neskt landslag, rústir og gígir; umhverfi sem maður sá í draumi en gat ekki verið raunvemlegt. Gráber var búinn að gleyma því, að undanfarin ár hafði hann varla ’ séð nokkuð annað. Bakdyrnar virtust algerlega grafnar undir steinhrúgu Gráber hlustaði. Hann barði á eina jámpípuna og stóð kyrr og hlustaði. Allt í einu þóttist hann heyra væl. Þaö hlýtur að vera vindurinn, hugsaði hann. Það getur ekki verið annað en vindurinn. Svo heyrði hann það aftur. Hann þaut í áttina til stigans. Kötturinn þaut burtu undan þrepunum sem hann hafði leitað hælis undir. Hann hélt áfram að hlusta. Hann varð þess var að hann skalf. Og allt í einu var hann þess fullviss, að foreldrar hans lægju undir rústunum, væru enn lifandi og inni- ' iokuð í myrkri, klórandi í steininn máttvana, skinnlaus- um fingrum, vælandi á hann. Hann fór að rífa burt steinana og brakið, áttaði sig svo og fór til baka sömu leið og hann hafði komið. Hann datt, reif sig á hnénu, valt ofan hrúguna og nið- ur á götuna og þaut síðan að húsinu, þar sem hann hafði verið að vinna með hinum mönnunum. „Komiö þið. Þetta er ekki átján. Átján er hérna. Hjálpiö mér að grafa þau upp.“ „Ha?“ spurði verkstjórinn og rétti úr sér. ' „Þetta er ekki átján. Foreldrar mínir — þama yfir fi*á —“ „Hvar?“ * „Þama, fljótt!“ Maðurinn leit þangað. „Þetta em gamlar rústir“, sagði hann svo, þýðlega og milt. „Það er alltof seint, dáti/'*Við verðum að halda áfram aö vinna hér.“ Gráber fleygði frá sér bakpokanum. ,,Það eru foreldr- ar mínir! Hérna! Ég er með ýmislegt, mat, peninga —“ Maðurinn leit á hann rauðum, votum augum. „Er það næg ástæða til að láta fólkið hérna deyja?“ * „Nei — en —“ „Jæja þá — fólkið hérna er lifandi enn.“ „Ef til vill gætuð þið seinna —“ „Seinna. Sérðu ekki að mennimir hérna eru að niður- lotum komnir?“ * „Ég er búinn að vinna með ykkur alla nóttina. Þið gætuð að minnsta kosti —“ „Góði maður,“ sagði verkstjórinn og var allt í einu orðinn reiður. „Reyndu að vem sanngjarn. Það er til- gangslaust að grafa þama yfir frá. Skilurðu það ekki? Þú veizt ekki einu sinni hvort nokkurt fólk er þarna undir. Sennilega er enginn þar, annars hefðum við heyrt um það. Og láttu okkur nú í friði.“ Hann teygði sig eftir haka sínum. Gráber stóð eftir. Hann horfði aftan á verkamennina. Hann hoi’fði á bör- umar. Hann horfði á sjúkraflutningsmennina tvo sem komnir voru á vettvang. Vatnið úr biluðu leiðslunni flæddi um götuna. Honum fannst sem allur máttur væri horfinn úr líkama sínum. Honum datt í hug að halda áfram aö grafa. En hann gat það ekki lengur. Þreyttur og örmagna dróst hann aftur að rústunum sem einu sinni höfðu verið hús númer átján. Hann rannsakaði rústimar. Aftur fór hann að róta til steinum, en gafst bráðlega upp. Það var óvinnandi verk. Þegar búið var aö hreinsa burt steinana, tóku við Mymd sessi vert er sad s|á Austurríkismenn hafa verið þekktir fyrir að gera góðar kvikmyndir skemmti'.egar. En ís- lenzkir kvikmyndahúsgestir eru líka ásakaðir fyrir að hirða ekki um að sjá góðar myndir þegar þær bjóðast. Þetta mun vera með of miklum sannindum mælt, og því flaug mér í hug að vekja athygli á austurrískri mynd, 1. apríl árið 2000, sem nú er sýnd í Stjörnubíói. Porm og fi-amsetning myndar- innar eru næsta nýstárleg, eins og nafnið bendir til, því að hún er látin gerast í lok þessar- ar aidar. 