Þjóðviljinn - 13.02.1955, Side 6

Þjóðviljinn - 13.02.1955, Side 6
6). — ÞJjÖÐVILJINN -r- Sunnudagur 13. febrúar 1955 þlÓÐVILIINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfi óiafsson. Auglýsingastjórl: Jónstelnn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustlg 10. — Sími 7500 (3 Unur). Áskriítarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landlnu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. | íslendingum sagt sftríð á hendur Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um þá furðu- legu rógsherferð sem breeka útgerðarauðvaldið hefur hafið um íslendinga í brezkum blöðum, en þar er þjóðin borin þeim sökum að bera í rauninni ábyrgð á dauða fjörutíu brezkra sjómanna sem létu lífið á 'Halamiðum í ofviðrinu mikla. Hefur þeirri kenningu verið haldið að almenningi að brezkum togurum sé í rauninni bannað að leita vars í íslenzkum fjörðum, og kemur sú kenning m. a. fram í ársskýrslu brezkra togaraeigenda, eins og rakið var hér í blaðinu í gær. Af yfirlýsingu brezka sendiherrans hér má einnig ráða að brezk stjórnarvöld láta sig ekki muna um að ýta undir sömu skoðun, því hann lét sig hafa það að halda því fram í áheyrn alþjóðar að stækkun friðunarsvæð- isins hefði aukið slysahættuna og sá ekki ástæðu til að biðja afsökunar á brezkum sorpskrifum. Er það enn ein sönnun þess að útgerðarauðvaldið brezka nýtur beins og óbeins stuðnings brezkra stjórnarvalda í árásum sínum á íslendinga, einnig þeim sem níðingslegastar eru. En brezka útgerðarauðvaldið lœtur ekki þar við sitja að hafa skipulagt löndunarbannið í skjóli stjórnarvaldanna ag að halda uppi níðingslegum árásum á íslenzku þjóð- ina, Nú undanfarið hafa þeir atburðir gerzt úti fyrir Vest- fjörðum sem án efa eru af sama toga spunnir og eru mjog alvarlegs eðlis■ Þar hafa brezkir togarar tekið upp skipu- lagðar árásir á íslenzka fiskibáta, dag eftir dag gera þeir sér leik að því að draga vörpuna fram og aftur yfir veiðar- færi bátanna og hafa oft eyðilagt þau með öllu. Hámarki sínu náðu þessir atburðir, þegar vélbáturinn Súgfirðingur var sigldur niður um hábjartan dag og tveir íslendingar fórust. Hafa ekki enn verið bornar fram neinar skiljanlegar afsakanir út af þeim hörmulega atburði, og mættu Bretar minnast þess áður en þeir rœða frekar um morð á fiskimið- unum umhverfis Ísland. En þessi ágangur fyrir Vestfjörð- um er orðinn svo víðtækur og ósvífinn, að honum verður helzt líkt við styrjöld af hálfu brezkra togara. Það er óhjákvæmileg nauðsyn að þessi mál verði tekin föstum tökum tafarlaust. íslenzka ríkisstjórnin verður að sjá svo um að íslenzk varðskip verði á miðunum út af Vestfjörðum og verndi íslenzka báta fyrir hinum ósvífnu árásum brezku togaranna. Það má ekki til þess koma að fleiri menn láti þar lífið af þessum völdum og að meiri verðmæti séu eyðilögð fyrir íslendingum. í annan stað er það algerlega ósæmilegt að íslending- ar skuli kaupa vörur í Bretlandi fyrir á annað hundrað milljónir á ári á sama tíma og Bretar neita að kaupa fram- leiðsluvörur íslendinga, aðeins í því skyni að kúga okkur. Ber ríkisstjórninni þegar í stað að gera ráðstafanir til þess að skera niður innflutninginn frá Bretlandi, og má hún þá ekkert skeyta um andstöðu heildsalanna sem einvörðungu hugsa um gróða sinn, en ekkert um hagsmuni og sóma þjóðarinnar. Þar til þessar ráðstafanir hafa verið gerðar þarf almenningur að fylgja kröfum sínum eftir með því að neita að kaupa brezkar vörur, og ættu kaupmenn að merkja vörur sínar þannig að almenningur viti hverjar þeirra eru brezkar. í þriðja lagi ber ríkisstjórninni að taka þessi mál upp af einbeitni í öllum þeim stofnunum þar sem svo á að heita að við séum í „samvinnu“ við Breta. Ríkisstjórnin íslenzka þarf að eiga þann manndóm til að segja við valdamenn Bretlands að við séum aðeins reiðubúnir til þeirrar sömu „samvinnu“ og Bretar láta koma fram við okkur, vilji Bretar halda fjandskap sínum áfram og magna hann enn, eins og gerzt hefur undanfarið, hljótum við íslendingar að draga af því óhjákvæmilegar ályktanir. Það fylgir að minnsta kosti ekki mikill hugur máli stjornar- blaðanna ef ríkisstjórnin heykist á svo sjálfsögðu framtaki. Hitt þarf þjóðin: að gera sér ljóst, að hér eftir sem hingað til mun ríkisstjórnin vera lin í öÍÍUm viðskiptum við Breta, og að hún fer ekki feti framar en hún er til- aeydd af þunga almenningsálitsins. Þess vegna þarf sá þungi að verða sem mestur. 5 ■HIIIHMNm CZECHOSLOVAK CERAMICS Ltd.. PRAHA • • KÓPAVOQjSBÚAR ■ , /’• m £g undirritaður hef opnað ■ Raftækjavinnustofu ■ á Borgarholtsbraut 21. TEK AÐ MÉR Ihús verksmiðjur skip báta Vindingar og viðerðir dynamountt mótorum og hvers- konar heimil-[ iutækjum Uppsetning og viðhald á sjálfvirkum olíukyntum tækjum Teikna raflagnir Til sölu raflagnaefni ásamt perum og vartöppum. Ath. Ef heimilistækið bilar, þá sæki ég og sendi. Sími 82871 Jón Guðjónsson löggiltur rafvirkjameistari iiiiiiiuimiwiiiiuimiiiiiiiiiMiiniNninuinBHUiinMMmnHiuMBHmMHMiMuauNaniMiMnniMnuHi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.