Þjóðviljinn - 03.02.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.02.1955, Qupperneq 6
B) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. febrúar 1955 þlÓÐVIUINN Útgefandi: Samieinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigíússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, áuglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. , Niðurfærsla eða kauphækkun Eins og kunnugt er hafa viss öfl tekið upp harða bar- áttu til þess að sundra verklýðssamtökunum með deil- um um það hverja leið beri að fara til þess að bæta kjörin, niðurfærsluleiðina eða kauphækkunarleiðina. Hefur Þjóðvarnarflokkurinn séð sér leik á borði til ó- þurfarverka með því að klifa á því að niðurfærsluleiðin sé bæði auðveldari og staðbetri; kauphækkunum muni ríkisstjórnin aðeins mæta með gengislækkun, en sætta ■sig við niðurfærslur. Verði deilur um þessar leiðir aö markinu getur það dregið úr styi'k verklýðssamtakanna, og því nauðsynlegt að þessi vandamál séu könnuð til hlítar sem fyrst, enda eru þau engan veginn eins flók- in og sumir vilja vera láta. Tilgangur verklýðssamtakanna með því að segja upp samningum er að bæta kjör verkafólks, tryggja að það íái umráð yfir auknum hluta þjóðarteknanna. Þessi krafa er mjög svo raunhæf, því á síðasta ári voru þjóð- artekjurnar áætlaðar um 2.700 milljónir króna eða um- 87.000 krónur á hverja fimm manna fjölskyldu til jafn- aðar, og verkamannafjölskyldur eiga langt í land til að ná kaupi sem nálgast slíkt meðaltal. En þessar kjara- hœtur getur verkalýðsstéttin ekki fengið nema með því að taka þœr af gróðahlut auðmannastéttarinnar. Auö- mannastéttin tekur því að sjálfsögöu ekki með þegjandi þögninni, heldur streitist á móti, reynir að gera sigur verklýðssamtakanna sem minnstan og mun síðan stefna að því að ónýta hann, þegar færi gefst. Hinar ofsaleg-u hótanir um gengislækkun eru liður í þessari gagnsókn auðmannastéttarinnar. Við skulum segja að til þess að vex*klýðssamtökin nái marki sínu séu til tvær leiðir, niðurfæi'sluleiðin og kaup- hækkunarleiöm. Séu leiðimar jafngóðar eiga þær að færa sama ái’angur, aukinn hlut vei’klýðsstéttarinnar í þjóð- artekjunum, minni hlut auðmannastéttai'innar. Meö kauphækkunarleiðinni er miðað við óbreytt verðlagsstig, verkalýðurinn fær til umi’áða nokkurn hluta af auðsöfn- im atvinnurekenda og milliliða. Með niðurfærsluleiðinni héldist kaup hins vegar óbreytt en veiðlag lækkaði á kostnað atvinnui’ekenda og milliliða. En í meginatriðum hefði gerzt nákvœmlega hið sama; verklýðsstéttin hefði aukið hlut sinn af þjóðartekjunum, hlutur auðmanna- stéttarinnar hefði minnkað. En hvaða vit er þá í þeirri kenningu að niöurfæi’slu- leiðin sé auðveldari og staöbetri, að auðmannastéttin myndi sætta sig við hana án gagnráðstafana en yröi hins vegar óð og uppvæg af kauphækkanaleiðinni? Þessi kenning er auðsjáanlega rökleysa, ef það er rétt að Þáðar leiðirnar færi sama árangur; auðmannastéttin hlýtur að verða jafn œf hvernig svo sem hún tapar fé sinu. En þessi röklausa kenning á sér þó skýringu. Með hiðurfærsluleiðinni er hægt að beita hvers kyns blekk- ingum og hundakúnstum; það er hægt að sýna á papp- irnum að niðurfærslur hafi átt sér stað, þótt í heild hafi ekkert breytzt. Auðmannastéttin hefur auðvitað ekkert að athuga við slíka „niðurfœrslu“, og þeir sem hálda því fram að niðurfærsluleiðin komi öllum þorra þegn- anna til góðs — og að því er virðist ekki á kostnað neins — hljóta vitandi vits að vera að Ijúga að fólki. Séu