1 sjálfu sér er myndin hörð ádeila, satíra, því ,að Aust- urriki hefur síðan í stríðslok verið hersetið af fjórum stór- veldum, þegar öðrum þykir meir en nóg að burðast með eitt. 1 stuttu máli mætti segja þannig frá efni myndarinnar: Hún ger- ir ráð fyrir að allt hjakki í sama farinu þessi 45 ár sem eft- ir eru til aldamóta, hvað al- þjóðamál snertir, stórve'din fjög- ur sitji með heri sína í Austur- rxki enn árið 2000, þó að þau hafi fyrir. löngu lofað að fara brott. — Fulltrúar stórvéldanna, Frakklands, Bret'ands, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, koma a'.Ioft fram í myndinni og venju- lega á heldur skoplegan hátt. En hernámsliðið allt er hætt að bera venjulegar byssur árið 2000, heldur hafa þeir einhver dauða- geislavopn, en þurfa a'.drei að beita þeim í myndinni, enda er ekki trútt um að hermenn þessir hræðrít blóð. Búningur þeirra gerir þá einna líkasta út- blásnum gúmmblöðrum. Allt þetta setur sinn sérstaka gamansvip á myndina og jafn- vel nöpru háði á kalda stríðið og erjur þjóðanna er beitt á hinn hugvitsamlegasta hátt, svo sem það hvernig gæzlumennirn- ir kasta vopnum og verjum þeg- ar þeir kynnast austurrískum stúlkum og það er flutt út á við sem fregn um það að kven- -fólkið hafi afvopnað gæzluliðið. Þegar Austurríkismenn heimta jafnrótti við aðrar þjóðir rök- styðja þeir það með þvi að þeir •eigi sama rétt og aðrar þjóðir á því að stórveldin rífist um þá — það er sem sé kunnugt að stórveldin koma sér hvergi eins vel saman og í Austurríki. Sjálfir stríðsmennirnir sem koma frá einhverju al'sherjarbandalagi til gæzlu eru — eins og stund- um hendir stailbræður þeirra nú — veikir fyrir töfrum Vínar- kvenna og veigum Austurríkis Árásir þeirra stenzt ekkert, hvorki geislaheld klæði gúmm- karlanna né hjörtu þeirra For- seti ra.nnsóknanefndar þessa a’lsherjarbandalags er kona sem hef-ur gert sér að reglu að láta tilfinningar aldrei stjórna gerð- um sínum. En við gleðskap Vin- ardætra og -sona bráðna jafnvel hin hörðustu steinhjörtu. Myndin 1. apríl áríð 2000 hefur j hvarvetna hlotið hina beztu dóma og verið talin með beztu og frumlegustu myndum. Það væri því mikil skömm Reyk- vikingum ef þeir létu það ásann- ast að kvikmyndahúsum sé það minni gróðavegur að f’ytja inn og sýna góðar myndir en ónýtt og afsiðandi rusl. — Á. B. Til ! i k f I & i $ I m Otsala — Otsala AIls konar barnafatnaður AIls konar nærfatnaður. Andlitspúður frá 2 kr. Varalitur frá 8 kr. Þvottaefni kr. 2.75 Dömuskór kr. 75.00 Afsláttur af öllum vörum. Vörumarkaðuimn Hverfisgötu 74 og Framnesveg 5. JölamarkaðurÉstn Ingólfsstrœti 6. NIÐURSUÐU VÖRUR Q(i)iaao»iíaa Hatturinn úr tweedi líka elmllisþáttiir Iltla, létta haust eg vetrardragtin Létta dragtin er éinhver hentugasti búningur sem hugs- ast getur. Það er misskilning- ur að halda að léttu dragt- irnar henti aðeins yfir sumar- tímann, því að þœr eru ekki síður nothæfar á haustin og veturna, sem innibúningur. Ef vetrarkápan er ekki mjög hlý er tilvalið að nota dragt- ina innanundir hana. Nú eru axlastopplausar dragtir í tízku, svo að þær fara vel undir kápu. Hvað snertir sniðin eru þau mjög margbreytileg. Þess verð- ur þó að gæta að sauma dragt- ina ekki úr of stinnu efni og það rná gjaman vera talsverð- ur kjólsvipur á henni. Hvort valið er þröngt eða slétt pils, fellt eða rykkt er komið undir kápunni sem nota á utanyfir. Þröng kápa fer ekki vel utanyfir vítt pils. Ef Litli tweedhatturinn á mynd- inni er eitt atriðið úr nýju hattatízkunni sem ber að fagna, vegna þess að hægt er að koma sér upp svona hatti fyrir til- tiltölulega lítinn pening. Fallegt er að nota hatt úr sama efni og kápa eða kjóll, og margar handlagnar konur geta sjálfar saumað sér svona hatta. Þessi tweedhattur sem er úr sama efni og tilheyrandi dragt er gerður af Jean Patou. kápan er hinsvegar víð er hægt að velja sér dragt eins og brúnu dragtina á myndinni með sólplíseraða pilsinu og þröngum jakka. Þetta er indæl dragt, bæði við þykkar ullar- peysur og léttar blússur. Þær sem velja sér þröng pils ættu að líta á bólerójakka- sniðið á myndinni. Þessi jakki er mjög nýtízkulegur, moð síðu berustykki, lágum vasa- lokum og ermasaum neðarlega á handleggnum. Þrír hnappar og hnappagöt eru á jakkanum og það er hægt að hneppa hann, þótt hann sé fallegri óhnepptur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.