Þjóðviljinn - 13.02.1955, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 13.02.1955, Qupperneq 1
WILJINN Sunnudagur 13. febrúar 1955 — 20. árgangur — 36. tölublað Fiskimiölsverksmiðjaxi í Vestmaiuiaeyjum græddi þrjár milljónir króna á s. 1. ári FiskvinnslustöSvarnar i Vestmannaey]um grœddu 3 miH]ónir kr. i viSbót - en sú upphœS sem reynt er aS ræna af sjómönnum nemur tœpum tveim milljónum Á síðasta ári var hreinn gróði íiskimjölsverksmiðj- unnar í Vestmannaeyjum 3 milljónir króna. Á sama ári græddi fis'kvinnslustöð ein í Eyjum á aðra millj- ón eftir að allt hafði verið afskrifað eins og lög frekast leyfa, og fiskvinnslustöðvamar allar haia æðsta heiðursmerki SJomanna ekki hatt minna en þrjar milljomr krona í hreinan og málgögn að gjalda þakkar. gróða. Þessir aðilar einir hafa þannig grætt um sex millj- ónir króna á árinu, en það myndi kosta undir tveim- ur milljónum króna að ganga að kröfum sjómanna um rétt fiskverð. Þessi dæmi sýna einkar glöggt hversu fráleit sú kenning stjórn- arblaðanna er að fjórmuni vanti til þess að standa skil á réttum greiðslum til sjómanna. Stað- reyndin er þvert á móti sú að af fáum verkamönnum mvin tekinn eins óhemjulegur gróði og sjómönnum í Vestmannaeyj- tun. Á síðasta ári námu gjald- eyrisverðmæti þau sem flutt voru út frá Vestmannaeyjahöfn á annað hundrað milljóna króna, og meginhluti þeirra verðmæta kemur á land á ver- tíðinni fjóra fyrstu mánuði árs- ins. Útgerðarmenn hafa nú eyðilagt 1 V> mánuð af þessu dýr- mæta tímabili vegna þess eins að þeir neita að greiða sjómönn- um rétt verð fyrir aflahlut sinn, vegna þess eins að þeir vilja ræna hluta af verðinu sjálfir. Við þá iðju hafa þeir notið stuðnings og fyrirskipana frá ríkisstjórninni og Faxaflóa- greifunum . í Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna. En þetta er orðið dýrt stríð; það hefur þegar haft af þjóðinni tugi millj- óna í gjaldeyrisverðmætuin — margfalda þá upphæð sem reynt er að stela af sjómönnum. • Dómur Hæstaréttar liggur fyrir Morgunblaðið spyr í gær hvers vegna sjömenn hafi hafnað gerðardómi, þar sem sæti ættu einn frá hvorum aðila og einn fulltrúi Hæstaréttar. Svarið er ofur einfalt: Slíkur gerðardóm- ur er óþarfur og til þess eins að tefja tímann. Dómur Hæsta- réttar liggur fyrir og þar var lýst yfir því afdráttarlaust að sjómenn eigi skýlausan rétt á fuilu verði fyrir aflahlut sinn. Það er því ástæðulaust að spyrja sjómenn nokkurs í þessu sam- bandi. En um hitt spyr öll þjóð- in: Hvernig leyfa rikisstjómin og útgerðarmenn sér að reyna að ræha frá sjómönnum rétti sem er svo ótvíræður að sjálfur Hæstiréttur hefur staðfest hann. Hvemig ætlast ríkisstjómin til þess að hægt verði að framfylgja lögum í landinu eftirleiðis, ef hún hefur nú forustu um að ganga í berhögg við dóma Hæstaréttar? • Maðurinn með heiðursmerkið Sjávarútvegsmálaráðherrann, Ólafur Thors, hefur haldið ræðu á sjómannadögum undanfarin ár, farið þar mörgum fögrum orðum um sjómannastéttina og þá þakkárskuld sem þjóðin stæði í við hana. f fyrra var þessi ráðherra svo sæmdur skuldina með því að stuðla að því að reynt sé að stela af verði þess afla sem sjómennirnir ; draga á land, svipta þá rétt- mætu kaupi. Þessi árás á sjó- mannastéttina er svo einstæð og lúaleg að hliðstæður eru vandfundnar. Enda njóta sjó- menn óskipts stuðnings allrar alþýðu, og það mun koma í ljós í sivaxandi mæli næstu daga ef ríkisstjórnin og handbendi henn- ar láta ekki tafarlaust af fjand- skap sínum. Á síðasta sjómannadegi var Ol— afur Thórs