niður- færslurnar hins vegar í’aunhæfar er þaö eins víst og tvisvar tveir eru fjórir að auðmannastéttin mun grípa til gagnráðstafana ög beita ríkisvaldi sínu til þess að rétta hlut sinn sem fyrst aftur. Allt eru þetta augljósar staðreyndir. Það er einnig Ijóst að verklýðsstéttin hefur váld til þess að knýja fram kaup- hœkkun, en hún hefur ekki þá aðstöðu í þjóðfélaginu að hún geti tryggt raunhœfa niðurfærslu, án hunda- kúnsta og blekkinga. Þess vegna er ekkert áhorfsmál hvoi*a leiðina beri að fai’a. Hitt þarf verkalýðurinn að gera sér ljóst að auðmannastéttin mun reyna að ónýta hvern sigur eftir á, og við því er aðeins til það svar að 'alþýðusamtökin tryggi sér svo mikið pólitískt vald að þau geti komið í veg fyrir allar slíkar fyrirœtlanir. Til þess þarf einingu verkalýðsflokkanna, og skilningur al- mennings á þeirri nauösyn vex nú með hverjum degi. Styrjöld við Kána er markmið forseta herráðs Bandaríkjanna Vaxandi áhrit Radfords aSmiráls á Eisenhower vek)a ugg vi'ða um heim Um það leyti sem Arthur Radford aðmíráll tók við forsæti í yfirherráði Banda- ríkjanna að skipan Eisenhow- ers forseta, lýsti hann opinber- lega yfir að það væri bjargföst sannfæring sín að Bandaríkja- menn yrðu að berjast í hálfa öld ef með þyrfti til þess að hindra að upp risi hinumegin við Kyrrahafið öflugt og sam- einað Kína undir stjóm komm- únista. Forseti yfirherráðsins er eins og nú er komið þriðji áhrifamesti maður Bandaríkj- anna, aðeins forsetinn og utan- ríkisráðherrann hafa rýmra valdsvið en hann. Þau tvö ár sem liðin eru síðan Radford varð herráðsforseti hefur hann unnið markvisst að því að draga Bandaríkin út í stríð við Dwight Eisenhower. Kína. Hann taldi tvo af þrem félögum sínum í yfirherráð- inu, Dulles utanríkisráðherra og Nixon varaforseta á að leggja til að flugvélar frá bandarískum flugvélaskipum yrðu látnar varpa kjarnorku- sprengjum á herinn sem sat um frönsku virkisborgina Dienbi- enphu í Indó Kína í fyrravor. Sú fyrirætlun strandaði á því að Eisenhower neitaði að fyr- irskipa árásina nema í sam- ráði við Breta. Síðan hefur Radford tvisvar fengið sam- þykktar í yfirherráðinu tillögur um hafnbann á Kína en Eis- enhower hafnaði báðum. Rad- ford er þó ekki þannig gerður að hann gefist upp við dálítinn andbyr. IT’ftir síðustu áramót fór hann í ferðalag um herstöðvar Bandaríkjanna í Austur-Asíu. Hann kom við í Japan, Suður- Kóreu og víðar en lengst dvaldi hann þó á Taivan hjá Sjang Kaisék. Hvað þeim fór á milli, bandaríska stríðspostulanum og fyrrverandi einræðisherra Kína, sem dreymir um að ný heims- styrjöld hefji sig aftur til valda, vita auðvitað engir nema þeir. Það sem allur heimurinn veit er að strax og Radford kom heim hófust mikil fundahöld í Þjóðaröryggisráði Bandáríkj- anna. Eisenhower forseti og æðstu ráðgjafar hans í utan- ríkismálum og hermálum fjöll- uðu þar um stefnuna gagnvart Kína. Ávöxtur þessara bolla- legginga er nú kóminn í ljós, báðar ' deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt heunild til for- /---------------------> Erlend tíðindi i. " j setans um að ,,beita herafla Bandaríkjanna eins og honum þurfa þykir til að tryggja og vernda Formósu og Pescadore- eyjar gegn árás með vopnum, þessi heimild skal einnig ná til þess að treysta og vernda þeim skyldar stöðvar og svæði sem nú eru á valdi vinveittra aðila og gera hverjar þær aðrar ráð- stafanir sem hann telur þarfar og viðeigandi til að treysta varnir Formósu og Pescadore- eyja“. (New York Times 