Þjóðviljinn - 12.02.1955, Síða 5
— Laugardagur 12. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5
r
Ársskýrsb brezkra togaraeigenda
fu!l af lygum og rógi um Islendinga
KvartaB yfir oð flest brezku blöBin geri litiS
úr morSásökunum Rivetts skipstjóra
Það er nú orðið deginum ljósara að samtök
brezkra togaraútgerðarmanna eru byrjuð hömlu-
lausa rógs- og lygaheríerð gegn íslendingum út aí
löndunardeilunni.
Sem betur íer er svo að sjá að flest brezk blöð
að undanskildu íhaldsblaðinu Ðaily Mail hafi neit-
að að bíta á krók útgerðarmanna og láta nota sig til
þess' að æsa almenning gegn íslendingum.
Eins og áður hefur verið frá
skýrt sendu útgerðarmenn í
Hull skipstjórann Bob Rivett á
togaranum Kingston Zircon til
London og boðuðu blaðamenn
á hans fund til þess að hlýða
á útlistanir á því að útfærsla
fiskveiðalandhelginnar við ís-
land ætti sök á því að togar-
arnir Lorella og Roderigo fór-
ust um daginn með allri áhöfn
út af Hornströndum.
„Isienzka ríkisstjórnin bannar“.
Nú hefur borizt hingað plagg,
sem ber með sér að togaraeig-
endur hafa búið sig vandlega
undir að gera slys sem þessi
að árásarefni gegn Islending-
um. Þetta plagg er ársskýrsla
um brezku togaraútgerðina á
síðasta ári.
Langur kafli skýrslunnar
fjallar um friðun fiskimiðanna
við ísland og löndunarbannið
sem brezkir togaraútgerðar-
menn og yfirmenn á togurum
settu í íslenzk fiskiskip í hefnd-
arskyni.
„Islenzka ríkisstjómin
bannar enn brezkum togur-
um að veiða á hinum auð-
ugu, íslenzku fiskimiðum og
bannar einnig brezkum tog-
urum að leita hælis í ís-
lenzkum fjörðum í hvass-
viðrum, eins og venja hefur
verið,“ segja brezku útgerð-
armennirnir.
Hvergi í skýrslunni er á það
minnzt að nákvæmlega sömu
reglur gilda um veiðar ís-
lenzkra togara og annarra
þjóða.
„Brezldr togarar sviptir
öryggi.“
Ósannindin um friðunarað-
gerðirnar eru endurtekin síðar
í skýrslunni og eru þar orðuð
á þessa leið:
„Auk þess svipti islenzka
ríldsstjórnin brezka togara
því hefðbundna öryggi að
Auglýsincgaskrifstofci
Þjóðviljans er opin á virkum
Sími dögum frá klukkan 9 til 12 og
7500 M3 til 18, nema laugardaga frá
klukkan 9 til 13.
•■■»«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■•■
Happdrætti
Samtaka herskólabúa
Ferðalög
innan-
lands og
utan.
V
I
N
N
I
N
G
A
R
m.
a.:
Raftæki
Bæiarbúar. Styrkið Samtök herskálabúa!
Herskálabúar. Herðið sölu happdrættisins.
Dregið verður 15. febrúar n.k.
Nefndin
Saudi-Arafaía
stendur neð
Egyptum
Utanríkisráðherra Saudi-Ara-
bíu skýrði frá því í gær, að
land sitt myndi segja sig úr
Arababandalaginu ef Egypta-
land gerði það JSinnig myndi
Saudi-Arabía þá ganga í nýtt
bandalag Arabaríkja, sem
Egyptar kynnu að beita sér
fyrir að mynda.
Fiskurinn kemur úr vörpunni á piZfar brezks togara
að veiðum á íslandsmiðum.
Flokkurinn
1. ársfjórðungur féll í gjald-
daga 1. janúar. Greiðið flokks-
gjöld ykkar skilvíslega í skrif-
stofu flokksins.
! Herbergi óskastj
: [
helzt í vesturbænum. :
: :
í Uppl. í síma 6064.
geta leitað legu og hælis í
skjóli inni í fjörðum í of-
viðrum.“
Þegar brezku útgerðarmenn-
imir hafa þannig margítrek-
að þessa haugalygi í skýrslu
sinni setja þeir upp sakleysis-
svip eins og hræsnara er siður
og segja:
„Engu að síður ber að harma
að til þessarar deilu skyldi
koma. Mönnum finnst hún vera
,fjölskyldurifrildi‘ milli tveggja
þjóða, sem verið hafa vinir frá
fomu fari, og hægt væri að
binda endi á það ef dálítill góð-
vilji væri sýndur á báða bóga.
Brezkir togaramenn játa að
íslendingar verða að hindra of-
veiði á fiskimiðum sínum, en
þeir vilja ekki sætta sig við
að vera sviptir rétti til að leita
skjóls í fjörðum eða láta neyða
sig til að fiska á stormasömu
og hættulegu hafi .... Talið
er að ef Islendingar gerðu
einhverja tiltölulega litla til-
slökim yrði íslendingum aftur
leyft að selja fisk sinn á
brezkum markaði.“
„Fishing News“ kvartar.
Þrátt fyrir þennan undir-
búning virðist rógur Rivetts
skipstjóra um að íslendingar
séu valdir að dauða áhafna
brezku togaranna ekki hafa
fallið í góðan jarðveg hjá
brezkum blaðamönnum. Viku-
blaðið Fishing News, málgagn
togaraeigenda, kvartar yfir því
4. þ.m. að „einungis eitt blað,
Daily Mail, birti þá fregn und-
ir stórum fyrirsögnum, í flest-
um blöðum var hún svo gott
sem grafin í stuttum klausum
eða alls ekki birt.“
5
Útsvör 1954
Hinn 1. febrúar var aXlra síðasti gjalddagi á-
lagöra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið
1954.
Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem
hefur borið skylda til að halda eftir af kaupi
stax-fsmanna til útsvarsgreiðslu, eru alvarlega
minntir á að gera bæjargjaldkera full skil nú peg-
ar.
Að öðrum kosti verða útsvör starfsmannanna
innheivit með lögtaki hjá kaupgreiðandanum
sjálfum, án fleiri aðvarana.
Reykjavík, 10. febrúar 1955.
Borgariifarinn
'■■■»■■■■■■■■■■■■■■■»'•■■■■•■•■■
HæfSan, sem volir yiir
Evrópu
nefnist erindi, sem séra
L. Murdoch flytur í
Aðventkirkjunni
sunnudaginn 13. fébrúar
klukkan 5.
Allir velkomnir.