Þjóðviljinn - 03.02.1955, Síða 12
þlÓÐVILUNN
Fimmtudagur 3. febrúar 1955 — 20. árgangur — 27. tölublað
Hin nýja búsáhaldabúð KKON að Skólavörðustíg 23.
KRON opnar nýja glæsilega búð
Búsáhaldadeildin ílutt á Skólavörðustíg 23
Eins og kunnugt er, hefur búsáhaldadeild KRON aö
undanförnu búið i þröngu tvíbýli við bókabúð félags-
ins í Bankastræti 2, og hafa hin ónógu húsakynni haml-
að mjög vexti beggja þessara deilda.
Úr þessu er nú bætt, þar sem KRON hefur opnað nýja
og glæsilega búð fyrir búsáhaldadeild sína að Skóla-
vörðustíg 23.
Sjóferðaprófin í gær
Skipstjórinn heldur fast við
fyrri framburð sinn
Kveðst haia geíið skipun um að sigla að
innsta skipisra og gengið sjáliur á stýrið,
er togarinn tók íyrst niðri
Sjóprófunum út af strandi Egils rauöa var haldið á-
fram í gær og kom þá Guðmundur ísleifur Gislason skip-
stjórí aftur fyrir dóminn. Hélt hann fast við fyrri fram-
burð sinn og kvaö hann gefinn eftir beztu vitund.
Skipstjórinn kvaðst hafa mið-
að skip það, er hann sá ljósin á,
og hafi það reynst í N'A eftir
áttavitanum. Er hann hafi sagt
að kippa skyldi Agli rauða að
skipi þessu hafi hann staðið við
hliðina á Berg Nielsen í stýris-
húsinu. Ekki kvaðst hann muna
Er hin nýja búð mjög smekk-
Verkalýðs- og sjé-
mannafélag Ólafs-
fjarðar endurreist
Verkamenn og sjómenn í Ól-
afsfirði hafa nýlega endurreist
félag sitt, Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Ólafsfjarðar, en
starfsemi þess hefur legið niðri
um skeið.
Hin nýkjörna stjórn er skip-
uð þessum mönnum: Formað-
ur: Gunnlaugur Magnússon,
ritari: Stefán Ólafsson, gjald-
keri: Halldór Kristinsson, vara-
formaður: Ragnar Þorsteins-
son, meðstjórnandi: Hartmann
Pálsson.
Félagið gerði nýja samninga
við atvinnurekendur um ára-
mótin og hækkaði þá grunn-
kaup verkamanna í almennri
vinnu úr kr. 9,00 í kr. 9,24.
Verkamenn í Eyjum hafa
gert nýjan kjarasamning
Sements'kaup hækkar og rétt mjólkurverð
kemur loks til framkvæmda
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja hefur gengið frá nýjum
samningum við atvinnurekendur og voru þeir staöfestir
á félagsfundi 1 fyrrakvöld.
leg og haglega innréttuð, og
hefur hf. Byggir séð um það
verk. Málningu annaðist Anton
Bjarnason málarameistari, raf-
lögn Þorsteinn Sætran rafv.m.
en Ólafur Gíslason rafmagns-
fræðingur sá um fyrirkomu-
lag lýsingar., Arkitekt við
breytingu hússins og innrétt-
ingu var Sigvaldi Thordarson.
I þessari nýju búð hefur KRON
nú á boðstólum hin fjölbreytt-
ustu búsáhöld, rafmagnsvörur,
postulíns- og leirvörur, leikföng
o. m. fl., og má gera ráð fyr-
ir, að félagsmönnum og öðrum
viðskiptavinum verði tíðförult
þangað næstu daga, bæði til að
líta á hin nýju húsakynni og
til að gera hagkvæm innkaup.
Hallbjözg eadurteknr
Hallbjörg* Bjarnadóttir end-
urtekur í kvöld skemmtun sína
í Austurbæjarbíói. Aðsókn að
fyrri skemmtun hennar var á-
gæt og undirtektir hinar beztu.
Samkvæmt hinum nýju samn-
ingum hækkar grunnkaup í se-
mentsvinnu úr kr. 9,90 í kr. 12,00
á klst. Vaktavinna í fiskimjöls-
verksmiðjum breytist þannig
að tveir vinnuflokkar, sem skipta
með sér þriðju vaktinni og hafa
fengið 50% álag á kaupið fram
að þessu, fá nú 75% álag.
Þá hefur það og gerst í sam-
bandi við hina nýju samninga,
að ákvæði desembersamning-
anna frá 1952 um að mjólkur-
verð í Eyjum lækkaði, kemur nú
loks til framkvæmda. Verður
mjólkin eftirleiðis seld þar á
kr. 2,70 eins og annars staðar
á landinu. Tókst Alþýðusam-
bandinu nú að knýja ríkisstjórn-
ina til þessara aðgerða og hefur
félagsmálaráðuneytið staðfest
samkomulagið.
Loks er það ákvæði í hinum
nýju samningum, að hækki kaUp
hjá Dagsbrún í Reykjavik á
samningstímabilinu, skuli kaup
verkamanna í Eyjum einnig
hækka um sama hundraðshluta.
hvort hann nafngreindi Berg Ni-
elsen, þegar hann gaf þessi fyr-
irmæli, en talið víst að Nielsen
hlustaði eftir þeim, þar eð hann
hafi verið vaktformaður.