25. jan.). egar Eisenhower hafði und- irritað þessa ályktun fór hann rakleiðis frá Washington til Augusta í Georgiafylki til að leika golf. Dulles utanríkis- ráðherra fór beint frá athöfn- inni á flugvöllinn og tók sér fari til Bahamaeyja til þess að fiska þar sér til skemmtunar frameftir vikunni. Radford að- míráll var hinsvegar kyrr í Washington. Hann sendi Stump, yfirmann Kyrrahafsflota Bandaríkjanna, til Taivan til þess að ræða við Sjang Kaisék og herforingja hans. Þótt hót- unin um hernaðaraðgerðir gegn Kína væri samþykkt með mikl- um atkvæðamun í báðum deild- um Bandaríkjaþings, fer því fjarri að allir þingmenn gengju fúsir til þess leiks. En eins og oft vill verða lét þorri þeirra umsagnir „sérfræðing- anna“, Radfords og félaga hans, ráða atkvæði sínu. Nokkrir létu þó ekki beygja sig. Út úr orð- um þeirra í umræðunum skín óttinn við að ályktun þingsins verði í raun og veru heimild Radford aðmíráli til handa til að hefja fimmtíu ára stríðið gegn Kína. , Ralph Flanders öldungadeild- armaður úr Republikana- flokknum, sem lengi vel var sá eini í þeim hópi sem hafði einurð til að deila á McCarthy, sagði í umræðunum um heim- ildina til hernaðaraðgerða gegn Kína: „Á venjulegu máli þýð- ir þetta, að við hefjum stríð að fyrra bragði“. Wayne Morse öldungadeildarmaður sagðist skilja ályktunina svo, að Bandaríkin væru með henni að hóta árás og að hefja „fyr- irbyggingarstríð“. Afstaða rík- isstjórnarinnar væri ósamrým- anleg kristinni- arfleifð Banda- ríkjanna og hefðbundinni tregðu þeirra að verða fyrri til að grípa til vopna. Hversu ill sem stjórn kommunista í Kína er, sagði Morse, á hún rétt á fullveldi. Það sem sagt er við hana í þessari ályktun er í raun og veru þetta: „Við hótum árás á ykkur ef þið ger- ið nokkuð það á meginlandi ykkar sem við teljum að geti orðið til þess að þið hefjið árás á okkur“. Russel Long, öldungadeildarmaður úr Demó- krataflokknum, kvaðst skilja vitnisburð herforingjanna í yfirherráðinu svo að þeir telji „að við eigum að ráðast á meg- inland Kína áður en til þess kemur að andstæðingurinn geti hafið innrás“ á Taivan. „Liðs- samdráttur kínverskra komm- únista á einhverjum stað á 320 kílómetra langri strandlengju gæti verið átylla til stórfelldra sprengjuárása á kínverskar hafnarborgir“ (New York Tim- es 27. jan.). 11/forse öldungadeildarmaður veittist mjög að Radford herráðsforseta í ræðum sínum, kallaði hann meðal annars ,,yf- irlýstan talsmann fyrirbygg- ingarstríðs“. Þegar öldunga- deildin samþykkti ályktunina um heimild til að hefja stríð gegn Kína komst Morse svo að orði að um væri að ræða af hálfu þings og ríkisstjórnar „algera uppgjöf fyrir kenning- um Radfords aðmíráls um fyr- irbyggingarstríð“. Uggur þess- ara þingmanna hefur auðsjáan- lega fundið hljómgrunn víða í Bandaríkjunum. Meira að segja stórblaðið New York Herald Tribune, sem venjulega styður Etsenhower skilyrðis- laust á hverju sem gengur, hef- ur látið í ljós ótta við að rasað hafi verið um ráð fram með stríðshótuninni gagnvart Kína. Stewart Alsop, hinn margfróði fréttaskýrir, segir í blaðinu: „Hvorki þingið né þjóðin hefur gert sér fulla grein fyrir því, hve örlagaríka ákvörðun Eis- Arthut Radford. enhower forseti hefur tekið. Kjarni hennar er sá að hefja sprengjuárásir á meginland Kína ef það er talið nauðsyn- legt til að verja Kvimoj og Matsu“. Eins og oft hefur verið skýrt frá eru Kvimoj pg Matsu eyjar, önnur 6. km og hin 10 Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.