sæmdur æðsta heið— ursmerki sjómannadagsins. Hann er nú að þakka fyrír sig með árásunum á sjómenn í Vesfe*- mannaeyjum. Sósíalistalélag Reykja- víkur. Fulltrúaráðs- og trúnaðarmannalundur verður þriðjudaginn 15. febrú- ar kl. 8.30 e.h. i Baðstofu iðn- aðarmanna. Dagskrá: Verkalýðsmál o.fl, Áríðandi að allir mæti, Stjórnin «>• c Verkfallið í Eyjum algert Samúðarverklall vélstjóra sem vinna í landi í Vestmannaeyjum, þ.e. hjá ír^utihúsunum, hólst á hádegi í gær og var verklallið algert. Alhr vélstjórarnir lögðu niður vinnu og er Þjóðviljanum ekki kunnugt um að neinn frystihúsa- eigandi hafi reynt að fram- kvæma það sem þeir höfðu lát- ið í veðri vaka, að þeir myndu keyra vélar frystihúsanna sjálfir. Skipstjórar kjósa nefnd Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið í Vestmannaeyjum hélt fund í gær og kom þar fram það álit skipstjóra að ekki væri Barótta Eyjamanna er okkar barótta Dagsbrún veitir 10 þús. kr. - Fulltrúa- ráðíð heitir á stuðning verkalýðsins Sjómenn í Vesfcmannaeyjum heyja nú harða baráttu fyrir því að sjómenn fái greitt fullt verð fyrir afiahiut sinn og hætt verði því fyrirkomulagi að sjómenn séu rændir nokkrum hluta afla- verðsins. í gær skoraði miðstjórn Alþýðus'ambandsins á allt stéttvíst verkaíólk að bregða vel við og veita verkfallsmönnum í Eyjum fjárhagslegan stuðning, þar sem þeirra barátta væri barátta allra verkalýðssamtakanna. Dagsbrun fyrst að veita virkan stuðning Dagsbrún varð fyrst til að veita Vestmannaejingum stuðning. í gær barst Sigurði Stefáns- syni eftirfarandi skeyti: „Sigurður Stefánsson, formaður Jötuns, VeStmannaeyjum. Dagsbrún ákveðið kr. 10 þús. framlag til verkfallsmanna. Stéttarkveðjur. V.m.f. Dagsbrún Fulltrúaráðið heitir á verkalýðsfélögin Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík samþykkti í gær eftirfarandi áskorun tii reykvísks verkalýðs: „Með skírskotun til vfirlýsingar miðstjórnar Alþýðusambands íslands um stuðning við baráttu sjómanna í Vestmannaeyjum heitir stjórn Fulltrúaráðs verkalýðs’félaganna í Reykjavík á öll reykvís’k verkalýðsfélög og meðlimi þeirra, að bregða fljótt og drengilega við og veita verkfallsmönnum í Vest- mannaeyjum fjárhagslegan stuðning. Skrifstofa Fulltrúaráðsins tekur við framlögum félaga og einstaklinga". nægilega leitað samninga, o» kaus félagið þriggja manna nefnd til að vinna að því að samningar mættu á komast. Margir viðurkenna kröfur sjómanna Útvegsbændafélag Vestmanna— eyja hélt fund í fyrrakvöld og voru þar skiptar skoðanir. Marg- ir vildu viðurkenna rétt sjó- manna til sama fiskverðs og út- gerðarmenn fá, en forvígismenn félagsins voru á banda gjaldeyr- isbraskaranna og höfnuðu að taka upp samninga á þeim grundvelli að sjómenn fái sama fiskverð. Samningar strönduðu Sáttafundi með fulltrúum Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna og fulltrú- um skipafélaganna, lauk kl. 4 í fyrrinótt. Hafði sátta- fundur þessi staðið frá kl. 5 síðdegis á fimmtudag, óslitið að undanskildu matarliléi fyrsta kvöldið, eða í 35 klst. Samkomulag náðist ekki. í gær hvildu samningameimirn- ir sig eftir liina löngu vöku, og hafði ekki verið boðaður sanuiingafundur síðast er Þ.ióðviljinn frétti í gærkvöld. 11 handteknir Herlið og lögregla afgirtu í dögun í gærmorgun eitt af hverfiun Nairobi í Kenýa og gerðu leit í húsum 4000 manna og yfirheyrðu þá. 130 þeirra voru teknir höndum og sendir í fangabúðir, grun- aðir um stuðning við þjóð- frelsishreyfingu Kíkújú- manna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.