Skipstjóri sagði að þegar hann
hafi miðað skip þetta hafi Egill
rauði legið flatur fyrir vindi, en
þegar hann fór niður hafi skip-
ið verið farið að snúast í þá
stefnu, sem gefin var. Kvað
hann togarann hafa snúið inn
með hliðinni í stefnunni suð-aust-
ur til suðaustur að suður og hafi
honum verið snúið á bakborða.
Hafi stýri skipsins verið hart í
bakborða í þetta skipti. Kvað
skipstjóri skipið hafa aðeins ver-
ið farið að snúast í umrædda
stefnu, þegar hann fór af stjórn-
palli.
Dýptarmælirinn
ekki notaður
Tvo dýptarmæla kvað skip-
stjóri hafa verið í skipinu og
hafi annar verið sjálfritari og
í lagi. Ekki kvaðst hann hafa
sett mælinn í gang í umrætt
skipti né sagt Nielsen að gera
það. Sagði hann að Nielsen hefði
ekki kunnað á ratsjána en hins-
vegar hefði hann (skipstjórinn)'
sýnt Nielsen hvernig ætti að
setja dýptarmælinn í gang.
Framhald á 3. síðu.
Frejgjti gefur 3G00 hr. í Sig-
fúsarsijóð til minningar um
Þ>nríði Friðríhsdóttur
Aöalfundur Þvottakvennafélagsins Freyju var haldinn
s.l. mánudag. í upphafi fundar minntist varaformaður
Guöríður Einarsdóttir, Þuríöar Friðriksdóttur, er lézt 13.
des. sl. en Þuríður var formaður félagsins óslitið frá
stofnun. Fundarkonur vottuðu minningu þessarar látnu
forustukonu sinnar virðingu og þakklæti með því aö
rísa úr sætum.
Fundurinn samþykkti ein-
róma að gefa 5000 kr. í Sig-
fúsarsjóð til minningar um
Þuríði Friðriksdóttur, en auk
þess söfnuðust á fundinum 600
kr. sem sjóðnum verður fært
í sama skyni.
Fundurinn samþykkti og að
breyta nafni styrktar- og glaðn
ingssjóðs félagsins, er stofnað-
ur var á sínum tíma að frum-
kvæði Þuríðar, þannig að eftir-
leiðis heitir sjóðurinn „Styrkt-
ar- og glaðningssjóður Þuríðar
Friðriksdóttur."
1 stjórn félagsins voru ein-
róma kosnar: Hulda Ottesen
formaður, Sigríður Björns-
dóttir varaformaður, Kristín
Einarsdóttir ritari, Guðrún
Björnsdóttir gjaldkeri, Guðrún
Stephensen meðstjórnandi, Ás-
laug Jónsdóttir vararitari og
Guðríður Einarsdóttir vara-
gjaldkeri.
Tuttugu og fjórir íslenzkir lista-
*
menn senda verk sín til Rómar
Sýning á verkunum opnuS i Lisfa-
mannaskálanum klukkan 1 I dag
Hin umdeilda Rómarsýning íslenzkra listamanna verð-
ur opnuð í dag í Listamannaskálanum kl. 1 e.h.
Þátttakendur í sýningunni eru alls 24 og skiptist þaö
þalnnig að 17 málarar senda 84 málverk, 6 senda 24 svart-
listarverk og 4 myndhöggvarar senda 16 verk.
Samsýning norrænna lista-
manna hefst í Róm 2. apríl n.
k. og er fyrsta norræna sam-
sýningin sem haldin er þar í
borg.
Á sýningunni í Listamanna-
skálanum, sem opnuð er kl.
1 í dag, eru 78 málverk, en
auk þess verða í Róm 6 mál-
verk, eru 3 þeirra nú í Höfn
en 3 í París, eftir þær Júlí-
önu Sveinsdóttur og Nínu
Tryggvadóttur.
Kjarval á þarna flest mál-
verk, samtals 13, en flestir
aðrir 2-5. Á sýningunni eru
nokkur málverk frá Listasafni
ríkisins.
Málverk.
Þessir málarar eiga verk á
sýningunni:
Jóhannes Kjarval,
Gunnlaugur Scheving,
Þorvaldur Skúlason,
Svavar Guðnason,
Benedikt Gunnarsson,
Hörður Ágústsson,
Hjörleifur Sigurðsson,
Kristín Jónsdóttir,
Júlíana Sveinsdóttir,
Valtýr Pétursson,
Sverrir Haralds,
Snorri Arinbjarnar,
Kjartan Guðjónsson,
Jóhannes Jóhannesson,
Sigurður Sigurðsson,
Guðmunda Andrésdóttir,
Karl Kvaran.
Svartlist.
Þessir sex senda svarlistar-
myndir:
Barbara Ámason,
Eiríkur Smith,
Valtýr Pétursson,
Sverrir Haralds,
Karl Kvaran,
Bragi Ásgeirsson.
Höggmyndir.
Þessir höggmyndir:
Ásmundur Sveinsson,
Sigurjón Ólafsson,
Magnús Á. Árnason,
Gerður Helgadóttir.
Nú er að koma og sjá.
Það er Islandsdeild Norræna
listbandalagsins er stendur að
þessari sýningu, en Félag ísl.
myndlistarmanna er aðili að því
bandalagi. Það er ítalska
menntamálaráðuneytið og borg-
arstjórn Rómar sem býður til
sýningarinnar.
Þeir sem völdu verk íslenzku
listamannanna á sýninguna eni
Gunnlaugur Scheving, Svavar
Guðnason, Þorvaldur Skúlason
og Ásmundur Sveinsson. — Og
nú er tækifærið kl. 1 í dag að
fara og sjá þessa umdeildu sýn-
ingu.